Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Týnda þjóðin kaus Þegar úrslitaleikir eru á Wembley og Wimbledon, er sagt koma í ljós, aö tvær þjóðir búi í Englandi. Önnur sé upptekin af fótbolta og viti varla, að tennis sé til. Hin sé upptekin af tennis og viti varla, að fótbolti sé til. Þannig er alhæft um endurspeglun enskrar stéttaskiptingar. Komið hefur í ljós, að á íslandi er stéttaskipting, sem gefur skemmtileg og um leið hættuleg tilefni til alhæf- ingar. Þessi stéttaskipting þarf ekki að fylgja tekjum í þjóðfélaginu, aldri, búsetu eða kynjum. En alténd eru stjómmálaskýrendur flestir sömu megin þils í skipting- unni. Snemma á árinu var viðkvæði stjórnmálaskýrenda, að þjóðin gerði í forsetakosningum uppreisn gegn stjórn- málamönnum og veldi í staðinn vammlaust fólk úr menningargeiranum, svo sem alþýðlega fornleifafræð- inga og leikhússtjóra, svo sem dæmin voru sögð sanna. Ef stjómmálaskýrendur hefðu verið spurðir, hvort Ólafur Ragnar Grímsson ætti möguleika í forsetakosn- ingum, hefðu allir svarað neitandi. í fyrsta lagi væri hann virkur stjómmálamaður og í öðru lagi einn um- deildasti og óvinsælasti stjómmálamaður landsins. Þeir hefðu bent á, að fáir stjómmálamenn væm eins harðvítugir í pólitískum slagsmálum og hann, svo sem ljóst væri úr fréttum og þingtíðindum. Þeir hefðu bent á, að skoðanakannanir sýndu, að fleiri landsmenn væm andvígir honum en nokkrum öðrum stjómmálamanni. Svo fór Ólafur Ragnar í framboð, fór beint á toppinn í skoðanakönnunum og hélt því sæti á leiðarenda. Aðrir stjómmálamenn hættu að gæla við framboð og vöktu um leið athygli á, að þetta væri valdalaust kurteisisembætti, ails ekki fyrir pólitíska vígamenn. Á lokaspretti kosningabaráttunnar tóku sig saman nokkrir þekktir menn, sem töldu sig eiga um sárt að binda vegna pólitískrar ofkeyrslu Ólafs Ragnars. Þeir fengu birtar í Morgunblaðinu frægar auglýsingar, sem þjöppuðu fólki enn fastar um frambjóðandann. í auglýsingunum var forsetaefnið elt uppi af þeirri for- tíð, sem stjómmálaskýrendur höfðu sagt, að yrði því að falli. Þeir þekktu ekki kjósendur, sem létu sér fátt um finnast og bættu svo sem einu prósenti ofan á fylgi hans, svo sem til að hella salti í sár andstæðinganna. Ýmsir stjómmálaskýrendur höföu í millitíðinni reikn- að út, að fylgi Guðrúnar Pétursdóttur mundi af pólitísk- um ástæðum að mestu renna til Péturs Hafstein og minnka bilið milli tveggja efstu frambjóðendanna. í stað- inn rann fylgi hennar tU Guðrúnar Agnarsdóttur. Þannig sitja stjómmálaskýrendur eftir með sárt ennið og þurfa að skilgreina kjósendur að nýju. Straumar for- setakosninga liggja engan veginn eins og áður var talið og engum er lengur ljóst, hvað kjósendur hafa í huga, þegar þeir em að velja úr hópi frambjóðenda. Hugsanlega er verið að senda skilaboð til kolkrabb- ans, það er að segja þess nána sambands, sem er milli nokkurra helztu fýrirtækja landsins og sem hefur Sjálf- stæðisflokkinn að pólitískum málsvara. Andstaða Ólafs Ragnars við þessi öfl sé færð honum til tekna. Ef þetta er rétt, er ekki hægt að skilja, af hverju þessi sama þjóð gengur aftur og aftur til alþingiskosninga og kýs kolkrabbann yfir sig, þegar um raunveruleg völd er að tefla. Ef um viðvörun er að ræða í forsetakosningum, er hún því marklaus, þegar til kastanna kemur. Stjómmálaskýrendur munu næstu árin puða við að skilgreina og flokka þjóðina að nýju og reyna að alhæfa, hver sé Wembley-þjóðin að baki Wimbledon-þjóðinni. Jónas Kristjánsson „Tvö nöfn vöktu sérstaka athygli mína á listanum yfir „orðaða" einstaklinga, þeir Björn Bjarnason og Steinunn Sigurðardóttir," segir Snjólfur m.a. í grein sinni. Orðugjálfur Kjallarinn Snjólfur Olafsson dósent í Háskóla íslands Vigdís Finnbogadóttir var fyrst í framboði til forseta hafi hún sagst ætla að fækka orðuveit- ingum, en sú hefur ekki orðið raunin. Þótt sérstök orðunefnd ráði mestu um það hverjir fái orður, en ekki forsetinn, hlýtur hann að geta fækkað orðuveitingum ef hann svo vill. Þeir sem nú eru í framboði þykjast geta haft áhrif á kjör ís- lendinga með ýmsum hætti. Þeir geti jafh- framt haft áhrif á mann- réttindi í fjarlægum löndum. Því verðum við „Steinunn Sigurðardóttir hef- ur eflaust skrifað margar ágætisbækur. En er ekki óvið- eigandi að Vigdís veiti Stein- unni orðu fyrir ritstörf þar sem Steinunn skrifaði fyrir fáum árum bókina „Ein á forseta- vaktu um VigdisiV Á dögunum var birtur í dagblöðun- um listi yfir þá sem forseti íslands veitti riddarakross og aðrar orður, en þessi listi lýsir vel fáránleika þessara veitinga. Þótt margir af einstak- lingunum á listan- um eigi eflaust hrós skilið fyrir störf sín, bæði launuð og ólaunuð, á það jafnframt við um svo marga aðra. Ekki verður séð að þessir út- völdu einstaklingar séu verðugri en fjölmargir aðrir, enda eru ekki færð rök fyrir vali þeirra. Tvennt gefur mér tilefni til að fjalla um þetta smámál, sem það óneitanlega er, í kjallaragrein. Ann- ars vegar hafa sumir forsetafram- bjóðendumir (eða allir) lýst því yfir að draga eigi úr orðuveitingum forsetans og eingöngu veita þær af sérstöku tilefni. Hins vegar eru at- hyglisverð nöfn á listanum. Færri orður Menn þykjast muna að þegar að draga þá ályktun að þeir geti haft áhrif á það hve margar orður þeir sjálfir veita! Á næsta ári munum við sjá hvort athafnir hins nýja forseta verða í samræmi við yfirlýsingar hans. „Orðaðir" einstaklingar Tvö nöfn vöktu sérstaka athygli mína á listanum yfir „orðaða" ein- staklinga, þeir Bjöm Bjarnason og Steinunn Sigurðardóttir. Það skal þó tekið skýrt fram að ég tel þau ekki eiga orðumar siður skilið en aðrir sem listann prýða. Af og til fara menn á mis við eitthvað vegna skyldleika eða tengsla, sem þeir annars hefðu fengið að njóta. Menn í opinberum störfum leyfa sér til dæmis í fæst- um tilvikum að ráða skyldmenni sín í starf eða verkefni, jafnvel þótt þeir telji viðkomandi hæfast- an allra til að leysa það. Þetta verðum við að sætta okkur við því annars er of mikil hætta á að menn hygli vinum og kunningjum (í meira mæli en þegar er). Bjöm Bjarnason er ráðherra og það eitt ætti að nægja til að hann fái ekki orðu frá forséta íslands. Fyrst orðunefnd sá ekki sjálf hve óviðeigandi slíkt er þá hefði ráö- herra átt að taka af skarið og hafna orðunni. Reyndar er erfitt að átta sig á hvers vegna hann eigi orðu skilið. Kannski hefur orðu- nefnd komist að því að hann sé besti ráðherrann! Steinunn Sigurðardóttir hefur eflaust skrifað margar ágætisbæk- ur. En er ekki óviðeigandi að Vig- dís veiti Steinunni orðu fyrir rit- störf þar sem Steinunn skrifaði fyrir fáum árum bókina „Ein á forsetavakt" um Vigdísi? Snjólfur Ólafsson Skoðanir annarra Hugðarefni menningarlífs „Einhverjum kann að blöskra nöldur mitt í tengsl- um við íþróttir og þykja ég hafa ímigust á þeim; en öðm nær ... ég glápi oft á enska boltann og iðkaði golf meðan ég var enn ungur. En ég skil ekki enn hvers önnur hugðarefni menningarlífsins eiga að gjalda, sem eins og lestur í öllum sínum fjölbreyttu myndum: bókaútgáfu, upplestri, skriftum, lestri í hljóði, bóksölu, sjálfsútgáfu og tímaritum, svo fátt eitt sé nefnt? ... íslenskir fjölmiölastjómendur verða að átta sig á því aö líkt og meira er skrifað um fisk og sjávarútveg á íslandi en t.d. í Tékklandi er jafn eðlilegt að meira sé fjallað um bókmenntir í íslensk- um fjölmiðlum en í fjölmiðlum allra annarra landa.“ Hrafh A. Harðarson í Lesbók Mbl. 29. júní. Nýr forseti „Það er ekki aðeins hér innanlands sem í hönd fer batnandi tíð með blóm í haga. Staða heimsmála mun breytast mjög til hins betra eftir að nýr forseti hefur tekið við völdum á íslandi. Næsti forseti mun taka hart á mannréttindabrotum, hvar sem þau eiga sér stað, sem ku vera víða um heimsbyggðina. Ekki með því að sniðganga þjóðhöfðingja eða aðra valdamenn viðkomandi ríkja, heldur með því að sækja þá heim og benda þeim á villur síns vegar.“ Sæmundur Guðvinsson í Helgarpósti 27. júní. Einlægni betri en óvissa „Að vera einlægur er ekki alltaf auðvelt og til þess liggja margvíslegar ástæður ... Ég held að það sé ástæðulaust að óttast einlægnina. Þvert á móti held ég að hún bæti mjög samskipti manna. Ef fólk veit hvað að því snýr verður því rórra. Fátt er verra að búa við en óvissu ... Einlægnin gæti komið í veg fyr- ir margan harmleikinn og einnig minni háttar sárs- auka ... Fyrir kemur að einlægnin er augljóslega of þungbær. Aðeins í slíkum tilvikum viröist einlægn- in ekki af hinu góða - og kannski er hún það samt oftar en maður heldur.“ Guðrún Guðlaugsdóttir í Mbl. 30. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.