Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 Utlönd Dole valdi Kemp Bob Dole, for- setaefni repúblik- ana, opinberaði um helgina að Jack Kemp, einn af harðvítugustu andstæðingum hans innan Repúblikanaflokks- ins, hefði fallist á að verða vara- forsetaefni hans í forsetakosning- unum í nóvember næstkomandi. Ákvörðun Doles féll í góðan jarð- veg meðal flokksmanna en demókratar sögöu hana bera vott um örvæntingu. Dole, sem verður formlega út- nefndur sem forsetaefni á lands- fundi repúblikana í San Diego á miðvikudag, er enn 20 prósentu- stigum á eftir Bill Clinton í skoö- anakönnunum. Reuter Breskir læknar hvetja konu, ófríska aö áttburum, til að eyöa sex fóstranna: Vill fæöa öll börmn þrátt fyrir viövaranir Bresk kona, sem gengur með átt- bura, ætlar ekki að fara að ráðum lækna um að láta eyða sex fóstr- anna svo tvö þeirra eigi meiri lífslíkur. Mandy Allwood, 31 árs, hefur komið af stað heitri umræðu TALKNAFJORÐUR f///////////A/////A/J Nýr umboösmaður DV OLGEIR MÁR BRYNJARSSON Miðtúni 8 - Sími 456 2593 um fóstureyðingar í Bretlandi. Er deilt um hvort breyta eigi fóstureyð- ingarlögunum og hvort dagblöð eigi að stunda svokallaða peningablaða- mennsku, þar sem viðmælendum er greitt fyrir frágsögn sína i svo við- kvæmum málefnum. Breska dag- blaðið News of the World hefur keypt einkaréttinn á sögu móður- innar. Allwood, sem á fjögurra ára son fyrir, tók frjósemilyf og virðist það hafa verkað afar vel. Hún er komin 13 vikur á leið og er staðráðin í að fæða öll átta bömin. „Ég vil láta náttúruna ráða ferð- inni,“ sagði Allwood við mikinn fögnuð baráttuhópa gegn fóstureyð- ingum. Talsmaður baráttuhópsins Lífs sagðist afar ánægður með við- brögð konunnar þar sem hún hafi staðið frammi fyrir erfiðu vali. En sérfræðingur í kvenlækning- um, sem annast Allwood á með- göngutímanum, er sannfærður um að Allwood verði best borgið með því að eyða sex fóstranna. Að öðr- um kosti séu miklar líkur á að hún verði fyrir fósturmissi áður en 24 vikur eru liðnar af meðgöngunni eða hún fæði áður en 26 vikur eru liðnar og missi þá öll bömin. Lækn- irinn fullyrðir að afar lítill mögu- leiki sé á að kona geti fætt fleiri en sex börn í einu. Mál Alwood verkaði eins og olía á eld fóstureyðingarumræðunnar. í síðustu viku varð einnig heit um- ræða vegna konu sem hafði látið eyða öðru tveggja heilbrigðra fóstra þar sem hún treysti sér ekki til að ala bæði upp. Ákvörðun konunnar vakti mikla reiði i herbúðum þeirra sem eru á móti fóstureyðingum. Kröfðust þeir lagabreytinga sem kæmu í veg fyrir að fóstureyðingar yrðu framkvæmdar eftir pöntunum. Kaup News of the World á sögu Allwood hafa vakið viðbrögð í breska þinginu en sú skoðun hefur komið fram að blaðið fari með mál þetta eins og viðrini eigi í hlut. Blaðið neitar að tjá sig um fullyrð- ingar þess efnis að það hafi greitt Allwood 10 miljónir króna fyrir einkaréttinn á sögu hennar. Reuter O N LINE Á ISLANDI Suðurgötu 3 101 RVK. • Sími S61 5189 • Opið 11 30 .18 00 Landsins mesta úrval af GSM- símum og aukahlutum Tyrkir sparka hér í grískan mann sem lést í höröum átökum milli grískra og tyrkneskra íbúa Kýpur í gær. 41 Kýpur- grikki særöist í átökunum, 12 Kýpurtyrkir og einn lögreglumaöur. Átökin, þau verstu í áraraöir, uröu þegar mótor- hjólagengi Grikkja hundsaöi tilmæli yfirvalda á Kýpur um aö fara ekki yfir vopnahléslínu eyjarinnar sem skiptir henni í tvennt eftir innrás Tyrkja á norðurhluta eyjarinnar 1974. Símamynd Reuter Danskt dagblaö um fiskveiðideiluna við íslendinga: tilbúin í stríð Skipin „Við erum á leiðinni og munurn veiða. Við gefumst ekki upp þótt Landhelgisgæslan ætli að vísa okk- ur út af svæðinu. Við verðum þar og látum danska utanríkisráðuneytið um að taka afleiðingunum," var haft eftir Iver Espersen, fram- kvæmdastjóra Skagerak Fiskeek- sport A/S í Hirtshals, í danska dag- blaðinu Berlingske Tidende í gær. Fjögur skip á vegum Espersens ætla sér að veiða loðnu norður af land- inu en Danir viðurkenna ekki Kol- beinsey sem viömiðunarpunkt fyrir landhelgi íslendinga. í forsíðufrétt Berlingske Tidende um fiskveiðideilu Dana og íslend- inga sagði að hún hefði harðnað mjög eftir að dönsk fiskiskip héldu til veiða á umdeildu hafsvæði norð- ur af íslandi á laugardag. Haft er eftir Espersen að danska utanríkisráðuneytið hafi staðfest að dönsku skipin megi veiða á um- ræddu hafsvæði. Og þó gefið hafi verið í skyn að íslensku varðskipin muni beita byssunum gegn dönsku skipunum muni dönsku sjómenn- irnir ekki láta hræða sig burt. Loks er haft eftir Iver Espersen að hann sé afar óánægður með hvernig Niels Helveg Petersen utan- ríkisráðherra hafi haldið á málum. Hann sé allt of linur og skapi óvissu meðal útgerðanna. „Við vitum ekki okkar rjúkandi ráð en við veiðum," sagði Espersen við Berlingske Tidende. Eigum í alla G - sima Friðsöm ganga eftir átakanótt Mótmælendur gengu fylktu liði um Londonderry á Norður-írlandi á laugardag án þess að kæmi til átaka eins og lögregla haföi óttast. í fyrrinótt kom hins vegar til óeirða milli ungra kaþólikka og mótmælenda í borginni þar sem eldsprengjum var kastaö. Kaþ- ólikkar gengu síðan fylktu liöi um Belfast í gær. Göngumenn voru hávaðasamir en lögreglu tökst að koma í veg fyrir átök. Reuter Dá morðingja Rabins Igal Amir, sem dæmdur var í lífs- tíðarfangelsi fyrir morðið á Itzhak Rabin, forsætisráðherra íraels, á sér stóran hóp aðdáenda í ísrael. Leah Rabin, ekkja forsætisráðherrans sáluga, sagði í útvarpsviðtali að mjög stórum hópi fólks fyndist Amir hafa unnið gott verk með því að myrða Rabin og um hann hefðu myndast fjölmennir hópar aðdá- enda. Tilefni ummæla Leuh Rabin var viðtal við þrjár unglingsstúlkur í sjónvarpi þar sem þær sungu söngva til heiðurs Amir og sýndu úrklippu- bækur með myndum af honum. Þá sögðust þær hafa stórar myndir af honum uppi á vegg heima hjá sér. Aðdáunin á Amir hefur verið mjög til umræðu í ísrael en á götu sást maður kyssa forsíðumynd af honum. Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra sagði í yfirlýsingu að hann liti þessa aðdáun mjög alvarlegum aug- um og uppræta þyrfti þetta fyrirbæri hið snarasta. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.