Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 óháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjórí: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samninga um Tsjetsjeníu Borís Jeltsín fékk blóðugar kveðjur frá skæruliða- sveitum í Tsjetsjeníu á föstudaginn þegar hann sór emb- ættiseið sem fyrsti þjóðkjörni forseti Rússlands. Skæru- liðarnir notuðu tækifærið til að hefja óvænta og árang- ursríka árás á höfuðborgina Grosní, sem reyndar er enn að miklu leyti rústir eftir ofsafengnar hernaðaraðgerðir Rússa þar á síðasta ári. Mannfall er mikið, ekki síst með- al óbreyttra borgara sem enn einu sinni flýja þessa stríðshrjáðu borg - og eru margir hverjir drepnir á flótt- anum í eldflaugaárásum rússneskra þyrlusveita. Það er auðvitað engin tilviljun að skæruliðarnir sem berjast fyrir sjálfstæði Tsjetsjeníu skuli velja þessa daga til að sýna mátt sinn í Grosní. Þeir líta á Borís Jeltsín sem ærulausan mann sem hafi svikið gefin loforð. Fyrir forsetakosningamar í sumar, þegar möguleikar Jeltsíns til sigurs voru mjög óvissir, lofaði hann friði í Tsjetsjeníu. Samkomulag var gert við foringja skæruliða um vopnahlé og friðarsamninga. En um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir voru friðarloforðin svikin. Rúss- neskar hersveitir hófu á ný hernað í Tsjetsjeníu. Ábyrgðin er að sjálfsögðu Jeltsíns, hvort sem hann hef- ur sjálfur ráðið nokkru um hernaðaraðgerðirnar eða ekki vegna langvarandi alvarlegra veikinda sinna. Þessi veikindi forsetans hafa í reynd gert honum ókleift að sinna stjómarstörfum frá því í sumar. Þau urðu einnig til þess að verulega var dregið úr umfangi hátíðarhaldanna þegar hann var settur í embætti á föstudaginn. Upphaflega stóð til að efna til mikiUar úti- hátíðar, en því var breytt í stutta athöfn innan dyra þar sem Jeltsín þurfti ekki að koma fram nema í nokkrar mínútur - svipbrigðalaus og stjarfur eins og fársjúkur maður. Ekkert varð heldur af flutningi þeirrar stefnu- ræðu forsetans sem boðuð hafði verið. Fram hefur kom- ið að Jeltsín sé nú á ný á leið í eins mánaðar leyfi. Það kemur því í hlut nánustu samstarfsmanna forset- ans að glíma við þau stórfelldu vandamál sem blasa við rússneskum stjómvöldum á flestum sviðum. Þar mun mest mæða á Viktor Tsjernómyrdín, sem hefur hlotið stuðning rússneska þingsins sem forsætisráðherra, Lebed, öryggisráðgjafa forsetans, og Sjúbaís starfs- mannastjóra - en þessir þrír menn munu berjast um völdin að tjaldabaki næstu vikur og mánuði. AUs er óvíst hvemig þeir munu taka á málefnum Tsjetsjeníu, sem er orðið að nýju Afganistan í rússnesk- um stjórnmálum. Sumir stjórnmálaskýrendur líkja reyndar sókn skæruliða inn í Grosní núna við svokall- aða Tet-sókn skæruliða í Suður-Víetnam árið 1968 - en hún varð endanlega til þess að sannfæra Bandaríkja- menn um að þeir gætu aldrei unnið þá styrjöld, og því undanfari þess samningaferlis sem að lokum batt enda á Víetnamstríðið. Þeir sem kynna sér sögu Tsjetsjena komast fljótlega að raun um að í brjóstum þeirra hefur hugsjónin um sjálf- stæði lifað um aldir þrátt fyrir miklar þrengingar vegna ítrekaðra tilrauna rússneskra stjórnvalda til að kúga þá til undirgefni. Á tímum keisaraveldisins máttu þeir þola gífurlegt mannfall vegna hernaðaraðgerða Katrínar miklu, en risu upp á ný. í valdatíð Stalíns var reynt að sundra þjóðinni um hinar miklu víðáttur Sovétríkjanna þáverandi, en jafnvel eftir slíkar hörmungar risu Tsjetsjenar upp á ný og kröfðust sjálfstæðis. í ljósi fortíð- arinnar, og þess sem nú er að gerast í Grosní, ættu rúss- nesk stjómvöld loksins að átta sig á því að samningar um sjálfstjóm er eina leiðin til friðar í Tsjetsjeníu. Elías Snæland Jónsson dagblað Kennarar eru fyrst og fremst til aö fræöa nemendur en eiga ekki aö þurfa aö ala nemendur upp eöa kenna þeim almenna mannasiöi, segir m.a. í grein Gunnlaugs. Agaleysi Kjallarinn Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaöur eiga ekki að þurfa að ala nemendur upp eða kenna þeim almenna mannasiði. Orsaka vandans er fyrst og fremst að leita í skorti á uppeldi og leiðbeining- um af hálfu foreldra strax frá bamæsku. Allt of margir foreldrar gefa bömum sínum lít- inn tíma og sýna litla eða enga tilburði til að aga börnin og kenna þeim hvað sé rétt eða rangt í lífinu, að ekki sé nú minnst á að ræða við þau um gildismat og að ekki sé allt fengið með því að komast yfir pen- inga með sem auð- veldustum hætti. „Hluti af agavandamáli barna eru uppeldiskenningar sem byggjast á því að börnin verði að læra af því að reka sig á. Slíkar kenningar eru ekkert annað en afsökun fyrir leti uppalenda að sinna hlutverki sinu.“ Agaleysi, skort- ur á sjálfsögun og skert sjáifsímynd fólks er vandamál í íslensku þjóðfélagi. Afleiðingarnar blasa við um allt, í umferöinni, slæleg- um vinnuafköst- um, slökum náms- árangiá í skólum, virðingarleysi fyrir meðborgumm og verðmætum, að ekki sé minnst á vaxandi ofbeldi. Agaleysi íslensks þjóðfélags er eitt það fyrsta sem maður tekur eftir þegar flutt er heim aftur eftir búsetu í öðmm löndum og börn sem flytjast til íslands eftir að hafa gengið í skóla erlendis standa agndofa frammi fyrir virðingar- og agaleysi í íslensk- um skólum. Foreldrar fyrst og fremst En hverju er um að kenna? Til era þeir sem segja kennara ekki starfl sínu vaxna sem uppalendur en slíkt eru ekki réttmætar ásakanir að mínu mati. Hlutverk kennara er fyrst og fremst að fræða nemendur en þeir Hluti af agavandamáli barna era uppeldiskenningar sem byggj- ast á því að bömin verði að læra af því að reka sig á. Slíkar kenn- ingar eru ekkert annað en afsökun fyrir leti uppalenda að sinna hlut- verki sinu. Kennarar ráöþrota Skortur á uppeldi og agaleysi er vandamál í skólum landsins og kennarar standa ráðþrota gagn- vart vandamálinu. Svo langt geng- ur að á hverjum vetri leggja upp- vöðslusamir krakkar hendur á kennara sína, skella þeim jafnvel í gólfið. Þó slíkir einstaklingar séu í miklum minnihluta skortir mikið á að aðrir nemendur hafi til að bera þá sjálfsímynd að þeir geri vandamálaseggjum ljóst að slík hegðun er fyrirlitleg. Mér er kunnugt um tilvik þar sem kennarar hafa farið gráti nær út úr kennslustofu eftir slíkar árásir eða glósur á borð við „þegj- uðu kerling" þegar reynt er að halda uppi aga. Þó oftast sé um að ræða fáa einstaklinga með stór vandamál þá líður nám annarra fyrir og kennarar standa ráðþrota því þeir geta ekki beitt því aðhaldi sem stjórnendum er nauðsyn að hafa. Lýst eftir hugmyndum Skólum er óheimilt að vísa óald- arseggjum á braut og hver láir kennara þó hann leggi ekki í að taka í hnakkadrambið á óróasegg ef hann verður hugsanlega kærð- ur fyrir. Meðan foreldrar sinna ekki uppeldishlutverki sínu verð- um við að skapa kennuram stöðu til að halda uppi aga í skólum. Ég lýsi eftir hugmyndum. Gunnlaugur M. Sigmimdsson Skoðanir annarra Besta landkynningin „Forseti íslands mun leggja til við þjóðhöfðingja Bandaríkja og Kanada að halda saman upp á landa- fundi gömlu sæfaranna árið tvö þúsund. Hugmynd Ólafs Ragnars er besta landkynning sem íslending- um hefur dottið í hug. Fylgja verður henni eftir af krafti og leita fleiri bandamanna. íslenska þjóðin er ekki bara af norrænu bergi brotin heldur líka kom- in af Engilsöxum og keltnesku fólki á Bretlandseyj- um. Landafundir íslendinga eru því ekkert einkamál landsmanna heldur sameiginlegur arfur Norður- Evrópu." Ásgeir Hannes í Tímanum 9. ágúst. Lítið samfélag - einfaldur hátæknibúnaður „Það er vissulega rétt, að æskilegt er að hafa ein- hvern valkost í rekstri sjúkrahúsa. . . . Hins vegar hafa orðið örar framfarir í læknisþjónustu á þessum tveimur áratugum, sem m.a. byggist á svonefndri há- tækni. Það era ákaflega sterk efnisleg rök fyrir þeirri skoðun, sem fram kemur hjá hinum erlendu ráðgjöf- um, sem áður hefur verið vitnað til hér í blaðinu, að íslenzkt samfélag sé einfaldlega svo lítið, að hvorki hafi það þörf fyrir, né hafi efni á tvöföldum hátækni- búnaði." Úr forystugreinum Mbl. 8. ágúst. Ég á heima á „Ælandi" „Staðir um allt land kepptust um að fá til sín drykkjulýðinn úr Reykjavík. Slík er ákefðin að manni finnst eiginlega spurning hvort hér sé ekki komin ný tegund af ferðaþjónustu sem íslendingar ættu að hasla sér völl í: að taka við illþýði og leyfa því að leika sér, nóg er plássið. Kannski athugandi fyrir eitthvert blankt bæjarfélagið að bjóða næst „Hells Angels" að halda Evrópumót sitt. . . . Valko- stimir vora sem sé óteljandi en Akureyri bauð að þessu sinni best: heilan bæ til að rústa.“ Guðmundur Andri Thorsson í Alþbl. 9. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.