Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 25
FTMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Sviðsljós 25 <■ Alexandra fer eigin leiðir Alexandra prinsessa, eiginkona Jóakims prins af Danmörku, stend- ur ekki lengur í skugganum af eig- inmanni sínrnn. Á þeim þremur ár- um sem liðin eru frá því að þau voru gefin saman hefur Alexandra orðið sjáifstæðari og sýnir nú að hún þorir að fara sínar eigin leiðir. í ár hefúr prinsessan farið til út- landa í opinberum erindagjörðum án fylgdar eiginmannsins. Og Dön- um þykir hún hafa staðið sig frá- bærlega. En lífið hefúr ekki bara verið dans á rósum þrátt fyrir að Alex- andra hafi í einni svipan orðið dönsk prinsessa. Dönsku blöðin hafa greint frá brestmn í hjónaband- inu á þessu ári. Þau hafa bent á að Jóakim og Alexandra séu ólík að eðlisfari. Alex sé ákaflega tilfinn- inganæm en Jóakim jarðbundinn. Dómarinn er í hefndarhug Breski popparinn George Michael er vægast sagt mjög óhress út í dómara einn í Beverly Hills. Dómari þessi hefúr skikkað George til að taka út refsingu sína fyrir ósæmilega hegðan á al- mannafæri í skólum í Los Angel- es en ekki við að aðstoða fómar- lömb alnæmis, eins og hann hef- ur gert um nokkurt skeiö. George telur að dómarinn sé að hefna sín fyrir tónlistarmyndbandið þar sem popparinn gerir óspart grin að löggunni. Það er náttúrlega eitt af þvi sem ekki má. Pabbi í heim- sókn til Frikka Hinrik drottningarmaður í Danmörku var orðinn alveg við- þolslaus. Hann varð bókstaflega að heimsækja eldri son sinn, Friðrik krónprins, sem starfar nú í danska sendiráðinu í París. Drottningarmaður notaði tæki- færið á dögunum, þegar hann var í heimsókn hjá vini sinum sunn- an við höfúðborgina, og brá sér bæjarleið. Hinrik var annars í Frakklandi tO að veiða með gömlum vini, Pétri fursta af Arenberg. Sá vildi fá Friðrik með á veiðar en krónprinsinn vildi heldur veiða í Lúxemborg. Það geti orsakað spennu. Auk þess geti verið erfitt að vera stöðugt í sviðsljósinu. Danskir fjölmiðlar fullyrða, og segjast hafa fengið það staðfest af fólki innan hirðarinnar, að stund- um hafi soðið upp úr á milli ungu hjónanna og reynslan hafi sýnt að þau hafi átt erfitt með að leyna því. Nú virðist hins vegar sem hjóna- komin hafi lært að halda ágrein- ingnum leyndum utan veggja heim- ilisins. Ekki þykir hins vegar fara á milli mála að Alexandra og Jóakim, sem bæði em sögð þrjósk, séu enn ákaflega hrifin hvort af öðm. Þau hafi alltaf getað leyst deilumál sín og þrátt fyrir að síðastliðið ár hafi verið stormasamt hafi það verið Alexandra prinsessa. hamingjuríkt. Þau hafi oft ljómað Símamynd Reuter af ást. Bandaríska söng- og leikkonan Cher er ekki dauð úr öllum æðum, þótt held- ur lítið hafi sést til hennar að undanförnu. Stúlkan hefur nú gefið út nýjan geisladisk, Believe, sem hún hampar hér. Kynþokkafyllsta stjarna aldarinnar Kvikmyndadísin sáluga Marilyn Monroe hefur verið kjörin kyn- þokkafyllsta kona aldarinnar. Ljós- hærða kynbomban er efst á lista tímaritsins Playboy yfir hundrað kynþokkafýllstu stjömur heimsins. í næstu sætum em leikkonumar Jayne Mansfield, Raquel Welch og Brigitte Bardot. Ofúrfyrirsætan Cindy Crawford er í fimmta sæti. Á listanum yfir hundrað kyn- þokkafyllstu konumar era einnig Sophia Loren, Elizabeth Taylor, Pamela Anderson, Bo Derek og Jean Harlow. Söngkonan Madonna er í 35. sæti og Christie Brinkley í 60. sæti. Allur listinn verður birtur í janúarhefti Playboys á næsta ári. ínýútkominni bók er greint frá því að Marilyn Monroe hafi, eins og margar stjömur nú á dögum, farið í fegrunaraðgerð. Hún mun hafa látið stækka á sér brjóstin til þess að verða enn kvenlegri. í bókinni er vitnað í frásögn læknisekkju sem greinir frá því að Marilyn hafi leit- að til manns hennar vegna sýkingar í brjóstunum i kjölfar aðgerðarinn- ar. Kynþokkadísin fékk bót meina sinna og varð áfram augnayndi. GERÐU ÞÉR MAT ðRFRÉTTUM DAGSINS! * NÚ FÆRÐ ÞÚ DAG SEM KAUPAUKA MEÐ ÞVÍ AÐ VERSLA FYRIR 1.500.-KR EÐA MEIRA í ÖLLUM VERSLUNUM NÓATÚNS. NÓATÚN Nóatúni 17 • Rofabæ 39 • Laugavegi 116 • Hamraborg 14, Kóp. • Furugrund 3, Kóp. Þvertiolti 6, Mos. • JL- húsi vestur í bæ • Kleifarseli 18 • Austurveri, Háaleitisbraut 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.