Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 29
i;; helgarviðtalið LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 UV JLlV LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 helgarviðtattð „ hlýtur hann að missa svefn þegar hann er að spila á kvöldin. Hann leikur einnig knattspymu í frístund- um og segist nokkuð liðtækur í henni. Að auki æfir hann taik won du. Barnaleg keppni við Oasis í sumar hefur einhvers konar keppni staðið yflr á milli hljómsveit- anna Blur og Oasis. Damon segir þá keppni vera yfirstaðna þar sem hann telji ekki hægt að hafa keppni um hvor hljómsveitin sé vinsælli og leiki betri tónlist. „Þetta var keppni sem enginn gat unnið í raun og veru. Þetta var barnalegt af okkur að láta svona. Það var ég sem byrjaði á þessu en ég hef séð að mér núna,“ segir Damon. Vaxnir upp úr drykkju Sögusagnir gengu um það fyrir nokkrum árum að meðlimir hljóm- sveitarinnar Blur væru yfirleitt drukknir eða undir áhrifum eitur- lyfja á tónleikum. Damon segir að þeir hafi alltaf verið drukknir fyrir nokkrum árum en séu nú vaxnir upp úr því. Þeir fái sér stundum tvo drykki til þess að hita sig upp og koma sér í gott skap. Drykkja skiptir þó minna og minna máli fyrir þá. Nýja platan þyngri „Eg veit ekki alveg hvemig ég ætti að lýsa nýju plötunni því við erum ekki alveg búnir að ganga endanlega frá henni. Tónlistin á henni er þó ör- lítið harðari heldur en við höfum gert áður. Með henni er ég ekki endi- lega að reyna að hrífa fólk en ég er ánægður með hana sjálfur. Efnið er tormeltara og það tekur fólk örugg- lega lengri tíma að melta þessa plötu. „Ég hef ekki nokkra hugmynd um hvað gerist í framtíðinni hjá mér eða hljómsveitinni. Mér er efst í huga að halda áfram að semja tónlist og ég vonast til þess að fólki liki hún. Mig dreymir um að verða enn þá betri tónlistarmaður en ég veit ekki hvernig ég fer að því að bæta mig. Ég býst við að ég reyni ávallt að breyta tH í tónlistinni með hverri plötu. Það hefur enga þýðingu að gera margar plötur sem hljóma alveg eins,“ segir þessi heimsfrægi söngvari sem ætlar að heimsækja landið sem hann hefur kolfallið fyrir í byrjun september. -em „Ég átti mjög auðvelt með að ná sambandi við raunveruleikann á ís- landi sem mér tekst alls ekki í London. Ég saknaði íslands eftir að ég var farinn til Bretlands og hlakka auðvitað mikið til þess að koma aft- ur, annars væri ég ekki aö koma,“ segir nýjasta popp-átrúnaðargoöið Damon Albarn, söngvari bresku hljómsveitarinnar Blur, í einkavið- tali við Helgarblað DV á heimili sínu í London. Hljómsveitin Blur hefur slegið rækilega i gegn í Bretlandi undanfarin tvö ár og vinsældir henn- ar hafa teygt sig alla leiö til íslands með íslandsvininum Albarn. Fyrir tveimur árum var hljóm- sveitin lítið þekkt en nú eru þeir á hátindi frægöar sinnar og ókrýndir konungar breska rokksins. Blur ætl- ar að halda tónleika í Laugardals- höllinni þann áttunda september og er nánast uppselt á tónleikana sem verða þeir stærstu á árinu. Lesendur eru áreiðanlega minnugir þess að Damon var staddur hér á landi í sumar við upptökur á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Blur. Við það tæk- ifæri söng hann tvö lög með Emilí- önu Torrini í miðbænum sautjánda júní viö mikinn fognuð aðdáenda sinna. Unglingsstúlka tróðst næstum því undir þegar hann birt- ist á svið- inu. Alex James, bassa- leikari segir Albarn sem heldur tónleika á Islandi í september hljómsveitarinnar, upptökustjóri og hljóðmaður komu hingað til lands með Damon og unnu hörðum hönd- um í Stúdíó Sýrlandi að nýjustu plötu sveitarinnar. Damon á kærustu Damon Albarn er 28 ára Lundúna- búi sem er því miður fyrir stúlkurn- ar frátekinn. Kærastan hans heitir Justine en hún er söngkona hljóm- sveitarinnar Elastica. Þau sjást mik- ið núorðið en á síðasta ári voru þau bæði mjög upptekin og gátu lítið hist. Justine verður upptekin og kemur ekki með Damon til ís- lands að þessu sinni en að sögn hans gæti það orðið seinna meir. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort skötuhjúin hefðu einhverjar áætlanir um að gifta sig. Gifting ekki á dag- skrá „Ég veit ekki hvort við ætl- um að gifta okk- ur. Justine líður best í hita en mér 1 kulda. Við erum svolítið ólík að eðl- isfari og mjög upptekin af því sem við erum að gera. Mér finnst hjóna- band og barneignir allt i lagi en þeg- ar maður er svona upptekinn af ein- hverju sem heldur manni frá heimil- inu gengur það ekki upp. Ég held að ég þyrfti að hætta því sem ég er að gera ef ég ætlaði að eignast börn til þess að geta sinnt því almenni- lega,“ segir Damon. Foreldrar Damons voru listamenn og i hann ólst upp I í frekar slæmu hverfi í borginni. Fyrstu tíu árin var hann hamingjusam- ur eða þar til foreldrar hans ákváðu að flytja út á land þar sem faðir hans fékk kennarastöðu. Þau notuðu tækifærið að flytja á meðan Damon var sendur til Tyrk- lands. Á landsbyggðinni varð Damon svolítið út undan. Hann segir fólkinu í sveitinni líka illa við borgarbúa og þvi hafi honum og foreldrum hans ekki verið tekið mjög vel. Damon segist hafa verið einfari þegar hann var lítill og ekki átt mjög marga vini. Reyndar langaði hann ekki mikið til þess að eiga marga vini. Damon hafði mestan áhuga á fótbolta og stelpum þegar hann var lítill en sneri sér að tónlist og leiklist. Hann fór síðan aðallega út með stúlkum sem voru í leiklist en hann lærði sjálfur á píanó frá unga aldri. Lítil menntun „Ég var í mjög lélegum skólum og menntun mín er ekkert sérstaklega góð. Ég tók eftir því þegar ég kom til íslands að allir eru jafnir á íslandi og hafa hlotið svipaða menntun. Mér finnst íslendingar yfirleitt vel menntað fólk. Þannig er það ekki í Bretlandi því þar er menntunin mjög misjöfn. Þar sem ég var í skóla var fólk nokkum veginn þjálfað til þess að keyra strætó og starfa í 34« búðum. Það var enginn sérstakur metnaður til þess að koma sér áfram. Tedrenaur hjá hljómpldtufyrirtæki Þegar Damon var nítján ára gaf afi hans honum. 3000 pund sem hann notaði til þess að taka upp fyrsta lag- ið sem hann segir ekki hafa verið neitt sérstakt. Honum var boðið að vera tedrengur hjá hljómplötufyrir- tæki. Blur byrjaði ferilinn á því að leika í hljómsveit sem félagarnir kölluðu Seymour. Hljómplata Blur Modern Life, sem kom út 1992, kom þeim á kortið og seldist í 50.000 ein- tökum. Á þeim tíma byrjuðu strák- amir í Blur að birtast á forsíðum allra tímarita. Smáskifan Girls & Boys náði talsvet miklum vinsæld- um og hristi heldur betur upp í aðdá- endum og gagnrýnendum. Á fjórum mánuðum sendist platan The Great Excape í 750 þúsund eintökum. Hljómsveitin Blur hefur verið til- nefnd til fimm Brit verðlauna sem besta hljómsveitin, fyrir bestu plöt- una, besta myndbandið (Country House), besta myndbandið (The Uni- versal) og bestu smáskífuna (Country House). Meðlimir hljómsveitar- innar Blur eru Bítlar síns tíma og tónlist þeirra er einmitt líkt t við tónlist hinna einu * sönnu Bítla sem er frægasta hljómsveit sem uppi hefur verið. Blur hefur náð allmiklum vinsæld- um á íslandi, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar sem fylgist með því nýjasta sem kemur á mark- að. Tengdur íslandi Albarn hefur tekið ástfóstri við ís- land. Hann fór og skoðaði Gullfoss og Geysi og áritaði plötur í Kringlunni. Aðdáendur hans, aðallega af hinu kyninu, hópuðust utan um hann og fengu áritun og sumar koss sem var þeim áreiðanlega mjög eftirminnileg- ur. Villtir tónleikar „Ég hlakka mjög til þess aö leika á tónleikunum á íslandi og ég ímynda mér að þeir verði mjög villtir. Ég býst við og vonast til þess að áhorf- endur á íslandi njóti tónleikanna og haldi alls ekki aftur af sér. Ég sá tónleika á íslandi með David Bowie og Pulp í sumar á þjóðhátíð- ardaginn en þar voru áhorfendur nokkuð villtir. Ég vonast til þess að það verði svipað hjá okkur,“ segir Damon. íbúðarkaup fyrirhuguð Damon segist- ekki vita hvenær hans næsta ferö til íslands eftir tón- leikana verði. í síðustu ferð komust sögusagnir á kreik um að hann væri að leita sér að húsnæði á íslandi. Hann kvað það rétt vera og sagðist ætla að nota tímann í þessari ferð til þess að reyna að finna húsnæði í Reykjavík. Hann hefur áhuga á að halda áfram að starfa eitt- hvað hér á landi þar sem hon- um finnst hann geta unnið í friði hér. „Andinn kemur yfir mig á ís- landi og róar mig. Áhrifln verða þau að ég fer að líta öðr- um augum á sjálfan mig og verð meðvitaðri um hvað ég er að gera. Ég hef skoðað nokkrar íbúðir og ég ætla áreiðanlega að skoða fleiri. Mig langar mest til þess að eyða jólunum á íslandi. Ég er viss um að það yrði skemmtilegt. Það væri meira vandamál með fjölskylduna mína þvi það gæti orðið dýrt að koma henni allri til íslands. Ég er viss um að þau myndu öll njóta þess. Kyntákn unglingsstúlkna Damon getur varla um frjálst höfuð strokið þar sem kvenpen- ingurinn hópast í kringum hann hvar sem hann sést. Til þess að forðast þetta ke/rir hann um á mót- orhjóli með hjálm, þannig að hann þekkist ekki. Unglingsstúlkur falla í yfirlið þegar þær standa augliti til auglitis við Damon og hópast i kring- um hann hvar sem hann fer. Hann fékk ekki heldur að vera í friði á ís- landi. „Ég er alls ekki mjög meðvitaður um að ungar stúlkur hugsi um mig sem kyntákn og ég hugsa alls ekki um mig sem slíkan. Ég er ekkert að velta mér upp úr slíkum hlutum. Framkoma stúlknanna þegar þær skrækja og reyna að koma við mig hefur alls engin áhrif á mig og ég reyni að lita fram hjá þessu.“ Hamingjusamur maður „Ég er afar heppinn að geta lifað af því sem ég er að gera og er farinn að græða vel á. Ég er mjög hamingju- samur maður en ég væri heldur ekki óánægður þó ég græddi ekki neitt því ég er að gera það eina sem ég kann og þykir skemmtilegt. Ég hef aldrei skilið almennilega hvers vegna ég sem tónlist. Ég samdi tónlist vegna þess að mér var sagt að gera það þegar ég var í tónlistar- skóla. Ég skildi í raun aldrei hvað ég Sumir hafa haft á orði að tónlist Blur sé afar lík meisturum allra tíma, Bítlunum. Damon hefur þá skoðun að Bítlarnir hljóti að hafa haft einhver áhrif á nánast allar hljómsveitir í Bretlandi. „Ég á erfitt með að sjá hvernig nokkur bresk hljómsveit getur kom- ist hjá því að fá einhver áhrif frá Bítlunum. Bítlamir em í blóði okkar Breta. Það verður engin hljómsveit nokkurn tíma frægari heldur en Bítl- arnir. Á vissum tímapunkti kemst maður að því hvað frægðin þýðir fyr- ir mann. Þá skiptir engu máli hvort hún eykst að einhverju marki. Ég held að of mikil frægð geti haft slæm áhrif á fólk sem kann ekki að taka henni. Það getur orðið svolítið rugl- ingslegt stundum. Ég er meðvitaður um frægðina en ég er ekki viss um hvort hún fer neitt í taugarnar á mér. Það er svolítið erfítt að segja til um hvort frægðin hafi haft einhver bein áhrif á mig. Ég hef auðvitað fuU- orðnast á þessum árum og orðið frægur á sama tíma. Ég veit satt að segja ekki hvort af þessu tvennu hef- ur haft meiri áhrif á mig. Frægðin var ekki eitthvað sem ég bjóst við að yrði að veruleika. Hún kom frekar eins og uppfylling á draumum mín- um,“ segir Damon. Vinnualki á batavegi Damon segist hafa verið vinnualki áður en hann uppgötvaði hversu notalegt er að slappa af. Hann hefúr lært að líkaminn þarfnast hvíldar og nú nýtur hann þess að gera aUs ekki neitt. Hann eyðir frítímanum sínum meðal annars mikið í svefn enda Hljómsveitin Blur hefur náð geysilegum vinsældum á Islandi. var að gera fyrr en ég var kominn yfir unglingsárin. Ég vUdi óska þess að ég hefði lagt betur á minnið hvað ég var að gera í tónlistarskólanum því ég hef gleymt því hvemig á að leika þessa faUegu tónlist sem ég lærði að leika þar,“ segir Damon. Langt hjónaband Hljómsveitin Blur hefur leikið saman í átta ár og á að baki mjög gott samstarf. Að sögn Damons eru félagar hans í sveitinni, Alex, Gra- ham og Dave, mjög góðir vinir hans og samstarfsmenn enda hafa þeir verið saman á hverjum degi í mörg ár,“ Enninn frægari en Bítlarnir „Ég tók eftir því þegar ég kom til íslands að allir eru jafn- ir á íslandi og hafa hlotið svipaða menntun," segir Damon. DV-mynd Pjetur Damon Albarn, söngvari Blur, í einkaviðtali við DV: Andinn kemur vfir mig y Islandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.