Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 miönd 23 Eftir rúmlega tveggja ára starf sem lögregíustjóri New York-borgar gat William Bratton státað af ár- angri í baráttunni gegn glæpum sem fáir eða engir þorðu að láta sig dreyma um. Þegar hann tók við völdum 1994 var New York ein hættulegasta borg Bandaríkjanna. Rúmum tveimur árum seinna var borgin komin í hóp öruggustu borga, með lægri glæpatíðni en margar smáborgir Bandaríkjanna. Á valdatíma Brattons fækkaði al- varlegum glæpum um 30 prósent, morðum um 49 prósent, bílþjófnuð- um um meira en 50 prósent og loks varð umtalsverð fækkun glæpa al- mennt í öllum 76 lögregluumdæm- um borgarinnar. Áhrifin voru þau að íbúarnir urðu öruggari með sig, óttinn og ofsóknaræðið minnkaði og borgin, sem var á barmi villimann- legs hyldýpis, var skyndilega fólki bjóðandi. Afrek Brattons er ekki síður merkilegt þegar haft er i huga að hann stjórnaði stærstu lögreglu- sveit heims sem skipuð er yfir 30 þúsund manns. Og aðgerðir hans höfðu strax merkjanleg áhrif. Þetta Lögregia aö störfum í New York. Bratton lagöi áherslu á aö smáglæpir, afbrot og óreiða væri jarövegur fyrir alvar- legri glæpi. Því réöst hann gegn smákrimmum og óróaseggjum á götum New York. Umhverfiö stórlagaöist og glæp- um fækkaði verulega. sporið voru fingrafor mannsins sem tekin voru eftir handtöku þremur mánuðum fyrr. Þá var hann bókað- ur fyrir að ætla að ferðast ókeypis með jarðlestinni. Margir hváðu. Var virkilega ver- ið að bóka fólk og taka af því fingrafor fyrir að svindla sér með Frétlaljós á laugardegi Haukur L. Hauksson lestinni? Jú, það var liður í aðgerð- um jarðlestalögreglunnar gegn betli, ofbeldi, ránum og alls kyns óáran sem gekk yfir farþegana dag hvern. Þar var spjótunum beint gegn því sem yfirleitt eru talin smá- vægileg afbrot. Árangurinn var 30 prósenta fækkun glæpa í jarðlestun- um á tveimur árum. Stórt safn ólög- legra vopna var gert upptækt og ýmsum alvarlegum glæpum þannig afstýrt. í sambandi við ofannefnda hand- Fyrrverandi lögreglustjóri New York notaði nýjar hugmyndir í baráttunni við alvarlega glæpi: Beitti lögreglu gegn smá- krimmum og óróaseggjum - var bolað úr embætti þar sem hann var farinn að skyggja á athyglissjúkan borgarstjórann var ekki langtímaaðgerð heldur snögg og áhrifarík. Einfaldar aðgerðir í stuttu máli fólst aðferð Brattons í því að auka sjálfstæði lögregluum- dæmanna. Hann setti þeim skil- greind markmið um fækkun glæpa og veitti lögregluþjónum frelsi til frumkvæðis án samráðs við yfirboð- ara sína. Hann svipti hulunni af leynd þeirri sem hvílt hafði yfir rannsókn lögreglunnar á eigin mál- efnum og beitti hörku gegn spilltum löggum. Áður fyrr' reiknuðu íbúar New York nefnilega með því að lög- reglan gripi ekki inn í þegar glæpur var framinn og þar sem formsatriði, eins og leyfi yfirboðara, vantaði fengu alls kyns glæpaverk að eiga sér stað nánast framan við nefið á lögreglunni. Bratton gjörbylti skipu- laginu. í öðru lagi skipaði Bratton svo fyrir að öllum afbrotum, hversu ómerkileg þau virtust, skyldi sinnt. Umburðarlyndi lögreglunnar varð nánast ekkert. Bratton beindi spjót- unum að alls kyns smákrimmum og óróaseggjum sem voru fastur þáttur í götumynd New York. Hann skip- aði mönnum sínum að handtaka ágenga betlara gangstéttanna, þá sem köstuðu af sér þvagi á almanna- færi, eiturlyfjasala, veggjakrotara og þá sem þvoðu bílrúður óbeðnir og heimtuðu borgun. Ekkert umburðarlyndi af hálfu lögreglu Markmið hans var ekki aðeins að fækka glæpum heldur draga úr óttanum sem grafið hafði um sig í borgarsálinni. Hann vildi þurrka fenin sem glæpirnir þrífast í. Bratton dreif lögregluþjónana úr bílunum og upp á gangstéttirnar þar sem þeim var uppálagt að skipta sér af allri óreglu, hlutum sem höfðu fengið að viðgángast I ára- tugi. Hinir vantrúuðu kölluðu aðferð Brattons gluggabrjótsaðferðina og vísuðu þá til þess að lögreglan væri farin að skipta sér af ærslum götu- stráka. En hugmyndafræði Brattons var skýr. Hann hélt því einfaldlega fram að smáglæpir leiddu til alvar- legri glæpa. Allt umhverfi borgar- innar, sem markast að verulegu leyti af hegðun íbúanna, væri á nið- urleið. Ef smákrimmar og óróasegg- ir sem brjóta gegn lögreglusam- þykktum yrðu ekki teknir í gegn hvetti það alvöruglæpamenn til voðaverka. Hann vildi breyta hegð- unarmunstrinu með því að beina lögregluþjónunum að smáglæpun- Glæpir þrífast á áreiðu Bratton fékk stuðning fræði- manna. Afbrotafræðingamir James Q. Wilson og George Kelling full- yrða að glæpir þrífist á óreiðu. Þeir segja að þegar andrúmsloft skóla, jarðlestakerfa og heilu hverfanna gefi til kynna að allt sé leyfilegt, ekki sé borin virðing fyrir lögum eða almennum samskiptareglum, hvetji það suma einstaklinga til að framkvæma glæpi eins og rán, nauðganir og likamsárásir. Með því að ráðast á smáglæpi og afbrot hverfi andrúmsloftið sem alvarlegu glæpimir þrífast í. En benda tölulegar upplýsingar til að þessar aðferðir virki? Jú, vissulega. Nægir þar að benda á töl- urnar hér að ofan. Tekinn við að svindla sár í lestina Ágætt dæmi um hvemig nýjar vinnureglur lögreglunnar í New York virkuðu er þegar 22 ára maður var handtekinn degi eftir að hann hafði barið 65 ára eiganda fata- hreinsunar til bana. Þá var Bratton yfir lögreglu jarðlesta New York- borgar. Handtaka og lausn málsins virtist kraftaverk þar sem maður- inn var ekki á skilorði og var ekki að finna á sakaskrá, jafnvel þótt hann hefði misþyrmt þremur kon- um illa á almannafæri vikuna á undan. En það sem leiddi lögregluna á William Bratton, t.h., stendur hér við hliö borgarstjóra New York, Rudolphs Giulianos, við jarðarför lögreglumanns í mars. Þá þegar voru vinsældir Brattons vegna góðs árangurs í baráttunni gegn glæpum farnar að fara mjög í taugarnar á Giuliano. Var Bratton bolað í burtu skömmu síðar þó formlega hafi hann sjálfur sagt upp. Sfmamyndir Reuter töku er nefnir Bratton gjarnan að Timothy McVeigh, sá sem ákærður er fyrir sprengjutilræðið í stjórn- sýslubyggingunni í Oklahómaborg, hefði vart verið handtekinn nema vegna þess að lögregla stöðvaði hann þar sem pallbíll hans var númeralaus. Ráðinn lögreglustjóri Árangur Brattons í neðanjarðar- lestunum var fljótt á allra vörum og leið ekki á löngu áður en Rudolph Giuliani, borgarstjóri New York, skipaði Bratton í embætti lögreglu- stjóra borgarinnar. Bratton hóf að beita sömu aðferð- um i borginni og í jarðlestunum og gat, eins og áður sagði, fljótt hamp- að mjög glæsilegum árangri. Bratton hlaut gífurlega athygli og mikla umfjöllun. Birtist hann meðal annars á forsiðu tímaritsins Time sem glæpabaninn mikli. Bolað í burtu Sagt er um Giuliani borgarstjóra að hann vilji þakka sér allt sem vel er gert á vegum borgarinnar og þoli enga samkeppni um athygli. Hann sé einfaldlega athyglissjúkur og hafi ekki þolað þá miklu athygli sem Bratton fékk. Fór svo að Bratton gafst upp á leiðindunum frá borgarstjóra og sagði upp. Almennt er litið svo á að Giuliano hafi bolað Bratton í burtu og kaldhæðnislegt að það skuli hafa verið vegna þess að Bratton stóð sig of vel í starfi og naut ávaxtanna. Tveimur nánum samstarfsmönnum Brattons var sagt upp í kjölfarið. Starfslok Brattons og félaga hans kunna að verða örlagarík þegar Giuliano óskar eftir endurkjöri á næsta ári. En Bratton er ekki á flæðiskeri staddur. Hann rekur eigið ráðgjaf- arfyrirtæki og ferðast um og held- ur fyrirlestra um baráttuna gegn glæpum. Þykjast margir geta sitt- hvað af honum lært og þykir ófá- um sem hann eigi fullt erindi hing- að til lands. Reuter o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.