Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 JjV Júlíus Guðmundsson verslunarstjóri er ósigrandi: DV, Akureyri: Júlíus Guðmundsson, verslunar- stjóri KEA Nettó á Akureyri, geng- ur meðal bæjarbúa oftast undir nafninu Júlli í Nettó. Sumir kjósa þó frekar að kalla hann „Bónusban- ann“ enda stýrði Júlíus fyrir hönd Kaupfélags Eyfirðinga einu mesta verðstríði íslandssögunnar síðla árs 1993 og fyrstu mánuði ársins 1994. Andstæðingurinn var sjálfur Jó- hannes í Bónusi sem sumir hafa e.t.v. talið ósigrandi á þessum vett- vangi. Aðra eins gósentíð í innkaup- um hafa Akureyringar og aðrir Norðlendingar ekki upplifað enda hafði hið grimma verðstríð það m.a. í för með sér að vörur voru oft og tíðum seldar langt undir innkaups- verði. Og I hópi þeirra sem versluðu mikið í báðum verslununum voru aðrir kaupmenn á Norðurlandi sem komust í mun hagstæðari innkaup en heildverslanirnar voru tilbúnar að veita þeim. Segja má að Júlli í Nettó hafi staðið uppi sem sigurvegari í þeirri hörðu rimmu sem háð var, enda lauk henni með því að Jóhannes í Bónusi pakkaði saman og lokaði sinni verslun. Viðskiptavinum í verslun hans hafði fækkað umtals- vert og viðhafði Jóhannes m.a. þau orð að sínum starfskröftum væri betur varið þar sem fólk kynni að meta það sem hann hefði fram að bjóða. Enn í samkeppni við Bónus „Ég vil alls ekki tala um þessi endalok öðruvísi en sem ákveðinn áfanga hjá okkur í Nettó. Það var auðvitað ákvörðun Bónusmanna að koma hingað og opna verslun og jafnframt þeirra mál að hætta rekstri hér. Engu að síður leit ég þannig á að þessi samkeppni myndi halda áfram þótt Bónus lokaði hér á Akureyri en með öðru sniði. Hrað- inn sem var í verðsamkeppninni myndi minnka og ákveðið jafnvægi Júiíus fyrir utan verslun Nettó á Akureyri, verslun sem segja má að hann hafi átt stóran þátt í að byggja upp og stýra í hinni hörðu samkeppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.