Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 15 0 Astfanginn og frátekinn „Mér er sagt að ég sé rómantísk- ur og ég held það sé rétt en það brýst aðallega út í tónlistinni hjá mér. Ég er sjálfur ekki jafn rómant- ískur. Sumir ganga um með þær ranghugmyndir að halda að ég sé alltaf rosalega ástfanginn en það er náttúrlega ekki rétt,“ segir Amþór. Amþór viðurkennir þó að hann sé ástfanginn og búi með sænskri 27 ára söngkonu sem heitir Teresa Ingemarsdottir. Þau hafa verið sam- an í eitt og hálft ár. Amþór segir að þau hafi ekki hugsað sér að gifta sig og hann segist alls ekki vilja binda sig með giftingu fyrir þrítugt þó margir kunningjar sínir á íslandi séu trúlofaðir á þessum aldri. Það er ekkert skrítið þó Amþór vilji ekki gifta sig strax því um þessar mundir getur hann valið úr stúlk- um í Stokkhólmi og víðar og þar er litið á hann sem kyntákn. Stelpum- ar snúa sér við á götu en eru of vel upp aldar til þess að hlaupa á eftir honum. „Ég finn stundum fyrir því að Teresa er eldri en ég en það háir ekki sambandi okkar. Það getur aft- ur á móti verið erfitt að vera í sama bransa ef annað fær athygli á ákveönum tíma en ekki hitt og svo öfugt. En maður verður að hjálpast að og hugsa vel hvort um annað. Ef það gleymist vill allt fara í vitleysu. Þaö er ekki alltaf gott að hafa sama áhugamálið.“ Vikulega í sjónvarpi „Ég finn aöeins fyrir því að vera þekktur í bænum. Yngra fólk þekk- ir mann, sem er auövitað eðlilegt. Allt í einu er manni boðið út um allt og má gera alls konar hluti. Það er þetta sem fylgir þessu. Ég finn þó engan mun á sjálfum mér,“ segir Amþór. „Það er bara gaman þegar stelp- umar labba á eftir mér. Ég er ánægður með að fólki finnist tón- listin skemmtileg og vilji hlusta á hana,“ segir Amþór. Byriaði að semja sem unglingur „Ég hef verið í tónlistarskóla frá því ég var tíu ára og ég sótti einnig tónlistarmenntaskóla. Ég byrjaði að semja lög þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára. Eitt eða tvö laganna á nýja diskinum em frá þeim tíma en hin hef ég samið á síðustu áram," segir Arnþór en hann leikur á bassa og hijómborð. Að sögn Amþórs er mikið af söngfólki af Norðurlandi i ættinni hcms en móðurbróðir hans, Sigfús Amþórsson, starfsmaður RÚV, er til dæmis lagasmiður. Amþór hefúr leikið körfubolta frá níu ára aldri en hann segir soultónlistina fylgja körfuboltanum. Á körfuboltamyndböndum heyrði hann tónlistina og það kom af sjálfú sér að hann færi að semja þessa teg- und tónlistar. „Ég get ekki unnið með þessa teg- und tónlistar á íslandi því hún hef- ur ekki náð neinum vinsældum þar.“ Amþór spilar enn þá körfu þegar hann hefúr tíma. Eitt aðaláhugamál hans er veiðimennska og honum finnst mjög gaman að veiða. Það áhugamál getur hann einungis sfimdað á íslandi og segir ekkert jafnast á við það. „Um þessar mundir leik ég mér mikið á Intemetinu og spjalla við fólk víða um heim. Einnig nota ég mér það til þess að fá ýmiss konar upplýsingar. Ég hef kynnst fólki í Bandaríkjunum en ég hef ekki hitt það enn þá. Ég gef bráðlega út nýja smáskífú og mér hefur tekist að lifa af tónlist- inni en það er mjög gaman að mað- ur skuli geta gert það strax. Ég vinn talsvert mikið, ég spila með öðrum og vinn mikið í stúdíóinu. Ég stefni að því að halda áfram og spila um allt land í kjölfar plötunnar. Eftir það ætla ég að byrja á næstu plötu sem mig langar til þess að taka upp í New York. Ég þekki marga sem hafa tekið upp plötur sínar þar en það gefur víst mikinn innblástur að búa þar,“ segir þessi ungi íslending- ur. -em ODSO4 1 SMÁVARA^ Oryggisljós fyrir r heimilið VERÐLISTI 1. Hjálmur fyrir örbylgjuofn, 28 cm. Kr. 120,- 2. Pottur, 4,3 I, steypt járn. Kr. 1.750,- 3. 2 stórir álpottar, þvermál 28 og 30 cm. Kr. 2.390,- 4 tll 7. Kökuform, teflonhúðuð, 4 gerðir. Verð frá kr. 490,- stk. 8. Steikarpanna, teflonhúðuð, 2 (setti, 22x26 cm. Kr. 1.190,- 9. Glerkrukka með korktappa. Kr. 470,- 10. LJós með skynjara, vlrka aðelns f myrkri. Verð frá kr. 2.250,- 11. Handmálað mokkakaffisett fyrlr 6. Kr. 1.220,- 12. Silfurkökudlskur, 49,5x35,5 cm. Kr. 790,- 13. Silfurkertastjakl fyrir 3 kertl. Kr. 1.690,- 14. Salt- og piparsett, sllfur. Kr. 550,- 15. Hvítar stálhillur, 5 hillur. Kr. 2.590,- 16. Sllfurmokkakaffisett. Kr. 1.820,- 17. Silfurgrind fyrir ristað brauð. Kr. 520,- 18. Silfurtertuspaðl, lengd 29 cm. Kr. 520,- 19. Silfurkökutöng, lengd 26 cm. Kr. 520,- 20. Hnffastandur með 14 hnífum og skurðbrettl. Kr. 2.580,- 21. Steikarsett. Kr. 590,- 22 tll 25. Áhaldagrlndur úr viöl. Verð frá kr. 230,- 26. Tréskurðbrettl, 36x20 cm. Kr. 620,- 27. Tréskurðbrettl, 14x28 cm. Kr. 220,- 28. Eldhúsrúllustandur úrtré. Kr. 170,- 29 tll 31. Bastkörfur f Ift. Verð frá kr. 120,- 32. Expert-Line Hleðsluskrúfjárn og borvél í tösku, 12 v, með hleðslutæki. 5 ára reynsla á (slandi. Verð kr. 8.200,- 33. Lyklaskápur úr tré. Kr. 730,- 34. Fatasnagar úr tré, margar stærðlr. Verð frá kr. 150,- 35. Fatastandur út tré. Kr. 2.100,- 36. Skóburstunarkassi úr tré. Kr. 2.100,- 37. WC-seta úr elk með koparlömum. Kr. 2.550,- 38. WC-sett. Kr. 3.250,- 39. Þvottasnúrur, útdraganlegar. Kr. 690,- 40. Þvottaklemmukarfa með klemmum. Kr. 190,- 41. Sokkaupphengi fyrir 24 pör. Kr. 350,- 42. Plastkarfa, samanleggjanleg. Kr. 390,- 43. Skóhllla á hjólum fyrlr 6 pör. Kr. 1.720,- 44 tll 47. Vinylborðdúkar fyrir köntuð eða hrlnglaga borö. Verð frá 190,- 48. Gaskvelkjari. Kr. 290,- 49. Pitsuhnffur. Kr. 120,- 50. Sturtubarkar, lengd 150-200 cm. Verð frá kr. 760,- 51. Sturtuhausar, hvítir eða króm. Verð frá kr. 370,- 52. Sturtustangarsett, krómað. Verð frá kr. 2350,- 53. Baökarsmottur. Kr. 1070,- 54. Skrúfjárnasett, 20 stk. Kr. 1.450,- 55. Tangasett. Kr. 1.370,- tryggi GEYMIÐ AUGLYSINGUNA Síðumúli 34 (Fellsmúlamegin) - sími 588 7332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.