Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 12
26 lyndbönd MYNDBAMDA j 1Ö11T1 Batman & Robin Skrípó ★ QHTMRN e- pODINl Þá hefur ijóröa Batman- myndin í nýjustu serí- unni litið dagsins ljós og á eiginlega ekki mikið sam- eiginlegt með þeirri fyrstu. Tim Robbins bjó til myrkan og ógnvekjandi Batman, en í höndum Joel Schumacher hefur serían færst nær hinni vinalegu sjónvarpsseríu sem fræg er orðin. Nú er Batman líka búinn að fá hjálp- arkokkana Robin ög Batgirl, sem eru afar aumingjalegar persónur, illa leiknar af miðlungsleikurunum Alicia Silverstone og Chris O’Donnel. Amold Schwarzenegger leikur helsta illmennið en kemst ekki á pall með fyrri stórleikurum sem hafa tekið að sér hlutverk skúrkanna í þess- um myndum. Þá er George Clooney nýr Batman og þeir virðast fara hríðversnandi eftir því sem líður á seríuna. Uma Thurman reddar myndinni algjörlega með stórkostlegri túlkun sinni á tálkvendinu Poi- son Ivy, hinum eitursnjalla og umhverfissinnaða skúrki númer tvö. Hún gerir þessa mynd bærilega áhorfs. Nú þyrftum við bara að fá Tank Girl eða einhverja til að stúta þessu Batman-skrípi. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Joei Schumacher. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, George Clooney, Chris O'Donnel, Uma Thurman og Alicia Silverstone. Bandarísk, 1997. Lengd: 120 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Blossi/810551 íslenskur (ó)raunveruleiki *** Júlíus Kemp vakti allmikla athygli með fyrstu mynd sinni, Veggfóðri. Blossi er önnur kvikmynd hans en hún leitar á allt önnur mið þótt að enn sé verið að fást við reynsluheim unga fólksins. Ungi dópistinn Robbi flýr undan reiðum dópsala og tekur ofurskvísuna Stellu með sér í bíltúr hringinn i kring- um ísland. Ferðalagið er fullkomlega meiningarlaust og endar bara í meðferð á Vogi eftir að illmennin eru búin að drepa hvert annað. Léttruglaður húmor ger- ir myndina bara ansi skemmtilega áhorfs og þá er einnig gaman að fylgjast með vel skrifuðum persón- unum. Páll Banine leikur bara þrælvel og er mjög trúverðugur. Þóra Dungal sleppur einnig vel frá sínu og Finnur handboltakappi er hörku- flottur þótt hann hefði mátt hafa hörkulegri málróm. Gísli Rúnar Jóns- son fer létt með eitt smáhlutverkannna en Vilhjálmur Árnason er alveg út úr kortinu í hlutverki Stálmúsarinnar. Allt útlit myndarinnar er vel útfært og tónlistin einnig vel valin. Úgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Júlíus Kemp. Aðalhlutverk: Páll Banine, Þóra Dungal og Finnur Jóhannsson. íslensk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ ★★★ City of Industry Græðgi og hefnd Kfntifc. oaaff kutoh -wnra»naiM- iniOUSIJRY iwsnnarsun iMmiuctrðK Eftir vel heppnað demantarán við fjórða mann ákveður Skip að hann vilji allan ránsfenginn sjálfur. Hann drepur Jorge og Lee en Roy, bróðir Lee, kemst undan á flótta. Roy er ákveðinn í að hefna bróður síns og leitar að Skip á götum Los Angeles. Skip beitir fyrir sér glæpaflokkum borgarinnar en Roy nýtur aðstoðar ekkju Jorge. Að lokum kemur til uppgjörs í gamalli verksmiðju. Söguþráðurinn er ófrumlegur og þar að auki fremur fyrirsjáanlegur þannig að myndin verður i raun aldrei neitt sérlega spennandi. Hins vegar er handritið nokkuð vel skrif- að, persónusköpun og samtöl í góðu lagi og myndin er tiltölulega raunsæ. Hörkuflnir leikarar sjá svo um restina og aldrei þessu vant er Harvey Keitel á meðal jafningja. Hann og Stephen Dorff leika erkiíjendurna Roy og Skip, og er Stephen Dorff sérstaklega ógeð- felldur í sinu hlutverki. Timothy Hutton, Wade Dominguez og Famke Janssen eru einnig afar traust og í raun er hvergi veikan blett að finna í leikhópnum. Meiri hugmyndaauðgi í söguþræðinum hefði getað gert þessa mynd að meistarastykki. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Irvin. Aðalhlutverk: Harvey Keitel og Stephen Dorff. Bandarísk, 1996. Lengd: 93 mín. Bönnuð innnan 16 ára. PJ Gridlock'd Krimmar og kerfiskarlar **** 1 ifARÍt.H' fllPAC SfÍAKUft i GRIDLOCK d i Félagamir Spoon og Stretch eru að fagna nýja ár- inu með vinkonu sinni sem fellur i dá sökum ofneyslu eiturlyfja. Eftir að hafa komið henni á sjúkrahús fara þeir að hugsa sinn gang og ákveða að hætta í dópi. Það reynist hins vegar erfiðara en þeir héldu að kom- ast í meðferð því þeir þurfa að kljást við skrifræðis- bákn bandaríska heilbrigðiskerfisins, og veitir ekki af svolitlu dópi til að komast í gegnum þá þrautagöngu. Uppdópaðir og hundeltir af morðóðum fikniefhasölum reyna þeir að rata um rangala skrifræðisins. Vondie Curtis Hall tekst hér að búa til meinfyndna mynd, sem tekur á samfélagsvandamálunum á þann veg að ekki er hægt annað en að glotta rækilega að. Eins og við er að búast er Tim Roth alveg hreint yndislegur i hlutverki heimska rugludallsins, en meira kemur á óvart góður og agaður leikur rapparans Tupac Shakur sem leikur víst ekki fleiri hlutverk þar sem hann var skotinn til bana í fyrra. Leikstjórinn er sjálfur í hlutverki dópsalans sem gerir þeim lífið leitt, og einnig má þarna sjá konung óháðu leikstjóranna, sjálfan John Sayles, í hlutverki löggu sem hefur ekki minnstu hugmynd um hvað er að gerast. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Vondie Curtis Hall. Aðalhlutverk: Tlm Roth og Tupac Shakur. Bandarísk, 1996. Lengd: 117 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 T>V Myndbandalisti vikunnar s SÆTI j ] FYRRI VIKA j VIKUR j Á LISTAj j J TITILL J ÚTGEF. j J j TEG. 1 J 4 ! 2 ! Devil's Own ) Skífan ) j j Spenna 2 ! 1 1 j 3 j j i Absolute power J j j Skífan j j j Spenna 3 1 3 j Ný i i 1 j 1 i Batman and Robin ! Warner-myndir 1 Spenna j 4 i i 3 •j ‘ j 2 ' j ) Horfinn heimur j j ) ClC-myndbönd < j j Spenna 5 ! 2 j 5 ) Con Air j Sam-myndbönd j Spenna j 6 í i 5 j ) ! 5 i ■ « 1 Fierce Creatures J . J ClC-myndbönd ‘ 1 | Gaman 1 7 i .1 6 0 j 2 i Spawn J J ) Myndform J Spenna 8 i j 7 , J i c J J b i j J One Fine Day J J J „ i j Skifan j j j Gaman 9 ! 8 ! 6 ! Dante's Peak • ClC-myndbönd ■ Spenna 10 i j 9 ! 4 ! j j The 6th Man J J i Sam-myndbönd J J . J Gaman ii ! 12 i 0 ) J 8 ) Liar Liar ! ClC-myndbönd j Gaman T .,-J, 12 J . J Ný J ) 1 1 J J J Blossi J ) j Sam-myndbönd J Spenna 13 ] 10 1 fi 1 J 8 J The Fifth Element J J j Skífan j Spenna • ■ - '■ i Ný j ) : » : < 3 : . i City of Industy J . J J Skífan 1 i Spenna 15 i 11 Lost Highway i l ) Myndform ) Spenna .. 1 j Ný J 1 ) i 1 j i ) i j Gridlock'd J J ! Háskólabíó J j j Spenna 17 ! Ný ! i ! Commandments J ClC-myndbönd : Drama 18 ! J 15 ! 8 ! j . j Trial and Error J J J Myndform J J j Gaman 19 í 17 ! 12 ! Scream ) .. ) j Skifan j Spenna 20 13 j j ) 5 1 , i Ghosts From the Past J J { Skífan ) Spenna ---- ---- 13. til 19. janúar Nokkrar nýjar myndir koma inn á listann þessa vikuna og sú þeirra sem stekkur hæst er fjórða Batman-myndin, Batman and Robin. Neðar á listanum eru fjórar ólíkar myndir. Ber þar fyrst að telja íslensku kvikmyndina Blossi sem sýnd var í sumar í Stjörnubíói. Mynd þessi fjallar um ungt fólk og átti að höfða til íslenskra unglinga, en gerði það ekki og var aðsókn dræm á myndina. Gridlock’d var ein af mörgum kvikmyndum sem voru á kvikmyndahátíð í Reykjavík og er um að ræða gamansama spennumynd með Tim Roth og hinum látna rappara Tupac Shakur, sem var myrtur stuttu eftir að hann lék í þessari mynd. City of Industry er sakamálamynd í háum gæðaflokki með Harvey Keitel, Stephen Dorff og Timothy Hutton í aðalhlutverk- um og Commandments er vel leikin drama meö Aidan Quinn, Courtney Cox og Anthony La Paglia í aðaihlutverkum. Devil's Own Harrison Ford og Brad Pitt Þegar Frankie var ungur drengur horfði hann upp á grímu- klædda menn myrða foður sinn. Þessi at- burður markaði dreng- inn og í dag, tuttugu árum síðar, er hann i fararbroddi IRA- manna. Frankie er sendur til New York og er ætlað að smygla flug- skeytum yfir hafið heim til írlands. í gegnum sambönd sín tekst hon- um að komast inn í landið á fólskum for- sendum og fær húsa- skjól hjá hinum irskætt- aða lögreglumanni O’Meara sem gnmar fljótlega að Frankie sé ekki sá sem hann þykist vera. Absolute Power Clint Eastwood og Gene Hackman. Luther Whitney er meistaraþjófúr sem telur sig kunna ráð við öllum vanda. Hann gat samt ekki séð fyrir að eigin- kona auðugs kaupsýslu- manns yrði heima einmitt það kvöld þegar hann ákveður að ræna híbýli hans og hann gat heldur ekki séð fyrir að elskhugi hennar kæmi í heimsókn og því síður að þau myndu lenda í átök- um sem enduðu á þann veg að hún iiggur dauð uppi í rúmi. Hápunktur- inn á óheppninni er þó að elshuginn er sjálfúr forseti Bandarikjanna. Skyndilega þarf Luther að giima við valdamesta mann i heimi sem vill hann dauðan. Batman & Robin George Clooney og Arnold Schwarzenegger. Eitthvað ískalt er á sveimi í Gothamborg. Nýr glæpamaður er kominn til sögunnar og eina von borgarbúa er Batman, sem fyrr er til- búinn í bardagann við manninn sem fæddur er með kalt blóð, hr. Frosta. Það ganga fleiri glæpamenn lausir um götur Gothamborgar. Hér er um að ræða hina mögnuðu Eitruðu- Ivy sem er jafn hættu- leg og hún er fógur. Hún drepur með kossi sínum. Þegar hún og hr. Frosti snúa bökum saman virðist ekkert geta komið i veg fyrir þær hörmungar sem biða i Gothamborg. Horfinn heimur Jeff Goldblum og Julianne More. Á nálægri eyju hafa risaeölur í mikilli leynd fengið að þrífast og ganga frjálsar, en nú steðjar að enn meiri vá, áætlun er uppi um að fanga þær og færa upp á meginlandið. John Hammond sem hefúr misst alla stjóm' á InGen- fyrirtækinu sér nú tækifæri til að bæta fyrir fyrri mistök sín og sendir leiöangur undir stjóm Ians Malcolm (Jeff Goldblum) til eyj- arinnar áður en mála- liðamir koma þangað til aö veiða dýrin. Hann á að freista þess að koma í veg fyrir jtessar áætlanir. Con Air Nicolas Cage og John Malkovich. Cameron Poe er á leið heim til konu sinnar og dóttur eftir fangavist. Ásamt Poe eru i flugvélinni nokkrir af illræmd- ustu og hættulegustu glæpamönnum Banda- ríkjanna og það líður ekki á löngu þar til komið er upp algjört neyðarástand I vél- inni. Sá sem stendur fyrir uppþotinu, Cyrus Grissom, hefur brátt alla vélina á sínu valdi. Það kemur í hlut Poes að koma i veg fyrir áætlanir Grissoms. Á meðan berst leyniþjónustu- maðurinn Larkin af öllum mætti gegn því á jörðu niðri að heryfir- völd skjóti flugvélina niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.