Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Blaðsíða 42
46 afmæli LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 UV Hulda Sveinbjörnsdóttir Þórunn Þórunn Hulda Sveinbjörnsdótt- ir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, Básenda 6, Reykjavík, varð fimmtug á fimmtudaginn var. Starfsferill Þórunn fæddist að Hofsstöðum í Miklaholtshreppi en flutti með for- eldrum sínum tii Reykjavíkur 1946 þar sem hún hefur átt heima síö- an. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1962. Þórunn stundaði verslunar- og skrifstofustörf í fjögur ár, helgaði sig síðan heimilisstörfum og upp- eldi bama sinna til 1978 en hóf þá störf á leikskóla þar sem hún starf- aði til 1985. Þórunn var kosin í trúnaðarráð Starfsmannafélagsins Sóknar 1982, var kosin varaformaður Sóknar 1986 og tók við formannsstarfi þar af Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur 1987. Hún var kosin í miðstjórn ASÍ 1988 og síðan gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir ASl, setið í stjórn Sambands almennra lífeyrissjóða frá 1987 og er nú formaður þess, setið í Jafnréttisráði 1985-87 og frá 1995, í úthlutunarnefnd útflutn- ingsverðlauna sl. fimm ár, í Öldr- unarráði, í undirbúningshópi vegna íslenskt - Já takk sl. þrjú ár, auk þess sem hún hefur gegnt fjöida trúnaðarstarfa fyrir Sókn á sl. árum. Fjölskylda Þórunn giftist 18.6. 1966 Þórhalli Runóifssyni, f. 23.5. 1944, íþrótta- kennara. Hann er sonur Valgerðar Halldórsdóttur frá Hvanneyri og Runólfs Sveinssonar sandgræðslu- stjóra. Börn Þórunnar og Þórhalls eru Áslaug Valgerður, f. 8.2. 1964, bankastarfsmaður á Dalvík, gift Guðmundi Þ. Júlíussyni og eiga þau einn son; Runólfur, f. 5.7.1968, lögreglumaður í Reykjavík, kvænt- ur Gerðu Theodóru Pálsdóttur og eiga þau eina dóttur; Sveinbjörn, f. 11.5.1974, bifvélavirki í Reykjavík. Hálfsystir Þórunnar er Sigur- borg Sveinbjörnsdóttir leikskóla- stjóri, gift Jóni K. Guðbergssyni. Foreldrar Þórunnar eru Svein- björn Bjarnason, f. 23.12. 1923, fyrrv. aðalvarðstjóri hjá Lögregl- unni I Reykjavík, og k.h., Áslaug Sigurðardóttir, f. 30.8. 1926, hús- móðir. Ætt Sveinbjörn er sonur Bjarna, b. á Neðri-Hóli, Bogasonar, b. í Syðri- Tungu í Staðarsveit, Bjarnasonar, skipstjóra í Stykkishólmi, Jó- hannssonar, prests í Jónsnesi í Helgafellssveit, bróður Ingibjarg- ar, móður Sigurðar Breiðfjörðs skálds. Jóhann var sonur Bjarna, b. í Mávahlíð og á Brimilsvöllum, bróður Benedikts, b. á Staðarfelli, fóður Boga, fræðimanns á Staðar- felli og ættföður Staðarfellsættar- innar. Bjarni á Brimilsvöllum var sonur Boga, b. í Hrappsey og ætt- fóður Hrappseyjarættarinnar, Benediktssonar. Móðir Bjarna á Brimilsvöllum var Þrúður Bjarna- dóttir. Móðir Jóhanns í Jónsnesi var Jóhanna Vigfúsdóttir, spítala- haldara á Hallbjarnareyri, Helga- sonar. Móöir Bjarna skipstjóra var Jóhanna Jónsdóttir, á Mýrum í Eyrarsveit, Hallgrimssonar. Móðir Sveinbjöms var Þórunn Jóhannesardóttir, b. i Ytri-Tungu í Staðarsveit, Þorlákssonar, b. í Varmadal á Kjalarnesi, Jónssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur frá Fitjakoti. Móðir Þórunnar var Steinunn ljósmóðir Þórðardóttir, b. á Skiphyl i Hraunhreppi, Svein- björnssonar, prests á Staðar- hrauni, Sveinbjörnssonar. Móöir Þórðar var Rannveig Vigfúsdóttir, sýslumanns á Hlíðarenda, Þórar- inssonar og Steinunnar Bjama- dóttur, landlæknis Pálssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir, landfógeta Magnús- sonar. Móðir Steinunnar ljósmóður var Guðrún Gísladóttir, b. á Hraun- höfn í Staðarsveit, Árnasonar og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Ragnhildar Jónsdóttur. Áslaug er dóttir Sigurðar, b. í Hrísdal, Kristjánssonar, b. að Hjarðarfelli, Guðmundssonar, b. á Miðhrauni, Þóröarsonar, ættfóður Hjarðarfellsættarinnar, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Elín Árnadótt- ir. Móðir Áslaugar var Margrét Hjörleifsdóttir, b. á Hofsstöðum, Björnssonar og Oddnýjar Hjör- leifsdóttur, prófasts að Hofi í Vopnafirði, Guttormssonar. Móðir Oddnýjar var Guðlaug Björnsdótt- ir, prests að Kirkjubæ, Vigfússon- ar. Helga Einarsdóttir Helga Einarsdóttir, fyrrv. hús- freyja í Grænuhlið í Torfalækjar- hreppi, nú til heimilis að Hnit- björgum á Blönduósi, varð áttræð þriðja í jólum. Starfsferill Helga fæddist í Selhaga í Mýra- sýslu og ólst upp í Stafholtstung- unum og í Hvítársíðunni. Hún naut almennrar barnafræðslu þess tíma og stundaði síðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Á sínum yngri árum stundaði Helga ýmis störf til sveita og var matráðskona á Hótel Blönduósi um skeið. Hún var húsfreyja í Grænuhlíð frá 1948 en 1979 fluttu þau hjónin til Blönduóss þar sem hún vann á saumastofu um tíma. Þá hafði hún einnig umsjón með sameiginlegu húsnæði í Hnitbjörg- um sem eru íbúðir fyrir aldraða á Blönduósi. Fjölskylda Helga giftist 3.10. 1946 Krist- mundi Stefánssyni, f. 3.10. 1911, d. 1987, bónda í Grænuhlíð. Hann var sonur Stefáns Jónssonar og Guð- rúnar Kristmundsdóttur sem voru ábúendur á Smyrlabergi í Torfa- lækjarhreppi. Sonur Helgu frá því áður og Gísla Pálmasonar frá Bergsstöðum Aðalheiður Hallgrímsdóttir hús- móðir, Veghúsum 31, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Aðalheiður fæddist að Dagverð- ará á Snæfellsnesi og ólst þar upp til átján ára aldurs en flutti þá vestur í Reykhólasveit eftir að hafa verið einn vetur í námi í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli. Fyrstu þrjú hjúskaparárin bjuggu hún og Jón, maður hennar, í Tilraunastöðinni á Reykhólum er Jón var þar ráðsmaður. Þau keyptu svo jörðina Mýrartungu II 1967 og hófu þar búskap. Þar bjuggu þau til 1988 er þau fluttu til Reykjavíkur þar sem þau hafa átt heima síöan. Fjölskylda Aðalheiður giftist 17.6.1964 Jóni Snæbjömssyni, f. 29.8. 1941, fyrrv. bónda. Hann er sonur Snæbjöms Jónssonar, bónda á Stað í Reyk- hólasveit, og k.h., Unnar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Börn Aðalheiðar og Jóns em í Svartárdal er Pálmi Gíslason, f. 2.7. 1938, bankastarfsmaður í Reykjavík og fyrrv. formaður UMFÍ, kvæntur Stellu Guðmunds- dóttur og eiga þau þrjú börn. Börn Helgu og Kristmundar eru Einar Kristmundsson, f. 28.8. 1947, bóndi í Grænuhlíð, kvæntur Dag- nýju Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú böm; Guðrún Kristmunds- dóttir, f. 22.7. 1948, húsmóðir á Sauðárkróki, gift Ingimar Vil- hjálmssyni og eiga þau þrjú börn; Anna Kristmundsdóttir, f. 22.12. 1949, kerfisfræðingur í Reykjavik, og á hún eitt barn; Helga Krist- mundsdóttir, f. 12.1. 1953, mynd- listarmaður í Danmörku, gift Ein- ari Guðnasyni og eiga þau eitt bam; Bergdís Kristmundsdóttir, f. 14.9.1958, kennari á Svalbarðseyri, gift Gunnari Gíslasyni og eiga þau þrjú börn. Systkini Helgu: Karl Einarsson, f. 10.1. 1913, nú látinn, skrifstofu- maður í Reykjavík; Helgi Einars- son, f. 19.11. 1914, nú látinn, sjó- maður í Borgamesi; Guðrún Ein- arsdóttir, f. 8.10. 1918, fyrrv. hús- freyja að Gilstreymi í Lundar- reykjadal; Ragnhildur Einarsdótt- ir, f. 14.3. 1924, húsfreyja að Svarf- hóli i Stafholtstungum; Jón Ein- arsson, f. 9.2. 1926, fulltrúi hjá Kaupfélagi Borgfiröinga, búsettur i Borgarnesi. Foreldrar Helgu voru Einar Snæbjöm Jónsson, f. 1.12. 1964, flugmaður í Lúxemborg, kvæntur Júlíönu Sveinsdóttur skrifstofu- manni og er dóttir hennar Guðrún Erla Baldursdóttir; Inga Hrefna Jónsdóttir, f. 7.5. 1966, sálfræði- nemi í Noregi, gift Árna Garðari Svavarssyni verktaka og er sonur þeirra Svavar Jón; Ólína Kristín Jónsdóttir, f. 19.12. 1975, starfs- maður við hjúkrunarheimili; Unn- ur Helga Jónsdóttir, f. 23.3. 1979, framhaldsskólanemi. Systkini Aðalheiðar: Gunnlaug- ur, f. 30.6. 1930, d. 16.4. 1989, bóndi og smiður að Ökrum á Snæfells- nesi; Halldór, f. 8.7.1932, skipstjóri á Akureyri; Stefán, f. 19.8. 1934, verkstjóri í Garðabæ; Inga Rósa, f. 9.10. 1936, húsmóðir í Kópavogi; Jónas Jökull, f. 24.8. 1939, verka- maður í Reykjavík; Elín Björk, f. 10.1. 1942, starísmaður við sjúkra- hús í Reykjavík. Hálfsystkini Aðalheiðar, sam- feðra, sem upp komust: Ragnheið- ur, f. 26.7.1917, húsmóöir í Reykja- vík; Lilja Aðalbjörg, f. 20.2.1919, d. 30.6. 1995, búsett í Reykjavík; Jónas, dó um tvítugt; Guðrún, f. 16.5. 1925, búsett í Reykjavík. Helga Einarsdóttir. Helgason, f. 9.8. 1887, d. 14.6. 1960, bóndi í Selhaga og verkamaður í Borgamesi, og k.h., Helga Jóns- dóttir, f. 31.7. 1885, d. 19.11. 1959, húsfreyja. Ætt Einar var sonur Helga, b. á Ás- bjamarstöðum í Stafholtstungum, Einarssonar, b. á Ásbjarnarstöð- um, bróður Jóns á Svarfhóli, langafa Halldórs H. Jónssonar arkitekts. Einar var sonur Hall- dórs „fróða“, b. á Ásbjarnarstöð- um, Pálssonar. Móðir Helgu var Helga Jónsdótt- ir, b. á Háreksstöðum í Norðurár- dal, Eyjólfssonar, b. og skálds í Sveinatungu, Jóhannessonar. Móðir Jóns var Helga Guðmunds- dóttir, b. á Sámsstöðum í Hvítár- síðu, Guðmundssonar, af Háafell- sættinni, bróður Sigurðar á Háa- felli, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Aðalheiður Hallgrfmsdóttir. Fóstursystir Aðalheiðar er Guð- björg Eyvindsdóttir, f. 30.9. 1927, búsett í Reykjavík. Foreldrar Aðalheiðar voru Hall- grímur Ólafsson, f. 26.10. 1888, d. 21.2.1981, bóndi og smiður að Dag- verðará, og k.h., Helga Halldórs- dóttir, f. 18.6. 1903, d. 13.12. 1991, húsmóðir og skáldkona. Aðalheiður og Jón taka á móti gestum í sal Barðstrendingafélags- ins að Hverfisgötu 105, Reykjavík, II. hæð, eftir kl. 20.00. Aðalheiður Hallgrímsdóttir Kristín Sigurðardóttir Kristín Sigurðardóttir, fyrrv. húsfreyja í Ási í Ásahreppi, nú til heimilis að Bergþórugötu 53, Reykjavík, varð níræð á jóladag. Starfsferill Kristín fæddist á Selalæk á Rangárvöllum og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf en hún missti föður sinn er hún var ellefu ára. Kristín fékk ung tilsögn í orgel- leik hjá Sigfúsi Einarssyni tón- skáldi en hún hóf ung að leika við Oddakirkju, var orangisti við Kálf- holtskirkju um árabil og loks við Árbæjarkirkju eftir að þau hjónin Huttu að Rauðalæk á sjötta ára- tugnum. Fjölskylda Kristín giftist 10.10. 1926 ísak Jakobi Eiríkssyni, f. 8.3. 1899, d. 1.5. 1977, bónda í Ási og síðar úti- bússtjóra Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk. Hann var sonur Eiríks Jónssonar, snikkara og bónda í Ási, og k.h., Friðsemdar ísaksdótt- ur húsfreyju. Börn Kristínar og ísaks eru Inga, f. 19.7. 1927, húsmóðir í Reykjavík, gift Matthíasi Jónssyni bifreiðarstjóra og á hún þrjú börn; Eiríkur, f. 24.6. 1931, fyrrv. útibús- stjóri á Rauðalæk, nú skrifstofu- maður, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Vigdísi Stefánsdóttur húsmóður og eiga þau tvær dætur; Sigurður, f. 16.8. 1934, bifreiða- smiður í Reykjavík, kvæntur Eddu Thorlacius lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn; Fríða, f. 16.1. 1937, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Magnússyni vinnuvélstjóra og eiga þau tvær dætur. Systkini Kristinar eru bæði lát- in en þau voru Gunnar frá Sela- læk, f. 14.7. 1888, d. 13.12. 1962, alþm. og ritstjóri Vísis; Guöbjörg, f. 12.5. 1896, nú látin, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Kristínar voru Sigurð- ur Guðmundsson, f. 13.8. 1861, d. 23.10.1917, b. í Helli og síðar á Sela- læk, og k.h., Ingigerður Gunnars- dóttir, f. 21.9. 1861, d. 15.11. 1923, húsfreyja og ljósmóðir. Ætt Föðurbróðir Kristínar var Árni, Kristín Sigurðardóttir. afi Helga Jónassonar, læknis og alþm. á Stórólfshvoli, afa Einars Ágústssonar ráðherra. Sigurður var sonur Guðmundar, hreppstjóra á Keldum, langafa Jóns Helgason- ar, skálds og prófessor í Kaup- mannhöfn, og Guðrúnar, fyrrv. skólastjóra, og Ingvars stórkaup- manns, Helgabarna. Guðmundur var sonur Brynjólfs, hreppstjóra í Vestri-Kirkjubæ, Stefánssonar, hreppstjóra í Árbæ, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættarinnar, Halldórssonar. Móðir Sigurðar var Þuríður Jónsdóttir, í Skarðshlíð, Sigurðssonar. Ingigerður var dóttir Gunnars, hreppstjóra í Eystri-Kirkjubæ, Ein- arssonar, b. á Reyðarvatni, Gunn- arssonar. Móðir Einars var Kristín Jónsdóttir, b. á Vindási, Bjarna- sonar, bróður Stefáns í Árbæ. Móð- ir Gunnars í Kirkjubæ var Guð- björg Þorsteinsdóttir, húsmanns í Þorlákshöfn, Þórðarsonar, b. í Þor- lákhöfn, Gunnarssonar. Móðir Þor- steins var Guðríður Pétursdóttir, systir Sigurðar, fóður Bjama Sí- vertsen riddara. Móðir Guðbjargar var Ingibjörg Halldórsdóttir, b. í Þorlákshöfn, Jónssonar og Guð- bjargar Sigurðardóttur, systur Jóns, afa Jóns forseta. Systir Guö- bjargar var Salvör, amma Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Móðir Ingigerðar var Ingigerð- ur, dóttir Árna, hreppstjóra á Stóra- Hofi, Jónssonar og Ingigerð- ar Narfadóttur frá Háamúla í Fljótshlíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.