Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 Fréttir Brúðhjónin fengu ekki inni í kirkjunni að Möðruvöllum: Gefin saman í rign- ingunni fyrir utan - kirkjan læst og sóknarprestur að heiman Brúðhjón sem gefin voru saman á Möðruvöllum í Hörgárdal sl. sunnu dag fengu ekki inni í kirkjunni þai með hina hátíðlegustu stund lífs síns og voru því gefin saman í rign ingarsudda í trjálundi skammt utar við kirkjugarðinn þess í stað. Ástæðan var sú að sóknarprestur inn á Möðruvöllum, sr. Torfi Stef ánsson Hjaltalín, hafði fyrii nokkrum vikum neitað brúðhjónun um um kirkjuna þegar þess var far ið á leit við hann að brúðkaupií færi fram þar og að sóknarprestur inn á Dalvík, sr. Jón Helgi Þórarins son, og sóknarprestur brúðhjón anna gæfi þau saman. Nokkru síðai mun séra Torfi hafa komið þeiir boðum til brúðhjónanna að kirkjar væri þeim heimil sl. sunnudag mef því skilyrði að hann fengi sjálfur af gefa þau saman. Þegar síðastliðinn sunndagui rann upp og brúðhjónin komu til Möðruvalla ásamt brúðkaupsgest um reyndist Möðruvallakirkja harð læst og prestur ekki heima. Hann hafði farið á prestastefnu og aðal- fund Prestafélagsins í Kópavogi og var enn ókominn til baka. Hann vai enn ókominn nú í morgun þvi af símsvari svaraði þegar hringt var i símanúmer hans. Brúðhjónin heita Sigríður Bjarnadóttir, sérfræðingur á til- raunastöð RALA á Möðruvöllum, og Brynjar Skúlason skógfræðingur. Sigríður sagði við DV að í sambandi við kirkjuna hefði niðurstaðan orð- ið sú að sóknarpresturinn hefði hvorki játað né neitað þeim brúö- hjónunum um hana á brúðkaups- degi þeirra og þau hefðu því litið svo á að hefðu þau látið opna kirkj- una fyrir sér hefði það verið í óþökk Brúðhjónin Sigriður Bjarnadóttir og Brynjar Skúlason ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni, sóknarpresti á Daivík, sem gaf þau saman í trjálundi utan við kirkjuna á Möðruvöllum sl. sunnudag. Kirkjan var læst og Möðruvallaprestur að heiman. sóknarprestsins. „Flestir hefðu sjálfsagt tekið svör hans sem nei, þótt hann hefði ekki sagt beint nei við okkur,“ sagði Sig- ríður við DV. „Viö hefðum sjálfsagt getað fengið að vera í kirkjunni ef við hefðum sótt það stíft og getað fengið lykil hjá sóknamefnd, en það er maður á Möðruvöllum sem hefur lykil að kirkjunni og ég veit aö það var vilji einhverra að við gerðum það, en við ákváðum að gera ekkert slíkt,“ segir Sigríður enn fremur. Sr. Torfl Stefánsson Hjaltalín hef- ur ítrekað flutt tillögur á presta- stefnu, Prestafélagsfundum og öðr- um samkomum kirkjunnar um að sóknarprestar hafi einir rétt til að DV- mynd Agúst Björnsson framkvæma kirkjulegar athafnir í kirkjum sínum og hafi sjálfdæmi um hvort þeir hleypi öðrum prest- um í „sínar“ kirkjur. Hann flutti einmitt tillögur um þessi efni á nýa- afstaðinni prestastefnu og á aðal- fundi Prestafélagsins. -SÁ Stórstjörnur Blur og Pulp þreyttar á stórborgarumhverfi: Söngvari og bassaleikari Blur kaupa íbúðir á íslandi Pulp og Blur sigldu niður Hvítá í gær. DV-mynd Björn Gíslason Skartgripum og myndbandstæki stoliö Skartgripum og myndbandstæki var stolið úr mannlausu húsi við Breiðagerði. Þjófnaðurinn uppgötv- aðist í gær. .rr Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að breska stór- sveitun Pulp heldur stórtónleika í Laugardagshöllinni í kvöld. Blaðamaður og ljósmyndari DV hittu Pulp og Blur þegar þeir voru að koma úr gúmmíbátaferð niður Hvítá. Þeir voru himinlifandi yfir ferðinni og sögðust aldrei á ævinni hafa upplifað neitt jafn spennandi. Jarvis, söngvari Pulp, sagði ferðina hafa verið lygilega og hann væri enn þá hissa að vera lifandi eftir slíka svaðilfór. Jarvis, sem ekki lít- ur út né hagar sér eins og popp- stjama, sagðist hafa komið hingað til lands á síðastliðnu ári og verið yfir sig hrifinn af íslensku fjöllun- um. „Ég var búinn að vera svo lengi í stórborgarumhverfí að ég þoldi ekki lengur við,“ sagði Jarvis. Ég vildi vera nálægt náttúrunni og þvi komum við allri hljómsveitinni hingað. Ég vildi gjaman vera lengur en því miður erum við bókaðir á aðra tónleika. En það er alveg víst að við komum aftur, og munum njóta þess. Við ætlum að halda frá- bæra tónleika í kvöld, annað er ekki hægt hér. Við ætlum að njóta eins mikjls af landinu og við getum á þessum stutta tíma - við emm á leiðinni í Bláa lónið núna að hita upp fyrir kvöldið. Það er bara allt of gaman hérna, við höfum vakað og skemmt okkur og nú er kominn timi á að halda góða hljómleika. Þið eruð búin að vera með frábært tón- listarfólk í Höllinni og við ætlum að halda þeim heiðri uppi. Þaö eru ekki bara Pulparar sem eru hrifnir af landi og þjóð. Damon Albarn hreifst svo af íslandi að hann hefur keypt sér húsnæði hér og bassaleikari Blur fylgdi í kjölfar- ið og keypti sér einnig íbúðarhús- næði hér á meðan hann var staddur hér á landi. Ef einhverjir eiga skilið nafnbótina íslandsvinir þá hljóta þetta að vera mennirnir. -ggá Dalvík og Þórshöfn: Meirihluti íbúa vill áfengisútsölu Samhliða forsetakosningunum á laugardaginn fór fram við- horfskönnun íbúa Þórshafnar og Dalvíkur um vilja þeirra til að opna áfengisútsölur. Á Þórshöfn greiddu 67,5% kosn- ingabærra manna atkvæði. Já sögðu 178 eða 80,9%, nei sögðu 36 eða 16,4%, auðir seðlar voru 6. Lög heimila ekki að opna áfengis- útsölu í byggöarlagi nema þar sem íbúar hafa verið að minnsta kosti eitt þúsund í þrjú ár en á Þórshöfn eru ekki nema um 500 íbúar. Á Dalvík, þar sem um 1500 manns búa, greiddu 82,7% íbúa á kjörskrá atkvæði. 539 sögðu já eða 62,6%, 304 voru á móti eða 35,7% og 15 skiluðu auðu. -ÞK muiM j rödd FOLKSINS 904 1600 Ertu sáttur við að samkynhneigðir fái að taka upp staðfesta sambúð? Sophia Hansen: Beðið staðfest- ingar um að Halim hafi feng- ið dóminn „Við erum að biða eftir niður- stöðu um það hvort Halim A1 hefur verið birtur dómurinn frá 13. júní. Ekkert er hægt að aðhaf- ast í þessu máli fyrr en Halim hefur fengið dóminn og staðfest- ing borist um að hann hafi gert það. Þá fyrst er hægt að sinna umgengnisréttinum en fyrr ekki,“ sagði Sigurður Pétur Harðarson, stuðningsmaður Spohiu Hansen, við DV í gær. Samkvæmt dómi í undirrétti í Istanbúl 13. júní sl. úrskurðaði dómarinn að Sophia skyldi hafa umgengnisrétt við dætur sínar í júlí og ágúst ár hvert. Umgengn- isrétturinn skyldi hefjast 1. júlí og vara til 31. ágúst. Samkvæmt þessu átti umgengnisréttur Sophiu við dætur sínar að hefj- ast í gær. Sophia er sem stendur á íslandi og sagði Pétur að það væri alger óþarfi fyrir hana að vera í hitanum í Tyrklandi á meðan staðan væri svona en hún færa út aftur um leið og eitthvað gerðist í málinu. „Staðfesting á móttöku Halims á dómnum má vænta í síðasta lagi 10. júlí nk. og þá verður far- ið að huga að því hvemig staðið veröur að umgengnisréttinum," sagði Sigurður Pétur enn frem- ur. -RR Stuttar fréttir Kynnti Bessastaði Vigdís Finnbogadóttir, fráfar- andi forseti islands, kynnti ný- kjörnum forseta og eiginkonu hans Bessastaði í gær. Seiur hlutabréf Meirihlutinn á Akureyri ætlar að selja hlutabréf í ÚA fyrir um einn milljarð króna, að sögn Út- varps. Svínakjöt lækkar í verði Verð á svinakjöti hefur lækk- að um 25-35% vegna offramboðs. Moggi greindi frá. Kostaði 25 milljónir Kosningabarátta Ólafs Ragn- ars Grímssonar kostaði að minnsta kosti tæpar 25 milljónir króna. Stöð 2 sagði frá. Barátta hinna kostar á bilinu 13-30 millj- ónir hver. Valda röskun Uppsagnir þroskaþjálfa geta valdið mikilli röskim á Grein- ingar- og ráðgjafarstöð rikisins í Kópavogi. Sjónvarpið sagði frá. Taka á sig verðskerð- ingu Bændur taka einir á sig verð- skerðingu á mjólk þegar kvóti er búinn. Nú styttist í að mjólk verði hellt niöur eða seld á þriðj- ungsverði til útflutnings, að sögn Sjónvarps. Samræma aldurinn Heilbrigðisráðherra ætlar að samræma aldur þeirra sem mega afgreiða áfengi og tóbak og kaupenda. Sjónvarpið sagði frá. Ánægja minnkar Skoðanakönnun Gallups sýnir að 20% kjósenda eru ánægð með störf heilbrigðisráðherra. í fyrrasumar var talan 46%. Sjón- vai-pið greindi frá. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.