Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 JjV útlönd Sjö milljarðar til höfuðs Milosevic stuttar fréttir Afhenda skjöl um slys ísraelska flugfélagið E1 A1 ætl- ar að afhenda hollenskum yfir- völdum skjöl um flugslysið í Amsterdam 1992. Óttast er að eit- urefni hafi verið í vélinni sem fórst. Gefur verölaunaféö John Hume, friðarverðlauna- hafi Nóbels, tilkynnti i gær að hann hygðist gefa verðlauna- féð til að styrkja þá sem aðstoða fátæka, bæði mótmælendur og kaþólikka, á N-írlandi. Verð- launaféð á einnig að nota til að aðstoða fóm- arlömb ofbeldisins á N-írlandi. Skotárás á veitingastað Þrír grímuklæddir menn, vopnaðir vélbyssum, skutu til bana tíu menn á veitingastað í Dunajska Streda í Slóvakíu á fimmtudagskvöld. Þrælkunarbúðir Kinverski andófsmaðurinn Che Hongnian hefur verið dæmd- ur til þriggja ára dvalar í þrælk- unarbúðum. Che hafði í bréfi spurt hvemig hægt væri að kom- ast í samband við mannréttinda- samtök. Hermannaveikifaraldur Nítján manns hafa látist í her- mannaveikfaraldrinum í Hollandi. Vitað er um 106 smit- aða. Allir höfðu verið á blóma- sýningu í Bovenkarspel. Fangi flúði I kókbíl Bankaræningjanum og flótta- kónginum Hans Enrico Nati tókst í gærmorgun að flýja í kók- bíl frá fangelsinu í Vridsloselille í Danmörku. Nati tókst að hanga undir bílnum út fyrir fangelsis- múrana. Kvaddur með söng Þingmenn á s-afríska þinginu kvöddu í gær Nelson Mandela, forseta S-Afr- íku, með söng, dansi, hlátri og támm. Síð- asti fundur þingsins fyrir kosningarnar 2. júní næst- komandi var haldinn í gær. Mandela lætur þá af forsetaembættinu. Fjöldi stjómarerindreka, ættingja for- setans, verkalýðsleiðtoga og sam- fanga Mandela var viðstaddur þingfundinn. Hætta á morðákæru Fjórir lögreglumenn í New York eiga yfir höfði sér morðá- kæru fyrir að skjóta óvopnaðan innflytjanda 41 skoti. Bílar hvað sem á dynur Sprengjuárásir Atlantshafsbanda- lagsins á hemaðarskotmörk Serba virðast í engu hafa spillt ást Serba á bílum því að samkvæmt frétt Reuters í gær, sem höfð var eftir hinni opinberu fréttastofu Serba, Tanjug, í gærmorgun, höfðu sprengjuárásirnar í engu hnikað fyr- irætlunum um að opna 38. alþjóðlegu bílasýninguna í Belgrad. Hún var reyndar opnuð síðdegis í gær. Á 38. alþjóðlegu bílasýningunni sýna, samkvæmt upplýsingum Tanjug til Reuter-fréttastofunnar, 500 aðilar hvaðanæva úr heiminum framleiðsluvörur sínar. Þá em þar frumsýndar um 50 nýjar gerðir bíla en hverjar þær era eða hvaðan þær koma var ekki tekið fram. Nýjustu gerðir vestrænna bíla þykja mjög eft- irsóknarverð stöðutákn í þeim ríkj- um á Balkanskaga sem áður mynd- uðu ríkið Júgóslavíu. Vestrænir bíl- ar era hins vegar mjög dýrir miðað við þær tekjur og tekjumöguleika sem flestir búa við. -SÁ Hópur bandarískra öldungadeild- arþingmanna hefur lagt fram drög að áætlun um að steypa Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, af stóli. Leggja þingmennirnir til að um 100 milljónum dollara eða rúm- lega 7 milljörðum íslenskra króna verði varið til verksins. Fyrir þingmannahópnum fer repúblikaninn Jesse Helms, for- maður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar. Helms nýtur einnig stuðnings margra demókrata í öldungadeildinni. Þeir era sammála um að verja eigi 100 milljónum dollara af fjárlögum til þess að stuðla að lýðræði og þróun borgaralegs samfélags í Júgóslavíu. Verði áætlun þeirra samþykkt hef- ur það í för með sér að allir banka- reikningar Júgóslava í Bandaríkj- unum verða frystir. Háttsettum serbneskum og júgóslavneskum fulltrúum og fjölskyldum þeirra, að Svartfellingum undaskildum, yrði bannað að koma til Bandaríkjanna. Fjárfestingar í Júgóslavíu yrðu einnig bannaðar. Bandaríkjaþing hefur áður sam- þykkt svipaða áætlun til þess að steypa Saddam Hussein fraksfor- seta en án árangurs. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekki hefðu borist nein skila- boð frá Milosevic þess efnis að hann væri reiðubúinn til friðarvið- ræðna. „Það bjóst enginn við kúvendingu á 5 mínútum eða 24 klukkustundum. Slobodan Milos- evic er grimmur harðstjóri. Hann ber ekki hag þjóðar sinnar fyrir bijósti og vissulega ekki Kosovo-Al- bana. Við teljum að þetta sé rétta leiðin til að binda enda á mannleg- an harmleik," sagði Albright um loftárásimar á Júgóslavíu. Atlantshafsbandalagið, NATO, gerði í fyrsta sinn loftárásir að deg- inum til í gær. Fréttir bárast af árásum á Belgrad, höfuðborg Serbíu. Yfirmaður herafla NATO, Wesley Clark, greindi frá því í gær að árásir yrðu einnig gerðar gegn serbneskum hermönnum i Kosovo. Úkraína Utanríkisráðherra og varnar- málaráðherra Úkraínu, Borys Tara- syuk og Olexander Kuzmuk, flugu í gær til Belgrad til þess að reyna að miðla málum í Kosovodeilunni. Fóru þeir á vegum Leonids Kutjma Úkraínuforseta. Forsetinn hafði greint frá því er hann var í heimsókn í Gautaborg á fimmtudaginn að hann væri reiðu- búinn til að reyna að koma á sáttum og sjálfur fara til Kosovo ef með þyrfti. Sagði hann hugmyndina hafa verið nefnda í bréfi frá Bill Clinton Ekki væri nóg að gera loftárásir til þess að stöðva hemað Serba í Kosovo. Sjónarvottar hafa greint frá grimmilegu athæfi Serba í Kosovo að undanfomu. í bænum Dobrane við landamæri Albaníu vora kennarar af albönskum uppruna myrtir á fimmtudaginn í viðurvist nemenda þeirra. Albanska fréttastofan ATA í Tirana hafði þetta eftir flóttamönnum sem komu frá Kosovo til Albaníu. í Bandaríkjaforseta og í símtali við forsætisráðherra Kanada, Jean Chrétien. Forsetinn lagði þó áherslu á að ekki mætti ofmeta möguleika Úkra- ínu á að aðstoða við lausn deilunnar. Kutjma hefur fordæmt loftárásir NATO á Júgóslavíu en er að öðra leyti miklu yfirvegaðri í afstöðu sinni til bandalagsins en leiðtogar Rússlands og Hvíta-Rússlands. Ná- grannar Úkraínu, Tékkland, Pól- land og Ungverjaland, eru nú aðild- arríki NATO. bænum Goden vora einnig framin hermdarverk. Hinn alræmdi Serbi, Zeljko Raznatovic, sem þekktur er undir nafninu Arkan, hefur á ný sent liðssveitir sínar til Kosovo. Liðsmenn hans era þekktir fyrir grimmileg morð á óbreyttum borguram í Króatíu og Bosníu. Að sögn Arkans hafði fjöldi liðsmanna hans beðið um að fá að fara til Kosovo. Rússar ætla nú að íhuga mögu- leikann á að endurgreiða skuld sína til Júgóslavíu. Gennadí Kulik tjáði sendiherra Júgóslavíu í Moskvu, Borislav Milosevic, sem er bróðir Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta, að stjómvöld myndu taka málið upp í nánustu framtíð. Ekki er ljóst hversu mikið Rússar skulda Júgóslövum né hversu mikið Rúss- ar hyggjast endurgreiða nú. Rússar ætla einnig að flýta sér að afgreiða umsamda viðskiptasamninga. Thatcher heim- sótti Pinochet í stofufangelsið i Margaret Thatcher, fyrrver- >: andi forsætisráðherra Bret- lands, heimsótti í gær Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðis- | herra í Chile, í stofufangels- ið sem hann • situr í fyrir utan London. Heimsóknin var sýnd í ;■ beinni útsend- ingu Sky-sjón- varpsstöðvar- innar. „Þakka þér fyrir það sem þú : hefur gert fyrir lýðræðið í | Chile," sagði Thatcher meðal annars við einræðisherrann. Pinochet þakkaði á móti fyrir [' þann kærleika og þá vináttu sem Thatcher hefði sýnt fjöl- skyldu hans. „Þetta er lítið hús en það er fullt af kærleika og t þakklæti í þinn garð,“ sagði hann. „Litla húsið“ er lúxusvill- an þar sem Pinochet er í stofu- fangelsi. Thatcher þakkaði Íeinnig fyrir aðstoð Pinochets í Falklandseyjastríðinu. Þetta var i fyrsta sinn sem Pinochet heimilaði að teknar væra sjónvarpsmyndir af hon- um síöan hann var handtekinn á sjúkrahúsi í London í október s síðastliðnum. Baltasar Garzon, spænski | dómarinn sem bað um að Pin- ochet yrði handtekinn, sagði i ; gær að hann hefði sannanir um 42 mannréttindabrot Pinochets eftir árið 1988. Engin leið að slökkva eldinn í göngunum Gilbert Degrave, bílstjóri mat- | vælaflutningabilsins, sem kviknaði í göngunum undir Mont Blanc-fjallinu, sagði í við- tali við belgískt blað í gær að | engin leið heföi verið að slökkva í eldinn. „Það varð allt alelda á hálfri mínútu. Ég varð að hlaupa til að j bjarga lífi mínu. Fyrir aftan mig var víti. Göngin urðu heit eins í og ofn á nokkrum minútum. Ég 'i hef verið ótrúlega heppinn,“ sagði bílstjórinn í viðtalinu. Lögregla tók Degrave upp í bíl sinn er hann hljóp eftir göngun- um, sem er 11,6 kílómetra löng, í átt að Ítalíu. Eldurinn kom upp í matvælaflutningabílnum í s miðjum göngunum. Þrjátiu og fimm manns létu s lifið í eldsvoðanum í göngunum. Hafnar boði um aðsnúa aftur heim eftir Londonferð Yfirvöld í Burma tilkynntu í gær að þau ætluðu að leyfa ii stjórnarandstöðuleiðtoganum Aung San Suu Kyi að heimsækja | veikan eigin- | mann sinn í i London og i snúa að því I loknu heim á p ný. Suu Kyi 1 hafnaði boð- | inu. Eiginmaður I Suu Kyi, sem er fársjúkur af krabbameini, hef- ur óskað eftir því að fá að heim- j sækja hana eða að hún fai leyfi til að koma til hans sé það öruggt að hún fái að snúa aftur heim til * Burma. Yfirvöld tilkynntu um farar- leyfið sem er með því skilyrði að Suu Kyi noti ekki ferðina í I pólítískum tilgangi. Hún vísaði ■ fulltrúa yfirvalda á dyr. Suu Kyi 1 óttast að hún fai alls ekki að snúa I heim á ný fari hún til London. Kauphallir og vöruverð erlendis •Í ; ' 9000 8500' 8000 7500 70003 9836,39 Dow Jones S 0 N D Sykur 400 300 200 194,1 /T/ripiÉflufcj,. IUU 0 »/t S 0 N D London 1 6077,9 6000 1 ——N ccnn, jjUU & f^rnn JUUU 4000 ‘ FTSE100 S 0 N Dj Kaffi 2000 1489 ÍDUU •tnnn 1UUU cnn DUU n ' U $/t S 0 N D Frankfurt 4860,26 BBB S 0 N D Tokyo 15986,04 160 Bensín 95 okt. :f5j Bensín 98 okt. 160 */t s Hong Kong 10826,13 20000 i 15000%; lOOOOp 5000 Hang Song S " ð N D HráolTa 25 20 15 10 5 ! 13,98 „111111111^ tunna S 0 N D 'rirrai íbúi í Pristina, höfuðborg Kosovo, virðir fyrir sér skemmdir sem urðu er flugskeyti frá NATO lenti á verslunarmiðstöð í borginni. Símamynd Reuter vill miöla málum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.