Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Lesendur Opiö profkjor er nauðsyn Háskólanemi skrifar: Það er furðulegt að fylgj- ast með framboðsmálum nýju samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll orkan fer í baktjaldamakk afdankaðra þingmanna sem reyna allt sem þeir geta til að útiloka kjósendur frá því að velja sjálfir frambjóðendurna sem þeir eiga að kjósa. Ég hélt að samfylkingin snerist um að blása fersk- um vindum yfir vinstri vænginn sem hefur verið ansi þreytulegur, svo ekki sé meira sagt. En stöllur mínar í Kvennalistanum vilja ekki prófkjör af því að þingmenn hans eru hrædd- ir um að lenda þar sem þeir verðskulda. Alþýðubanda- lagið vill ekki prófkjör af því að það er ekki öruggt að þingmaður sem er búinn að vera 20 eða 30 ár á þingi lendi nógu ofarlega. Ég hef nokkrum sinnum kosið Alþýðubandalagið þótt það sé áttavillt þessa stundina og haldi að eina hælið hér á jörðu sé á Kúbu. En Alþýðubandalagið þarf ekki síður á andlitslyftingu að „Eg vil leiðin til bréfinu. fá tvo til þrjá nýja unga einstaklinga og eina þess er í gegnum opið prófkjör," segir m.a. í halda en aðrir flokkar. Ég vil fá að kjör. taka þátt í að velja frambjóðendur hræddir? þess á samfylkingarlistan- um, rétt eins og ég vil fá að velja aðra frambjóðendur. - Vegna þess að allir verða þeir mínir frambjóðendur. í hópi þingmanna A-flokk- anna eru margir góðir ein- staklingar af báðum kynj- um. En það er líka kominn tími á aðra. Ég vil fá tæki- færi til að hafa áhrif á hverjir verða áfram í for- ystu. Það er ekki hægt nema í opnu prófkjöri. Próf- kjör er líka nauðsynlegt til að fá ferska frambjóðendur sem eru óhræddir við að takast á við það verkefni að búa tU nýtt og öflugt stjórn- málaafl sem gamlá liðið er greinUega hálfhrætt við. Ég vil sjá háskólakynslóðina taka þátt í pólitíkinni og hún mun ekki gera það á forsendum gömlu flokk- anna sem vUja skammta nýju fólki sæti þar sem það getur örugglega ekki skák- að gömlu jálkunum. Ég vil fá tvo til þrjá nýja unga ein- staklinga og eina leiðin til þess er í gegnum opið próf- Við hvað eru menn eiginlega Safnkort og debetkort - engin ávísun Spurningin Hugsarðu mikið um eigið útlit? Kári Þór Kjartansson: Nei. Harpa Hrafnsdóttir flugfreyja: Já. Auður Björgvinsdóttir nemi: Nei, ekkert rosalega. Berglind Jónsdóttir nemi: Nei, yf- irleitt ekki. Guðmunda Karlsdóttir, 15 ára: Alveg eins. Linda Guömundsdóttir, 15 ára: Ekkert sérstaklega mikið. I.F. skrifar: Ég er með Essosafnkort, eins og margir aðrir, og mér fannst skrýtið að ég fékk aldrei senda ávísun eða yfirlit yfir það sem ég keypti. Ég versla alltaf hjá sömu stöðinnj (við Ægisíðu) og borga yfirleitt aUtaf með debetkorti, svo ég lét tengja kortin saman. En í þau fáu skipti sem ég borga með peningum nota ég safnkortið. Ég hringdi á skrifstof- una til að kanna hvernig þetta stæði. Mér var þá sagt að ég væri einungis með 3 færslur núna í ár. Gísli Guðmundsson skrifar: Það umrót sem nú gengur yfir vinstri væng stjórnmálanna hér á landi má örugglega rekja til þess þegar þeir Jón Baldvin Hannibals- son og Ólafur Ragnar Grímsson, þá- verandi alþingismenn, fóru eins og stormsveipir um landið á „rauðu ljósi" til að kynna hugsanlega sam- vinnu A-flokkanna tveggja sem þeir voru í forsvari fyrir. Æ síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá þessum flokkum og fylgi þeirra rýrnað með hverri skoðanakönnuninni (með einstaka undantekningum þó). Satt best að segja er ekki annað sýnilegra en að þessir tveir fyrrver- andi forystumenn í vinstri stjórn- málum hér hafi beinlínis haft í huga að koma þessum flokkum fyrir ætt- ernisstapa eftir þeirra dag í pólitík- ílfl^ílí^1fP)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn — eða hringið í síma 5000 milli kl. 14 og 16 Halló; ég er á bíl og þar sem ég versla minnst fyrir 15 til 20.000 á mánuði þá passar þetta alls ekki. Ég spurði því hvort verið væri að segja mér að kortið væri ekki tengt og mér var svarað játandi. Ég spurði þá hvað ég ætti að gera og mér var sagt að ég gæti tengt það aftur. En hver getur verið viss um um að það sé tengt ef það var ekki tengt síðast? - Þetta er ekki þeirra sök, eins og konan í sagði í simanum. Og alveg örugglega er þetta ekki mín sök því ekki renni ég kortunum í gegn. inni. Báðir vissu gjörla að hverju stefndi í þeirra málum. Annar hafði i huga að feta framabrautina allt til enda. Hinn vissi sem var að hann var ekki líklegur til frekari vinninga í sínum flokki, hvað þá að geta sam- einað þessa flokka. Þeir vissu líka að eftir að hafa ýjað að samvinnu flokk- anna, myndi ferli tilraunanna ekki stöðvað. Margir þættust kallaðir til verka - og forystu. En allt myndi stefna að upplausn. Nú geta menn líka sagt - eins og líklega ætlunin var - „Þetta gekk Þarna er fyrirtækið búið að spara sér fullt af færslum og ég stórtapa á þessu, en er alveg réttlaus, eins og oftast áður í þessu þjóðfélagi. En úr því að þetta gerist hjá mér, hversu margir aðrir hafa þá lent í þessu, og fyrirtækið sparar á þvi að þetta eru „mistök" hjá fólki. Hvenær byrja þessi kortafyrirtæki að taka ábyrgð á þessum mistökum hjá starfsfólki sínu og hætta að láta þetta bitna á viðskiptavinunum? Því með þessu áframhaldi tapast margir viðskipta- vinir sem þau hafa nú. með þeim Jóni og Ólafi Ragnari, en enginn fetar í þeirra fótspor, utan Jóhanna Sigurðardóttir, sem hugs- anlega kann enn að „éiga sinn tíma“ inni. Ástandið innan þessara flokka, með lamaða hugsjón um samein- ingu í farteskinu, býður ekki upp á að kjósendur fylki sér um þessa samfylkingu sem svo er nefnd. Vinstrimenn kjósa vinstra afl hvar sem það finnst, hinir annaðhvort kjósa ekki eða dreifa sér á Fram- sókn og íhaldið. Verð með auglýsingum Jódís skrifar: Það er ekki nóg að auglýsa t.d. nýj- ar vörur í hinum og þessum verslun- um, líkt og kaupmenn gera þessa dag- ana sem aldrei fyrr. Verðið er nauð- synlegt neytendum svo að þeir hafi gagn af. Það má vel vera að hér sé það góðæri að ekki þurfi nema nefha vör- una, þá komi allir hlaupandi, en ég er ekki ein af þeim og ég veit um marga, marga aðra. Ég nefni italskar töskur, nýjar tegundir af grænu tei og for- steiktar kalkúnabringur, allt auglýst sem nýmæli í blaði nýlega en ekkert verð með. Þetta er léleg sölumennska. Starfsfólkið henti bókinni Axel skrifar: Nú er upplýst að starfsfólk Búnað- arbankans eða íbúðar hans í London fleygði gestabókinni margumræddu sem geymdi nöfn þeirra sem þar gistu með leyfi bankans. Áður hafði banka- stjóri bankans afhent fréttamanni Stöðvar 2 í augsýn alþjóðar nokkur rifrildi af lausblaðamöppu að því er manni sýndist. Þar með átti allt að vera búið og málið útrætt. Nú er úpp- lýst að starfsfólk fleygði hinni raun- verulegu gestabók. Hvers vegna skyldi það nú hajfa verið gert? Varla til þess að afmá nöfn þeirra sem þarna gistu? Manna sem e.t.v. voru með dagpen- inga frá ríkinu en gátu sparað sér nokkur sterlingspund með þessum hætti. - Og svo ætlar þjóðskjalavörður að spyrja enn einu sinni eftir bókinni góðu! Eru menn ekki með fulla fimm? Sjá þeir ekki slóttugheitin? Orkumálastjóri: Engin olía Gunnlaugur hringdi: Ég hringi til DV vegna þess að ég treysti fremur á að ekki verði löng bið eftir birtingu, en hefði annars hringt í Velvakanda Mbl. En það var einmitt í Mbl. sem ég las viðtal við orkumálastjóra í opnuviðtali um ork- una sem auðlind sem ber að nýta. Þar ræðir hann um orkumál fram og til baka, háhitasvæði, vatnsvirkjun, gufuafl og hvaðeina - allt nema olíu- vinnslu. Samt hefur eimitt þetta verið hér til umræðu og ríkisskipuð nefnd skilaði nýlega niðurstöðu um rann- sóknir á setlögum við landið. Er ver- ið aö reyna að kæfa þetta mál sem þó á eftir að verða stórmál strax á næsta ári, og ekki síðar en þegar Færeying- ar fara að bora eftir olíu hjá sér? Já, það er stundum gott að tala um veðr- iö þegar mikið liggur við. Sjónvarpið og Stöð 2 Arnar skrifar: Hafa stjómvöld gert sér grein fyrir því hvers konar kúgun felst í einka- rekstri Sjónvarps hér á landi. Ég tek fram að ég er ekki að tala um hljóð- varp, einungis sjónvarp. Margir myndu fegnir vilja losna undan nauð- ungaráskrift Sjónvarps til að geta fengið Stöð 2, en hafa ekki efni á að kaupa nema eina sjónvarpsstöð. Þetta gengur nú ekki upp lengur, með þenn- an rlkisfjölmiðil, árið 1998. Hví gerir enginn könnun á því hve margir myndu viija skipta á Sjónvarpinu og Stöð 2 eða annarri sjónvarpsrás? Þetta er stórmál fyrir marga landsmenn. Stutt í spunann vinnur á Ragnar skrifar: Þátturinn Stutt í spunann er farinn að vinna á, að mínu mati. Sá síðasti var t.d. mjög góður, þar sem hinn franski Gérard tjáði sig um allt sem honum kom í hug. Þetta sannar mér enn að samtöl, viðtöl eða hvað við köllum það, eru ávallt betur þegin en einhver leikaraskapur á gólfi. Allt í lagi ef einhverjir eru svona hrifnir af fiflalátum, en þau em oftast svo glær og götótt að manni hrýs hugur við. Síðasti spuninn var þó skemmtilegm- að því leyti að hann tengdist viðtalinu við þann franska og var líka fyndinn í alvöru. En „Spuninn" vinnur á, ekki spurning um það. Umrótið á vinstri væng stjórnmálanna Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrv. flokksformenn A-flokkanna í fundaherferðinni „Á rauðu ijósi“ um landið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.