Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 30. SEf>TEMBER 1996 Útlönd Njósnari segist þekkja morð- ingja Palmes Fyrrum meðlimur í morðsveit- um lögreglunnar í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar sagði um helgina að hann vissi hver morðingi Olofs Palmes, fyrrum forsætisráðherra Svía, væri. Dick Coetzee sagði í viðtali við sænska sjónvarpsmenn að morðingi Palmes byggi í Mósam- bík. „Það leikur enginn vafi á að Suður- Afríkumenn tengjast morðinu á Palme,“ sagði Coetzee. Hann sagði einnig að umræddur morðingi hefði verið í tengslum við Craig Williamson en ásakan- ir á hendur honum vegna morðs- ins á Palme komu fram fyrir helgi. Sá neitar ásökununum. Coetzee hvetur Svía til aö taka upplýsingarnar alvarlega en 80-90 njósnarar hefðu skipulagt morðið sem framið var 1986. Palme var yfirlýstur andstæð- ingur aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Tengsl Suður-Afr- íkumanna við morðið komu fyrst til umræðu 1987. Lögreglan tók þau aldrei alvarlega heldur ein- beitti sér að þeirri kenningu að einn maður hefði myrt Palme. Fólki vísað frá bjórhátíð Aðsóknin að Októberhátíðinni í Míinchen í Þýskalandi, þar sem þúsundur manna þamba bjór af hjartans lyst, hefur verið slík að borgaryfirvöld hafa beðið vænt- anlega gesti að halda sig tjarri. Um 700 þúsund manns voru í tjaldbúðum i almenningsgarði á laugardag þrátt fyrir tilkynning- ar í útvarpi þess efnis að fólk ætti að fara heim. Hátíðinni lýk- ur 6. október og er þá gert ráð fyrir að 6 milljónir lítra af bjór hafi runnið um kok gesta. -Reuter UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Ás við Nesveg, 60%, efri hæð, hluti, Sel- tjamamesi, þingl. eig. Jón Kr. Jónsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands, aðalbanki, Innheimtustofnun sveitarfé- laga og Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins, föstudaginn 4. október 1996 kl. 11.30. Ferjubakki 14, hluti í íbúð á 3. hæð t.h., þingl. eig. Hörður Bragason, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudag- inn 4. október 1996 kl. 16.00. Funahöfði 7, 1. hæð, ehl. 0101, ásamt tilh. lóðarréttindum, vélum, tækjum og öðmm iðnaðaráhöldum sem staifseminni tilheyra, þingl. eig. Karl Rúnar Ólafsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vík, Iðnþróunarsjóður og Sameinaði líf- eyrissjóðurinn, föstudaginn 4. október 1996 kl. 16.30.__________________ Gyðufell 8, íbúð á 4. hæð t.h., merkt 4-3, þingl. eig. Edda Herborg Kristmundsdótt- ir og Steini Kristjánsson, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudaginn 4. október 1996 kl. 15.00.__________ Hjaltabakki 20, íbúð á 2. hæð t.h., þingl. eig. Guðrún Ragna Kmger, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verkamanna, Gjaldheimtan í Reykjavík og Hjaltabakki 18-32, húsfélag, föstudaginn 4. október 1996 kl, 15.30.__________________ írabakki 32, íbúð 02-01, þingl. eig. Jakob Amar Sverrisson, gerðarbeiðendur Eftir- launasj. Sláturfél. Suðurl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Selfossi, og Sparisjóður vélstjóra, föstudaginn 4. október 1996 kl. 13.30. Melbær 6, þingl. eig. Magnús Jónsson og Sigrún Knútsdóttir, gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, föstudaginn 4. október 1996 kl. 14.30.__________________ Stararimi 27, þingl. eig. Andri Þór Ósk- arsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, föstudaginn 4. októ- ber 1996 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Clinton býður til viðræðufundar í Washington vegna átakanna í Jerúsalem: Arafat neitar að mæta nema Mubarak komi líka Palestínumaöur skýtur hér grjóti aö ísraelskum hermönnum meö teygju- byssu í útjaöri Betlehem um helgina. Símamynd Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti til- kynnti i gær að Benjamin Netanya- hu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseti Palestínu, hefðu þekkst boð hans um að koma til Washington og ræða lausn átak- annna í Jerúsalem síðustu daga. Hafa átökin þegar kostað 55 Palest- ínumenn og 14 ísraela lífið. Hussein Jórdaníukonungur féllst einnig á að mæta til viðræðufundarins sem áætlað er að verði á þriðjudag og miðvikudag. En Clinton hafði vart sleppt orð- inu þegar Arafat tilkynnti að hann mundi ekki mæta nema Hosni Mu- barak Egyptalandsforseti kæmi einnig. Hringdu Clinton, Hussein og Warren Chistopher, utanríkisráð- erra Bandaríkjanna, allir í Mubarak í gær til að telja hann á að koma. Hann sagðist hins vegar efms um að fundahöldin mundu bera til- ætlaðan árangur. Óttast hann að ekkert hafíst upp úr fundinum ann- að en innantóm loforð af hálfu Bandaríkjamanna og ísraela. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld hafði Mubarak ekki gefið ákveðið svar. í gærmorgun lét Netanyahu opna á ný hin umdeildu jarðgöng sem liggja með fram grátmúmum í Jerú- salem og nærri einum helgasta stað múslíma. Opnun ganganna í síðustu viku urðu kveikjan að verstu átök- unum milli Palestínumanna og ísra- ela í langan tíma og þótti sýnt að margumrætt friðarferli væri endan- lega farið út um þúfur. Netanyahu svaraði engu um hvort hann mundi loka jarðgöngunum á ný til að minnka þá spennu sem hefði ríkt undanfama daga. Átök héldu áfram á Vesturbakk- anum og Gazasvæðinu í gær og særðust þrír ísralear og tveir Palestínumenn. Þá létu Palestínu- menn grjóti rigna yfir ísraelska lög- reglumenn við opnun jarðganganna í Jerúsalem í gærmorgun. ísraelsmenn hóta því að afvopna lögreglu Palestínumanna haldi átök- in áfram. Iraelsmenn bættu í gær við skriðdrekasveit sína umhverfis sjálf- stjómarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu meðan lögregla Palestínumanna fylgdist með. Heimildir innan leyni- þjónustu Palestínumanna herma að ísraelsmenn hafi tekið fyrsta skrefið í leynilegri áætlun þar sem takmark- ið er að ná aftur undir sig nefndum sjálfstjórnarsvæðum. -Reuter Alexandra, fimm ára gömul sænsk stúlka, heldur hér á 20 kílóa þungri python-slöngu sem heitir Lipton. Alexandra var meöal gesta á viöamikilli gæludýrasýningu í Stokkhólmi um helgina. Símamynd Reuter Afganskur stríðsherra viðurkennir ekki stjórn talebana: Skipað að láta sér vaxa skegg Afganski stríðsherrann Abdul Ras- hid Dostum, sem ræður yfir mestu af norðurhéruðum Afganistan, segist ekki viðurkenna nýja stjóm talebana í höfuðborginni, Kabúl. Hann segir að talebanar geti ekki stjómað landinu án samvinnu við sig. Dostum ræður yfir öflugum og vel þjálfuðum her en hefur ekki blandað sér í átök síðustu vikna. Hann hvetur Afgani til að hundsa talebana og segir þá ekki vera annað en dúkkur. Talehanar, sem era strangtrúaðir múslímar, hafa tekið yfir allar helstu stjómarstofnanir landsins og ráða nú yfir meirihluta landsins. Þeir náðu Kabúl á sitt vald á fóstudag. Hengdu þeir fyrrum forseta landsins, Naji- bullah, og bróður hans og hafa lík þeirra hangið í staur við forsetahöll- ina. Hefur jarðarfór Najibullahs ver- ið bönnuð. Stjóm talebana í Kabúl hefur gefið út tilskipun þess efnis að allir opin- berir embættismenn láti sér vaxa skegg innan eins og hálfs mánaðar. Að öðrum kosti sæti þeir refsingu samkvæmt Kóraninum. Ekki er þó tiltekið hversu sítt skegg embættis- mannanna á að vera. Samkvæmt strangtrúuðum múslímum verða karlmenn að láta sér vaxa skegg. -Reuter Stuttar fréttir dv Staöfesta kosningar Alþjóðleg nefnd eftirlitsmanna með kosningunum í Bosníu 14. september hefur staðfest úrslit þeirra. Njósnari drepinn Hátt settur njósnari á vegum stjómarinnar í Bosníu var myrtur í Sarajevo. Segist ekki taka fé Díana prinsessa segist ekki taka fé fyr- ir að koma fram á góðgerðarsam- komum heima og erlendis. Talsmaður hennar sagði hana ætíð koma ókeypis fram. Náðu vígi tamíla Stjórnarherinn á Sri Lanka náði einu síðasta höfuðvígi tamílatígra á sitt vald. Hundsaði læknana Hjartalæknir Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta sagði hann hafa hundsað ráðleggingar lækna og hellt sér út í ómanneskjulega streitu. Því hafi heilsufar hans hríðversnað. Lýstur sigurvegari Lýst var yfir opinberlega að Levon Ter-Petrosyan væri sigur- vegari forsetakosninganna i Arme- níu. Vilja einingu Flokksþing Verkamanna- flokksins í Bret- landi, það síð- asta fyrir þing- kosningar, lagði áherslu á einingu innan flokksins svo fá mætti næg at- kvæði til að sigra íhaldsmenn. Vilja kosningarétt Um 300 manns í Kúveit fóm í mótmælagöngu til að kreljast kosn- ingaréttar til handa konum. Hindra fundi Stjórnvöld í Burma hindruðu fundahöld við hús Aung San Suu Kyi þriðja daginn í röð og sökuðu fylgismenn hennar um lögbrot. -Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.