Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Fréttir Verkalýösfélög ekki samstiga hvað varðar kröfur í komandi samningum: Verða settar fram hærri kröfur en sést hafa - segir Björn Grétar - óraunhæfar hugmyndir, segir framkvæmdastjóri VSI „Ef Pétri finnst viö hjá Hlíf vera nánasarlegir þá skal Pétur bara berjast og við skulum fylgja honum fast á eftir. En þá má hann ekki hlaupa burt á eftir. Pétur hefur alltaf sungið í hverri kröfugerð og komið svo þegar skrifað er undir og sagt aðra svíkjast undan merkjum. Það hefur verið lenska hjá Pétri,“ segir Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Hann segist ekki ætla í kapp við Pétur og krefjast þrefóld- unar lægstu launa þó að vitaskuld veitti ekki af því. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, hefur lýst yfir að hann vilji að lægstu laun verði tvöfölduð og hækki úr 50 þúsundum í 100 þúsund krónur á mánuði. Hann telur að þær kröfur, sem fram hafi komið, séu „í gríðarlegu lág- marki" og kröfur Hlífar og Rafiðn- aðarsambands íslands séu bara framlenging á þjóðarsáttinni. Hlíf hefur meðal annars krafist 43,6 pró- senta launahækkunar og vill að samningar opnist ef aðrir launahóp- ar fá meiri hækkun og lánskjara- vísitala detti út. Vandrataöur vegur „Nei. Við höfum ekkert meira um þetta mál að segja. Meira að segja Pétur Sigurðsson veit hvað þetta er óraunhæft þannig að það þarf ekki aö hafa meiri orð um það,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bands íslands. „Pétur Sigurðsson segir að laun undir 100 þúsundum séu ekki neitt og ég tek undir það. Við vitum að þau eru of lág til að lifa af. Hitt er annað mál að þetta næst ekki í ein- um áfanga enda held ég að það sé ekki það sem Pétur meinar. Það hafa ýmsir deilt á Hlíf fyrir að hafa kröfurnar of háar. Það kemur þá innan úr kerfinu, finnst mér, þannig að hann er vandrataður þessi vegur," segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands. Félögin 52 innan Verkamanna- sambandsins hafa að undanfömu verið að undirbúa kaupkröfur sín- ar. Bjöm Grétar segist ekki vilja segja nákvæmlega hvernig þeir verði. „Það verða settar fram kröfur sem eru verulega hærri en við höf- um séð,“ segir hann. 100% hækkun óraunhæf „Samkvæmt greiðslumati vegna húsbréfa þurfa menn tæp 90 þúsund í laun til að geta framfleytt sér. Ég á eftir að vinna þessa kröfugerð með mínu félagi þannig að ég get í sjálfu sér ekki metið það hvort kröfur Hlífar séu aumingjalegar og kröfur Péturs réttu kröfurnar eða ekki. En ég get ekki séð að upphafskrafa um 100 prósenta hækkun launa sé raun- hæf,“ segir Hervar Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Akraness. „Fólki finnst 100 þúsund krónur á mánuði ekki há laun. Fólk sem hef- ur talað við okkur hefúr talað um hærri tölur en Hlíf í Hafnarfirði tal- ar um. Ég veit að Hlífarmenn hafa ömgglega orðið að tala sig niður í þessar tölur ef ég þekki landslagið rétt,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur. -GHS Slakir vegir á VestQöröum: Holóttu vegirnir bjarga fluginu - segir umboðsmaður íslandsflugs „Það má segja að þessir holóttu vegir bjargi okkur. Það hrýs mörg- um hugur við því að aka leiðina suður og feröast þvi með okkur," segir Finnbjöm Bjarnason, umboðs- maður íslandsflugs á Bíldudal. Hann segir að mikil og jöfn um- ferð farþega sé um Bíldudalsvöll sem þjónar Patreksfirði og Tálkna- firði auk Bildudals. Flogið er allt að þrisvar sinnum á dag til Bíldudals. „Við þjónum hér öllu vestursvæð- inu og fólk notfærir sér þennan ferðamáta mikið. Þetta eru mjög tryggar samgöngur og sjaldgæft að falli niður flug. Við tilheyrum enda öðra veðursvæði en norðanverðir Vestfirðir,“ segir Finnbjörn. -rt i rr^ INDSFLUC Motmæltu afgreiðslutima kaffihúss Flestir íbúar Eyrarbakka og ná- grennis mótmæltu á fimmtudags- kvöld breyttum afgreiðslutima á kaffihúsi staðarins, Kaffi Lefolie. Fulltrúi sýslumanns úrskurðaði á dögunum að afgreiðslutíminn yrði styttur verulega og má kaffihúsið aðeins vera opið til klukkan 22 á virkum kvöldum og til 23.30 um helgar. íbúar kauptúnsins eru mjög óhressir með þetta og þeyttu bilflautur sínar í nokkrar mínútur í mótmælaskyni á sama tíma og hreppsnefndarfundur var á fimmtu- dagskvöldið. -RR Æ Finnbjörn Bjarnason, umboösmaöur íslandsflugs á Bíldudal, viö eina þeirra véla íslandsflugs sem halda uppi dag legu flugi á vestursvæöi Vestfjaröa. Dagfari Flóki fær frama Það nýjasta úr heimi kirkjumála era þau tíðindi að séra Flóki Krist- insson er á förum úr Langholts- sókn. Auðvitað er mikil eftirsjá í séra Flóka sem hefur haldið uppi líflegu safnaðarstarfi í sókninni og enginn prestur á okkar öld hefur varpað jafnmikilli frægð og athygli á sína sókn sem hann. Það má með sanni segja að hann hafi komið Langholtssókn á landakortið og gert söfnuðinn heimsfrægan. Geri aðrir prestar betur sem starfa í hinum ýmsu brauðum án þess að nokkur sála viti að brauðið sé til. Það er ekki aðeins það aö all- ir vita að Langholtssókn er söfnuö- ur í Reykjavík þar sem fólk þyrpist í kirkju til að hlýða á guðsorð eða prestsorð eða undirleik organist- ans heldur kemur fólkið líka í kirkju til að halda sína eigin fundi. Það bara mætir, nú eða þá skrifar undir yfirlýsingar um að það mæti ekki og slík er skylduræknin gagn- vart sókninni og kirkjustarfinu að það er leitun á manneskjum sem ekki taka meðvitaða afstöðu um annaðhvort að mæta eða mæta ekki til messu. Fyrir þetta mikla og góða fram- lag hefur séra Flóka verið umbun- að með því að bjóða honum starf til aö kristna íslendinga búsetta er- lendis. Slík störf bjóðast ekki nema þeim sem hafa sýnt afburða hæfi- leika til að kristna trúlausa hér heima. Auk þess er séra Flóki frægastur allra íslenskra presta og íslendingar í fjarlægum löndum hafa heyrt hans orðspor og munu flykkjast í kirkju til að berja þenn- an guðsmann augum og svara kall- inu. Það er auðvitað skylda íslensku kirkjunnar aö kristna fólk í öðrum löndum og hugsa um þá lands- menn sem einu sinni bjuggu hér á landi, enda þótt þeir séu ríkisborg- arar í öðrum löndum. Böm þessa fólks kunna varla íslensku og munu aldrei koma hingað aftur og vitaskuld þarf íslenska kirkjan að senda vígðan mann á vettvang til að halda trúnni við hjá þessu fólki. Skítt veri með ríkisborgararéttinn og skattana sem það borgar ekki lengur. Eðlilegt verður að teljast að íslenska kirkjan standi undir þeim köstnaði sem hlýst af þessum kristnidómi og eðlilegt er að ís- lenskir skattborgarar kosti prest úr sínum röðum til að halda utan í þetta kristniboð. Þannig mun séra Flóki flytjast búferlum á okkar kostnað til Lúx- emborgar eða Skandinavíu, nú eða þá til Ameríku, til að leita uppi fólk af íslensku bergi brotið í þágu þeirrar séríslensku kristni sem ekki er prédikuð meðal framandi þjóða. Það má ekkert klikka í trú- boðastarfinu enda alls ekki víst að fjölskyldur af íslenskum ættum í útlöndum viti nokkurn skapaðan hlut um hvað trú er, hvað þá ís- lensk trú. Þess vegna hefur kirkjan og biskupsstofa ákveðið að senda séra Flóka út í lönd. Ekki til að losna við hann úr Langholtssókn. Öðru nær. Heldur til að nýta þenn- an frábæra starfskraft þar sem mest liggur við. Og hvað er þá eðli- legra en að verðlauna þann prest- inn sem best hefur staðið sig hér heima? Ekki hefur Dagfari orðið var við að þessi prestsskapur hafi verið auglýstur til umsóknar fyrir aðra presta sem sýnir hvað biskupsstofu og kirkjunnar mönnum er umhug- að um að starfið falli- til þess guðs- mannsins sem lokkað hefur flest sóknarbörn til safnaðarstarfs. Séra Flóki hefur svo sannarlega unnið til þessarar umbunar. Ef aðrir prestar sækjast eftir viðurkenn- ingu af hálfu biskups verða þeir að sanna sig eins og séra Flóki og hleypa lífi í söfnuði sína sam- kvæmt fyrirmyndinni úr Lang- holtssókn. Þá eiga þeir framann vísan. Við sendum íslendingum í útlöndum bestu samúðarkveðjur og segjum þetta eitt: Þeim vai' nær að flyfia! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.