Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 Stökktu til Costa del Sol 28. maí í 14 daga frá kr. 20.332 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann 28. maí til Costa del Sol. Þú tryggir þér sæti í sólina og 5 dögum fyrir brottför færðu að vita á hvaða hóteli þú gistir. Á Costa del Sol finnur þú glæsilegasta aðbúnað á Spáni og heillandi mannlíf sem er engu líkt og þú nýtur rómaðrar þjónustu farastjómar Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.960 M.v. 2 í íbúð, 14 nætur, 28. maí. Verðkr. 23.332 M.v. hjón með 2 böm í íbúð. 28. maí, 14 nætur, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, skattar. Vikulegt flug í sumar. HEIMSFERÐIR 1997:;’ Austurstræti 17-2. hæð - Sími 562 4600 SVAR[ j j 903 • 5670 •• Aðeins 25 kr. mlnútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. DV Fréttir DV Tennishöllin í ábyrgð vegna fallins víxils Klæðningar hf.: Framkvæmdastjórinn skrifaði upp á ábyrgð fyrir tveimur milljónum - hafði ekki stjórnarsamþykkt til gjörningsins Tennishöllin í Kópavogi er krafm greiðslu vegna víxils upp á rúmar tvær milljónir króna sem Klæðning hf., fyrirtæki Gunnars Birgissonar, er greiðandi að. Víxillinn er þannig tilkominn að Tennishöllin gekk í gegnum frjálsa nauðasamninga ný- verið þar sem lánadrottnum voru boðnar til greiðslu 20 prósent af skuldum eða hlutafé sem nam fullri skuld. Tennishöllin skuldaði Klæðn- ingu umræddar 2 milljónir króna vegna jarðvegsvinnu við byggingu Tennishallarinnar. Við nauðasamn- ingana samþykkti Klæðning að skuldin yrði greidd með hlutafé. „Það liggur fyrir að það eru utan- aðkomandi vandræði hjá Tennis- höllinni. Félagið er nú í þokkaleg- um rekstri eftir talsvert þungan róður þar sem samið var við fjölda lánadrottna í frjálsum nauðasamn- ingum. Eitt af þeim fyrirtækjum er óneitanlega Klæðning," segir Hjör- leifur Hringsson, stjómarformaður Tennishallarinnar. Við yfirtöku skuldarinnar skrifaði framkvæmda- stjóri Tennishallarinnar, Þorbjörn Guðjónsson, í nafni síns fyrirtækis, upp á víxil sem ábyrgðaraðili en greiðandi var Klæðning. Þorbjörn vildi í samtali við DV ekkert tjá sig um það mál. „Þetta mál á ekkert erindi í blöð eða fjölmiðla," segir Þorbjöm. Hjörleifur Hringsson segir ekki stjórnarsamþykkt að baki gjörnings framkvæmdastjórans. Fýrirtækið megi ekki við neinum skakkafollum en þess má geta að á fyrstu tveimur veðréttunum em áhvúandi um 130 milljónir króna. „Það er mjög óheppilegt atriði að framkvæmdastjóri skyldi skrifa upp á víxilinn fyrir Klæðningu. Þetta þýðir að búið er að stefna Tennis- höllinni fyrir dóm vegna þessa. Þetta er mjög alvarlegt mál ekki síst vegna þess að 70 milljóna króna bæjarábyrgð er á öðrum veðrétti," segir Hjörleifur. „Það er ljóst að Tennishöllin má ekki við því að þessi greiðsla falli á okkur.Þrátt fyrir að margt hafl snú- ist fyrirtækinu í hag að undanfomu er ljóst að það má lítið út af bera,“ segir Hjörleifur. Gunnar Birgisson, framkvæmda- stjóri Klæðningar hf., vildi sem minnst gera úr málinu. „Það er komin stefna en við mun- um greiða okkar skuld,“ segir Gunnar Birgisson. -rt Skóflustunga að minningarreit tekin á Akureyri DV, Akureyri: Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og ná- grenni, hafa lengi haft það á stefnu- skrá sinni að láta útbúa sérstakan minningarreit um týnda, þ.e. þá sem hafa farist á einn eða annan hátt og ekki fundist. Samhygð hefur fengið úthlutað sérstökum reit á kyrrlátum stað við austurhlið kirkjugarðsins á Akureyri þar sem gert er ráð fyrir að reisa minnisvarða úr stórum steini og 28 minni steinum þar sem hægt verður að setja skilti með nöfnum hinna látnu. Fyrsta skóflustungan að minn- ingarreitnum verður tekin nk. sunnudag og hefst með athöfn við Höfða, nýju kapefluna við kirkju- garðinn, kl. 16. Þar verður þeirra minnst sem týnst hafa og að því loknu verður gengið að minningarreitnum og skóflustungan tekin. -gk Lotus er þægilegur og endingargóður salernispappír. Hann er mýkri og sterkari en aðrar ódýrari tegundir og er því drýgri fyrir vikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.