Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 4
1 « utn helgina FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 DV Hallgrímskirkja: Kammertónleikar Schola cantomm Kammerkórinn Schola cantorum, sem starfar við Hallgrímskirkju, mun halda tónleika í kirkjunni á sunnu- daginn kl. 17. Á efnisskránni eru gregorískir kirkjusöngvar og mótettur frá bar- okktímabilinu og samtímanum. Fluttar verða mótettur eftir Schein, Bach, Pepping, Hjálmar H. Ragnars- son og Jón Hlöðver Áskelsson. Umfangsmesta kórverkið á tónleik- unum er tveggja kóra mótettan „Komm, Jesu, komm“ eftir J.S. Bach en yngsta verkið heitir „Tignið Drott- in“. Höfundur þess er Jón Hlöðver Ás- kelsson. Daviðssálmar og Biblíulofsöngvar mynda síðan ramma um kórverkin. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hera Björk Þórhallsdóttir sópran- söngkona og Einar Clausen tenór- söngvari. í Schola cantorum starfa átján kór- söngvarar sem margir hverjir hafa áralanga reynslu af kórsöng og ann- arri tónlistariðkun. Stjórnandi Schola cantorum er Hörður Áskelsson. Þorri í Neskirkju Á morgun kl. 16. verður haldin Þorrahátíð í Neskirkju. Fram verður borinn hefðbundinn þon-a- matur á hlaðborði, síldarréttir og heitt saltkjöt. Hjónin Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Páll Pétursson félagsmálaráðhen-a flytja minni karla og kvcnna, Miriam Óskars- dóttir syngur einsöng og Reynir Jónasson leikur á harmonikku. Þátttaka tilkynnist til kirkju- varðar fyrir kl. 18 í dag. Höröur Áskelsson er stjórnandi Schola cantorum. Islandsmeistara- keppni barþjóna: Vín op drykkir Um helgina veröur haldin sýning og íslandsmeistara- keppni barþjóna í Perlunni. Dagskráin hefst á morgun kl. 15 með kynningu á áfengi. Þar kynna þrettán innlendir umboðsaðilar og um 20 er- lendir framleiðendur vörur sínar. Einnig verða haldnir fyrirlestrar í fundarsal Perlunnar og vínsmökkunar- námskeið. Sýningin stendur til kl. 20 á morgun. Á sunnu- daginn verður sýningin opin milli kl. 14 og 18. Þann dag ber hæst íslandsmeistara- keppnin í blöndun sætra kokkteila sem hefst kl. 15. Við sýningarslit verður haldinn kvöldverður á 5. hæö Perlunnar sem hefst með for- drykk kl. 19.30. Þá verður nýr íslands- meistari krýndur og dans- leikur haldinn. Sýningin er opin öllum 20 ára og eldri. Aðgangseyrir er 900 krónur. Vínáhugamenn ættu aö kíkja í Perluna um helgina. DV-mynd:E.ÓI CfSaíe- Tvær sýningar eftir: Augun þín blá Nú eru aðeins tvær sýningar eftir af skemmtidagskránni Augun þín blá. Þar rifjar Leikfélag Reykjavíkur upp kynnin við bræðuma Jón Múla og Jónas Ámasyni. Dagskráin er byggð á lögum og textum þeirra bræðra. Þar má nefna Deleríum búbonis, Allra meina bót, Járnhausinn og Rjúkandi ráö. Auk þess em flutt nokkur ný lög og textar, þ.á m. Barbí-lagiö sem notið hefúr mikilla vinsælda hér á landi. Söngvunum tengjast leik- og dansatriði sem einnig era ættuð úr leikverkum þeirra bræðra. Flytjendur verksins eru: Andrea Gylfadóttir, Bergþór Pálsson, Jó- hanna Jónas, Kjaijtan Guðjónsson, Selma Bjömsdóttir,/ Theódór Júlíus- son og Víðir Stefánsson. Hljóðfæraleikarar em: Kjartan Valdemarsson, píanó- og harmon- ikkuleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Sigurður Flosason blásturshljóðfæraleikari og Þórður Högnason kontrabassaleikari. Næsta sýning verður annað kvöld kl. 20.30 en síðasta sýning verður fimmtudaginn 12. febrúar. Augun þín blá er létt og skemmtileg söngdagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.