Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 lýtlönd 19 Slobodan Milosevic þarf nú að standa við stóru orðin. Hann komst til valda með lýðskrumi um að hann myndi verja Serba gegn árásum allra óvina þeirra. Nú stendur hann frammi fyrir stórfelldum loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) vegna þvergirðingsháttar síns í deil- unni um framtíð Kosovo-héraðs. Lendur Milosevic hafa skroppið mikið saman á undanförnum árum, í kjölfar stríðanna i Króatíu og SK ■ ■ æml JmmMlls Erient . I fréttaljós Bosníu. Fjögur lýðveldi af þeim sex sem til samans mynduðu Júgóslavíu gömlu hafa sagt skilið við móðurríkið og farið eigin leiðir. Engu að síður hefur Milosevic tek- ist að halda i völd sin og jafnvel styrkja þau með kænskubrögðum. Tólf ára ofríki Milosevic hefur ríkf yfir Serbum í tólf ár, fyrst sem forseti Serbíu en síðan sem forseti sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, eða leif- anna af gömlu Júgóslavíu, eins og landið er stundum kallað. Hann hef- ur verið iðinn við að kveikja ófrið- arbál þjóðernisátaka allan þennan tíma og um leið hefur hann komið því svo fyrir að hann er Vesturveld- unum ómissandi þegar kemur að því að reyna að slökkva bálið. Sú varð raunin einu sinni enn þegar það var undir Milosevic kom- ið hvort friður yrði saminn í Kosovo, vöggu serbneskrar þjóðern- isstefnu. Þar eru nú hins vegar níu af hverjum tíu íbúum af albönsku bergi brotnir. Augu umheimsins Allra augu beindust að Milosevic á mánudag og þriðjudag þegar Ric- hard Holbrooke, sendimaður Banda- rikjastjómar, gerði úrslitatilraun til að fá hann til að fallast á gerðan rammasamning um frið í Kosovo. En Milosevic gaf ekkert eftir. Átök við NATO voru því óumflýjanleg. Milosevic virðist hins vegar hafa reiknað dæmið skakkt, eins og Ala- in Richard, varnarmálaráðherra Frakka, ýjaði að á fimmtudagsmorg- un. Sennilega hefur Milosevic ekki átt von á öðru en að Vesturveldin myndu hætta við loftárásir á síð- ustu stundu vegna andstöðu Rússa, helsta bandamanns Serba. Hugsanlegt er líka að Milosevic hafi komist að þeirri niðurstöðu að loftárásir væru þó illskárri kostur en hinn að iáta Kosovo af hendi án þess að berjast við erlenda óvininn. Slobodan Milosevic er 58 ára gam- all, fæddur í bænum Pozarevac, suð- austur af Belgrad. Faðir hans var guðfræðikennari. Sjálfur lærði Milosevic lögfræði. Milosevic var á sínum tíma emb- ættismaður í stjórnkerfi kommún- ista í Júgóslavíu og starfaði um tíma sem forstjóri ríkisrekinnar gasveitu. Hann komst með bola- brögðum i fremstu röð stjórnmála i Júgóslavíu í valdatóminu sem varð við dauða Titos marskálks, einræð- isherra Júgóslavíu eftir heimsstyrj- öldina síðari. Fræg eru þau orð Milosevics við Serba að engum ætti að líðast að berja þá. Kunnum að berjast „Við kunnum kannski ekki að vinna en við kunnum sko að berj- ast,“ sagði Slobodan Milosevic við hóp reiðra Serba í Kosovo árið 1987. Serbarnir voru að mótmæla kerfinu sem Tito hafði komiö á laggirnar þar sem hann atti þjóðarbrotum Júgóslavíu hverjum gegn öðrum og tókst þannig að viðhalda viðkvæmu jafnvægi í ríkinu. Kosovo naut einnig á þeim tíma víðtækrar sjálf- stjómar. Orð Milosevics voru ekki aðeins forsmekkurinn að því að sjálfstjórn Kosovo var afnumin 1989, heldur einnig að sundurlimun Júgóslavíu í blóðugustu átökum í Evrópu frá lok- um heimsstyrjaldarinnar síðari. Milosevic spilaði á þjóðernis- kennd Serba í stríðunum í bæði Króatíu og Bosníu. Hann leyfði hins vegar mönnum eins og Radovan Karadzic, stjórnmálaleiðtoga Bosn- íu-Serba, og Ratko Mladic, herfor- ingja þeirra, að gera öll skítverkin í tilraununum til að stofna „Serbíu hina meiri“. Karadzic og Mladic vora þó látnir róa þegar orðið var óþægilegt að hafa of mikið samneyti við þá. Jafningi Clintons Hátindiu- ferils Milosevics sem þjóðarleiðtoga hefur sennilega verið þegar hann undirritaði, ásamt öðrum þjóðaleiðtogum, þar á meðal Bill Clinton Bandarikjaforseta, Dayton friðarsamningana sem bundu enda á stríðið í Bosníu. Einn þeirra sem til sáu segir að Milosevic hafl „virst líta á sig sem jafningja þeirra sem hann var að semja við“. Allur sá góðvilji sem Milosevic kann að hafa áunnið sér þá er fyrir löngu rokinn út í veður og vind. En Milosevic hefur ekki aðeins þurft að glíma við Vesturveldin, held- ur hafa landsmenn hans einnig látið í ljós óánægju sína. Skemmst er að minnast samfylkingar stjórnarand- stæðinga og námsmanna, Zajedno, sem efndi til mikilla mótmæla gegn stjómvöldum á árinu 1996. Þegar óá- nægjualdan reis hæst gekk háif millj- ón manna um götur borga Serbíu til að mótmæla kosningasvikum. En með kænskubrögðum, eins og að gefa stjórnarandstæðingum eftir gjald- þrota borgir og bæi, tókst Milosevic að sundra fjendum sínum og stofna til innbyrðis átaka þeirra í meðal. Á árinu 1997 tókst honum að fara í kringum lög sem bönnuðu honum að bjóða sig aftur fram til forsetaembætt- isins í Serbíu með því að gera sig að forseta Júgóslavíu. Því embætti breytti hann úr skrautfjöður í raun- verulega valdastöðu. Slobodan Milosevic er kvæntur Mirjönu, nýkommúnista og lektor í fé- lagsfræði við háskólann í Belgrad. Hún þykir hafa mikil áhrif á bónda sinn og bera andstæðingar hennar henni ekki fallega söguna. Slobodan og Mirjana eiga tvö börn, son og dótt- ur, sem bæði eru mjög áberandi í samkvæmislífinu í Belgrad. Milosevic veitir sjaldan viðtöl og kemur lítið fram opinberlega. Og þrátt fyrir allar hörmungarnar sem hann hefur leitt yfir Serba telja þeir hann margir hverjir vera fremstan samtíðarmanna sinna. Byggt á Reuter ÖUuim seldu«v» hjá okkur fylglr gelslasþUar! ú\ hennafí tnánuð. BÍLAHÚ8IÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf: 587 7605 jr ■ ^Euro•úlsa-raðfre'iðsiur +<( 36 iMár>« os enjrir ábyrgéar'toen'ft' -U Nissan Terrano 1991 152 þús. Ssk. 5. Verð 1.190.000. Útsöluverð 1.050.000. Jeep Grand Cherokee Laredo 1993 110 þús. Ssk. 5. Verð 2.050.000. Útsöluverð 1.800.000. Isuzu crew cab DLX 1992 115 þús. Bsk. 4. Verð 1.090.000. Útsöluverð 800.000. Ford Ranger super cab 1992 190 þús. Bsk. 3. Verð 720.000. Útsöluverð 600.000. Ford Explorer 1991 100þús. Bsk. 4. Verð 1.250.000. Útsöluverð 1.000..000. MMC Pajero 3,0 A/T 1992 122 þús. Ssk. 3. Verð 1.350.000. Útsöluverð 1.100.000. Nissan Terrano I11996 77 þús. Bsk. 5. Verð 2.250.000. Útsöluverð 2.150.000. Nisssan double cab 1996 91 þús. Bsk. 4. Verð 1.650.000. Útsöluverð 1.250.000. Toyota Hilux d/c bensín 1992 156 þús. Bsk.Verð 4 1.140.000. Útsöluverð 950.000. Lada Sport 1,7 1994 73 þús. Bsk. 3. Verð 420.000. Útsöluverð 250.000. Nissan Terrano 1991 120 þús. Ssk. 5. Verð 1.300.000. Útsöluverð 1.000..000. Daihatsu Terios 1998 30 þús. Bsk. Verð 5 1.780.000. Útsöluverð 1.520.000. Nissan Terrano 2,4 1992 105þús. Bsk. Verð 3. 1.050.000. Útsöluverð 800.000. Toyota Hilux d/c bensín 1992 190 þús. Bsk. 4. Verð 1.050.000. Útsöluverð 800.000. Nissan Terrano 1991 123 þús. Ssk. 5. Verð 1.380.000. Útsöluverð 1.150.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.