Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 45 DV Eitt málverka Önnu-Evu Bergmann f Listasafni Kópavogs. Afstrakt með snertingu af norskri náttúru Um þessar mundir stendur yfir sýning í Listasafiii Kópavogs á myndum eftir norsku listakonuna Önnu-Evu Bergmann (1909-1987). Hún haslaði sér völl á alþjóðavett- vangi á sjötta áratugnum með málverkum sem höfðu afstrakt yf- irbragð þótt kveikjan í þeim væri norskt landslag. Anna-Eva Bergmann starfaði víða í Evrópu með eiginmanni sinum, hinum nafntogaða þýska málara, Hans Hartung. Listrænt sjálfstæði Önnu-Evu var jafnan óumdeilt enda höfðu verk hennar mikla sérstöðu á uppgangstímum afstraktlistarinnar. Frumlegan og kraftmiklan stíl sinn þróaði lista- konan með því að stílfæra til hins ýtrasta grunnform í norskri nátt- úru uns eftir stóðu algild frum- tákn, haf, firðir, bátar, fjöll, stein- ar og dulmagnað ljós norðursins. Sýningin stendur til 8. júní. Sýningar Tvær sýningar í Reykholti í safiiaðarheimili Reykholts- sóknar standa nú yfir tvær sýn- ingar. Um er að ræöa sýningu dr. Jónasar Kristjánsson um Snorra Sturluson og verk hans og mál- verkasýningu Vignis Jóhannsson- ar. Sýnir Vignir olíumálverk tengd íslensku landslagi. Sýning- amar standa til 15. júní. Notkun áttavita Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavamafélag íslands stend- ur fyrir námskeiði fyrir almenn- ing um notkun áttavita og landa- korta í samvinnu við Ferðafélag íslands í dag og á morgun í húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, og hefst það kl. 20 báða dagana. Kirkjan og lífsskrefin {Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, Akureyri, verður haldið í dag kl. 17 málþing um fræðslu kirkjunn- ar og hvemig hún tengist ævi- ferli einstaklinga. Námskeiðið er ætlað prestum, starfsmönnum safnaða og öðrum sem tengjast og hafa áhuga á kristnidóms- fræðslu. Samkomur Ráðstefna um vamir gegn áfengis- og vímuefnavandanum verður haldin í Borgartúni 6 á morgun, þriðjudaginn 13. maí. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra flytur ávarp, Bjöm Halldórsson, yfirmaður ávana- og fikniefna- deildar lögreglunnar, og Þórólfur Þórlindsson prófessor flytja er- indi. SVDK Hraunprýði Hin árlega kafíi- og merkjasala SVDK Hraunprýði verður i dag frá kl. 15 til 22. Kafíisalan verður að Hjallahrauni 9. Merki deildar- innar verða afhent sölubömum í Bæjarbíói frá kl. 9. Félag eldri borgara í Reykjavík Bridge verður spilað í Risinu í dag kl. 13.00. Hlaup Því fjölgar með hveijum degi fólki sem er að hlaupa sér til heilsuhressingar eða ganga í sama tilgangi. Margir hafa það fyrir sið að ganga eða hlaupa frá sund- laugum bæjarins og er Breiðholtslaug engin und- antekning í því tilliti. Frá henni er hægt að velja margar leiðir. Á kortinu má sjá tvær leiðir um Breiðholt sem era þriggja kílómetra og fimm kílómetra langar. Þetta era Umhverfi mjög svo hæfilegar göngu- leiðir og góðar hlaupaleiðir fyrir fólk sem er ekki langt komið í skokkinu. Fyrir þá sem vilja lengri hlaupaleið- ir er hægt að benda á Elliðaár- og Víðidalinn en þar era vinsælar skokk- og hlaupaleiðir. og ganga í Breiðholti Pétur Östlund og kvartett á Jómfrúnni: Uppáhaldslög Péturs Pétur Östlund trommuleikari er einn okkar þekktasti djassmaður og þótt hann hafi lengi starfað í Svíþjóð kemur hann hingað til lands til aö spila við ýmis tæki- færi. Pétur hefur ieikið inn á margar plöt- ur en aldrei undir eigin nafhi en nú er komið að því að hann gefi út plötu og er hann hér á landi i þeim tilgangi. Pétur hefur stofhað kvartett til að sinna þessu verkefni sínu sem hann kallar Power Flower. í kvartettinum era engir aukvisar. Eyþór Gunnarsson leikur á pí- anó og Þórður Högnason leikur á bassa en þeir léku með Pétri á síðustu RúRek-hátiö Skemmtamr á eftirminnilegum tónleikum. Fjórði með- limur kvartettsins er sænski saxófónleik- arinn Frederik Ljungkvist sem lék hér á landi í fyrra í hljómsveit Frederiks Nor- ens. Kvartettinn hefur haldið tvo tónleika, á Akureyri og í gærkvöldi á Jómfrúnni. Leikurinn veröur endurtekinn í kvöld og hefjast tónleikamir kl. 21. Pétur Östlund, sem stendur í stórræðum þessa dagana, mun leika ósamt kvartett sínum á Jómfrúnni f kvöld. ListaJdúbbur Leikhúskjallarans: Frátekið borð Tvær konur utan af landi, önnur frá Akureyri og hin frá Homafirði, eiga frátekið borð í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld. Nánar tiltekið er hér á ferðinni leiksýning eftir Jóninu Leósdóttur, einn verð- launahöfunda í samkeppni Leikfé- lags Reykjavíkur um bestu leikritin í tilefni 100 ára afmælis félagsins. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir en konumar leika þær Saga Jónsdóttir og Sofíia Jakobsdóttir en þjónustu- stúlku Leikhúskjallarans leikur Þó- rey Sigþórsdóttir. Leikhús Frátekið borð er örlagaþrangin kómedía í einum þætti með ísmeygilegu plotti. Um er að ræða tilbúna leiksýningu en ekki leiklest- ur en verkið var fyrst flutt hjá Höf- undasmiðju Leikfélagsins. Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Pórey Sigþórsdóttir leika persón urnar þrjár í Frátekið borð. Pétur Jónsson Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem hefur hlotið nafnið Pétur, fædd- ist á fæðingardeild Land- spítalans 1. maí kl. 17.12. Barn dagsins Hann var við fæðingu 4485 grömm að þyngd og mældist 55 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Sigrún Magnúsdóttir og Jón Gauti Jónsson og er Pétur þeirra fyrsta bam. Jim Carrey leikur lögfræðinginn Fletcher Reede sem lendir í óvæntum þrengingum. Meö hon- um á myndinni er Jennifer Tilly. Lygari, lygari í Lygara, lygara (Liar Liar), sem sýnd er Laugarásbíói, er hinn vinsæli gamanleikari Jim Carrey í miklum ham sem Fletcher Reede, metnaðargjam lögfræðingur sem er í lífsgæða- kapphlaupi og lætur ekki sann- leikann hindra sig í að vinna mál fyrir rétti. í réttarsalnum er hann mjög sannfærandi og á létt með að tala alla upp úr skónum, enda óforbetranlegur lygari sem gerir engan mun á hvað er satt og hvað ósatt. Þessar lygar lenda einnig á syni hans sem tekst þó í einn dag að láta fóður sinn segja sannleikann og ekkert annað en sannleikann. Allt í einu er kjaft- urinn á Fletcher, sem hefur bjargað honum á lífsleiðinni, orðinn það sem bakar honum ekkert nema vandræði. Kvikmyndir Mótleikarar Jims Carreys í Liar Liar eru Jennifer Tilly, Swoosie Kurtz, Amanda Donohoe, Maura Tiemey og Cary Elwes. Leikstjóri er Tom Shadyac. Nýjar myndir: Háskólabíó: Háöung Laugarásbió: Lygari, lygari Kringlubió: Veislan mikla Saga-bíó: Lesið í snjóinn Bíóhöllin: Michael Bíóborgin: Tveir dagar í dalnum Regnboginn: Supercop Stjörnubíó: Einnar nætur gaman Krossgátan Lárétt: 1 stærðfræðitákn, 6 hross- húð, 8 eftirréttur, 9 rola, 10 mánuð- ur, 11 ólykt, 12 timi, 13 handlegg, 15 napurt, 17 gleði, 20 snemma, 21 strax. Lóðrétt: 1 samningur, 2 borgarar, 3 hvítrófu, 4 álandsvindur, 5 blessa, 6 garmur, 7 dýpi, 12 spírun, 14 sjór, 16 traust, 18 féll. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 ómynd, 6 ás, 8 lofa, 9 rim, 10 urr, 11 funi, 13 skinnið, 14 sinna, 16 sa, 18 enn, 19 áttu, 21 Ingi, 22 eim. Lóðrétt: 1 61, 2 morkinn, 3 yfrinn, 4 nafn, 5 druna, 6 ái, 7 snið, 12 nisti, 15 nái, 17 aum, 18 ei, 20 te. Gengið Almennt gengi 09.05.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqengi Dollar 70,530 70,890 71,810 Pund 114,740 115,280 116,580 Kan. dollar 50,915 51,225 51,360 Dönsk kr. 10,8630 10,9330 10,8940 Norsk kr 9,9820 10,0420 10,1310 Sænsk kr. 9,1740 9,2300 9,2080 Fi. mark 13,6850 13,7750 13,8070 Fra.franki 12,2610 12,3390 12,3030 Belg. franki 2,0035 2,0175 2,0108 Sviss. franki 48,8800 49,1800 48,7600 Holl. gyllini 36,7600 37,0000 36,8800 Þýskt mark 41,3620 41,6180 41,4700 lt. líra 0,04176 0,04204 0,04181 Aust. sch. 5,8750 5,9150 5,8940 Port. escudo 0,4109 0,4139 0,4138 Spá. peseti 0,4895 0,4929 0,4921 Jap. yen 0,57440 0,57880 0,56680 irskt pund 106,770 107,410 110,700 SDR 96,45000 97,05000 97,97000 ECU 80,4800 81,0400 80,9400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.