Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 47 Fréttir Strandasýsla: Fjárheimtur i besta lagi Þótt veðurfar haustsins, og hina fáu vetrardaga sem liðnir eru, hafi verið afar hagstætt og nánast milt um meginhluta sýslunnar utan næstsíðasta sumardaginn eru bænd- ur þessa dagana að taka fé sitt á hús. Víðast hvar er þó lítill snjór bæði nær og fjær byggð en þar sem hann er hefur af og til blotnað í hann og hann klammað eftir frostnætur - myndað klakahúð sem gerir sauðfé örðugt að ná til jarðar. Fjárheimtur voru víða góðar þetta haustið enda að vonum þar sem veðurfar frá vori hefur verið án nokkurra áfalla. Dæmi er um að bændur hafi nær alheimt, sem er fá- títt. Má þar nefna Sigurð bónda Jónsson í Stóra-Fjarðarhorni sem fékk öll lömb þess bús og voru þau þó ekki fá. Nær allir bændur hefja rúning við innitöku fjársins svo gæðum ull- arinnar verði síður spillt. Þeir eru enda flestir vel birgir af heyjum og kvíða þvi ekki vetri. -GF Philippe Ricard við listaverk sitt á Akranesi. DV-mynd Dantel Listamaður á Akranesi: Vann í samkeppni DV, Akranesi: Listamaðurinn Philippe Ricard afhenti nýverið Akraneskaupstað útilistaverk sem valið var í sam- keppni fyrr á árinu og er það stað- sett við leikskólann Teigasel. Það á að minna á frumkvöðlastarf Kvenfé- lags Akranes. Kvenfélagið rak fyrsta dagheimil- ið á Akranesi, Dagheimilið Vorboð- ann, frá árinu 1964-74. „Þegar ég sá auglýsinguna um samkeppni um útilistaverk fyrir leikskólann fannst mér það strax vera spennandi og ögrandi verkefni til að glíma við. Þegar maður fer af stað þá er fyrst að skilgreina það sem maður er að fást við. í þessu til- felli var verkið áætlað til minningar um frumkvöðla í leikskólastarfi. Verkið átti líka að standa á leik- skólalóðinni, falla að umhverfinu og höfða til barnanna. Ég hugsaði mér að verkið ætti að vera táknrænt, einfalt, túlkandi og mynda eina heild. Verkið er seimsett úr 2 verk- um - börnum sem halda á milli sín hring eða hnetti og þar er fengið heiti á því - Hnöttur. I mínum huga táknar hringurinn arfleifðina sem berst milli kynslóða í gegnum leik- skólastarfið. Verkið er úr eir og er af tveim börnum í boltaleik. „Ég valdi eirinn af tveimur ástæðum: Ég vildi hafa verkið hamrað og svo vegna áferðarinnar á eirnum þegar hann veðrast," sagði Philippe Ricard við DV. -DVÓ Nýtt skip til Grundarfjarðar DV, Vesturlandi: Nýtt skip Soffaníasar Cecilssonar hf., Sigurborg SH 12, kom til heima- hafnar i Grundarfirði i fyrsta sinn 31. október. í tilefni þess var Grund- firðingum boðið að skoða skipið þegar það lagðist að bryggju en síð- an var boðið til samfagnaðar í sal fyritækisins. Sigurborgin hefur í haust verið í slipp fyrir sunnan þar sem auk hefðbundinnar klössunar var smíð- aður nýr skutur á skipið. Sigurborg- ina keypti fyrirtækið frá Hvamms- tanga sl. sumar með rúmlega 920 tonna þorskígildiskvóta sem að stærstum hluta er rækjukvóti. Sigurborgin er 200 brúttórúmlest- ir að stærð, smíðuð í Noregi 1966 en yfirbyggð 1977. Nú er verið að gera skipið klárt til rækjuveiða fyrir Norðurlandi. -DVÓ Starf í boói Útgáfufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfskraft í innheimtudeild. Hér er um krefjandi starf að ræða og þarf viðkomandi að vera samviskusamur, nákvæmur og með grunnþekkingu á tölvunotkun og bókhaldi. Þarf að geta byrjað strax. Umsækjandi leggi inn nafn með uppl. um fyrri störf ásamt mynd á auglýsingadeild DV fyrir kl. 17 fimmtudaginn 12.nóvember n.k. Toyota Landcruiser 90 VX J Arg. 1997, ekinn 38.000. Vél 3400. Ssk. Fastnúmer UF-496. Litur grænn/silfur. Leðurinnrétting, sóllúga o.m.fl. Einn með öllu. Toyota Celica GT Four Árg. 1995, ekinn 23.000. Vél 2000. 5g. Fastnúmer ON-792. Litur milliblár. 241 hestöfl. Leðurinnrétting, sóllúga, spoller o.fl. Einn með öllu. Opel Omega stw. Renault Laguna RT Árg. 1996, ekinn 38.000. Vél 2000. ssk. Fastnúmer PP-986. Litur grænn. Toyota Landcruiser 90 VX Subaru Impreza stw Chrysler Voyager Toyota Hilux D/C TOYOTA HDmdu og skoðaðu TOYOTA sími 563 4450 Árg. 1995, ekinn 110.000. Vél 2400. 5g. Fastnúmer RP-249. Litur vínrauöur. Árg. 1990, ekinn 165.000. Vél 3300. Ssk. Fastnúmer TM-353. Litur vínrauöur. TILBOÐSHORNIÐ Árg. 1998, ekinn 28.000. Vél 2000. Ssk Fastnúmer PX-787. Litur vínrauður. Verð 1.330.000 Verð 2.790.000 Árg. 1998, ekinn 5.000. Vél 2000. 5g. Fastnúmer KI-443. Litur vínrauður. ABS.geislaspilari, álfelgur. Verð 2.550.000 Ford Ka Árg. 1998, ekinn 10.000. Vél 1300. 5g. Fastnúmer ON-065. Litur fjólublár. Verð 3.990.000 Toyota Corolla H/B Árg. 1994, ekinn 52.000. Vél 1300. ssk. Fastnúmer PO-094. Litur silfurgrár. Verð 950.000 Grand Cherokee Arg. 1995, ekinn 53.000. Vél 5200. Ssk. Fastnúmer DJ-437. Litur grænn. Leðursæti, loftkæling. Verð 3.250.000 Hyundai Pony Árg. 1993, ekinn 33.000. Vél 1300. 5g. Fastnúmer SM-585. Litur rauður. Verð 390.000 Verð 1.790.000 Verð 1.580.000 Verð 670.000 Verð 990.000 Verð 1.750.000 Árg. 1998, ekinn 16.000. Vél 3000. ssk. Fastnúmer NO-423. Litur drappaður. Verð 1.890.000 Árg. 1997, ekinn 30.000. Vél 3000. 5g. Fastnúmer OJ-947. Litur grænn/silfur. Verð 3.270.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.