Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 22
Þegar Karin Kölling vaknaði rétti hún handlegginn til hliðar til að þreifa á Karsten, sambýlismanni sínum. En það var enginn hans megin í rúminu. Hún strauk lakið og fann að það var kalt. Það hlaut að vera langt síðan hann hafði farið fram úr. Hún leit á klukkuna. Hún var hálftvö. Karin fór fram úr og gekk fram i stofuna. Aldimmt var í allri íbúð- inni, og þögn. Hvar gat Karsten ver- ið á þessum tíma nætur? Karin var á leið inn í sveftiher- bergið þegar hún heyrði lykli stungið í skrána. Svo heyrði hún gamalkunnugt fótatak á gangin- um, og nokkrum augnablikum síð- ar gekk Karsten í stofuna. „Ertu ekki sof- andi?“ spurði hann. „Nei. Hvar hef- urðu verið?“ „Ég fór út að ganga. Ég vaknaði með svo slæman höfuðverk að ég gat ekki sofnað aftnr. En mér batn- aði við að fá mér ferskt loft.“ Karin gekk inn í svefnherbergið, slökkti ljósið á náttborðslampanum og lagði sig til svefns á ný. Það leið ekki á löngu þar til hún svaf værum svefni. Náði ekki að sofna strax Karsten Albers létti við að sú skýring sem hann hafði gefið á fjar- veru sinni skyldi hafa verið tekin trúanleg. En hann gat ekki sofnað. Hann starði bara út í myrkrið og reyndi að ná valdi á hugsun- um sínum. Konan sem hafði verið ást- mey hans síðast- liðið ár, eða næstum því jafn- lengi og hann hafði búið með Karin, hafði hót- að að fletta ofan af honum. Þegar hann hafði heim- sótt hana seint þetta kvöld höfðu þau rifist heiftarlega, og þá hafði hún haft um það mörg orð að hún myndi segja Karin frá sam- bandi þeirra. Karsten hafði orðið skelfdur og beðið hana um að gera það ekki. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar. En höfðu orð hans engin áhrif haft? Hann var ekki viss. Honum fannst sem hann hefði greint einhverja undanlátssemi þegar hann fór aftur heim til Karin, en nú, þegar hann fór yfir orðaskiptin, fannst honum sem hann gæti alls ekki verið viss. Að vísu hafði hann fengið loforð fyr- ir því að Karin fengi ekkert um ást- arsambandið að vita, en nú læddist að honum sterkur grunur um að það loforð heföi aðeins verið gefið svo umræðunni yrði hætt, um sinn að minnsta kosti. Milli tveggja elda Um hríð fannst Karsten, þar sem hann lá þama í rúminu, að sím- inn gæti hringt á hverri stundu. Og hvað myndi hann gera ef Edeltraut, hin fjörutíu og fjögurra ára móð- ir Karin, hringdi til að segja dóttur sinni að sambýlis- maður hennar væri ástmaður sinn, móður henn- ar? Karsten íhugaði enn einu sinni þá afar sérstæðu stöðu sem hann var i. Hverjum skyldi hafa komið til hugar þegar hann kynntist Karin, að hann færi að halda við móður hennar, eða þá að hún skyldi hleypa sambýlismanni dóttur sinnar upp í rúm með sér? Hann fór að íhuga að- dragandann. Það voru komnir sextán mánuðir síðan hann hafði kynnst Karin. Og hann hafði ekki þekkt hana lengi þegar Karin kynnti hann fyrir Edel- traut, móður hennar. Af einhverjum ástæðum sem Karsten gat ekki gert sér fyllilega grein fyrir hafði hann nær strax laðast að móðurinni, þótt það væri dóttirin sem hann var hrif- inn af og bjó nú með. Og í raun elskaði hann Kar- in. En það hafði verið eins og Edeltraut hefði eitt- hvert aðdráttarafl sem hann gat ekki skýrt. Breytt sam- band í fyrstu hafði Karsten litið tii Edeltraut sem eldri ráðgjafa, og í raun hafði honum fundist, hugsaði hann nú þegar hann leit til baka, að hún hefði þá verið honum sem stóra systir. Hann hafði getað trúað henni fyrir öllu, en það var eins og þetta trúnaðarsamband yrði stöðugt nán- ara, og loks breyttist það í hrifningu og svo ást. Að minnsta kosti af hans hálfu. Hann hafði hins vegar aldrei Karin. getað gengið úr skugga um hvort Edeltraut, sem var í raun orðin tengdamóðir hans, var ástfangin af honum, eða hvort þetta samband var henni aðeins stundargaman. En hún gaf sig honum á vaid hvað eftir annað. Karsten lá enn vakandi. Svo var eins og hann segði við sjáifan sig að líklega myndi hann aldrei komast að því hvaða tiifmningar Edeltraut bæri raunverulega í brjósti til hans, ekki frekar en hann gat sagt með vissu hvers vegna hún hótaði að segja frá öllu saman, með þeim skelfíleg afleiðingum sem það myndi hafa. Og hann varð að viður- kenna fyrir sjálfum sér að þann tíma sem hann hafði farið í rúmið með mæðgunum til skiptis hafði hann í raun látið sig þá tvöfeldni litlu skipta. Hann hefði aðeins hugs- að um að njóta stundanna með þeim. Lausnar leitað Karsten sofnaði loks um síðir. Þegar hann vaknaði um morguninn leit allt nokkuð öðruvísi út. Þá var sem honum væri ljóst að það væri Karin sem hann elskaði. Ætti hann að velja milli hennar og Edeltraut myndi hann velja Karin. Þá var honum líka farið að þykja vænt um telpuna Michelu sem Karin hafði átt með fyrrverandi kærasta sínum. Þótt heimurinn liti öðruvísi út í dagsbirtunni en í myrkri næturinn- ar gat Karsten ekki gleymt hótun Edeltraut um að ljóstra öllu upp. Hann yrði að tryggja að til þess kæmi ekki. En hvernig? Því velti hann fyrir sér um hríð, en það var eins og svarið léti á sér standa. Þau höfðu rifist heiftar- lega um nóttina, eins og reyndar áður, og það væri bamaskapur að halda að staðan, eins og hún var orð- in, leiddi ekki fyrr eða síðar til upp- gjörs, nema gengið væri frá málum á tryggilegri hátt. Örlagaríkur dagur Um hríð ók Karsten um í bíl sín- um, en svo tók hann þá ákvöröun að leysa málið í eitt skipti fyrir öll, væri þess nokkur kostur. Hann sótti aukalykil Karin að íbúð móður hennar, en ók síðan áleiðis þangað. Er að íbúðinni kom stakk hann lykl- inum í skrána og gekk rakleitt inn. Edeltraut var ekki ánægð yfir þvi að hann skyldi koma óboðinn og lét hann heyra það. Hún varð reið, sagðist myndu hringja í Karin og kalla jafnframt á lögregluna, því hann hefði enga heimild til að taka á sér hús með þessum hætti. Og það var ekki annað að sjá en hún hefði í hyggju að gera alvöru úr hótun sinni. í nokkur augnablik stóð Karsten þarna og hugsaði með sér að nú væri fokið í öll skjól. Edeltraut ætl- aði ekki aðeins að gera alvöru úr því að segja Karin frá því að hann hefði haldið viö móður hennar, heldur ætlaði hún að láta lögregl- una fjarlægja sig úr íbúðinni. Og þegar hann sá Edeltraut ganga að símanum missti hann stjórn á sér. Hann sótti hamar, og gekk aftan að henni þar sem hún var byrjuð að velja númerið. Hún lauk því aldrei því hann sló hana áður. Fór úr íbúðinni Er Karsten sá Edeltraut liggja líf- vana á gólfinu fannst honum að hann yrði að gera allt sem hann gæti til að leyna óhæfuverkinu. Hann leitaði nú að eldspýtum, og þegar hann fann þær reyndi hann að kveikja í. Það gekk hins vegar erfiðlega, og það var ekki fyrr en hann var búinn að kveikja í þremur dagblöðum og nota nær allar eldspý- turnar í stokknum að honum fannst sem nógu mikill eldur myndi læsa sig um íbúðina til að aftná öll veg- summerki. Karsten fór út úr ibúðinni, gekk að bílnum sínum og ók burt. Það var ekki fyrr en hann hafði ekið um hríð að hann mundi eftir því að þennan dag hafði Edeltraut haft Michelu litlu hjá sér. Hún svæfi því í íbúðinni sem eldur var nú laus í. Eftir nokka umhugsun taldi Karsten sér ekki fært að fara aftur í íbúðina til að bjarga Michelu og ákvað að láta slökkviliðsmennina um að sinna henni. Það varð af- drifarík ákvörðun. Málalok Slökkviliðsmennirnir komu að íbúðinni eins og Karsten hafði reiknað með, en ekki fyrr en ná- grannarnir höfðu orðið eldsins var- ir. Þá var hann orðinn svo magn- aður og reykurinn svo mikill að Michela litla var dáin. Hún hafði verið í herbergi við hliðina á setu- stofunni. Karsten Albers var handtekinn. Allt á vettvanginum benti til íkveikju, og eftir yflrheyrslur og rannsókn var gefín út á hendur hon- um ákæra fyrir morð og íkveikju sem leitt hafði til dauða. í raun var því um tvöfalda morðákæru að ræða, auk ákæru fyrir ikveikju. Það vakti athygli í réttarsalnum hve rólegrn Karsten virtist vera. Hann hafði góða stjórn á sér, og lét sér ekkert um munn fara að óhug- suðu máli, að því er virtist. Það leiddi til þess að sumir töldu hann kaldrifjaðan. Aðrir litu aftur svo á að yfir hann hefði komið sú rósemi sem einkennir oft þá sem vita að ör- lögin verða ekki umflúin. Og hver urðu örlög Karstens Al- hers? Lífstíðardómur. Michela litla. Edeltraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.