Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Page 29
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 29 Magnús Magnússon segir að best sé að hleypa gamla klárnum í haga þegar hann glatar snerpunni. Vinsældir „Snillinga" dala: Magnús Magnússon hættir meá Mastermind Magnús Magnússon, ísTenski þáttagerðarmaðurinn hjá BBC, hef- ur ákveðið að hætta umsjón Master- mind þáttarins. Magnús lét hafa eft- ir sér í the Sunday Times að þáttur- inn krefðist snöggra viðbragða og óneitanlega yrði maður seinni til með aldrinum. I tilvikum sem þess- um væri best að sleppa gamla klárn- um í haga. Þátturinn varð vinsælastur undir lok áttunda áratugarins og dró þá rúm- lega 22 milijónir áhorfenda að skján- um. Magnús hefur verið umsjónarm- aður Mastermind í 23 ár. Ætlunin er að gera tvær syrpur til viðbótar og láta þar með staðar numið eftir ald- arfjórðung. Hugmyndir voru um að láta annan taka við umsjón þáttar- ins þegar Magnús hætti en forráða- menn BBC eru ekki á þeim buxun- um enda hafa vinsældir Masterm- ind dalað verulega. Hugmyndina að Mastermind átti Bill Wright, framleiðandi hjá BBC. Hann ákvað að útfæra yíirheyrslu- aðferðir nasista, sem hann hafði upplifað í seinni heimsstyrjöldinni, í sjónvarpsþátt — spyrjandi og kast- ljósi beint að fórnarlambi í svörtum stól. Þátturinn náði gríðarlegum vinsældum undir lok áttunda ára- tugarins. Árið 1979 voru 22,6 millj- ónir áhorfenda að honum. Árið 1984 horfðu að meðaltali 8,7 milljónir á þáttinn en í ár horfa að jafnaði 4,5 milljónir á þáttinn. Skiptar skoðanir eru um ástæður minni vinsælda. Sigurvegarar seinni ára halda því fram að áður fyrr hafi þátturinn verið á besta sýningartíma en nú sé hann orðinn að eins konar jaðar-sjónvarpsefni. Aðrir halda því fram að breska þjóð- in sé orðin fávísari og því sé hug- myndin gengin sér til húðar. -PP Bridgefélag Barðstrendinga Félagið hóf starfsemi sina með eins kvölds upphitunartvímenningi og mættu 25 pör á fyrsta spilakvöldinu. Spilaður var Mitchell, meðaískor var 270 stig og hæstu skorina í NS fengu eftirtalin pör: 1. Ragnar Björnsson - Leifur Jóhannesson 349 2. Halldór Þorvaldsson - Kristinn Kristinsson 321 3. Friðgerður Friðgeirsdóttir - Friðgerður Bene- diktsdóttir 316 3. Friðjón Margeirsson - Valdimar Sveinsson 316 Og hæsta skorið í AV: 1. Haukur Guðmundsson - Fróði Pálsson 315 2. yiðar Guðmundsson - Pétur Sigurðsson 296 2. Óskar Karlsson - Þórir Leifsson 296 4. Þorleifur Þórarinsson - Þórarinn Árnason 295 Fimm kvölda hausttvímenningur félagsins sem hefst þann 2. október. Unglingaæfingar Fram að áramótum verða eftirfarandi æfing- ar í boði fyrir spilara sem fæddir eru 1. janúar 1971 og síðar: 3. október 1995 í Þönglabakka 1 17. október 1995 í Þönglabakka 1 27. -29. október 1995 í Ölfusborgum 31. október 1995 í Þönglabakka 1 14. nóvember 1995 í Þönglabakka 1 28. nóvember 1995 í Þönglabakka 1 Þriðjudagsæfingarnar verða opnar öllum yngri spilurum en valinn verður hópur á helg- aræfinguna í Ölfusborgum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með vinsamlega hafi samband við Einar Jónsson, s. 554 5402, (sem verður yfir- leiðbeinandi) eða Jón Baldursson í s. 557 7223. Ætlast er til að þeir unglingar sem áhuga hafa á að vera valdir til spilamennsku í yngri spilara landsliði íslands í bridge mæti eða láti vita af sér ef búseta er ekki á Reykjavíkursvæð- inu. Æfingarnar eru á vegum BSÍ og Alfreðs- sjóðs. r í einmenningi Skráning stendur nú yfir í íslandsmótið i einmenningi sem haldið verður í Þönglabakka helgina 7.-8. október. Spilað verður sama stand- ard-sagnkerfið sem í notkun hefur verið síðan einmenningurinn var endurvakinn og verður kerfið sent heim til þátttakenda. Spilaðar verða 3 lotur og fá 3 efstu í hverjum riðli gullstig fyr- ir hverja lotu. Keppnisgjald er 2.500 krónur og skrifstofa BSÍ tekur við skráningu í síma 587 9360. sunnudasa cftir hádesi HAGKAUP m a t v a r a HAGKAUP H3HHE SiÁnDJA: VEdES MIRABELLE CAFÉ/BRASSERIE Nýr veitingastaður i Kringlunni BYG6TOBUIÐ Þessar verslanir og veitingastaðir í verða framvegis opnar alla sunnudaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.