Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 Afmæli Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska Bibliufélags, til heimilis að Frostaskjóli 13, Reykjavik, er sextug- ur i dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk kennara- prófi frá KÍ 1957, söng- kennaraprófi frá KÍ 1957, BA- prófi í kristnum fræðum og uppeldisfræði ásamt kennsluréttindum á fram- haldsskólastigi frá HÍ 1978 og emb- ættisprófi í guðfræði frá HÍ 1986. Sigurður var kennari við bama- skóla í Reykjavík 1957-69, lögreglu- þjónn í Reylyavík sumrin 1961-68, skrifstofustjóri hjá Ríkisútgáfu námsbóka 1969-77, stundakennari við MR 1979-82, við KHÍ 1981-84 og frá 1987 og við guðfræðideild HÍ frá 1994, námstjóri í kristnum fræðum og fíknivörnum við skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneytis- ins 1977-84, deildarstjóri námsefnis- gerðar hjá Námsgagnastofhun 1984-86, forstöðumaður námsefhis- sviðs hjá Námsgagnastofnun 1987-90, vígðist prestur 1988 og settur sóknar- prestur í Hallgrímssókn í tæpt ár og aftur um skeið 1993, og er framkvæmda- stjóri Hins íslenska Bibl- íufélags frá 1990. Sigurður hefur haft um- sjón með endurmenntun- arnámskeiðum í kristn- um fræðum á vegum KHÍ 1980,1983 og 1995 og hefur setið í opinberum nefnd- um um kennslu í kristn- um fræðum og um opin- berar aðgerðir gegn ávana- og fíknilyfjum. Hann situr í stjórn Listvinafélags Hallgríms- kirkju frá 1992, sat í stjóm KFUM í Reykjavík 1974-86 og var formaður 1978- 84 og 1985-86, í samstarfsnefhd kristinnna trúfélaga sem fulltrúi þjóðkirkjunnar 1979-84, í stjórn Kristilegu skólahreyfingarinnar 1979- 82, fulltrúi KFUM, KFUK og Kristilegs stúdentafélags í stjórn Kristilegra skólasamtaka 1964-78, stjórnandi Æskulýöskórs KFUM og KFUK 1972-78, safnaðarfulltrúi i Nessókn í Reykjavík 1972-77, virkur þátttakandi í bama- og unglinga- starfí KFUM í Reykjavík 1951-72, formaður Stéttarfélags bamakenn- ara í Reykjavík 1968-69 og formaður Kristilegra skólasamtaka 1955-57. Sigurður hefur samið fjölda kennslurita í kristnum fræðum auk erinda og ritgerða um kristið upp- eldi og trúarbragðakennslu í skól- um. Þá er hann, ásamt Karli Jeppesen, höfundur sjónvarpsþáttar um Guðbrand Þorláksson, Þitt orð á lifandi tungu. Fjölskylda Sigurður kvæntist 5.10. 1957 Jó- hönnu G. Möller, f. 28.4. 1938, söng- konu. Hún er dóttir Gunnars J. Möller hrl. og Ágústu Guðnadóttur Johnsen húsmóður. Dætur Sigurðar og Jóhönnu eru Ágústa Helga, f. 21.8. 1960, d. 9.4. 1990, lögfræðingur, var gift Búa Kristjánssyni myndlistarmanni og eignuðust þau þrjá syni; Margrét Kristín, f. 11.12. 1963, kennari og tónlistarmaður, gift dr. Börge J. Wigum jarðverkfræðingi. Systkini Sigurðar: Þorkell, f. 29.9. 1921, d. 7.11. 1978, bifreiðasmiður í Reykjavik; Steinunn, f. 3.8. 1924, húsmóðir í Reykjavík; Kristín, f. 4.10. 1926, fóstra og forstöðumaður í Reykjavík; Svandís Sigurveig, f. 27.2.1929, kennari í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Páll Sig- urðsson, f. 4.2. 1894, d. 12.11. 1971, prentari í Reykjavík, og k.h., Mar- grét Þorkelsdóttir, f. 23.11. 1898, d. 2.4.1984, húsmóðir. Ætt Páll var sonur Sigurðar, stýri- manns og vitavarðar, bróður Stef- áns, afa Stefáns, fýrrv. alþm., föður Guðmundar Áma, fyrrv. alþm.. Sig- urður var sonur Sigurðar, b. í Saur- bæ í Vatnsdal Gunnarssonar, b. á Efri-Brú í Grímsnesi Loftssonar. Móöir Sigurðar stýrimanns var Þor- björg Jóelsdóttir, b. í Saurbæ Jóels- sonar og Þórdísar Sigmundsdóttur, systir Óskar, ömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis og langömmu Sigurðar Nordal. Móðir Páls var Kristín Jóhannes- dóttir, b. í Miðhvammi í Þingeyjar- sýslu, bróður Sæmundar, afa Valdi- mars Ásmundssonar ritstjóra, fóður Laufeyjar og Héðins. Margrét var af Klingenbergsætt, dóttir Þorkels, sjómanns á Akri í Reykjavík Helgasonar, og k.h., Steinunnar Guðbrandsdóttur. Sigurður og Jóhanna taka á móti gestum í safnaðarsal Hallgríms- kirkju í dag kl. 16.00-19.00. Einar Asgeirsson Einar Ásgeirsson skipstjóri, Skólabraut 16, Stöðvarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Einar fæddist á Breiðdalsvík og ólst þar upp. Hann lauk skipstjóm- arprófi frá Stýrimannaskólanum i Reykjavík 1968. Einar stundaði útgerð og sjó- mennsku frá Djúpavogi þar sem hann bjó fram yfir 1980. Hann flutti þá til Breiðdalsvíkur þar sem hann stundaði útgerð og skipstjóm á tog- aranum Krossanesi en hann var m.a. einnig skipstjóri á Andey frá Breiðdalsvík og Stokksnesi frá Höfn. Einar hefur svo verið skipstjóri á Kambaröst frá Stöðvarfirði sl. þrjú ár en hann flutti til Stöðvarfjarðar um síð- ustu áramót. Fjölskylda Einar kvæntist 29.10. 1965 Guðlaugu Báru Ólafsdóttur, f. 14.8. 1944, húsmóður. Hún er dóttir Einar Ásgeirsson. Ólafs Júlíussonar og Þor- bjargar Ákadóttur, hús- móður á Djúpavogi. Börn Einars og Báru eru Valur Mörk, f. 5.11. 1975, sjómaður á Stöðvarfirði; Anna Dögg, f. 2.6. 1982, nemi. Systkini Einars, sam- feðra, eru Guðríður Ása, f. 10.10. 1946; Karen Ása, f. 1946; Ása, f. 25.11. 1950; Elísa Hjördís, f. 24.11. 1952; Jónatan Ingi, f. 30.7. 1953; Rúnar, f. 27.1. 1955; Sigríður Ragna, f. 7.6. 1959. Systkini Einars, sammæðra, eru Jóhanna Birgisdóttir, f. 19.10. 1957; Aðalheiður Birgisdóttir, f. 5.10.1959; Bergþóra Birgisdóttir, f. 30.5. 1961; Karl TH. Birgisson, f. 8.10. 1963. Foreldrar Einars: Ásgeir Ásgeirs- son, f. 24.10. 1926, d. 6.6. 1970, sjó- maður, og Stefanía Magnúsdóttir, f. 17.11. 1924, húsmóðir í Reykjavík. Einar er nú við veiðar í Smug- unni en mun fagna þessum tíma- mótum með vinum og ættingjum þegar úthaldinu lýkur. Sigríður Björnsdóttir Sigríður Björnsdóttir, húsmóðir og fyrrv. ræstitæknir, Njálsgötu 72, Reykjavík, er niræð í dag. Starfsferill Sigríður fæddist á Ormsstöðum i Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu og ólst þar upp og í Gilsárteigi. Hún nam klæðskerasaum á Seýðisfirði en flutti síðan til Reykjavíkur 1930 þar sem hún vann ýmis störf en var þó lengst af starfsstúlka viö Klepps- spítalann. Sigríður gerðist ræstitæknir 1952 og vann síöan við ræstingar næstu Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag a\\t milK Nrr,jhx ®Jr % Smáauglýsingar ÉE 550 5000 þrjátíu og fimm árin, auk þess að vera húsmóðir á gestkvæmu heimili. Foreldrar Sigríðar voru Björn Ólafsson, f. 24.12. 1867, d. 29.4. 1960, bóndi á Ormsstöðum í Eiðaþing- há, og Guðfinna Jónsdótt- ir, f. 26.8. 1864, d. 19.5. 1928, húsfreyja. Fjölskylda Sigríður giftist 22.10. 1938 Stefáni Tómassyni, f. 4.3. 1891, d. 19.2. 1967, ^ áður bónda að Arnarstöð- Æ tt um i Núpasveit og síðar Björn var sonur Ólafs, b. ræstitækni hjá Þjóðleik- í Jórvík í Hjaltastaða- húsinu. Hann var sonur ... þinghá Jónssonar, b. í Tómasar Jónssonar Sl9rlöur Bjornsdottir. jórv}^ Árnasonar, b. í bónda í Norður- Þingeyj- Jórvík Einarssonar. Móð- arsýslu. Stefán eignaðist ellefu böm ir Jóns var Sigurveig Jónsdóttir, með fyrri konu sinni, Oktavíu Ólafsdóttur. Dóttir Sigríðar og Stefáns er Oktavía Erla Stefánsdóttir, f. 30.3. 1939, leikstjóri í Reykjavík og eru böm hennar Sigríður Andradóttir, f. 1957, húsmóðir í Reykjavík og eignaðist hún þrjú böm, Stefán Jó- hann Andrason, f. 1959, búsettur í Reykjavík, og Bjöm Fjalar Sigurðs- son, f. 1965, rafeindatæknifræðing- ur, búsettur á Grænlandi, og á hann einn son. Bræður Sigríöar sem allir em lát- nir, vora Jón Magnús Bjömsson, dó um tvítugt; Sigtryggur Páll Björns- son, bóndi á Seyðisfirði; Gunnþór Bjömsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði; bróðir sem dó í fæðingu. prests á Eiðum Brynjólfssonar af Heydalaætt. Móðir Sigurveigar var Ingibjörg Sigurðardóttir. Móðir Ólafs var Sigríöur Ólafsdóttir, b. í Dölum í Hjaltastaðaþinghá, bróður Sigurveigar. Móðir Sigríðar var Gróa Guðmundsdóttir, b. á Geira- stöðum Pálssonar. Móðir Bjöms á Ormsstöðum var Sigurveig Sigurðardóttir, b. á Húsa- vík Guðmundssonar og Ingibjargar Ámadóttur, systur Jóns í Jórvík. Guðfinna var laundóttir Jóns, b. á Brennustöðum Magnússonar, b. á Brennustöðum Jónssonar. Móðir Jóns var Vilborg Ámadóttir pamfíls, á Brennustöðum Jónsson- ar. Til hamingju með afmælið 19. september 85 ára Magna Sæmundsdóttir, Hríseyjargötu 2, Akureyri. Jón Arason Tryggvason, Barmahlíð 2, Reykjavík. 80 ára Ólafur Martin Pálsson, Boðahlein 21, Garðabæ. Eiginkona hans er Guðrún Björnsdóttir. Þau eru að heiman. Jóhann Sigurðsson, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Sigurbjörg Magnúsdóttir, Ásavegi 2C, Vestmannaeyjum. Vigfús Runólfsson, Höfðagrund 23, Akranesi. Baldur Einarsson, Steinholtsvegi 3, Eskifirði. 75 ára Hjörleifur Gunnarsson, Þúfubarði 11, Hafharfirði. Eiginkona hans er Ingibjörg Ástvaldsdóttir. Þau era að heiman. Einar Ingvarsson, Mávahrauni 25, Hafnarfirði. Jón Hannesson, Flyðrugranda 16, Reykjavík. 70 ára Elín S. Davíðsdóttir, Heiðargerði 98, Reykjavík. Þóra Jónsdóttir, Brekkugötu 29, Akureyri. 60 ára Ingibjörg Sölvadóttir, Garðabraut 20, Akranesi. Þyri Jónsdóttir, Gautlandi 15, Reykjavík. Hún er að heiman. 50 ára Eiríkur Jónsson, ísvörður og kranastjóri við Búrfellsvirkjun, Efstahjalla 17, Kópavogi. Eiginkona hans er Sigríður Einarsdóttir. Eiríkur er í útlöndum. Elín Brynjólfsdóttir, Seiðakvísl 36, Reykjavík. Hólmfrlöur María Óladóttir, Stuðlaseli 34, Reykjavík. Helgi Hannesson, Borgarhrauni 13, Hveragerði. Sigurður S. Einarsson, Fjóluhlíð 2, Hafnarfirði. Snæbjörn Sveinsson, Laugarnesvegi 55, Reykjavík. Reynir Óskarsson, Móakoti, Garði. Bente Lie Ásgeirsson, Brekkugötu 39, Akureyri. Þórunn M. Jóhannsdóttir, Hólsgötu 4, Neskaupstað. Grétar Bjarnason, Dalsbyggð 6, Garðabæ. Jón Sigurösson, Jörundarholti 46, Akranesi. 40 ára Guðjón Grétar Magnússon, Traðarstíg 9, Bolungarvík. Sigrún Björnsdóttir, Hávallagötu 1, Reykjavík. Auður Steingrímsdóttir, Kambsvegi 1A, Reykjavík. Steinunn Harðardóttir, Túngötu 36A, Reykjavík. Jónas Hafsteinn Jónsson, Leiðhömrum 50, Reykjavík. Sigurveig Salvör Hall, Stifluseli 6, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.