Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 5
13"V FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 •ff helgina ■ Islensk hönnun í Galleríi Geysi Nú stendur yfir sýning á tillögiun Sýningin stendur til sunnudags að verðlaungrip fyrir íslensku tón- og því fer hver að verða síðastur að listarverðlaunin í Galleríi Geysi í beija gripina augum. Hinu húsinu. Tolli er einn þeirra listamanna sem leggja söfnuninni lið. Vatnslitamyndir í Stöðlakoti Myndlistarmaðurinn Jóhann Jónsson opnar á morgun sýningu á vatnslitamyndum og teikning- um í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6. Jóhann er fæddur árið 1948. Hann hefur haldið einkasýningar í Akogeshúsinu í Vestmannaeyjum árið 1987 og í Borlange í Svíþjóð árið 1990. Jóhann hefur einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Öll verkin á sýningunni nú er unnin á árinu 1997. Sýningin verður opin daglega milli kl. 14 og 18. Henni lýkur 8. febrúar. Söfnunarsýning í Galleríi Horninu Einn þeirra gripa sem bárust í samkeppnina. A morgun kl. 15 verður opnuð í Galleríi Horninu í Hafnarstræti 15 söfnunarsýning til endurreisnar listasafni Samúels Jónssonar i Sel- árdal. Samúel Jónsson var einn af þeim sem með sanni geta kallast krafta- verkamenn. Einn síns liðs byggði hann kirkju með næputumi, lista- safn með bogahliði og fjölda útilista- verka úr steinsteypu. Þessi ein- stæðu verk hans hafa nú staðið yfir- gefin í hartnær þrjátíu ár og orðið eyðileggingunni að bráð. Til að snúa þessari þróun við hef- ur hópur listamanna, þ.m.t. Tolli, Halldór Ásgeirsson og Magnús Tóm- asson, afráðið að gefa söluandviröi verka sinna i sjóð til endurbóta á verkum þjóðarinnar. Jafnframt verða á sýningunni nokkur verka Samúels sem eru í einkaeigu. Sýningin verður opin alla daga milli kl. 11 og 23.30. Hún stendur til 11. febrúar. Jóhann Jónsson með eitt verka sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.