Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 36
VínningstBLar Laugardacinit io.os.’96 1 16 Aðal- tölur Vinningar í. 5 af5 ^rrírsi Heildarvinningsupphæð 15.535.360 3. 4 a/S 4.3qfS FJÓMi vinninga ~1— 120 , 4,268 Vinningsupphæð tö.582.640 184:250 10.590 Vinningstölur 10.08.'96 1 I FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 Jökulsá á Fjöllum: Flóðið tók veginn í sundur „Vegurinn fór í sundur þrjá kíló- metra frá Ásbyrgi og þaö myndaðist —iim 30 metra skarð. Það verður ekk- ert byrjað að gera við fyrr en undir morgun. Það hefur ekki verið svona stórt flóð hér á þessum stað í marga áratugi. Menn tala um að þetta hafi gerst síðast á fimmta áratugnum,“ sagði Ómar Ingþórsson, landvörður í Ásbyrgi, við DV seint í gærkvöld um flóðið í Jökulsá á Fjöllum. Flóðið náði hámarki seinni part- inn í gær og það var rétt fyrir kvöld- matarleyti sem flæddi yfír veginn og hann fór i sundur. Flóðið var í rénun í gærkvöld en þá var enn mjög mikið vatn í ánni. -RR Formaður samninganefndar lækna eftir að slitnaði upp úr viðræðum: Það er verið að kveðja okkur með þessu tilboði „Þegar maður fær tilboð eins og þetta er það ígildi kveðju. Það er verið að kveöja okkur með þessu tilboði," sagði Gunnar Ingi Gunn- arsson, formaður samninganeftid- ar heilsugæslulækna. Fundi samn- inganefnda rikisins og heilsu- gæslulækna var slitið af ríkissátta- semjara í gærkvöld eftir að lækn- arnir höfðu svarað gagntilboði samninganefndar ríkisins við til- boði þeirra frá fosfudeginum. „Gagntilboðið kom okkur af- skaplega á óvart. Við gátum bara séð hvaða áhrif það hefði fyrir u.þ.b. helming heilsugæslulækna, þ.e. þá sem ekki taka neinar vakt- ir á heilsugæslustöðvunum heldur stunda eingöngu sína dagvinnu, eins og t.d. allir heilsugæslulækn- ar í Reykjavík. Gæsluvaktin sjálf er óafgreidd í tilboðinu," sagði Gunnar Ingi. „Viðbrögð okkar takmai’kast því við þá lækna sem tilboðið hefur áhrif á og þegar við skoðum hvað það gerir fyrir þá kemur í ljós að samninganefnd ríkisins var að bjóða þeim minna en aðrir félagar innan BHMR hafa fengið á þvi tímabili sem samningar okkar hafa verið lausir, þ.e. sl. 114 ár. Þetta er náttúrlega alveg út úr kortinu og málið því í algjörri óvissu. Við þurfum ekki að ræða þetta tilboð neitt frekar," sagði Gunnar Ingi sem segist ekki sjá fram á lausn á næstunni. Læknislaust víða um land Heimilislæknar hafa boðað til landsfundar í dag og á morgun og er búist við að allflestir heimilis- læknar á landinu mæti á fundinn. Þetta þýðir að læknislaust verður meira og minna um allt land i næstu viku sem gæti haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar í för með sér. „Ástandið er einna verst á SA- landi ef þeir heilsugæslulæknar sækja fundinn, þ.e. frá Selfossi og austur á Djúpuvík, þar sem engin lítil sjúkrahús eru starfandi. Við ráðleggjum fólki samt sem áður að hafa samband við heilsugæslu- stöðvar á þessu svæði því þar eru hjúkrunarfræðingar starfandi sem geta leiðbeint fólki með hvernig mögulegt er að ná í lækni,“ sagði Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir. - sjá nánar bls. 2 -ingo Forseti Islands, herra Olafur R. Grímsson, heiðraði knapa og gesti á Islandsmótinu í hestaíþróttum í Mosfellsbæ með nærveru sinni og afhenti stigahæstu knöpum í hverjum flokki verðlaun. Hér afhendir hann Sigurbirni Bárðarsyni, stigahæsta knapa mótsins, gullverðlaun, en alls fékk Sigurbjörn sex gullverðlaun á mótinu auk þess að sigra í 250 metra skeiði. DV-mynd E.J. Veðrið á morgun: Strekkings- vindur austanlands Á morgun er búist við norð- an- og norðaustanátt. Strekk- ingsvindur verður um tíma austanlands, dálítil súld eða skúrir norðaustan- og austan- lands en annars staðar verður nokkuð bjart veður. Hiti verður frá 8 stigum norðanlands upp í 17 stig sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 Heilbrigðisráðherra: Svartsýn á lausn „Ég er náttúrlega svartsýnni á að lausn fáist í deilunni eftir að slitnað hefur upp úr samningaviðræðum deiluaðila. Útlitið er ekki gott í dag,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra í samtali við DV seint í gærkvöld. „Við höfum verið með starfshóp í gangi frá heilbrigðisráðuneytinu og Landlæknisembættinu sem hefur hist daglega frá því deilan hófst og skipulagt aðgerðir frá degi til dags. Sá hópur mun hittast í fyrrmálið (í dag) og þar munum við ráða ráðum okkar, hver næstu skref verða hjá okkur hvað varðar neyðarþjón- ustu,“ sagði Ingibjörg. Hún sagðist eiga von á því að hér- aðslæknarnir yrðu heima á morgun því að þeir væru ráðnir til 15. ágúst og sagði að starfshópurinn hefði skipulagt neyðarþjónustu úti um allt land og sjúkrahúsin tekið auknu álagi. „Við erum í stöðugri viðbragðs- stöðu vegna þessa ástands. Heil- brigðisráðuneytið hefur haft með þetta faglega eftirlit að gera ásamt landlækni og unnið að því öllum árum að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Við munum auðvit- að halda þeirri vinnu áfram í sam- vinnu við Læknafélagið og heilsu- gæslulækna," sagði Ingibjörg. Aðspurð sagði hún að lögum sam- kvæmt yrðu stöður þeirra heilsu- gæslulækna sem sagt hafa upp störf- um auglýstar en að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvenær af því yrði. -ingo Frumsýnum nýjan Nissan Terrano II “97 Verð frá kr. 2.254.000.- ,Ingvar Helgason hf. ' Savarhöfða 2 Sími 525 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.