Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Síða 4
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 ★ 4 ★ Tk fréttir r ______ ★ ik Dómsmálaráðherra boðar miklar breytingar á skipulagi lögreglumála: Rannsokn mala og akær- um Ijúki fyrr en verið hefur Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra segir.aö ef dómarar hafi tekiö það illa uþp að hann mæltist til þess nýlega við þá að nauðsynlegt sé að þyngja refsingar sé það vegna þess að „menn kunni ekki nógu mikið í stjómskipunarrétti“. Það sé auðvit- að hlutverk dómsmálaráðherra að setja fram almenn sjónarmið af þessu tagi - slíkt sé ekki íhlutun framkvæmdavalds á dómsvaldi. Hann segir jafnframt að ef réttar- þróun í ofbeldismálum verði of hæg geti komið til þess að hann fylgi þeim málum eftir á Alþingi. Þorsteinn segir að skipulags- breytingar í löggæslukerfmu, sem taka gildi á næsta ári, miði að því að rannsóknum og ákærum í saka- málum ljúki fyrr - þannig verði minni hætta á misræmi í dómum og að mál safnist upp eins og nýlegir „afsláttardómar" gefa til kynna. Dómarar eiga að taka mið af breyttu þjóðfélagi - Ætlar þú að fylgja eftir á AI- þingi ummælum þínum við ópnun húss Hæstaréttar, að bregðast verði við breyttum aðstæðum í ofbeldis- málum - með því að þyngja refsing- ar? „Það sem ég var að leggja áherslu á var að dómarar tækju mið af breyttum aðstæöum í þjóðfélaginu með þyngri refsingum. Refsiramm- amir í núverandi löggjöf eru alveg lega nógu háir - þar vantar ekkert á. Mín skoðun er hins vegar sú að það væri óheppilegt ef við þyrftum að fara að setja á lágmarksrefsingar í einstökum brotaflokkum. Það myndi draga úr því eðlilega svig- rúmi sem dómstólar eiga að hafa til að meta hvert atvik fyrir sig. - telur dómara En vitaskuld getur til þess komið ef réttarþróunin er of hæg. Ég vil ekki útiloka að það geti gerst. Þess vegna hef ég lagt áherslu á þetta með þeim hætti sem ég hef gert - til að flýta fyrir réttarþróun." - Var viðeigandi fyrir þig að við- hafa þessi tilmæli sem ráðherra við nánast alla dómara landsins? „Það var hvergi betra tækifæri þar sem dómaramir voru allir sam- an komnir. Menn voru líka að fara yfir söguna þama. Það er bæði gam- alt og nýtt að menn hafa deilt um þetta. Ég tók einmitt fram í minni ræðu að á fyrstu áratugum Landsyf- irréttarins heföu verið miklar deil- ur milli dómaranna um refsipóli- tík.“ Misskilningur hjá dómurum - Nú hefur komið fram veruleg óánægja úr röðum dómara sem telja að tilmæli þín hafi verið óviðeig- andi og feli í sér afskipti fram- kvæmdavalds af dómsvaldi: „Það er mikill misskilningur. Ef svo er þá er það vegna þess að menn kunna ekki nógu mikiö I stjómskip- unarrétti. Það er auðvitað hlutverk dómsmálaráðherrans að setja fram almenn sjónarmið af þessu tagi. Ekki síst þegar um er að ræða að eðlilegt sé að dómstólarnir móti réttarþróunina, vegna þess að refsirammamir eru nægjanlega víð- ir. Með nákvæmlega sama hætti og þeir hafa mótað túlkun á stjómskip- unarreglum og mannréttindaá- kvæðum þurfa þeir að móta þróun- ina innan þeirra marka sem refsirammamir setja. í þessu felst ekki á neinn hátt íhlutun stjómvalda um einstök mál. Það mætti eins halda því fram að misskilja tilmæli sín um refsingar Þorsteinn Pálsson dómamálaráðherra flytur ræðu sína við vígslu Hæstaréttarhússins í Reykjavík. Hann segir gagnrýni á ræðu sfna byggða á misskilningi og boðar aðgerðir sem eigi að hraða rannsókn og ákæru í brotamálum. sfjórnmálamenn mættu ekki setja lög sem dómarar ættu að dæma eft- ir - því þá væra þeir að blanda sér í sjálfstæði dómstólanna. Menn sjá að þess háttar kenningar fá ekki staðist." Koma á í veg fyrir refsiafslátt - Ef mið er tekið af nýgengnum dómum þar sem margfaldir ofbeld- ismenn hafa fengið „refsiafslátt" - verður þar ekki að koma á meiri skilvirkni hvað varðar löggæslu- og ákæruvald? „Það er einmitt þetta sem við erum að vinna að núna - með nýj- um lögum um skipan lögreglumála sem eiga að taka gildi á miðju næsta ári. Þá verður gerð mjög umfangs- mikil skipulagsbreyting hjá lögregl- unni sem miðar fyrst og fremst að því að rannsókn og ákæra i megin- þorra mála geti gengið hraðar fyrir sig. Meö dómstólabreytingunni árið 1992 tókst að hraða mjög meðferð mála fyrir dómstólum - ekki síst í sakamálum. Það beið hins vegar að taka á lögreglumálunum. Grannur- inn að þeirri skipulagsbreytingu var síðan samþykktur í vor og kem- ur til framkvæmda á næsta ári. Nú er unnið að undirbúningi hennar. Ég get ekki borið nýgengna dóma saman því ég hef ekki farið yfir þá. Ég get þó bent á að þessar skipu- lagsbreytingar, sem við erum að gera á lögreglumálum, eiga að miða að því að rannsóknum og ákærum Ijúki fyrr. Þannig verður minni hætta á að brot safnist upp. Þetta er eitt af markmiðunum með skipu- lagsbreytingunum." -Ótt Þrír Islendingar klífa hæsta Qall heims á vori komanda: Veðrið verður okkar versti óvinur - segja ballafararnir, bjartsýnir á aö komast á toppinn Bíiveltur í Vattar- nesskriðum „Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að þetta sé hættu- laus leiðangur því það er aldrei hættulaust að klífa Everest. Undir- búningur okkar miðar þó að því að lágmarka alla áhættuþætti eins og mögulegt er. Við teljum okkur hafa öðlst þaö mikla reynslu af fjallaferð- um að viö eigum að geta metið það sem upp á getur komiö til þess að bregðast við öllum aðstæðum á við- eigandi hátt,“ segir Bjöm Ólafsson en hann, Hallgrímur Magnússon og Einar Stefánsson hafa verið valdir í hóp leiöangursmanna sem klífur Everest, hæsta fjall heims, 8.848 metrar, á vori komanda. Félagamir þrír hafa allir mikla reynslu af björgunarstörfum á ís- landi. Þeir eru allir félagar í Lands- björg en samtökin eru helsti bak- hjarl leiðangursmanna og annast faglegan und- irbúning og fram- kvæmd leiðangursins með ýmsum hætti. Sam- an klifu Bjöm, Einar og Hailgrímur fjalliö Cho Oyu í Tíbet en það er 8.201 metri á hæð og er það hæsti tindur sem ís- lendingar hafa klifið til þessa. Mikil hætta á kali Leiðangurinn á Ever- est verður farinn í sam- vinnu við breskan leið- angursstjóra, John Tin- ker, en hann á að baki um þrjátíu leiöangra til Himalaya. Tíu aörir íslendingarnir þrír sem klífa munu Everest, 8.848 m, í maí á næsta ári. Þeir eru, f.v., Einar Stefánsson, Hailgrímur Magnússon og Björn Ólafsson. DV-mynd S vestrænir fjallgöngumenn verða í hópnum, auk tíu manna burðar- mannahóps Sherpa. Þeir eru þraut- reyndir burðarmenn og hefur leið- togi þeirra klifið fjallið sjö sinnum. „Við getum átt von á öllum veðr- um og það verður okkar versti óvin- ur. í þetta mikilli hæð er blóðið þykkt og það rennur því ekki greið- lega út til húðarinnar. Þess vegna er mikil hætta á kali. Við tökum allt viðkomandi veðri mjög alvarlega og munum að sjálfsögðu halda áfram að undirbúa okkur eins og kostur er, líkamlega sem andlega," segir Bjöm. Leiðangurinn hefst í lok mars og er stefnt að því að komast á tindinn á milli 5. og 15. maí. Gert er ráð fyr- ir að koma niður af tindinum 27. maí. Að sögn forsvarsmanna Lands- bjargar er ferðin góð reynsla fyrir íslenska björgunarmenn og vonast menn til að sú reynsla sem þarna fæst skili sér i starfi þeirra sjálfra hér heima. Þeir muni síðan að sjálf- sögðu miðla þekkingu sinni til fé- laga sinna í björgunarsveitum hér á landi. Leiðangursmenn telja góðar líkur á að þeir komist alla leið á toppinn og köld tölfræði segir að líkumar á að einn þeirra komist upp sé 20-30 prósent. Áætlaður kostnaður nemur hálfri áttundu milljón á hópinn -sv í DV, Stöðvarfirði: s Tafir urðu um Vattamesskrið- | ur aöfaranótt föstudags þegar fisk- I flutningabíll fór út af, tengivagn | valt og lokaði veginum, nema Ihvað jeppar komust fram hjá. Mikil hálka og hríöarveður var og þetta er ekki fyrsta óhapp- ið sem verður á Suðurfjarðavegi ;i hér eystra. Þrír flutningabílar í fóra út af í Skriðunum sl. þriðju- | dagskvöld og einn í Krókseyrar- | mel í Stöðvarfirði. Vegurinn lok- i aðist við það í fimm klukku- ; stundir eða til miðnættis. -GH Grundarfjörður: Sjálfseignaríbúð- Jr fyrlr aldraða 1 DV, Vesturlandi: I Átta sjálfseignaríbúðir fyrir I aldraða verða afhentar þann 30. I nóvember næstkomandi á vegum | Eyrarsveitar. íbúðimar verða tengdar dval- arheimilinu í Grandarfirði og er I töluverð eftirspum nú þegar eftir I íbúðunum. Það er Sprettur hf. í í Grundarfirði sem sér um fram- kvæmdirnar. r: Þá var tekinn í notkun 1. októ- j; ber sl. 169 fermetra viöbygging I við grunnskólann. Nýi hlutinn er L; byggður sem verknámsálma en I verður fyrst um sinn nýttur und- i; ir almennar kennslustofur. i ; Byggingaraðilar voru Sprettur L og Loftorka hf. ásamt ýmsum 1 undirverktökum í Grundarfirði. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.