Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 17
17 + MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Ferðast um vestrið John Wayne er auövitaö á vefnum og má finna allt um hann á sloöinni http://www.amctv.com/st- ars/johnway- ne/dukedirec- tory/index.html Þeim sem langar til að leika ferðamann um gamla vestrið geta skoð- að síður eins og National Parks Travel Guide. Hún er á slóðinni http: / / www.natparks.com/ Það er kannski ekki úr vegi að benda á síður sem fjalla um kúrekamyndir. Þar er John Wayne sem fyrr í aðalhlutverki og um hann má lesa á síðunni The Ultima- te Duke Directory sem er á slóðinni http: //www.amctv.com/stars/johnwa- yne/dukedirectory/index.html Lukku-láki hefur hins vegar sitt að- setur á http://www.luckylu- ke.com/lucky-luke/ JHÞ/Byggt á Politiken Internetinu er oft iíkt við vilta vestrið og hafa menn þá í huga stjórnleysið og hömluleysið sem fylgir því þegar menn nema ný lönd og finna upp nýja tækni. Það er því við hæfi að menn lesi sér til um vestrið á Netinu enda nóg til þar af efni um vestriö. hægt að skilja við kúrekann á Net- inu nema minnast á Calamity Jane, konuna sem var fræg fyrir að klæða sig eins og karlmaður og standa karlkyns starfsbræðrum í kúreka- stétt hvergi að baki í vígaferlum og ljótum munnsöfnuði. Slóðin á heimasíðu um hana er http://chor- us.w£izoo.com/jane/mdex.html Hin dáða teiknimyndahetja Lukku- Láki hrellir illmenni og pörupilta villta vestursins á slóðinni http: //www.luckyluke.com/lucky-luke/ Kúrekarnir Á síðu sem er kölluð Outlaws and Lawmen of the Old West og er á slóöinni http: //www.sky.net/fogel/oldwest.htm má lesa allt um hinn ógurlega bæ Tombstone þar sem Wyatt Earp og Doc Holliday lentu í skotbardaga við glæpaliðið úr Clanton-fjölskyld- unni. Einnig má lesa sér til og skoða myndir af Billa barnunga, Billy the Kid, og banamanni hans, Pat Garrett. Billi var 21 árs þegar kúla úr byssu Pat Garrett batt enda á líf hans en þá hafði hann þegar skotið einn mann til bana fyrir hvert ár sem hann hafði lifað. Svipuð síða er á slóðinni http://history.cc.ukans.edu/herita- ge/research/gunfighters.html Þar er hægt að fmna nákvæmar upplýs- ingar um mennina og konurnar sem ýmist reyndu að gera vestrið villt eða temja það. Þar má til dæmis lesa um það að Wild Bill Hicock hafði 27 skorur í skeftinu á byssu sinni þegar hann var sjálfur veginn í pókerspili þar sem hann hafði vinningsspil á hendi. Það er ekki Indíánar Frumbyggjar Ameríku eiga að sjálfsögðu sín griðasvæði á Internet- inu og þegar lalað er um frum- byggja er ekki verið að tala um Leif Eiríksson eða Þorfinn Karlsefni. Glæsileg heimasíða, sem fjallar um siuxa, er á slóðinni http: / / www.state.sd.us/state/executi- ve/tourism/sioux/sioux.htm Þar má lesa um höfðingja sem stóðu uppi í hárinu á velvopnuðum sveit- um Bandaríkjahers, menn eins og Red Cloud, Sitting Bull og Crazy Horse. Þessir menn voru eitt sinn taldir glæpamenn í Bandaríkjunum en teljast nú til hetja þar í landi. Á þessari síðu má lesa um atburði eins og orrustuna við Little Big Hom, þar sem Custer hershöfðingi og menn hans hittu fyrir ofjarla sína, og fjöldamorðið við Wounded Knee, þar sem 250 indíánar voru myrtir af riddarliði bandaríska hersins. Síðan nýtist einnig sem nokkurs konar ferðamannahandbók og þar má m.a. skoða dæmi um list indíána. Önnur góð síða, sem fjallar um ameriska indíána, er á slóðinni http://www.maxwell.syr.edu/na- tiveweb/ Loksins á íslandi sjónvarpstækin frá Aiwa umboöinu í Skandinavíu. 28" Nicam Stereo • Super Planar Black Line lampi • íslenskt textavarp • 2 Euro Skart tengi. • Öflugur Nicam Stereo magnari. • S-VHS inngangur. • Svefnrofi • Stereo heyrnartólatengi. • Sjálfvirk stöövaleitun • Allar aögeröir á skjá • Hátalarar að framan • Fullkomin þægileg fjarstýring. Kr. 69.900 stgr. Einnig: 21” mono m/ísl. textav............kr. 39.900 stgr. 21” Nicam stereo m/ísl. textav. kr. 49.900 stgr. n _ /■ r I I i_ J r 0 r* Ármúli 38 - Sími 553 1133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.