Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 16 * menning Tuttugu metrar og fjórir Rúrí: Tuttugu metrar. Hver eru tengslin á milli forms og fyrirmyndar þess? Þessi spuming hefur verið eitt af viðfangefiium myndlistarkon- unnar Rúríar um nokkurra ára skeið og hefur birst í þeim verk- um hennar sem byggjast á mæli- kvarða tommustokksins en taka þó á sig hinar fjölbreytilegustu myndir og form. Um þessar mundir sýnir hún fjögur slík verk á sýningunni Afstæðu í Gallerí 20 fermetrar. Bandaríski heimspekingur- inn Nelson Goodman hefur bent á að líking milli forms og fyrir- myndar sé ekkert skilyrði þess að formiö sýni fyrirmyndina. Líkingin hefur með speglun að gera þar sem til dæmis tommustokkur A líkist tommustokki B jafn mikið og tommustokkur B líkist tommustokki A. Þó sýnir hvorugur hinn. Ekki frekar en Jón Jónsson væri mynd af passamynd sinni þó að passamyndin líktist honum glettilega mikið. Það er eitthvað annað en líking sem gerir það að verkum að við segj- um um form eða mynd að þau sýni okkur eitt- hvað. Til dæmis að passamyndin sýni okkur Jón Jónsson. Þetta „eitthvað" hefur með sam- hengi, úrvinnslu, umgjörð og venjur að gera. Hvaða ljósi bregða myndir Rúriar á þetta merkingarfræðilega vandamál? Eins og áður er sagt eru tommustokkamynd- ir Rúríar fjölbreyttar í formi þó að þær byggist allar á sama tommustokknum og þar með á sama mælikvaröanum. Á þessari sýningu eru þrjú verk sem heita 20 metrar en hafa þó ólík form og umfang. Titillinn vísar til þess að verk- in eru öll gerð úr 20 tommustokkum sem hver Myndlist Ólafur Gíslason og einn er metri á lengd. Fjórða verkið, sem heitir 4 metrar, er heldur ekki 4 metrar á lengd heldur búið til úr 4 meterslöngum tommustokk- rnn. Aðrar eftirminnilegar útfærslur Rúríar á þessari hugmynd eru teningsmetrinn og fer- metrinn, en þessar rúmfræðieiningar hafa í verkum hennar stöðulinn 21,5 sm í stað 100 sm sem reglur flatarmáls- og rúmfræðinnar segja til um. Þær mynda hins vegar tening og feming og byggja á þeirri einingu sem tommustokkur- inn er, en fimmbrotinn meterslangur tommu- stokkur er einmitt 21,5 sm á lengd. Myndfrnar eru rökréttar í sínu samhengi en benda okkur á afstætt gildi þeirra viður- kenndu mælikvarða sem við umgöngumst daglega sem al- gildar forsendur allra mæl- inga. Þær benda okkur líka á hvemig tungumálið, mæl- ingatæknin og myndmálið byggja hver á sinni setninga- fræði og rökfræði, þannig að tenging þeirra býður upp á fjölbreytilegar niðurstöður þó að mælikvarðinn sé alltaf sá sami. Ætlum við að gera mynd sem sýnir 20 metra em margar lausnir á dæminu. í fyrsta lagi er spumingin um tommustokkinn og hugtakið metra. Líkist tommustokkur- inn hugtakinu metra eða er hann mynd af því? Er yfirleitt til mynd sem samsvarar hugtakinu? Og ef hún er til, hefúr hún þá einhverja merk- ingu? Auk þess aö benda á vandann virðist mega lesa úr metramyndum Rúríar þá niðurstöðu að merking myndar hafi ekki með það að gera hvað hún sýni heldur samhengiö sem hún sýn- ir það í. í þessu tilfelli em metramir tuttugu og fjórir settir í samhengi við geometrísk form sem hafa í raun takmarkað með lengdarmál að gera. Tengslin era þó fyrir hendi en forsendur þeirra em ekki hinar viðteknu heldur benda þær okkur á að reglur og viðmið, sem við erum vön aö taka sem algild, hafa sín takmörk sem miðast við samhengi, hefð og úrvinnslu þess sem meðhöndlar mælikvarðann. Sýningin Afstæða er í Gallerí 20 fermetrar, Vesturgötu 10a, kjaliara, og stendur til 18. maí. Verður vinátta við fyrstu kynni? Hversu rótgróin era hús á sínum uppranalega stað? Líður gömlum húsum betur í sambýli við sína líka eins og uppi í Árbæ, eða era þau fús til að mynda samband við nýja fé- laga? Og þá er ekki aðeins átt við nýbyggingar sem reistar eru í kring- um þau heldur það umdeilanlega samband sem viðbyggingar bera með sér. Viss grandvallaratriði koma í hugann sem varða hugmyndafræði arkitektsins. Reynir hann að koma á vingjamlegu samtali milli húss og viðbyggingar? Leitar hann að sögu- legum þáttmn sem tengja þær sam- an? Ögrar hann samskeytum þeirra vísvitandi með því að draga fram andstæður milli þeirra? Sýnir hann til dæmis auðugan nútíma á móti örbirgð fortíðar? Byggingarlist Halldóra Amardóttir Sérhver arkitekt hefur sína að- ferð til að meta hugsanlegar lausn- ir. Við myndum okkur skoðun eftir því hvað við sjáum þegar ólík form og efni mætast, litir og áferð. Met- um árangurinn sem einnig kemur fram í stærð- arhlutfollum, tæknilegri meðferð, jafnvægis- og áherslubreytingum. Listasafn íslands er gott dæmi um hús tímanna tvennra. Þegar gengið er Fríkirkjuveginn draga boga- dregnar útlínur eldra hússins vegfarendur til sín með hlédrægri sérstöðu sinni, um leið og Daniel Buren 1992: Staösetning - framsetning - tilfærsla. Myndin er tekin úr Árbók Listasafns íslands 1993. þær endurspegla bárur vatnsins í Tjöminni. Hreinleiki forms, lita og efnismeðferðar er al- ger þegar gengið er upp stíginn að safninu. Hvít steinsteypan, marmari, stál og gler era efni sem krefjast góðrar umhirðu, en rökræða má um hvort þessi stílhreini hráleiki sé ekki einmitt nauðsynlegur sem upphaf og endapunktur fyrir það sem er fýrir innan: hlutlaus bakgrannur fyrir listaverkin. Þá túlkun setti listamaðurinn Daniel Buren á oddinn í staðbundnu verki sínu, „Staðsetning - framsetning - tilfærsla", í anddyri Listasafnsins árið 1992. í því vora gestir dregnir inn í myndverk úr samtímanum og urðu um leið þátttakendur í leik listamannsins við skilningarvitin. Inngangur safnsins, opinn upp á gátt, bauð gestum að leysa margræði tímans sem falið var í fjarvídd verksins. Og það tókst. Því innar sem kom- ið var þeim mun að- greinanlegri urðu ein- stakir hlutir mam. og form. Þannig er líka um sögu Lista- safnsins sem byggingar. Ef hugsað er út í merkingu einstakra atriða eins og forma, efnis og litavals, þá er hægt að líta á verk Daniels sem táknrænt fyrir sameiginlegt fungumál eldri og yngri bygging- arinnar. Hreinleiki og einfaldleiki tengja þær saman og bjóða al- menningi heim. Fagurfræðin er ekki eini þátturinn sem hafa verð- ur í huga. Ný og gömul bygging verða að geta talað saman á sama tungumál- inu, eins og eldri og yngri kynslóðir læra hvor af annarri. Saga okkar og umhverfis- ins byggist á samskiptum og því að reyna að gera okkur skiljanleg. Ef það er haft að leið- arljósi getrn- vinátta orðið við fyrstu kynni. Caput í Portúgal Caput-hópurinn tók þátt i Gul- benkian-tónlistarhátíðinni í Portúgal í síðustu viku, en hún er ein virtasta nútímatónlistarhátíð Evrópu. 5. maí hélt hópurinn tónleika í aðalsal Gul- benkian-tónleikahallarinnar og lék ítalska tónlist við gífúrleg fagnaðar- læti áhorfenda sem voru fjölmargir. Guðmundur Óli Gunnarsson stjóm- aði tónleikunum, ítalski sellistinn Jacob Scalfi var einleikari og Rann- veig Fríða Bragadóttir söng einsöngs- hlutverkið í verki ítalans Fausto Rometellis „Mediterrano". „Hún heillaði portúgalska áheyrendur ger- samlega upp úr skónum,“ segir Kol- beinn Bjamason flautuleikari. 6. maí var norræn tónlist á dagskrá hópsins, meðal axmars ný verk eftir Áskel Másson og Atla Ingólfsson en ekki náðist í Caput-menn til að spyrja hvemig hefði gengið. Meðal ffamtíðarverkefna Caput er þátttaka í Sumartóna-hátíðinni í Færeyjum í júní og júlí og upptaka á óperu Hauks Tómassonar, Guörún- arkviðu hinni fjóröu, sem gekk fyrir fúllri skipakví í nokkrar vikur í Kaupmannahöfn í fyrra sumar. Sænska útgáfúfyrirtækiö RIS ætlar að gefa óperuna út. Blávindur Blávindur og fleiri ljóð heitir ljóða- kver eftir pakistanska skáldið Daud Kamal sem forlagiö Brú gaf út nýlega í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Daud Kamal lést fyrir áratug en er meðal fremstu lýrískra skálda í heimalandi sína á þess- ari öld. Hann ritaöi flest ljóð sín á ensku en ekki úrdú eins og önnur pakistönsk skáld, enda hlaut hann framhalds- menntun sína í Englandi og kenndi ensku um 30 ára skeið í heimalandi sínu. Hann hlaut margar viðurkenningar fyrir ljóðlist, meðal annars þrenn al- þjóðleg gullverölaun. Blávindur geymir 25 valin ljóö sem flest bera vitni upprana sínum með skírskotunum í sögu, staöhætti og venjur, þó ekki þannig aö hamli skilningi, enda lætur þýðandi fylgja nokkrar skýringar til glöggvunar þeim sem era ókunnugir menningar- arfi Pakistans. Kverið kostar 490 krónur og er til sölu í bókabúðum Máls og menningar. íslensk danslist í Eystrasaltslöndum 2. maí sýndu Lára Stefánsdóttir og David Greenall tvo tvídansa úr La Cabina eftir Jochen Ulrich á hátíðar- kvöldi í Þjóðaróperanni í Riga í Lett- landi. Sýningin var hluti af balletthá- tíð, Baltic Ballet Festival, sem 130 dansarar frá 30 löndum tóku þátt í, þeirra á meðal finnski Þjóðarópera- ballettinn undir stjórn Jorma Uotinen og dansarar frá Marinski leikhúsinu i St. Pétursborg. Lára Stefánsdóttir heldur forinni áfram ein núna þessa dagana. Hún dansaði verk sitt „Hræringar" við frumsamið tónverk Guðna Franzsonar í Vilnius 9. maí, í kvöld sýnir hún í Riga og í Tallin 15. maí. Dansverkið „Hræringar" verður frum- flutt á ís- landi á sýn- ingu ís- lenska dans- Lára Stefánsdóttir gerir vföreist. V/ flokks- ins 22. maí næstkomandi ásamt þremur öðrum nýjum verkum eftir David Greenall, Nönnu Ólafsdóttur og Michael Popper. Sá síðastnefndi er þekktur breskur dansari og danshöf- undur og er sérstakur gestur dans- flokksins um þessar mundir. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.