Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 25 íþróttir íþróttir ENGLAND Deildabikarinn 2. umferð - fvrri lelkir: Barnet-West Ham .............1-1 Blackpool-Chelsea............1-4 Bristol City-Bolton .........0-0 Coventry-Birmingham..........1-1 Leeds-Darlington.............2-2 Southampton-Peterborough .... 2-0 Stoke-Northampton............1-0 Swindon-Q.P.R................1-2 Everton-York City............1-1 Middlesboro-Hereford.........7-0 Nott. Forest-Wycombe.........1-0 Sheff. Wed-Oxford............1-1 Wimbledon-Portsmouth.........1-0 Það bar helst til tíðinda að ítalinn Fabrizio Ravanelli skoraði Qögur mörk fyrir Middlesboro í gærkvöldi gegn Hereford. Úrvalsdeildarliðin Everton, Leeds, Sheff. Wed og West Ham voru í vandræðum gegn neðri deildaliðum. SKOTIAND ------------------ Deildahikar - 8-liða úrslit: Rangers-Hibernian ......4-0 SVÍÞJÓD Úrvalsdeildin: Djurgárden-AIK ..............0-2 Bikarkeppnin - 3. umferð: Enkuping-Hammarby ...........0-2 Vásterás-Örebro .............1-2 Falkenberg-Örgryte...........1-3 I $ UNDANKEPPNI HM --------------------- 6. riöill: Tékkland-Malta.........6-0 1-0 Berger (12.), 2-0 Nedved (24.), 3-0 Berger (62.), 4-0 Kubik (77.), 5-0 Smicer (83.), 6-0 Frydek (87.) Júgóslavía 2 2 0 0 9-1 6 Tékkland 1 1 0 0 6-0 3 Spánn 1 1 0 0 6-2 3 Slóvakía 1 1 0 0 2-1 3 Færeyjar 3 0 0 3 4-11 0 Malta 2 0 0 2 0-12 0 Vináttuleikur: Rúmenia-Sameinuðu furstad. 1-2 0-1 A1 Bolooshi (5.), 1-1 Vladoiu (60.), 1-2 Saeed (71.) 1. DilLD KARLA Sigurpáll Aðalsteinsson, leik- maður Fram sem lék með KR í fyrra, byrjaði mótið í banni en verður klár í næsta leik. Sigurður Valur Sveinsson gerði 9 af 17 mörkum sínum fyrir HK úr vítaköstum. Sjö komu eftir gegnumbrot og eitt af linu. Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliði HK, fískaði 6 vítaköst handa Sigurði. „Þetta er frábær hópur, góð umgjörð og góður þjálfari. Við lékum ekki vel í dag en eigum meira inni.”, sagði Njörður Árnason, einn af nýliðum Fram- ara, sem gerði út um leikinn með marki í lokin. Njörður kom til Framara frá ÍR. Fram (13) 25 HK (13) 23 0-2, 5-5, 5-8, 9-12,12-12, (13-13), 17-17, 21-17, 21-20, 24-21, 24-23, 25-23. Mörk Fram: Oleg Titov 9/4, Njörður Ámason 4, Magnús Arn- grímsson 4, Daði Hafþórsson 3, Guð- mundur Pálsson 2, Páll Beck 2, Sig- urður Guðjónsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 20/1. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 17/9, Gunnleifur Gunnleifsson 4, Ósk- ar Elvar Óskarsson 2. Varin skot: Hlynur Jóhanness. 14. Brottvisanir: Fram 8 mín., HK 6. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, koma vel undan sumri. Áhorfendur: Um 200. Maöur leiksins: Reynir Þór Reynisson, Fram. Skoraði ellefu mörk - Patrekur Jóhannesson átti stjörnuleik með Essen í gærkvöldi Patrekur Jóhannesson virðist vera í feiknalega góðu formi um þessar mundir af marka má frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum með Essen í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Patrek- ur og félagar hans i Essen mættu Wallau Massenheim í gærkvöldi og fór Essen með sigur af hólmi, 28-25, í hörkuleik. Patrekur gerði alls 11 mörk i leiknum, fjögur þeirra úr vítaköstum. Wallau Massenheim, undir stjórn Kristjáns Arasonar, hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 12-16. í síðari hálfleik tók Essen smám saman leikinn í sínar hend- ur, vann upp forskot Wallau og tryggði sér síðan sigurinn. 20 mörk í tveimur leikjum Patrekur hefur því alls skorað 20 mörk í fyrstu tveimur leikjum Essen. Hann skoraði 9 mörk gegn Minden á sunnudaginn var. Hann er að sjálfsögðu í hópi marka- hæstu leikmanna í deildinni. „Sérlega ánægöur meö nýtinguna hjá mér“ ,„Ég er mjög ánægður með gengi liðsins þessa dagana. Við erum að leika vel og byrjunin lofar góðu. Það er gott að vera búnir að vinna fyrstu tvo leikina. Mér persónu- lega gekk vel í þessum leik og nýt- ingin í skotunum var sérlega góð,“ sagði Patrekur Jóhannesson í sam- tali við DV eftir leikinn. -JKS Hafnaði tilboði frá Þýskalandi DV, Eyjum: Einn burðarása liðs ÍBV í hand- knattleik, Arnar Pétursson, fékk fyrir skömmu tilboð frá þýska 2. deildar liðinu M-Statt um að spila með liðinu í vetur. Amar afþakkaði boðið og ætlar að spila með ÍBV. Arnar stóð sig frábærlega með ÍBV síðastliðinn vetur og var valinn í íslenska landsliðið i vor. Þýska lið- ið var að leita að leikstjómanda og barst ábending um Amar. Félagið gerði Arnari ágætt tilboð þar sem honum gafst meðal annars kostur á að fara í nám í vetur. Arnar, sem er tvítugur að aldrei, afþakkaði hins vegar boðið en hann vildi klára samninginn með ÍBV auk þess sem hann og unnusta hans eiga von á barni innan skamms. Amar sagði í samtali við DV að hann væri ekki nema tvítugur að aldri og væri ekki tilbúinn að fara út í atvinnumennsku. „Ég hafnaði tilboðinu núna. Ég var búinn að skrifa undir samning við ÍBV og þar er spennandi vetur fram undan. Tilboðið kom mjög óvænt upp á en ég vonast til að geta farið út síðar meir,“ sagði Arnar. -ÞoKu Erfið fæðing - sagði Einar Þorvarðarson DV, Selfossi: „Eg er ánægður með stigin, við náðum því sem við ætluðum,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftur- eldingar, eftir leikinn við Selfoss í gærkvöldi. „Þetta var erfið fæðing og við hikstuðum mikið eins og eðli- legt er í fyrsta leik. Við vissum að þetta yrði erfitt því það er alltaf erfitt að spila á Selfossi,“ sagði Ein- ar. Afturelding er spáð sigri á ís- landsmótinu en þeir léku þó ekki eins og sannir sigurvegarar. Þeir áttu oft í basli með að samstilla leik sinn en þrátt fyrir það höfðu þeir þó undirtökin allan tímann og sigur þeirra var verðskuldaður. Selfoss- liðið var ekki með á nótunum í upp- hafi leiks en sótti í sig veðrið þegar á leið og náði að jafna leikinn í upp- hafi síðari hálfleiks en síðan ekki söguna meir. Leikurinn snerist að mestu leyti um heimkomu þeirra Sigurjóns Bjamasonar og Einars Gunnars Sig- urðssonar sem gengu til liðs við Aft- ureldingu frá Selfossi. Selfyssingar gerðu sitt besta í að stöðva þá en gekk illa því Sigurjón fór á kostum og Einar Gunnar var öflugur í skyttuhlutverkinu. Þeir léku fyrr- verandi félaga sína oft grátt og þrátt fyrir að Selfossvörnin væri á köfl- um mjög þétt þá skoruðu þeir félag- amir samtals niu mörk. Bergsveinn Bergsveinsson varði vel allan leikinn en Sigurður Sveinsson fór fyrir sóknarmönnum Aftureldingar. Hjá Selfossliðinu stóð Björgvin Rúnarsson ágætlega fyrir sínu. -GKS 0-1, 3-1, 6-7, 11-8, 13-10, 17-12, (17-14), 18-14, 19-18, 24-20, 25-24, 27-26, 27-29, 28-29. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 9/4, Þorkell Magnússon 6, Gústaf Bjamason 4, Rúnar Sigtryggsson 4, Aron Kristjánsson 3, Petr Baumruk 2/1. Varin skot: Bjami Frostason 8. Mörk KA: Róbert Duranona 13/3, Sergei Ziza 7/3, Jóhann G. Jóhanns- son 3, Sævar Ámason 3, Björgvin Björgvinsson 2, Leó Öm Þorleffsson 1., Varin skot: Guðmundur A. Jóns- son 7. Brottvísanir: Haukar 6 mín., KA10. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, þokkalegir. Áhorfendur: Rúmiega 600. Maður leiksins: Róbert Dura- nona, KA. Um 300 KA-menn Um 300 KA-menn vora meðal áhorfenda í Hafnarfirði í gær- kvöldi og veittu liði sínu gifur- legan stuðning. Það lofar góðu fyrir útileiki KA-liðsins í vetur. Barattan byrjuo Haukamaöurtnn Petr Baumruk fær óblíöar móttökur hjá vörn KA-manna i leik liöanna í gærkvöldi. DV-mynd BG TBR lagði Belgana TBR sigraði belgísku meistarana St. Traiden, 4-3, í fyrstu umferðinni í Evrópukeppni félagsliða í bad- minton sem hófst í Hollandi í gær. Tryggvi Nielsen, Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir sigraðu í ein- liðaleik og þær Vigdís og Elsa í tví- liðaleik. Sveinn Sölvason tapaði í einliðaleik, Tryggvi og Njörður Ludvigsson sigraðu í tvíliðaleik og Njörður og Katrín Atladóttir í tvenndarleik. TBR átti að spila við Spoje Bratislava frá Slóvakíu í morgun og síðan við Táby frá Sví- þjóð og Estreito frá Portúgal. Tveir reyndustu menn TBR, Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hallgrímsson, eru ekki með liðinu að þessu sinni. „Vi6 fengum blóð í kjaftinn“ - óvæntur sigur ÍR á Stjörnunni 1. DEILD KARLA Nokkuð var um það að leik- menn væru að leika gegn sínu gamla félagi t Ásgarði í gærkvöldi. ÍR-ingarnir Hans Guömundsson og Magnús Þórðarson hafa báðir leik- ið með Stjörnunni og Stjömumað- urinn Einar Einarsson lék með ÍR á síðasta tímabili. Þá er Brynjar Kvaran, liðsstjóri Stjörnunnar, fyrrum þjálfari ÍR. „Þetta er vissulega góð byrjun hjá okkur, við fengum blóð í kjaftinn við að sjá að okkur var spáð neðsta sætinu. Það er gaman að nær allir leikmenn liðsins eru ÍR-ingar og við eram aðeins með einn „útlending" í liðinu en það er gamli Hafnfirðing- urinn Hans Guðmundsson," sagði Frosti Guðlaugsson, fyrirliði ÍR- inga, eftir að þeir höfðu unnið góð- an sigur á Stjörnunni, 24-26. ÍR-ingar áttu sigurinn fyllilega skilið. Þeir börðust vel og leikgleðin - skein úr hverju andliti. Hrafn Mar- geirsson varði frábærlega og ungur og efnilegur leikmaður, Ragnar Óskarsson, lék einnig mjög vel. Hans lék sinn fyrsta leik með ÍR og skoraði síðustu tvö mörk- in með fallbyssuskotum. Stjörnumenn ollu vonbrigðum og margir leikmenn liðsins virkuðu mjög þungir og virðast hreinlega í lítilli æfingu. „Það era margir byrj- unarerfiðleikar, fleiri en ég reikn- aði með. Það vantaði allan aga og leikmenn voru að spila of mikið sem einstaklingar. Þessi leikur seg- ir ekkert til um árangur liðsins í vetur. Ég er bjartsýnn og sé stórt ljós handan við hæðina,“ sagði Valdimar Grímsson, þjálfari og leik- maður Stjörnunnar, en hann var yf- irburðamaður í liði sínu. -RR Eftir að FH-ingar voru búnir að missa boltann klaufalega í nokkrum sóknum í röð gegn Val náði Ásgeir Ólafsson, liðsstjóri þeirra, í boltann, skoðaöi hann og sagði: „Er hann blautur eða hvaö, helv.... boltinn?!“ Fótboltinn var greinilega enn ferskur i minni kynnis Vals- manna. Eftir eitt marka sinna var Guðjón Árnason, fyrirliði FH, kynntur sem Guðjón Þórðarson. Heiðmar Felixson, örvhenta skyttan hjá KA, verður sennilega ekki oröinn leikfær fyrr en eftir einn mánuð. Hann meiddist í knattspymuleik með Dalvik. Haukar hafa komist að sam- komulagi við Martve frá Georgíu um að spila báða Evrópuleiki lið- anna hér á landi, 19. og 20. október. Róbert Duranona stimplaði sig með glæsibrag inn í íslandsmótið í ár. Hann gerði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti eftir 25 sekúndur og áður en yfir lauk voru mörkin hans orðin 13. Sautján mörk Sigga ekki nóg - Fram vann nýliðaslaginn við HK „Ég er mjög ánægður með stigin tvö en ekki eins ánægður með leik minna manna. Við vorum seinir í gang, lékum illa í vöminni og sókn- arleikurinn var köflóttur, duttum niður en annars gott inni á milli. En það eru fyrst og fremst stigin sem skipta máli,” sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir sigur á HK, 25-23, í Safamýrinni i gærkvöldi í slag nýliðanna. Fram teflir fram mjög breyttu liði frá því í 2. deildinni í fyrra. Af þeim ellefu leikmönnum sem Guð- mundur notaði í leiknum vora sjö nýliðar og er víst að leikur liðsins á eftir að slípast þegar líða fer á mót- ið. Liðið er skipað ungum leik- mönnum og verður að teljast til alls líklegt í vetur. Lið HK var nánast óbreytt frá því í 2. deildinni í fyrra. Mikið mæddi á þjálfara liðsins á meðan ekkert kom út úr hornum og línu. Það er ljóst að ekki þýðir að keyra liðið áfram á fáum mönnum og HK-menn verða að nýta breidd liðsins. „Þetta voru ekki sanngjöm úrslit því við áttum fyllilega skilið annað stigið. Við náum að leiða leikinn en gerum tekníska feila í sókninni í lokin. Framaramir náðu að refsa okkur með mörkum úr hraðaupp- hlaupum. Við áttum möguleika í restina en Reynir bjargaði þeim í markinu,” sagði Sigurður Sveins- son, þjálfari HK, en hann gerði 17 mörk í leiknum. -ÞG Nu er roðin kom- in að Inga Rafni - meistarar Vals ekki auðunnir í vetur íslandsmeisturum Vals hefur ekki verið spáð sérstöku gengi í vetur, enda eru margir snjallir leikmenn horfnir á braut. En þeir sýndu gegn FH í gær- kvöldi að á Hlíðarenda er nóg af strák- um til að fylla í skörðin og Valsmenn fóru létt með Hafnarfjarðarliðið, 26-19. Miðað við leikinn í gærkvöldi er ljóst að Valur lætur titilinn ekki af hendi bar- áttulaust. Ingi Rafn Jónsson hefur lengi staðið í skugganum af landsliðsmönnum Vals en nú er hans tími greinilega kominn. „Þetta byrjar ágætlega en það er 21 leik- ur eftir af deildinni. Fyrir mig er breyt- ingin mikil, það hefur samt verið gaman af þessu undcmfarin ár, ég hef lært mik- ið og notið góðs af þvi að spila með góð- um mönnurn," sagði Ingi Rafn sem átti stórleik í sókn og vörn. Skúli Gunn- steinsson var drjúgur á línunni og Guð- mundur Hrafnkelsson í markinu. Þrátt fyrir að margir séu farnir er nóg breidd enn í Valsliðinu. Svo eiga þeir homa- mennina til góða en þeir virtust enn vera í sumarfríi í gærkvöldi. FH-ingar gætu hins vegar átt mjög erf- iðan vetur fram undan. Guðjón Árnason og Hálfdán Þórðarson bera liðið uppi ásamt Gunnari Beinteinssyni þjálfara. „Þetta er ekki besta byrjunin og það er ljóst að menn verða að hafa fyrir hlut- unum til að vinna leiki. Við gerðum mikið af mistökum, misstum boltann hvað eftir annað og svo varði Guðmund- ur vel. Við vorum yfirspenntir í byrjun og misstum leikinn strax úr höndunum á okkur,“ sagði Gunnar Beinteinsson við DV eftir fyrsta 1. deildarleikinn sem þjálfari. -VS 0-2, 2-2, 2-6, 4-7, 5-9, 7-10, 3-12, (12-13) 13-14, 15-15, 15-18, 18-19, 19-23, 21-26, 24-29. Mörk Selfoss: Björgvin Rúnars- son 7/1, Alexey Demidov 5, Hjörtur Pétursson 4, Einar Guðmundsson 4, Sigfús Sigurðsson 2, Erlingur Klem- enzson 2. Varin skot: Hallgrímm- Jónasson 7/1, Gísli Guðmundsson 7. Mörk Afttireldingar: Siguröur Sveinsson 6/1, Páli Þóróffsson 5, Ein- ar Gunnar Sigurðsson 5, Bjarki Sig- urðsson 5, Sigurjón Bjamason 4, Al- exei Trúfan 2, Þorkeli Guðbrandsson 2. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 12. Brottvísanir: Seffoss 8 mín, Aftur- elding 10 mín. Dómarar: Um 350. Áhorfendur: Rögnvald Erlingsson og Stefán Amaldsson. Höfðu góð tök á leiknum. Maður leiksins: Sigurður Sveinsson, Aftureldingu. Sá fyrsti á Selfossi Þetta var fyrsti sigur Afturelding- ar á heimavelli Seffyssinga. Matthías Matthíasson, þjálfari IR, kom ekkert inn á I gærkvöldi. Matthías sagði að sínir menn hefðu leikið það vel að hann hefði ekki getað skipt sér inn á. „Ég verð að sjá til hvort ég kemst í liðið á næstunni." „KA-menn beittu okk ur fantabrögðum" - sagði fyrirliði Hauka eftir ósigur, 28-29, gegn Akureyrarliðinu „Ég var mjög ánægður með síðari hálf- leikinn og strákamir sýndu hörkukarakt- er. Það var taugaveiklun hjá okkur í fyrri hálfleik, vömin var slök og sóknin gekk ekki alveg en þetta small saman í þeim seinni þegar menn losnuðu við stressið. Fyrir leikinn var ég í mikilli óvissu hvar liðiö stæði en frammistaða strákanna, eink- um í seinni hálfleik, kom mér skemmtilega á óvart þó svo að sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eftir sætan sigur á Haukum í Firðinum, 28-29. Leikur liðanna var hraður og nokkuð fjörugur. Varnarleikur og markvarsla beggja liða var ekkert til að hrópa húrra fyrir en KA-menn náðu að þétta sína vörn undir lokin og það gerði gæfumuninn. Hall- dór Ingólfsson komst best frá leik Haukanna, Þorkell Magnússon sýndi góða takta í hominu í fyrri hálfleik og þeir Rún- ar Sigtryggsson og Gústaf Bjamason léku ágætlega. Haukamir hafa sennilega farið aö fagna sigri of snemma og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Mikið býr í Haukaliðinu og það kæmi á óvart ef það yrði ekki í toppbaráttunni í vetur. „KA-menn beittu fantabrögöum á okkur í seinni hálfleik og þetta líktist ekki nein- um handbolta. Ég fékk að kynnast því sjálf- ur þarna inni á línunni. En þeir börðust betur en við og imnu leikinn og við verðum bara að taka okkur á,“ sagði Gústaf Bjarna- son, fyrirliði Hauka. KA-menn voru seinir í gang. Vömin og markvarslan vora í molum í fyrri hálfleik og sóknin oft vandræðaleg. Allt annað var uppi á teningnum í síðari hálfleik og þá kannaðist maður við KA-liðið eins og það var að spila á síðasta tímabili. Róbert Dura- nona var Haukunum erfiður og Rússinn Sergei Ziza lofar góðu og gæti vel fyllt skarð Patreks með ágætum. Hann hefur gott auga fyrir samleik og er skemmtilegur gegnumbrotamaður. Þessir tveir leikmenn héldu KA inni í leiknum og neituðu að gef- ast upp þegar á móti blés. -GH Sigurður allur að koma til Sigurður Jónsson, sem meiddist um síðustu helgi í leik með Örebro, er allur að koma til og ætlar að reyna að leika með liðinu gegn Gautaborg um næstu helgi. Rúnar Kristinsson skoraði fyrir Örgryte í bikarkeppninni í gær gegn Vasterás. -EH/Svlþjóð Fram bikarmeistari Framarar urðu í gær bikarmeist- arar í 2. flokki karla þegar liðið lagði Keflvíkinga að velli, 2-1, i úr- slitaleik sem fram fór í Sandgerði. Það var Eggert Stefánsson sem kom Fram yfir en Hjörtur Fjeldsted jafn- aði fyrir Keflvíkinga. Þegar ein minúta var til leiksloka tryggði Magnús Guðmundsson Fram sigur- inn. -ÆMK Dagur í aðgerð á íslandi Dagur Sigurðsson, landsliðsmað- ur í handknattleik, sem handcir- brotnaði á æflngu hjá félagi sínu Wuppertal í Þýskalandi, ákvað að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sinna á íslandi. Aðgerð stóð til í Wuppertal en Dagur kaus heldur að fara heim. Hann gekkst undir aðgerð í gær og framkvæmdi Stefán Carlsson læknir hana. Hún gekk að óskum og er jafnvel talið að hann geti haf- ið æfingar og keppni fyrr en talið var í fyrstu. -JKS „Fádæma slóðaskapur félagaskiptanefndar" Magnús Sigmundsson markvörður, sem gekk til liðs við Hauka frá ÍR, fékk ekki að leika með Haukum í gærkvöldi. í fréttatilkynningu, sem Haukar sendu frá sér í gærkvöldi, stendur meðal annars: „Vegna fádæma slóðaháttar úrskurðaraðila innan félagaskiptanefndar HSÍ, sem hefur tekið þá einkennilegu ákvörðun að fresta úrskurði til morguns (í dag) um hvort samkomulag er ÍR og FH gerðu um félagaskipti Magnúsar árið 1992 sé í gildi. Haukar, sem gengið hafa frá öllum sínum málum og höfðu engin afskipti af áður- nefndu samkomulagi, þurfa nú að sætta sig við þessa óskiljanlegu ákvörðun.“ Sigurjón fékk „Chicken" Handknattleiksdeild Selfoss bauð Sigurjón Bjarnason og Einar Gunnar Sigurðsson velkomna í íþróttahúsið með blómum. Vinnufélagar Sigurjóns í S.G. búðinni á Selfossi bættu um betur og gáfu honum bílnúmer með áletraninni „Chicken“. Þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum fékk Einar Gunn- ar sína þriðju brottvísun og var þar af leiðandi vísað af leik- velii við mikinn fögnuð stuðningsmanna Selfossliðsins. Haukar (17) 28 KA (14) 29 Selfoss (12) 24 Aftureld. (13)29 Stjarnan (10)24 ÍR (12)26 1-1, 3-2, 4-4, 6-6, 8-7, 9-10, (16-12). 12-13, 14-14, 14-17, 16-19,18-21, 21-21, 22-24, 24-24, 24-26. Mörk Stjönmnar: Valdimar Grímsson 13/6, Jón Þórðarson 3, Magnús Magnússon 3, Einar Einars- son 2, Hilmar Þórlindsson 1, Einar B. Ámason 1, Konráð Olavson 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 8/1, Axel Stefánsson 4. Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 8/3, Hans Guðmundsson 6, Jóhann Ás- geirsson 5/2, Magnús Þórðarson 4, Frosti Guðlaugsson 3. Varin skot: Hrafn Margeirsson 19/1, Pétur Magnússon 1. Brottvlsanir: Stjarnan 8 mín., ÍR 8 min. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Amar Kristinsson. Góðir í fyrri hálfleik en frekar mistækir í þeim síðari. Áhorfendur: Um 350. Maður leiksins: Hrafn Margeirs- son,ÍR. Valur (13) 26 FH (11) 19 0-1, 2-3, 9-3, 9-6, 11-7, 12-10, (13-11), 14-12,17-12, 19-13, 23-16, 25-18, 26-19. Mörk Vals: Ingi Rafn Jónsson 8, Skúli Gunnsteinsson 7, Jón Kristjáns- son 5/2, Daníel S. Ragnarsson 2, Ari Allansson 2/1, Davíð Ólafsson 1, Kim Hougard 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 12/2, Örvar Rúdólfsson 3/1. Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 5, Guðjón Ámason 5, Valur Amarson 4, Knútur Sigurðsson 2, Guðmundur Pedersen 2/1, Gunnar Beinteinsson 1. Varin skot: Magnús Árnason 0, Jónas Stefánsson 10. Brottvlsanir: Valur 4 min., FH 2. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guöjón L. Sigurðsson - sæmilegir en Ólafur kemur betur undan sumri. Áhorfendur: Um 250. Maður leiksins: Ingi Rafn Jóns- son, Val. Kim skoraöi strax Grænlendingurinn Kim Hou- gard kom í fyrsta skipti inn á hjá Val gegn FH þegar tvær mínútur voru eftir og byrjaði vel - skoraði í fyrsta skoti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.