Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 28
 * 36 Sælkeramatur á örskotsstund Hvem dreymir ekki um að geta eldað sér sælkeramat í einum grænum eftir langan og erfiðan vinnudag? Til dæmis gómsætan grillaðan kjúkling á ^órum mínútum? Ætli flest okkar geri það ekki. Sennilega þarf ekki að bíða Ekki er allt gull sem glóir: MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 Laxeldisstöðvar ganga á fiskistofna úthafanna eftir slíkum kraftaverkum lengur en fram á næsta ár. Að sögn tímaritsins New Scientist er fyrirtæki í Dallas í Texas nú að þróa slíkan heimilisofn. Hann er sambland hraðvirks blástursofns og örbylgjuofns. Sambærilegur ofn fyrir veit- ingarekstur hefur þegar verið tekinn í notkun. Ekki nóg með að kjúklingur- inn bakist á fjórum mínútum, heldur tekur ekki nema rúmar þrjár mínútur aö baka stór- * teikina og hálfa aðra mínútu að sjóða grænmeti. Bóluefni gegn malaríu fyrir vanfærar konur Vísindamönnum vestur í Bandaríkjunum hefur orðið nokkuð ágengt í leit sinni að bóluefni sem gæti verndað milljónir vanfærra kvenna gegn malaríusóttinni. f grein í visindaritinu Nat- ure skýra þeir frá því að þeir hafi uppgötvað, að minnsta kosti að hluta til, hvers vegna konur sem ganga með fyrsta bam sitt eru sérstaklega viö- kvæmar fyrir malaríu. Ástæð- an er sú að í fylgju kvenna sem hafa aldrei orðið ófrískar fyrr er ekki til staðar efni eitt sem takmarkar fjölda malaríu- bakteríunnar þar. Vísinda- mennirnir gerðu uppgötvun sína við rannsóknir á konum í Keníu og Malaví í Afríku og konum sem búa við landa- mæri Burma og Taílands. Mannsandlitið á > Mars bara grjót Lífseigri kenningu um forna menningu á reikistjörmmni Mars var veitt náðarhöggið á dögunum. Nýjar myndir rann- sóknargeimfarsins Mars Global Surveyor sýna að hið svokallaða Marsandlit er ekk- ert annað en grjóthrúgur sem koma útdauðu menningarsam- félagi ekkert við. Myndin sem á sínum tima varð kveikjan að kenningunum um foma menningu á Mars var tekin árið 1976 af geimfarinu Viking 1. Hún sýndi fjall sem minnti mjög á mannsandlit og varð til þess að orðrómurinn um óþekkt menningarsamfélag fór eins og eldur í sinu um heiminn. Fylgismenn kenningar þessarar hafa þó enn ekki látið sannfærast um að þeir hafi ^ rangt fyrir sér. Laxeldi er ekki jafnmikil búbót fyrir svangan heim og hingað til hefur verið haldið. Heldur ekki rækjueldi. Vísindamenn hafa til þessa hald- ið að fiskeldi gæti orðið mikilvægt tæki til að koma á jafhvægi í fiski- stofnum hafanna. Ný skýrsla bendir aftur á móti til þess að bæði lax- og rækjueldi, sem eru í örum vexti um gjörvallan heiminn, skaði við- kvæmt jafhvægi úthafanna. „Skýrslan vefengir þá almennt viðteknu hugmynd að fiskeldis- stöðvar framleiði meiri fisk handa fólki að borða," segir Rebexa Gold- burg, lifEræðingur hjá Umhverfis- vemdarsjóðnum (Environmental Defense Fund), sem vann að gerð skýrslu sem birtist í tímaritinu Sci- ence. Hún og hópur vísindamanna víðs vegar að úr heiminum, þar á meðal sérfræðingar í fiskeldi og vistrfæði, segja að örx vaxandi uppbygging lax- og rækjueldis stofni umhverf- Sjaldan er ein báran stök. Vís- indamenn hafa komist að raun um að öflugir jarðskjálftar á einum stað geti valdið eldgosum á öðrum. „Við komumst að því að einum eða tveimur dögum eftir öfluga jarð- skjálfta urðu fleiri eldgos innan 750 kílómetra radíuss en annars hefði mátt búast við,“ segja þeir Alan Linde og Selwyn Sacks frá Camegie-stofnuninni í Washington í grein í vísindaritinu Nature. Linde og Sacks skoðuðu skýrslur Smithsonian-stofnunarinnar og bandarísku jarðfræðistofnunarinn- ar um öfluga jarðskjáifta og leituðu að elgosum sem urðu í nágrenni skjálftastaðarins á sama tíma. inu í hættu. „Sífellt meira um- fang þessa iðnaðar, svo og önnur starfsemi mannanna, íþyngja nú mjög vistkerfum hafs- ins. Það veldur síðan hruni í fiskveiðum og fjölbreytni lífríkisins,“ segja vísindamennirnir í grein sinni. Fram kemur í máli þeirra að framleiðsla eldisfisks hafi meira en tvöfaldast að þyngd milli áranna 1986 og 1996. Nú er svo komið að meira en fjórðungur alls fisks sem neytt er í heiminum er eldisfiskur. En rækju og laxi í fiskeldisstöðv- um er gefinn annar fiskur að eta í formi fiskimjöls og lýsis. Nýtingin þar er ekki mikil. Jane Lubchenko, hafvistfræðing- ur við ríkisháskólann í Oregon, sem Vísindamennimir benda á það í grein sinni að vel þekkt sé að eldgíg- ar sem mörg hundruð kílómetrar skilji að gjósi oft á sama tíma. Ein- kenni slíkra eldgosa koma líka heim og saman við kenningar um að siðara gosið fari af stað í kjölfar jarðskjálfta sem tengjast hinu fyrra. Við rannsókn sína skoðuðu þeir Linde og Sacks aðeins jarðskjálfta sem mældust sjö stig á Richterskal- anum eða meira. Skjálftar af þeim styrkleika eru taldir mjög svo öflug- ir. Þeir litu einnig á eldgos sem urðu í 250 til 750 kílómetra fjarlægð. Við þá athugun kom sem sé í ljós að gosafjöldinn náði hámarki sama dag og skjálftinn varð. vann að rannsókninni, segir til dæmis að það þurfi þijú pund af veiddum fiski til að framleiða nægi- lega mikið prótín fyrir eins punds lax. Milljónir tonna af fiski eru nú veiddar á úthöfunum til að sjá fisk- eldisstöðvum fyrir fóðri. Þær tölur eiga bara eftir að hækka, að því er „Tiltölulega mikill flöldi eldgosa sem verður skömmu eftir mikla jarðskjálfta virðist vera skýr vís- bending um að einhverjir þessara skjálfta hafi komið af stað eldgos- um,“ segja Linde og Sacks. Þeir bæta við að af 204 stórum jarðskjálftum sem þeir könnuðu hafi átta valdið eldgosum. Eitt dæmi var jarðskjálfti sem varð í janúar 1974 á Kyrrahafseyj- unni Vanúatú. Sá skjálfti olli eld- gosi í rúmlega sjötíu kílómetra fjar- lægð sjö klukkustundum síðar. Nokkrir skjálftar í Chile urðu einnig valdir að eldgosum, síðast í Villarrica árið 1920. sérfræðingarnir segja. Eins og það sé ekki nóg. Fiskeldisstöövar losa líka úrgang og skor- dýraeitur út í umhverflð og getur sú iðja komið illa við fiskveiðarnar þar sem hún skaðar uppeldis- stöðvar fiskanna og ann- arra sjávarlífvera, að sögn Lubchenko. V ísindamennirnir benda á að sumar tegund- ir fiskeldis séu sjálfbær- ar. Þar eiga þeir við eldi vatnakarfa, ostra og kræklinga. Framleiðsla þannig eldisstöðva geti verið mikil- væg fæðuuppspretta handa hungruðum heimi. Hins vegar þurfi að skoða vel þann mikla vanda sem lax- og rækjueldi valda. Hættulegt heils- unni að vera alltaf gramur Það er ekki sama hvort mað- ur bælir gremjuna eða lætur hana fá útrás. Þeir sem hafa allt á hornum sér og fara ekkert í launkofa með það eru líklegri til að hafa mikið kólesterólmagn í blóði. Hinir, sem byrgja reiðina inni í sér, eru ekki í hættu. Þannig eru niðurstöður rann- sóknar sem vísindamenn við læknamiðstöð Duke-háskóla í Norður-Karólinu í Bandaríkjun- um. Stjómandi rannsóknarinn- cir var Edward Suarez. Vísindamennirnir segja í grein í tímariti um atferlislækn- ingar að niðurstöðumar bendi til þess að aðeins ákveðnir þætt- ir fjandsamlegrar hegðunar geti aukið hættuna á kransæðasjúk- dómum. Þar eiga þeir einkum við reiði sem fær útrás ýmist í orðum eða gjörðum, svo og al- mennt fjandsamlega framkomu. Suarez og félagar hans fengu til liðs við sig 77 heilbrigðar ungar konur á aldrinum 18 til 26 ára. Flestar þeirra vora hvítar. Konumar fylltu út blað sem var ætlað að meta fjandsamlega af- stöðu þeirra með spumingum um niðurbælda reiði, gremju, tortryggni og aðra persónuleika- þætti. Konur sem reyndust í fjand- samlegri kantinum höfðu einnig tilhneigingu til að vera með mikið af kólesteróli í blóðinu, einkum „slærna" LDL-kólester- ólið sem stíflar í okkur æðamar. Þær sem létu reiði sína í ljós vora líklegri til að vera með mikið kólesteról en hinar. Þá benda vísindamennimir á að gramt fólk er líklegra en ann- að til að reykja og borða of mik- ið, sem ekki þykir par hollt nú til dags. Þeir telja að niðurstöð- umar eigi við um fleiri hópa en ungar og heilbrigðar hvítar kon- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.