Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 tilveran ,5 I regngöllum og tilbúnir í slaginn: Hvað er með þessa ferðamenn? Nú fer sá tími í hönd sem erlend- ir ferðamenn velja helst til íslandsferða. Óhætt er að full- yrða að götulifið í Reykjavík verði litskrúð- ugi’a á sumrin, þó ekki væri nema fyrir skær- lita regngallana sem túristarnir gjarnan klæðast á ferðum sínum hér. Á erlendri grundu eru íslendingar oft spurðir spjörunum úr um ísland og eru inn- fæddir, í næstum hvaða landi sem er, almennt mjög áhuga- samir um hagi fólks á íslandi. Hins vegar eru íslenskir ferðamenn nán- ast aldrei inntir eftir ástæðum þess að þeir heimsóttu þetta landið frek- ar en hitt. Kaupmannarhafnarbúi sér t.d. ekkert óvenjulegt við is- lenska ferðamenn þar i borg og Spánverji gerir fyrirfram því skóna að næpuhvitur íslending- urinn sé í sólarfríi á ströndum heimalands síns. Þessu er öðruvísi farið á ís- landi. Landinn hristir gjarn- an höfúðið yfir regnstökk- unum á Laugaveginum og hjólreiðafólkinu á þjóðvegi 1 sem ber það með sér að vera útlent. „Hvað er þetta fólk að gera hér?“ er oft spurt, jafnvel með vorkunnartón þegar mest rignir. Erlendum ferðamönnum hefur ekkert fækkað en breytingar hafa þó orðið á ferðamynstri þeirra. í Frá Bandaríkjunum: DV-mynd JAK kjölfar mikils markaðsátaks aðila í ferðaiðnaðinum íslenska hefur tek- ist að dreifa ferðatímanum á allt árið. Þannig hafa útlendingar orðið minna áberandi á sumrin nú und- anfarin ár. í samræmi við ferðaiðn- aðinn alls staðar í heiminum hafa kröfur til gistirýmis líka breyst. Á síðustu 6 árum hefur orðið 40% aukning í gistirými á íslandi, fyrir utan tjaldsvæði, og færri gista í tjöldum þótt gistinóttum hafi fjölg- að. Tjaldsvæðin munu samt eflaust eiga sinn aðdáendahóp og íbúum í Laugardalnum fjölgar alltaf til muna á sumrin. Tilveran lét slag standa, leitaði uppi ferðamenn og spurði þá af hverju ísland hefði orðið fyrir val- inu. -saa Viðskiptaferðir hjá mörgum: Frá Bretlandi „fiig avaiai ner sioast iyrir einum mánuði. Ástæðan fyrir þessari komu minni er golfmót sem haldið verður og fyrirtæki það sem1 ég vinn fyrir í Bret- landi er styrktaraðili að. Ann- ars þarf ég að koma þrisvar á ári eða svo vegna vinnu minn- ar, nokkra daga í senn. Þá gisti ég á hóteli. Tækifæri til ferða- laga eru takmörkuð. Ég hef samt farið að Geysi og til ná- lægra staða,“ segir Mike Barn- ham sem vinnur hjá Ford í Englandi. Frá Færeyjum Hjordís Joensen nefúr heim- sótt ísland þrisvar, alltaf með manni sínum sem þarf að koma i viðskiptaerind- um. „Ég nota tímann aðallega til að versla og það er mjög gott að gera í Reykjavík, að minnsta kosta miðað við Færeyjar enda Reykjavík fjölmennari," segir hún. -saa Einangrunin kemur á ávart „Við höfum verið hér : 9 daga og eigum tvo daga eftir,“ segja Croil og Renate Anderson sem eru frá Seattle á vesturströnd Bandaríkj- anna. Croil er lögfræðingur og eig- inkona hans, Renate, rithöfundur. Hún er reyndar sænsk. „Við leigð- um bíl og höfum ferðast allan tím- ann. Fórum hringveginn í veðri sem maður býst alls ekki við á ís- landi - sól og blíðu. Tveimur loka- dögunum ætlum við svo að eyða í Reykjavík. Við tökum tjaldið fram yfir hótelgistingu. Líka í Reykja- vík.“ Um það af hverju þau hafi komið til Islands í frí segja þau að kalt loftslag norðursins heilli þau. „Fólki heima fannst ferð til íslands ótrúleg og óskiljanleg og leit á þetta sem ævintýraferð. Enginn sem við þekkjum hefur komið hingað." Ren- ate segir að þau hafi hins vegar les- ið ýmislegt um ísland og hún hafi, vegna sænsks uppruna, þekkt sög- una nokkuð og lesið nokkuð af ís- lendingasögunum. „Við bjuggumst við því að ísland væri nokkuð skandinavískt og að okkar mati reyndist það svo, til dæmis hvað húsagerð og skipulagningu varðar. Hér er allt mjög skipuiagt. Á hinn bóginn er margt hér sem greinilega er fyrir áhrif frá til dæmis Banda- rikjunum. Sem dæmi eru pitsumar sem fólk gjarnan skiptir á milli sín. Mér finnst þetta sýna hvað íslenska þjóðin er víðsýn,“ segir Renate og bætir við að það sé einangrunin sem komi henni mest á óvart. „Mað- ur getur keyrt tímunum saman úti á landi án þess að mæta nokkrum.“ í matarleit Þeirra eigin matseld einskorðað- ist við samlokur í hádeginu. Utan þess keyptu þau tilbúinn mat á hót- elum og stundum söluskálum við þjóðveginn. „Ég hef aldrei átt i eins miklum erfiðleikum með að fá mat að minu skapi og hér á landi þar sem ég er grænmetisæta. Ég endaði oftast með franskar kartöflur og alls staðar var hægt að nálgast ávexti en þeir eru þó dýrir. Annars fannst mér maturinn á hótelunum oft gam- aldags. í Reykjavík höfum við hins vegar farið á ágætis grænmetis- stað.“ Þau hjónin ferðast yfirleitt mikið, bæði innanlands í Bandaríkjunum, svo og utan þeirra. „Við vorum í New York í vor og á Hawaii í nóv- ember. Ferðir okkar eru ekki dæmi- gerðar fyrir Bandaríkjamenn." Frá íslandi halda þau til Svíþjóðar. Þau eru staðráðin í að koma aftur og skoða þá Vestfirðina sem urðu út undan í þetta skiptið. -saa Frá Sviss: Ferðast á mótorhjóli hann hafi komið hingað? „Mér líkar Island vel og hef komið hingað tvisvar áður. Loftslagið á við mig,“ segir hann. Andreas ferðast ekki mikið í heima- iandi sínu, kýs frek- ar norður-Evrpóu og segir að á þessum árstíma sé alltof heitt fyrir Sviss hann Eg gisti aldrei á hótelum, kann betur við tjöldin enda tjaldsvæðin hér góð.“ „ Ég elda alltaf sjálfur. Fer kannski einu sinni í viku út að borða, í mesta lagi. Verð- lagið hér er svip- að og í Sviss. Áfengi er það eina sem er miklu dýr- ara hér en ég drekk nú ekki það mik- ið að það hafi áhrif á mig. “ -saa „Ég hef verið á miklu ferðalagi. Kom hingað frá Bandaríkjunum eft- ir að hafa ferðast á mótorhjólinu mínu þvert yfir þau. Nú hef ég ver- ið í einn mánuð hér og verð í tvo í viðbót. Þá fer ég til Danmerkur, þýskalands og fleiri Evrópulanda en fer heim til Sviss i október,“ segir Andreas Grimm, ungur svissneskur flugvirki, sem undanfarið hefur gist í Laugardaln- um. Hann kom með mót- orhjólið til lands- ins og ferðast á því um landið. Af hverju skyldi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.