Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 t íþróttir Vandamál Tony Adams, fyrirliða Arsenal: Skrautlegur ferill í fylgd Bakkusar - leikmenn Arsenal æfareiðir vegna leka til íjölmiðla játningum hans leyndum og lagði mikla áherslu á að fjölmiðlar kæmust ekki í málið. Þær óskir voru virtar að vettugi af einhverjum innan liðsins. „Adams á betra skilið" Þegar játningar Adams höfðu lekið í fjölmiðla, aðeins nokkrum Tony Adams á betra skilið en þetta,“ sagði Wright. „Flýr ekki raunveruleikann" Pat Rice sagði: „Okkur þótti mjög vænt um að Adams skyldi koma og ræða við okkur og leik- mennina. Hann er ekki maður sem flýr raunveruleikann heldur tekur á málunum. Hann á allan okkar Tony Adams, fyrirliði Arsenal í ensku knattspymunni og fyrirliði enska landsliðsins í Evrópukeppn- inni í Englandi í sumar, hefur blás- ið til sóknar gegn áfengisvanda sem hrjáð hefur þennan snjalla knattpymumann síðustu árin. Áfengi hefur að miklu leyti stjórnað lífi hans og tekið völdin þegar síst skyldi. Eftir úrslifaleik Englands og Þýskalands í Evrópukeppn- inni í sumar, gerðust hlutir í einkalífi Adams sem áttu mikinn þátt í því að hann pantaði fund með stjórnend- um Arsenal. í stað þess að hampa Evrópubikamum hélt hann á bjórflöskum í báðum höndum næstu dagana eftir úrslitaleikinn. Þegar töm- inni lauk stóð hann fyrir framan spegil á heimili sínu og sagði við sjálfan sig. „Þetta gengur ekki lengur. Þú þarft á hjálp að halda og nú gerir þú eitthvað í þín- um málum.“ Afdrifaríkur fundur meö Rice og Stewart Adams hélt nú á dögun- um á umræddan fund. Þar vora auk Adams þeir Pat Rice og Stewart Houston, sem þá vora við stjómvöl- inn hjá Arsenal til bráða- birgða. Adams lét sprengjuna falla. Hann sagðist vera áfengissjúklingur og þurfa á hjálp að halda. Það tók Adams þrjá daga að safna kjarki til þess að gera játninguna. . nF Adams og fjölskvlda hanc ■> .. . „Þaö þarf mikinn per- e'tunyfjavandamál aö strífta 0g áfengiö tók"vöIdiníiá #5^?* Ja"e kona hans átti lengi sónuleika til að gera 0 010 hJa fyrirhöa Arsenal. 9 svona hluti. En það er Adams klukkustundum eftir fundinn með einmitt, mikilll persónuleiki," sagði Rice við breska blaðamenn. Tony Adams lét ekki staðar numið. Hann fór fram á að fá fund með leikmönnum Arsenal. Leyfi hjá þeim Rice og Stewart var auð- fengið og skömmu síðar tilkynnti Adams leikmönnum Arsenal að hann ætti í miklum vandræðum og útskýrði hvers kyns vandinn væri. Hann fór jafnframt fram á við fé- laga sína að þeir héldu þessum leikmönnum liðsins, greip um sig irikil reiði meðal leikmanna. Ian Wright var einn af þeim sem ekki var kátur: „Adams er okkur öllum fyrirmynd hjá Arsenal. Nú hefur einhver auli bragðist honum ger- samlega. Sá sem hefur lekið þessu í fjölmiðla ætti að hengja haus og skammast sín. Þessi kjaftaskur á ekki skilið að vera í búningi Arsenal lengur. Það sem þessi leik- maður hefur gert er hræðilegt og stuðning og hann verður mun betri leikmaður en áður og mun sterkari persónuleiki." Konan í meöferö líka - skilnaður Eiginkonan reyndist Adams erf- ið en hún hefur lengi barist við eit- urlyfjaneyslu. Þar kom að skilnað- ur var ekki annað en rökrétt fram- hald af atburðarásinni. Skilnaður- inn var Adams erfiður og hann reyndi allt sem hægt var til að halda hjónabandinu gangandi, krakkanna vegna. Það vora fleiri vandamál sem þau Adams og Jane, eiginkona hans, glímdu við en áfengis- og eit- urlyfjafíkn. Peningavit höfðu þau skötuhjú ekkert. Laun Adams, um 1,2 milljón króna á viku, urðu vit- anlega ekki til að halda Jane frá dýrum verslunum og hún eyddi og eyddi. Ad- ams var auðvitað drjúgur við að koma laununum fyrir kattarnef líka en það sem hann keypti var oftast i fljótandi formi og þá helst í nokkra daga eft- ir leiki. Síöasta bréfiö Þegar skilnaðurinn var um garð genginn og hún hafði tilkynnt honum að hún hefði fundið sér nýjan mann skrifaði Adams fyrr- verandi konu sinni bréf og í því stóð meðal annars þetta: „Ég finn mig knúinn til að skrifa þetta bréf. Ég hef nú tekið mig á og er að þroskast. Ég vissi ekki hvernig ég átti að hafa hem- il á tilfínningum mínum. Ég reyndi að fá þig til baka. Ég skammaðist mín og taldi það skyldu mína að reyna að halda okkar sambandi barn- anna vegna. Nú hefur þú ný- lega sagt mér frá sambandi þínu við annan mann og þær fréttir vora mér mikill léttir í raun og vera. Nú get ég byrj- að upp á nýtt og fúndið hinn eina sanna Tony Adams.“ Skrautlegur ferill meö Bakkus viö stýriö Ferill Adams í fylgd Bakkusar er skrautlegur. Hann var tekinn fyrir ölvun við akstur fyrir nokkram árum og sat í fangelsi í 3-4 mánuði. Þá varð að sauma 19 spor í enni hans eftir fall í stiga á næturklúbbi og eitt langt fylliríið endaði hann uppi á sviði með nektardansmær þar sem hann sjálfur var afskaplega fáklæddur. -SK Breyting á lokaumferð Mótanefhd KSÍ hefur ákveðið í samráði við hlutaðeigandi félög að færa fjóra leiki í lokaumferð 1. deildarinnar fram um einn dag. Laugardaginn 28. september klukkan 14 leika Keflavík-ÍBV, Leiftur-Grindavík, Stjarn- an-Breiðablik og Valur-Fylkir. Síðasti leikurinn í deildinni þetta árið fer svo fram sunnu- daginn 29. september en þá leiða saman hesta sína tvö efstu liðin, ÍA og KR, og fer leikurinn fram á Akranesi. -GH ÍBR bikarinn Á sunnudaginn verður gerð þriðja tilraunin til að halda keppni um ÍBR bikar kvenna í golfi í Grafarholti en tvisvar hef- ur þurft að fresta keppni vegna óveðurs. Ræst verður út frá klukkan 12 og er skráning í sima 587-2211. Leikin er punkta- keppni, stableford, 7/8 forgjöf, tvær i liöi leika betri bolta. Þýskur hand- bolti á Stöð 3 Ákveðið hefur verið að sýna frá leikjum 1 þýska handboltan- um á Stöð 3 í vetur. Eflaust fagna handknattleiks- unnendur þessu uppátæki Stööv- ar 3 manna. Leikir úr þýska bolt- anum verða sýndir á miðviku- dagskvöldum í kringum mið- nættið. Atli Hilmarsson mun lýsa leikjunum en hann lék um tíma i Þýskalandi. Sem kunnugt er leika margir íslenskir handknattleiksmenn með liðum í Þýskalandi. Þar má nefna Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson hjá Wuppertal, Sig- urð Bjamason hjá GWD Minden og Patrek Jóhannesson hjá Essen. -SK Pétur yfir 20 metrana Pétur Guðmundsson kúlu- varpari náði á dögunum besta árangri sínum í kúluvarpi í langan tíma. Pétur kastaði þá kúlunni 20,12 metra á móti í Bandaríkjunum. -SK Sonur Pele rekinn út af Edinho, sonur Brasiliumanns- ins Pele, eins af bestu knatt- spyrnumönnum heims fyrr og síðar, var einn af 11 leikmönn- um í b rasilísku meistarakeppn- inni sem fengu að líta rauða spjaldið um helgina. Edinho, sem leikur í stöðu markvarðar hjá Santos, fékk að fjúka út af fyrir ljótt brot á síð- ustu mínútu leiks Santos og Goi- as þar sem síðarnefnda liðið fór með sigur af hólmi, 2-0. -GH Geir Sveinsson hjá handknattleiksliðinu Montpellier í Frakklandi: „Heillar mig ekki nógu mikið" Geir Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í hand- knattleik og atvinnumaður með Montpellier í Frakk- landi, er hóflega bjartsýnn á gengi liðsins í frönsku 1. deildinni sem hefst nú um helgina. Geir er á samningi hjá Montpellier út þetta keppnistimabil. „Við höfum verið að spila mikið af æfingaleikjum fyrir mótið og bara gengið betur en ég átti von á. Það hafa orð- ið miklar breytingar á liðinu, við höfum misst átta leik- menn frá því í fyrra en feng- ið fjóra í staðinn; landsliðs- mann frá Alsír, rúmenska landsliðsmarkvörðinn og tvo franska unglingalandsliðs- menn. Fljótt á litið fannst mér við ekki vera með nægilega sterkt lið en til að gera eitt- hvað í frönsku deildinni held ég að þetta verði i lagi,“ sagði Geir í samtali við blaðamann DV i gær. Marseille dæmt niöur Það er ljóst að nýir meist- arar vera krýndir í Frakk- landi en meistaraliðið frá því í fyrra, Marseille ,hefur verið dæmt niður í 3. deild þar sem liöið er nánast gjaldþrota. Tveir af bestu leikmönnum liðsins og franska landsliðs- ins, Fredric Völle og Jackson Richardson eru farnir til Þýskalands, Völle til Wallau Massenheim, liðs Kristjáns Arasonar, og Richardson til Grosswallstadt. „Þar sem ekkert Marseille lið er lengur í 1. deildinni á ég von á að París SG og Ivry muni berjast á toppnum og við munum kannski koma þar á eftir í 3.-4. sætinu," seg- ir Geir. Taka sæti Marseille í Evrópukeppninni Montpellier tekur sæti Marseille í Evrópukeppninni. Liðið leikur í sömu keppni og Stjaman og mætir Sporting Lissabon frá Portúgal í 1. um- ferðinni. Geir reiknar ekki með að spila lengur en keppnis- tímabilið í Frakklandi. „Ég veit svo sem ekkert hvað tek- ur við eftir það. Ég er í fínu formi, líkaminn er í lagi og hver veit nema ég verði bara áfram að spila erlendis. Ég býst samt fastlega við að fara héðan. Franska deildin heill- ar mig ekki nógu mikið,“ sagði Geir. Geir segir að leikdagar ís- lenska landsliðsins í hand- knattleik í vetur rekist á við leiki Monpellier í deildinni og að ljóst sé að hann muni missa úr einhverja leiki með liðinu.„Það er ekki mikil án- ægja með það en maður vill endilega spila fyrir ísland þessa mikilvæga leiki,“ sagði Geir. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.