Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 DV, Beriín:_____________________ Skóflustunga að nýju sendiráði íslands í Þýskalandi var tekin í Berlín i vikunni. Byggingin er á sameiginlegu svæði með hinum Norðurlöndunum í hjarta borgar- innar, nánar tiltekið á horni RauschstraBe og KlingelhöferstraBe við Tiergarten, helsta útivistar- svæði Berlínarbúa. Hvert land hef- ur sína byggingu auk einnar sam- eiginlegrar þar sem aðstaða verður m.a. til veitingasölu og sýninga- og fundahalda. Það voru sendiherrar íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands sem tóku skóflustunguna sameiginlegri hendi. Búið var að útbúa skóflu með fimm sköftum og ekki annað að sjá en byrjunin lofaði góðu um sam- starfið í framtíðinni. Fjölmenni var við athöfnina og ríflega 80 blaða- menn og ljósmyndarar meðal við- staddra. Byggingamar, sem alls em 7.200 fermetrar að stærð, verða teknar í notkun sumarið 1999. Þá munu sendiráð landanna, sem flest eru í Bonn í dag, flytjast til Berlínar. Upphafleg hugmynd að sameigin- legu sendiráðssvæði er í raun kom- in frá Þjóðverjum eftir að ákveðið var að flytja aðsetur þings og ríkis- stjórnar tfl Berlínar. Norðurlöndin tóku hugmyndinni vel. Undirbún- ingur að lóðarkaupum og gerð samnings hófst fyrir fimm árum. Ríkisstjórn íslands samþykkti fram- kvæmdina árið 1994. Umlukið kopargirðingu Efnt var tfl samkeppni um heild- arskipulag svæðisins og hana unnu austurrískur og finnskur arkitekt. Tfllaga þeirra gerði ráð fyrir einni húsaþyrpingu, nokkurs konar borg, og er tjöm í henni miðri sem snert- í Í l « j J i Skóflustunga tekin að nýju sendiráði íslands í Þýskalandi - á samnorrænu svæði í Berlín: Sendiherrarnir taka samhentir fyrstu skóflustunguna í Berlín. Frá vinstri eru það Bent Hákonsen frá Danmörku, Arto Mansala frá Finnlandi, Ingimundur Sigfússon frá íslandi, Kjeil Eliassen frá Noregi og Mats Hellström frá Sví- þjóð. DV-mynd bjb A besta stað í borginni ir öll sendiráðin. Fimmtán metra há og græn kopargirðing tengir saman byggingamar og á það að túlka sam- stöðu Norðurlandanna. Hver bygg- ing er 14 metra há á fjórum hæðum. Samkeppni um sendiráðsbygging- amar var haldin í hverju landi fyr- ir sig. Á íslandi var það Pálmar Kristmundsson arkiktet sem bar sigur úr býtrnn. Hann sagði í sam- tali við DV að verkefnið hafi verið mjög skemmtflegt og spennandi. Samstarf við aðra arkitekta og ráð- gjafa hafi gengið mjög vel. Hann sagði byggingarnar hafa vakið mikla athygli i Berlín, þær skæra sig frá þeim skýjakljúfum sem verið væri að reisa í horginni. Þeim hafi verið gert að hanna hús innan ákveðins forms en þó alls ekki eins. Þeir beðnir að túlka þjóðareinkenni hvers lands fyrir sig. Þannig væri viðm- áberandi í norsku bygging- unni en steinn í þeirri islensku. Islenskt líparít notað í fyrsta sinn Stærð hverrar byggingar ræðst af umfangi sendiráðanna og eins og gefur að skflja er sú íslenska lang- minnst. Þannig er danska byggingin fimm sinnum stærri. Reiknað er með 11 starfsmönnum í íslenska sendiráðinu. Byggingin er 450 fer- metrar að stærð á fjórum hæðum. Skrifstofuhúsnæðið sjálft er 20 metrar á lengd og aðeins fjórir á breidd. Það er klætt að utan með ís- lensku, rauðgulu líparíti úr Djúpu- vík, nokkuð sem ekki hefur gert áður við íslenska húsaklæðningu að sögn Pálmars. Með áföstu stiga- og lyftuhúsi verður byggingin 10 metr- ar á breidd. Það er klætt með hrárri steinsteypu með báraáferð. Fyrir framan bygginguna er hraunlagður garður með lýsingu undir. -bjb Pálmar Kristmundsson arkitekt hannaði íslenska sendiráöiö. Líkan af sendiráðssvæöinu var til sýnis í Berlín og vakti mikla athygli. Hér hafa byggingarnar verið merktar, lesendum til glöggvunar. DV-mynd bjb Kvöldskóla Kópavogs verður 11. maí, kl. 13.00-18.00 í Snælandsskóla Bútasaumur Skrautskrift Silfursmíði Video Grænmetisréttir Fatasaumur Leirmótun Vatnslitamálun Trésmíði Bókband Trölladeig Ljósmyndun Útskurður Verið velkomin! M KVDLDWÓLI121 KOPAVOGS# SNÆLANDSSKÓLI -200 KÓPAVOGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.