Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 36
40 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 minnisstæðustu atburðir á árinu 1995 — Jóhannes Jónsson: Ofurtollar á innflutt kjöt Mér er minnisstætt að við opnuðum bensínstöðvar á árinu og allt hefur gengið vel í sambandi við það,“ sagði Jóhannes Jónsson í Bónusi þegar hann var spurður hvað honum væri minnisstæðast frá árinu og hvers hann vænti á því nýja. „Gatt-samningurinn tók gildi og við reyndum að flytja inn kjöt frá Svíþjóð. Það var stoppað með ofur- „> tollum. Ég átti von á unnum kjötvörum í október en vegna ofurtollanna varð ég að senda þær til Færeyja. Samt horfi ég bjartsýnn fram á nýtt ár í viðskiptalífinu og vona að umhverfíð verði hliðhollt, jafnvægi ríki og engin upphlaup verði.“ -ÞK Ásta Kristín Árnadóttir: Afmæli á spítalanum Það er kannski ferðin út til Bandaríkjanna, við flugum fyrst til Baltimore og _ > síðan til Boston. Svo er mér minnisstætt að ég átti afmæli daginn eftir aðgerðina og hjúkrunarkonan og hjúkrunarfólkið á spítalanum gáfu mér afmælisgjöf og afmælistertu,“ sagði Ásta Kristín Árnadóttir nýmaþegi sem fór í aðgerð alla leið til Boston í Bandaríkjunum í september á þessu ári. „Svo þegar við komum heim kom fullt af fólki að taka á móti okkur á flugvellinum." -ÞK Heimir Steinsson: Hörmungarnar fyrir vestan „Mér era efstar í huga hörmung- arnar fyrir vestan í ársbyrjun og í október. Það fer ekki á milli mála að þær era okkur íslendingum minnisstæðastar, að minnsta kosti sjálfum mér, og fréttaflutningurinn 'rog allt þeim tengt,“ sagði Heimir Steinsson útvarpsstjóri þegar hann var spurður hvað væri honum minnisstæðast frá árinu 1995. „Einnig að ég dvaldi eina viku í Vatíkaninu á miðju sumri mér til óblandinnar ánægju og gægðist þar um gáttir á ýmsa vegu. Svo heim- sótti ég barnabömin mín I Uppsöl- um i Svíþjóð í nóvemberbyrjun. Ég er bjartsýnismaður og vænti hins besta af nýju ári. Þá eru ofar- lega í huga aldamót og árþúsunda- skipti. -ÞK Ólafur Helgi Kjartansson: Snjáfláðin „Minnisstæðust úr mínu starfi eru snjóflóðin í Súða- vík og á Flateyri. Þar er ofarlega í huga sá styrkur sem býr í íbúum þessara byggða og sá kraftur sem býr í björgunar- sveitarmönnum," segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á . ísafirði. - „Ég vænti þess að komandi ár verði mildara en það sem nú er að líða. I ljósi sameiningar sveitarfé- laganna á norðanverðum Vestfjörð- um verður kraftur byggðanna þar meiri. Ég vil lika koma á framfæri þakklæti til þjóðarinnar fyrir stuðninginn sem hún hefur veitt fólki hér vestra.“ -GK Séra Flóki Kristinsson: Gífurleg vonbrigði „Efst í mínum huga eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði eftir að ég kom erlendis frá í sumar eftir yndislegt náms- leyfi. Bæði varð það hálfgert menningarsjokk vegna þess hversu gæði tímans eru lakari hér en erlendis og ekki síður vegna þeirra vonbrigða sem ég hef orðið fyrir með þá stofnun sem ég starfa fyrir, kirkjuna, hvernig ásig- komulag hennar er og stjórnleysið algert. Mér sýnist allt stefna í upp- lausn. Ég óska þess helst fyrir framtíðina að þessi stofnun fái ein- hverja stjórn og taki á sig ein- hverja viðunandi mynd,“ segir Flóki Kristinsson, sóknarprestur i Langholtskirkju. -sv Friðrik Karlsson: Vann með Madonnu „Það sem stend- ur upp úr á árinu sem er að líða er hið óvænta at- vinnutækifæri sem ég fékk þegar mér bauðst að spila í bíómynd- inni Evitu með Madonnu og Ant- onio Banderas. Það var lærdóms- ríkt og gerði miklar kröfur til manns. Það ævintýri gekk allt sam- an mjög vel og í framhaldinu hef ég fengið það mörg tilboð um vinnu að ég er að hugsa um að flytja af landi brott til London í að minnsta kosti eitt ár og freista gæf- unnar. Ég vona að dæmið gangi upp hjá mér á komandi ári og að ég nái fótfestu þama úti.“ -ÍS Kristján Jóhannsson: Snjóflóðin á Flateyri „Það sem óneit- anlega kemur í hugann þegar lit- ið er yfir liðið ár eru hörmungarn- ar á Flateyri en þær höfðu mikil áhrif á mann. Annars hefur árið gengið prýðilega hjá mér persónulega þó varla sé hægt að segja að neinn sérstakur atburður standi þar upp úr. Hins vegar verður næsta ár mjög við- burðaríkt hjá mér og miklar vænt- ingar hjá mér vegna þess. Ég mun deputera í þremur óperam á næsta ári, syng Othello í Bologna á Ítalíu, einnig hér á íslandi en fyrir því er ég mjög spenntur. Einnig syng ég í tveimur óperum við ríkisóperana í Hamborg, Canio í Pagliacci og Samson í Samson og Dalíla. Þessi hlutverk gera það að verkum að ég get farið að kalla mig dramatískan söngvara. Annars er mér ofarlega í huga að óska landsmönnum gleði- legra jóla og farsældar á næsta ári.“ -ÍS Steinunn J. Kristjánsdóttir: Kumlið minnisstætt „Mér eru eðli- lega minnisstæð- astir atbúrðir sem tengjast fundi kumlsins í Skrið- dal,“ segir Stein- unn J. Kristjáns- dóttir, fomleifa- fræðingur hjá Minjasafni Austurlands. „Annars var árið mjög viðburða- ríkt og annasamt fyrir mig sem fornleifafræðing. t Viðey, þar sem ég sá um uppgröft, fundust t.d. fleiri brot af veggjum gamla klaust- ursins og svo flutti ég til Egilsstaða og tók þar við nýju og spennandi starfi. Næsta ár verður ekki síður annasamt en það sem er að líða og kannski Austfirðingar fái þá kuml- búann úr Skriðdalnum aftur?" -GK Jóhannes Gunnarsson: Gatt-samningur „Frá liðnu ári er nýr Gatt-samn- ingur efst í mín- um huga. Hann átti meðal annars að auka frelsi með landbúnaðar- vörur. Ekki síður er mér minnis- stætt að íslensk stjómvöld hafa gert allt til þess að koma i veg fyrir að neytendur nytu góðs af þessum samningi. Þá er of- arlega í mínum huga að samkeppn- isyfirvöld telja samráð banka og sparisjóða eðlileg vinnubrögð, sem og fákeppni á þessum markaði. Ég vænti þess að mikilvægi neyt- endamála renni upp fyrir stjórn- völdum og stjómmálamönnum og að í stað orða tali verkin. Það er von okkar að við getum áfram haldið að tryggja neytendum að- gang að úrlausn ágreiningsmála við seljendur á ódýran og fljótvirk- an hátt með stofnun enn fleiri kvörtunarnefnda en nú eru starf- andi.“ -sv Snorri Hermannsson: Náttúruhamfarirnar „Náttúraham- farirnar hér vestra á árinu sem er að líða eru mér eðlilega minnisstæðar. Þetta eru atburðir sem ekki gleym- ast,“ segir Snorri Hermannsson hjá almannavama- nefndinni á ísafirði og stjórnandi björgunaraðgerða eftir snjóflóðin í Súðavik og á Flateyri. „Við hér væntum góðs af sameiningu sveitarfélaganna sem nýlega var samþykkt í kosningum. Ég hef þá sannfæringu að við mun- um í vor velja gott fólk til að móta það samfélag sem við munum búa við í framtíðinni." -GK Guðjón Magnósson: Snjóflóðin tvö „Af innlendum viðburöum era mér minnisstæð- ust snjóflóðin tvö og hörmulegar af- leiðingar þeirra. Samkennd lands- manna og sam- hugur i verki sitja eftir sem nauðsynlegt og kær- komið mótvægi við öfund, óvild og vaxandi ofbeldi sem einkennt hefur þjóðfélagsumræðuna mikið og ein- hverjir héldu kannski að gæfl rétta mynd af þjóðfélaginu. Menn mættu muna oftar eftir því að við gætum verið og ættum að vera ein stór fjölskylda," segir Guðjón Magnús- son, formaður Rauða kross íslands. „Það er bjartara yfir efnahagslíf- inu nú er verið hefur í 8 til 9 ár og því hljóta allir að gleðjast. Árið 1995 var þannig á íslandi upphaf vonar um betri tíð og bætt kjör- Vonandi tekst okkur að nýta þetta tækifæri betur en oft áður.“ -GK Magnús Scheving: Verðlaun Bjarkar „Af almennum vettvangi er mér minnisstæðast þegar Björk Guð- mundsdóttir fékk MTV-verðlaunin, það var merkileg- ur atburður," sagði Magnús Scheving þolfimimeistari. „Hvað sjálfan mig varðar er mér ógleymanlegt þegar konan mín sagði mér að hún væri ófrísk, það var toppurinn. Þetta ár hefur verið hálfgert hlaupaár hjá mér og mikið hefur verið að gera og ég hef ferðast mik- ið. Ég varð Evrópumeistari á árinu og lenti i fimmta sæti á heims- meistaramótinu í Paris. Svo gaf ég út mina fyrstu bók, það er auðvitað minnisstætt." -ÞK Magnea Guðmundsdóttir: Hörmungarnar hér á Flateyri „Mér eru eðli- lega minnisstæðar hörmungarnar sem dundu yfir hér á Flateyri. Álagið fyrsta dag- inn var gífurlegt og óraunverulegt að heyra fréttir af öllum þeim sem höfðu látist. Næstu dagar fóru í að átta sig á því sem hafði gerst,“ seg- ir Magnea Guðmundsdóttir, oddviti á Flateyri. „Við verðum að læra að lifa með þessu. Hér er dugmikið fólk og við . eigum marga að sem styðja okkur. Ég vil því koma á framfæri þakk- læti til allrar þjóðarinnar fyrir stuðninginn. Hér hefur á stuttum tíma mikið verið gert og hér verð- ur aftur eðlilegt mannlíf." -GK Jóhann G. Bergþórsson: Varð afi á árinu „Meirihluta- skiptin i bæjar- stjórn Hafnar- fjarðar og það sem þeim fylgdi eru auðvitað mjög minnisstæð en ég varð lika afi á ár- inu og það var mjög ánægjulegur atburður. Ég er orðinn meira en fimmtugur og það þykir víst ekki bera vott um mikinn brþðþroska að verða fyrst afi á þessum aldri," segir Jóhann G. Bergþórsson, verk- fræðingur og fyrrum forstjóri Hag- virkis. „Þá var mjög ánægjulegt að koma á bók uppgjöri við fortíðina. Þar er 15 ára starf gert upp og von- andi lærdómsrík lesning fyrir unga menn á uppleið. Ég á von á að næsta ár verði spennandi og lít björtum augum til þess. Ég er að takast aftur á við ráðgjafastörf sem verkfræðingur og það verður líka spennandi að sjá hvernig stjórn Hafnaifjarðarbæjar gengur. Auk þessa má vænta uppsveiflu í atvinnulífinu, sérstaklega hér í hafnarfirði með stækkun álvers- ins.“ -GK Ólafur Jóhann Ólafsson: Fæddist annar sonur „Af persónuleg- um högum er það • helst að í minni fjölskyldu eins og öðrum létust og fæddust einstak- lingar. Okkur hjónunum fæddist annar sonur,“ sagði Ólafur Jó- hann Ólafsson, rithöfundur og stjómarformaður hjá Sony. „Ég ákvað að stíga fyrsta skrefið í því að losna úr daglegu amstri hjá Sony og færði mig um set. Af innlendum atburðum ber hæst snjóflóðin á árinu. Þegar snjó- flóðið féfl á Flateyri var ég staddur hér heima, var á leið suður á Keflavíkurflugvöll. Þegar svona lag- að kemur fyrir hefur það mikil áhrif á mann. Af erlendum atburðum er það morðið á Rabín. Það sýnir okkur að gangan til friðar í heiminum er erfið. Svo vona ég bara að nýja árið verði gjöfult sem flestum og að maður sjáflúr láti betra af sér leiða en áður.“ -ÞK Hugo Þórisson: Þakklátur fyrir að vera á lífi „Ég lenti í óhappi þar sem ég var hársbreidd frá dauðanum. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi. Þetta fær mann til að hugsa um hve stutt er milli lífs og dauða og hug- urinn hvarflar til þeirra sem lent hafa í hörmungum, t.d. í Súðavík og á Flateyri," sagði Hugo Þórisson sáflræðingur sem lenti í lífsháska þegar stór steinn lenti á bíl sem hann var i í Vattarnesskriðum. „Ég starfa með unglingum og verð var við vaxandi álag á þeim sem vinna að málefnum þeirra. Mótorsmiðjan er jákvætt dæmi um það sem gert hefur verið. Mér fínnst áberandi hve margir detta út úr skóla og vinnu og eru þunglynd- ir. Ég vona bara að þessi þróun snúist við, meiri bjartsýni verði ríkjandi og umræðan í þjóðfélaginu verði ekki til að draga unglingana niður.“ -ÞK Linda Björg Árnadóttir: Sigurinn í S-Afríku „Það er óneit- anlega þessi sigur minn í Suður-Afr- íku,“ sagði Linda Björg Árnadóttir sem fékk fyrstu verðlaun fyrir kjól sem hún gerði úr keppum úr sauðfé í alþjóð- legri keppni hönnunamema sem fram fór í Suður-Afríku í nóvem- ber. „Það var brjálað að gera í kring- um keppnina. Svo flutti ég til Par- ísar á árinu. Þetta hefur verið gott ár og öll plön hafa gengið upp hjá mér. Ég sé fram á að mikið verði að gera áfram og ég verð að vera dug- leg en ég er í hönnunarnámi í Par- ís. Sonur minn, sem hefur verið hjá pabba sínum hér heima i haust, fer með mér út eftir áramótin og en ég hlakka til að hafa hann hjá mér. Svo ætla ég bara að taka mér gott frí með fjölskyldunni." -ÞK Guðjón Petersen: Viðburðaríkt ár en ekki ánægjulegt „Þær miklu hörmungar sem gengu yfir Súða- vík í byrjun árs- ins og Flateyri nú í október verða mér minnisstæð- ar. Þetta er búið að vera viðburða- ríkt ár en því miður ekki ánægjulegt. Á árinu tók ég ákvörðun um að skipta um starf og væntanlega mun það hafa mikil áhrif á mitt líf,“ segir Guðjón Pet- ersen, framkvæmdastjóri Almanna- vama. Guðjón segist hlakka mjög til að hefja störf sem bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar 1. febrúar næstkomandi. t því starfi muni hann einsetja sér að þjóna Snæfellingum sem best. „Ég vænti alls góðs af næsta ári og leyfi mér að vona fyrir hönd allra að það verði betra en árið sem núna er að líða. Það verður gaman að kynnast nýju fólki og takast á við ný verkefni," segir Guðjón. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.