Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 10
Þegar diskóið fór að hjaðna tók að bera á hljómsveitum með fram- tíðarlegar pælingar sem spunnu diskópoppið á tölvur og gerfla. Hin þýska Kraftwerk er auðvitað þekktust þessara sveita, en einnig má geta The Plastics frá Japan, Flying Lizards frá Englandi og Belganna í Telex sem hér verða gerðir að umtalsefni enda hefur sveitin verðið að fá verðskuldaða uppriíjun á síðustu misserum. Einnota popp Þegar snúðurinn/djassarinn Marc Moulin, prógrammar- inn/hljóðsmiðurinn Dan Lacksm- an og söngvarinn Michael Moers stofnuðu Telex árið 1978 var tak- markið að spila rafrænt diskópopp og leggja áherslu á innihaldsleysi og léttleika. Ný- bylgjurokk með alvarleika, gítur- um og pólitísku innihaldi var í blóma og því miskildu margir létt- meti Telex og diskótilburði. Það kom þó ekki í veg fyrir að sveitin átti þrjá smelli, gleðilagið „Twist á Saint-Tropez“ þeirra stærstur. Telex voru grínarar og því ekkert sem stöðvaði þá í að taka þátt í Eurovision 1980. Þeir tóku lagið „Eurovision" og gerðu grín að öllu saman en áhorfendur klóruðu sér forviða í hausnum og bandið lenti í 17. sæti. Tónlist bandsins var höktandi hljóðgerflapopp, eins og tilvalin fyrir dansglöð vél- menni, og Telex kveikti undir vél- mennaímyndinni með myndatök- um þar sem bandið var andlits- laust og vélrænt í hreyfíngum. Hljómsveitin starfaði til ársins 1986, gaf út 5 plötur og átti marga klúbbasmelli, sérstaklega í Banda- ríkjunum þar sem hún var síðar enduruppgötvuð. Telex töldu besta hólið vera það „þegar áhorf- endur segja að tónlist okkar sé einnota - það er það sem öll tón- list á að vera“. Óþörf lýtalækning En Telex misreiknaði áhrif sín. Poppið þeirra lifir og strípaðir taktarnir og vélrænt grúfið sem þótti framúrstefnulegt fyrir 20 Underworld - Beaucoup Fish: ★★★ jj . enduv Breska tríóið Underworld er í eðli sínu poppband en dulbýr sig vel meö tæknilegri framúrstefnu, eða það fannst manni allavega þeg- ar fyrsta platan þess, meistaraverk- ið „Dubnobasswithmyheadman", tók að hljóma. Bandið kom hingað og spilaði á eftir Björk í Höllinni 1994 og fólk talar enn um þann at- burð með glampa í augum og svita á enni; margir frelsuðust til tekknótrúar á þeim tónleikum. Bandið græddi ftillt af peningum með smellinum „Bom Slippy" sem kom út 1996. Þar var hrópað á bjór og lagið varð eins konar fylliríis- sálmur þess sumars. Nú, eftir þriggja ára þögn, kemur ný plata í ljótasta umslagi sem sést hefur lengi. Þetta er rúmlega 74 mínútna hlunkur og er transvekjandi bítið keyrt linnulitið áfram. Sem betur fer eru þeir þremenningar ekkert að sleikja sig upp við biggbít eða einhverja drum- and bassstæla heldur endurtaka bara sjálfa sig á sannfærandi hátt með því að end- urtaka tekknóriffin í sífellu og árum er allt i kringum okkur í dag. Ásamt Kraftwerk er Telex amma nútíma danstónlistar. Sér- staklega hafði Telex áhrif á þróun hús- og teknótónlistarinnar þar sem hún grasseraði í Chicago á seinni hluta síðasta áratugar. Það var því vel við hæfi að einn aðal- húsboltinn, Carl Craig, skyldi stinga upp á þvi að hrundið yrði af stað Telex-átaki. Fyrirtæki Carls, Planet E, í samvinnu við ís- landsvininn Dj Morpheus hjá SSR í Brussel, hefur endurútgefið helstu verk Telex á ferilsplötu og að auki sett saman rímixplötu þar sem nokkrar af hetjum nútímans krukka í gömlu Telexstöfii með nýjustu tólum. Útkoman er ágætis lýtalækning en eiginlega óþörf því nútímapopp fortíðar með belgíska tölvutríóinu er enn þá jafnferskt og framandi og þegar það kom fyrst út. -glh syngja yfir. Það heyrist langar leiðir að þetta er Und- erworld, sánd þess festist hér enn betur í sessi. Þó eru undantekning- ar: „Skym“ hljómar eins og slöpp B-hlið frá Depeche Mode og í „Bruce Lee“ er nýr hljómur; fonk- að feitara en áður á þessum bæn- um. Vilji fólk falla í sveittan trans er fátt betra í augnablikinu en upp- finningasemin og nýjabrumið er ekki lengur til staðar. Það er þó langt í þreytuna. -glh 3 listinni og hrifnir af hringdönsum og þjóðlagagrini draga þeir mörkin mun fýrr en t.d. íslendingar þegar kemur að því að skilgreina hvað sé rokk. Það liggur við að mörkin séu dregin við það hvort notuð séu rafmagnshljóðfæri eða ekki. Þess vegna kemur fyrir að það sem þeim finnst argasta rokk finnst okkur algjör poppfroða. Rokk eða eitthvað sem getur tadist framsæk- ið fæst ekki spilað í útvarpinu eða sýnt í sjónvarpinu (þeir eru með eina stöð af hvoru) og fæstir eru nokkuð að láta það fara í taugarnar á sér, enda flytur ungt fólk í hrönnum af skerjunum og sest að í öðrum löndum með betra rokkaðgengi. Það verður því að teljast átak að Tutl skuli hafa tekist að safna saman tólf hljómsveitum, þó þær séu mis- frambærilegar og flestar áttavilltar í tónlistinni. Þessum rokkurum finnst gaman að taka gítarsóló í tíma og ótima og eru ekki feimnir við að hafa tíu-tuttugu kafla í hveiju lagi. Þeir leggja lítið upp úr eftirminnilegum melódíum eða góðu grúfi en hamast þess meir í djamminu og fá eflaust góða útrás. Flestar sveitirnar flytja hvínandi hauskúpurokk og stendur hljómsveitin Hatespeech upp úr - hún virðist vita upp á hár (örugglega sítt) hvert hún er að fara. Innan um eru aðrir hlutir. Encounter Galaxy minn- ir örlítið á Cardigans og læðir vel þegnu estrógeni i rokkið og tölvupopp- sveit eyjanna (eða „teldubólkur" eins og Færeyingar segja) heitir Maður: glottir, og hún lafir ágætlega í róman- tískri ballöðu. Önnur bönd minna svo á hljómsveitina Upplyftingu ef hún hefði keypt sér fózz-fótstig. Þijú lög af plötunni verða síðan á safnplötunni „Rock from the Cold Seas“ sem er væntanleg. Þar kemur rokkið einnig frá Lapplandi, Græn- landi og íslandi og fulltrúar okkar verða Alsæla, Mínus og Bisund. Húrra fyrir norrænni samvinnu! -glh Náfrændur vorir í Færeyjum búa á 18 eyjum og eru um 45 þúsund samtals. Þar er tónlistarlífið fjörugt en hingað til hefur aðaláherslan verið lögð á þjóðlagamúsík, dansiballapopp og skandinavískan lopasokkadjass. Aðal- útgáfufyrirtækið heitir Tutl og hefur sinnt þessum stefhum vel en einnig gefið út þrjár safnplötur, „Rokkur í Föroyum", þar sem færeyskt rokk hljómar. Á fyrstu plötunum tveim var sungið á ensku en á þeirri þriðju, „Grótfóroyskt", sem er nýkomin út, eru öll lögin sungin á færeysku. Platan getur því talist fyrsta alfæreyska rokk- platan. Þar sem Færeyingar eru linir i tón- NR. 314 vikuna 12.3-19.3. 1999 Skunk Anansie hoppar beint i sjounda sæti listans meðstóru kartöfluna hans Kaila. Sæti Vikur LAG FLYTJANDI 5/3 12/2 1 8 LOTUS...................................R.E.M. 1 2 2 5 LADYSHAVE...............................GUS GUS 3 11 3 14 FLYAWAY..........................LENNY KRAVITZ 6 9 4 9 PRAISE YOU.........................FATBOY SLIM 2 1 5 2 YOU STOLE THE SUN FROM ME .MANIC STREET PREACHERS 7 - 6 8 ERASE/REWIND .....................THE CARDIGANS 4 7 7 1 CHARLIE BIG POTATO...............SKUNK ANANSIE CTIM 8 3 NOTHING REALLY MATTERS.................MADONNA 5 14 9 5 I WISH I COULD FLY.....................ROXETTE 9 13 10 21 SWEETEST THING ..............................U2 8 8 11 6 EXFACTOR ..........................LAURYN HILL 10 3 12 4 STRONG ENOUGH .............................CHER 12 21 13 4 BOY YOU KNOCK ME OUT....TATYANA ALI & WILL SMITH 16 24 14 9 NO REGRETS.....................ROBBIE WILLIAMS 11 4 15 8 LULLABYE .........................SHAWN MULLINS 13 16 16 7 END OF THE LINE.........................HONEYZ 18 22 17 4 ENJOY YOURSELF .............................A+ 14 18 18 7 ÁSTIN MÍN EINA .........VÉDÍS HERVÖR ÁRNADÓTTIR 15 5 19 3 THE BOY WITH THE ARAB STRAP ...BELLE & SEBASTIAN 23 26 20 3 WRITTENIN THE STARS.....ELT0N JOHN & LEANN RIMES 20 35 21 2 OUT OF MY HEAD........................FASTBALL 22 - 22 3 TENDER....................................BLUR 29 40 23 1 BIRTIR TK........................LAND OG SYNIR 24 7 HAVEYOUEVER ............................BRANDY 17 6 25 6 CASSnJS ‘99............................CASSnJS 25 17 26 3 YOU DON’T KNOW ME .. .ARMAN VAN HELDEN & DUANE H.. 26 31 27 2 MEÐ FULLRI REISN ... .FJÖLBRAUTASKÓLINN f BREIÐHOLTI 31 - 28 5 HEARTBREAK HOTEL...............WHITNEY HOUSTON 19 15 29 3 WHEN A WOMAN’S FED UP..................R.KELLY 30 29 30 1 WESTSEDE....................................TQ 1,'fcllJ 31 7 ONE .....................................CREED 21 10 32 1 ELDUR...................................VERSLÓ fcllXJ 33 2 RUSH...................................KLESHAY 35 - 34 4 WALK LIKE A PANTHER................ALL SEEING I 36 33 35 2 MARÍA..................................BLONDIE 38 - 36 4 COME INTO MY LIFE......................F.MTIJA 27 27 37 6 HOWWILLIKNOW............................JESSICA 32 36 38 1 THE ANIMAL SONG.........................SAVAGE GARDEN 39 2 GEORGY PORKY...........ERIC BENET & FAITH EVANS 40 40 1 NO SCRUBS..................................TLC Þótt enginn viti út á Ladyshave Gusgus gengur þá filar fólk það í botn. Lenny Kravitz ætlar að vera þaulsetinn á listanum Fly Away. Eftir fjórtán vikur stefnir hann á toppinn. Þessa plötu fær maður sér aðallega upp á frík-gildið. Það er nauðsynlegt að styrkja nágrannana og þegar tónlistin verður óþolandi hallærisleg má hafa gaman af því að hía á frændurna fyrir skrýtna málið sem þeir syngja á. Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 989 íslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er 1 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, aí öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síma 550 0044 og tekiö þátt í vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á flmmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og birtur á hverjum fóstudegi í DV. Listinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. lslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaöinu Music & Media sem er rekiö af bandaríska tónlistarblaöinu Billboard. Yfirumsjón með skoöanakönnun: HaUdóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón með framleiðslu: Ivar Guðmundsson - Tæknistjóm og framleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir í útvarpi: Ivar Guðmundsson 10 f Ó k U S 12. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.