Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Fréttir DV Niðurstaða könnunar Félagsvísindastofnunar: Fulllitlar áhyggjur af eftirlaunaárunum í nýrri könnun Félagsvísindastofn- unar á spamaði, spamaðaráformum og ffamtíðarsýn íslendinga á aldrin- um 50-60 ára kemur ffam að um 60% vita ekki hvað þeir koma til með að fá í mánaðarlegan lífeyri við 67 ára ald- ur og 65% telja sig ekki enn vera búna að tryggja sér nægilegt öryggi á eftir- launaárunum. í könnuninni kom jafti- framt ffam að um 64% eiga sparifé í vörslu sjóða eða banka. Það er svipað hlutfall og mældist í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar árið 1988 þannig að ekki er að sjá að spamaður fólks á þessum aldri hafi aukist á þessu tíu ára tímabili, a.m.k. ekki hvað varðar ftölda þeirra sem spara. Innan við helmingur (43%) telur sig geta lagt meira til hliðar í spamað en hann gerir nú og um tveir þriðju hafa hugsað sér að spara reglulega til eftir- launaáranna. í ljós kom að mestar áhyggjur af fjárhagslegu öryggi hafa þeir sem hvorki eiga spamað né leggja reglulega fyrir en telja sig einnig síst hafa möguleika á að leggja meira fyrir. Um 60% þeirra hafa þó í hyggju að spara til eftirlaunaáranna. Þótt þeim hafi verulega fækkað sem geyma sparifé sitt á almennum spari- sjóðsbókum vegna nýrra leiða til auk- ins spamaðar er athyglisvert hversu margir geyma enn sparifé sitt á vaxta- litlum reikningum bankanna. Karl Sigurðsson hjá Félagsvísinda- stofnun sagði að ályktanimar sem draga mætti af niðurstöðunum væra annars vegar að fólk hefði fulllitlar áhyggjur af eftirlaunaárunum og hins vegar að það hefði ekki nægar upplýs- ingar um hvað biði þess eða þá að eitt- hvað skorti á í ráðgjöf um þessi mál. Könnunin var gerð í kjölfar for- könnunar Fjárfestingar og ráögjafar sem gerð var í vor en niðurstöður hennar bentu til þess að vandi fólks á þessum aldri væri hvað mestur, ef til vill vegna þess að margir óttast að þeir séu búnir að missa af lestinni og of seint sé að hefja árangursríkan líf- BÍLASALAM bíll.is SsangYoung Musso árg. 1998. á frábæru verði. Sjálfskiptur, ABS- bremsur. toppluga, spólvörn, álfelgur, geisladiskamagasín, allt rafdrifið, fjarstýrðar samlæsingar o.fl. Bflamir fást með og án leðursæta. kv. 2.750.000 rvV ki\ 2.850.000 hiC U ðiU ÍÆÍ.lifK Arni Sigfússon, stjórnarformaður Fjárfestingar og ráðgjafar, og Geir H. Haarde fjármálaráðhera. DV-mynd Teitur eyrisspamað. Niðurstöður könnunar- innar staðfesta að mæta þarf þörfum þessa aldurshóps með nýjum hætti og því ákvað Fjárfesting og ráðgjöf að leita til þeirra islensku aðila sem bjóða spamaðarliftryggingar og tveggja erlenda fyrirtækja. Þau em Alþjóða líftryggingafélagið (Sparisjóð- irnir, Kaupþing), LÍFÍS (VÍS, Lands- bankinn, Líftryggingafélag íslands, Landsbréf, Fjárvangur), Friends Provident og Sun Life Intemational. Þessi fyrirtæki, sem em venjulega samkeppnisaðilar, bjóða sérstakar lausnir fyrir fólk á aldrinum 50-60 ára og hefur Fjárfesting og ráðgjöf milli- göngu milli tryggingataka og þeirra fyrirtækja sem þróað hafa áðumefnd- ar lausnir. „Eina alvarlega efnahagsvandamál- ið sem hægt er að tala um í dag er við- skiptahallinn sem er endurspeglun á því að innlendur sparnaður er ónógur til þess að halda uppi þeirri fjárfest- ingu sem nú er í landinu," sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra. „Þess vegna höfum við i ríkisstjóminni lagt áherslu á að efla þjóðhagslegan spam- að og höfum látið gera sérstaka úttekt á því hvaða úrræði era tæk í þeim efnum og erum við að reyna að hrinda þeim í framkvæmd. Ég hef boðað til fundar með aðilum á fjár- magnsmarkaðnum sem koma til skjalanna í þessu efni. Við munum leita eftir því við þessa aðila að þeir komi til samstarfs í að reyna að stór- auka þjóðhagslegan spamað og reyna að hvetja fólk til þess að hagnýta sér þá möguleika sem um áramót opnast að því er varðar viðbótarlifeyris- sparnað. Það verður mikið ábyrgðar- hlutverk lagt á herðar þessara aðila í að gera þennan viðbótarspamað í líf- eyrismálum aðlaðandi og leiða fólki fyrir sjónir að það borgi sig að leggja til hliðar til viðbótar inn á lífeyris- spamaðarreikninga til þess að njóta ávinningsins af því siðar. Ríkið leggur sitt af mörkum í þessum efnum. Þessi frádráttur er skattfrjáls og ríkið mun jafnframt koma til móts við þessa aðila með því að slaka á greiðslum trygg- ingagjalds gegn því að atvinnurekend- ur miðli því gjaldi í stað þess að það fari til ríkisins inn á reikning viðkom- andi launamanns." -SJ Langur jólalaugardagur í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veilingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið: ’ Næsti langi laugardagur er 5. desember. Jólalaugardagar eru 12. og 19. desember. títsíaki Aukablöð um jóla- lauqardaaa verða í DV mMÍ Þeim sem vilja tryggja sér pláss fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 4. desember er bent á áb hafa samband vib Sigurö Hannesson sem fyrst í síma 550 5728 eóa 550 5000. Skil í langan laugardag 5. desember: Auglýsinga- pantanir þurfa a& berast f/rir kl. 16 mánudaginn 30. nóvember, auglýsingum ber aó skila fyrir kl. 16 þriójudaginn 1. desember. .östudagana 11. T8. desember. ta j'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.