Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 Er ríkisstjórnin nú að sýna sitt rétta andlit? Rétt andlit rík- isstjórnarinnar „Þegar nýjustu afrekin fara að síast inn vegna samskipta við launþegahreyfinguna þá fara menn að átta sig á hennar rétta andliti." Guðmundur Árni Stefánsson, um rikisstjórnina, í DV. Glæpamanna framleiðandinn „Haraldur Johannessen er ekki fangelsismálastjóri. Hann er glæpamannaframleiðandi rík- isins.“ - Hrafn Jökulsson, í Alþýðublaðinu. Ummæli Skipt um hugmynd eða fjölmiðil „Þegar „brilliant" hugmynd er tekin og kaffærð skiptirðu ann- aðhvort um hugmyndir eða þú skiptir um fjölmiðil." Davíð Þór Jónsson, í Alþýðublað- inu. Bakkabræður „Viðskiptahindranir íslend- inga hitta fyrst og fremst þá sjálfa í höfuðið. Hvers konar Bakkabræður erum við eigin- lega?“ Sighvatur Björgvinsson, í Alþýðu- blaðinu." Fyrsta Ijósapera Edisons. Tveir fundu upp ljósaperuna Tveir aðilar fundu ljósaper- una upp samtímis á árunum 1878- 1879. Þetta voru Thomas Alva Edison i New York, Banda- ríkjunum, og Joseph Swan í Newcastle, Englandi. í fyrstu hugðust þeir berjast um einka- leyfið fyrir dómstólum en afréðu síðan að gera félag með sér og stofna fyrirtæki. Gerð Ijósape- runnar styðst við lögmál sem Englendingurinn James Prescott Joule lýsti fyrstur manna. Ef nægilega sterkum straumi er hleypt á lögn með nægilega sterku viðnámi breytist hitaorka í ljósorku. Vandinn var að finna þráð sem þoldi hinn mikla hita. Blessuð veröldin Wolfram-þráður Þráðurinn sem nýttist þeim Edison og Swan var bómullar- þráður sem hafði verið gegn- dreyptur með kolum. Fljótlega urðu framfarir í gerð þráða en byltingin kom þegar William David Coolidge, sem starfaði hjá General Electric Company, tókst 1910 að draga wolfram út í mjög fína þræði er nota mátti sem gló- þræði í perur. Einkaleyfi fékkst 1913 á þráðum þessum sem þola afar háan hita. Suðlægar áttir og víða hvasst Áfram verða suðlægar áttir rikj- andi, víða allhvasst eða hvasst og dálítil rigning suðvestan- og vestan- lands, en stinningskaldi eða all- hvasst og að mestu þurrt norðaust- an- og austan til. Lægir heldur um Veðrið í dag tíma undir kvöldið. Aftur cdlhvöss eða hvöss suðaustanátt með rign- ingu í nótt. Hiti á bilinu 4 til 10 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður all- hvöss suðaustanátt og dálítil rign- ing. Lægir heldur þegar líður á dag- inn, en áfram rigning eða súld. Aft- ur allhvöss eða hvöss suðaustanátt í nótt. Hiti 4 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.06. Sólarupprás á morgun: 8.10. Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.53. Árdegisflóð á morgun: 8.06 Heimild: Almanak Háskólans. Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 6 Akurnes skýjaó 4 Bergsstaðir léttskýjaö 5 Bolungarvík skúr 8 Egilsstaöir léttskýjaö 5 Keflavíkurflugv. skúr 7 Kirkjubkl. rigning 5 Raufarhöfn heiöskírt 4 Reykjavík rigning 7 Stórhöfði skúr 6 Helsinki þokumóöa -5 Kaupmannah. skýjaó -2 Ósló léttskýjaö -6 Stokkhólmur þoka á siö.klst. -8 Þórshöfn rign. á slö.klst. 6 Amsterdam þokumóöa 1 Barcelona skýjaö 6 Chicago sjókoma -11 Frankfurt rigning 1 Glasgow skýjaö 4 Hamborg súld á sló.klst. 1 London skýjaö 3 Los Angeles skýjaö 13 Lúxemborg snjókoma 1 París rigning á síö.klst. 3 Róm þokumóóa 3 Mallorca súld 9 New York súld 1 Nice þrumuv. á síö.klst. 7 Nuuk snjókoma -10 Orlando léttskýjaö 19 Vín skýjaö 0 Washington súld á síö.klst. 7 Winnipeg heiöskírt -29 Karl Ingólfsson ferðamálafulltrúi: Gróðursæld og hreindýr skapa sérstöðu DV, Egilsstöðum: Karl Ingólfsson tók til starfa sem ferðamálafulltrúi í febrúar hjá ferðamálasamtökum sem heita Forskot. Að því standa ellefu hreppar á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystri ásamt feröa- þjónustuaðilum á svæöinu. Karl segir starfið leggjast vel í sig: „Fijótsdalshérað hefur margt að bjóða ferðamönnum," segir hann. Maður dagsins Það er hin rómaða veðursæld, skógm-inn, gróðursældin og hrein- dýr sem skapa Héraðinu sérstöðu. Þar má nefna náttúruperlur á borð við Stóruurð neðan við Dyr- flöll, Borgarfjörð með sinn fagra fjallahring, Eyjabakka, sem sökkt verður undir lón ef áform um virkjun Jökulsár í Fljótsdal verð- ur að veruleika, og Hafra- hvammagljúfur sem eru aö vinna Kari Ingólfsson. sér sess hjá ferðamönnum. Þá mun aðgangur að Vatuajökli óvíða greiðari. Þá er hér nóg af lítt þekktum möguleikum sem þarf að koma í gagnið og kynna." Af hinum mýkri málum nefnir Karl öflugt útileikhús, hið eina á landinu, sem starfar í Selsskógi, en það er útivistarsvæði Egils- staðabæjar, einstakt sambýli álfa og manna í Borgarfirði og síðustu fréttir af Lagarfljótsorminum sem benda til þess að hann sé enn í fullu fjöri. Karl er Akureyringur að upp- runa en hefur búið sunnan heiða síðastliðin tíu ár. Hann nam jarð- fræði við Háskóla íslands og starf- aði hjá Norrænu eldfjallastöðinni á árunum 1990-1992. Síðan hefur hann fengist við sölumennsku og leiðsögn ferðamanna en aðallega þó starfað sem sigmaður við há- hýsaviðhald í Reykjavík: „Ég vann ýmiss konar viðhaldsverkefni, svo sem glerjanir, án þess að nota krana eða vinnupalla. Einnig var leitað til mín með „ómöguleg" verkefni eins og aö vinna neðan undir þakhvelfingu í kirkjum og þess háttar byggingum." Myndgátan Lausn á gátu nr. 1462: Tveir leikir í úrslitakeppn- inni Úrslitakeppnin í körfubolt- anum hefst í kvöld en átta lið beijast um að komast í íjögurra liða úrslit. íslandsmeistar Njarð- víkur, sem urðu deildarmeistar- ar leika á heimavelli gegn Tinda- stóli, sem var í áttunda sæti, og verður Njarðvík að teljast sigur- íþróttir stranglegra liðið. Hinn leikurinn fer fram í Hafnarfirði en þar leika Haukar, sem urðu í 2. sæti deildarinnar, gegn ÍR, sem var í sjöunda sæti, og verða Haukar að teljast sigurstranglegri. Leik- imir hefjast báðir kl. 20.00. Orólegar ljós- myndir í Gang- inum Guðmundur Oddur Magnússon sýnir um þessar mundir í Gallerí Gangi að Rekagranda 8. Sýningin samanstendur af safni svart- hvítra órólegra Ijósmynda sem allflestar eru teknar sumarið 1995. Guðmundur nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla ís- Sýningar lands og grafiska hönnun og ljós- myndun í Vancouver í Kanada. Guðmundur er núverandi skorar- stjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskólann. Sýningin stendur út mars. Bridge Prósentulíkur er stundum auð- velt að reikna út við spilaborðið og stundum erfitt. Skoðum hér eitt spil þar sem prósentulíkur koma við sögu. Hinn eðlilegi samningur er 4 spaðar á NS spilin, en gerum ráð fyrir að sagnir endi í þremur grönd- um eftir þessar sagnir, vestur gjaf- ari og allir á hættu: * 9742 V KG * 64 * K10864 * KG5 * D8432 f D103 * 95 * Á1086 Á65 f ÁK87 * ÁD * D3 * 1097 •f G952 * G732 Vestur Norður Austur Suður pass pass pass 2G pass 3G p/h Suður opnar á tveimur gröndum sem lofa 20-22 punktum og jafn- skiptri hendi og norður ákveður að leita ekki að samlegu i hálit, þar sem tvíspilið í hjarta er svo sterkt. Vestur finnur ágætis útspil, velur frekar að spila út hjartatíunni held- ur en frá öðrum hvorum láglitanna. Sagnhafi reynir gosann í blindum og drepur drottningu austurs á ás. Áttta toppslagir sjást, en einhvers staðar verður sá níundi að koma. Þar sem sagnhafi getur aðeins stöðvað hjartalitinn einu sinni til viðbótar, er ekki möguleiki að fría níunda slaginn á spaða. Laufið er lífliturinn og sagnhafi reiknar laus- lega í huganum líkumar á 3-3 legu í litnum (um 36%). Hann tekur ÁD í laufi, spilar hjarta á kóng og leggur niður laufkóng. Þegar gosinn kemur ekki, fer hann einn niður. Vinnings- leiðin í spilinu er ekki flókin og þurfa menn ekki að vera reiknings- fróöir til að finna hana. Sagnhafi átti að sjálfsögðu að yfirdrepa lauf- drottningu með kóngnum og spila síðan lauftíunni. Þá vinnur hann spilið ef laufið liggur 3-3, eða ef ann- að hvort nían eða gosinn era tvíspil. ísak Örn Sigurðsson Fær nasasjón Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.