Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 JÖ"V mgtfóik * *---- Dýni Knistjánsson en íslandsmeistani í fimleikum: Fólk er aö mér Dýri Kristjánsson er nýjasta fim- leikastjama okkar íslendinga. Hann er nítján ára gamall og búinn að æfa fimleika frá því hann var tíu ára eða nánast helminginn af lífi sínu. Af hverju byrjaðirðu í fimleikum? „Leikfimikennarinn hvatti okkur til að fara í fimleika. Bekkjarsystur mínar vora líka í ílmleikum og sögðu að það væri gaman að leika sér í gryfj- unni eftir æfmgar,“ segir Dýri. „Núna get ég ekki sagt að það sé skemmtilegt að leika sér í gryfjunni eftir æfíngar. Það er ekki gaman að klifra úr henni eftir afstökk." Fimleikar og ballett Varstu eini strákurinn úr þínum bekk sem fór í fimleika? „Já. Hinir strákamir prófuðu að- eins en entust ekki lengi.“ Varðstu ekki út undan? „Jú, sérstaklega þegar ég var yngri. Þá var alltaf verið að segja að þetta væri stelpuíþrótt en það er öfugt núna, þegar maður er orðinn eldri. Fólk er hætt að gera grín að mér.“ Var gert mikið grín að þér? „Já, fólk líkti fimleikum við ballett. Maður væri í þröngum buxum og þess háttar.“ Það hefur aldrei hvarflað að þér að hætta út af stríðni? „Nei, þetta var gaman og ég átti góða félaga í fimleikunum. Ég hafði heldur ekki mjög gaman af fótbolta. Við hituðum stundum upp fyrir flm- leikana í fótbolta eða körfubolta og það var nóg fyrir mig.“ Maður verður ekki íslandsmeistari á hverjum degi. Var síðasta helgi stærsta helgin í lífl þínu? „Alla vega hvað varðar fimleikana. íslandsmeistaratitUlinn er sá stærsti sem ég hef fengið þótt ég hafi komist á pall á Norðurlandamóti. Það var líka svo gaman að vinna því keppnin um fyrsta sætið var svo hörð.“ Dýri hefur náð lágmarki fyrir heimsmeistaramótið sem verður hald- ið í haust og er það næsta stórmót sem hann tekur þátt í. Endalausar æfingar Eru ekki miklar æfingar? „Það eru endalausar æfingar. Ég æfi sex sinnum í viku í 2 1/2 til 3 tíma í senn. Ég kem hingað strax eftir skóla. Við fáum frí á sunnudögum og það er mjög kærkomið." Æfingarnar eru allan ársins hring og segist Dýri þakka fyrir fái hann tveggja vikna frí á sumrin. Dýri segist ekki eiga eitt eftirlætis- áhald. „Það fer alveg eftir því hvemig gengur hverju sinni. Undanfarið hef- ur mér þótt mjög gaman á bogahesti og það hefur gengið hvað best. Ég er líka að æfa nýjar æfingar á svifrá, nokkuð sem hefur aldrei verið gert hér á landi, og það er mjög spennandi. Annars er ég nokkuð jafnvígur á áhöldin." Missir stundum af stór- viðburðum Dýri er á þriðja ári í MR og segir Dýri Kristjánsson er nýbakaður íslandsmeistari í fimleikum. Hann æfir sex sinnum í viku, 2 1/2 til 3 tíma í senn, nánast allan ársins hring. DV-myndir Teitur hann að árekstrar náms og íþróttar séu ekki miklir. „Það hefur gengið hingað til og í raun furðulega vel. Dagurinn er þannig að ég vakna, fer í skólann, fer á æflngu, læri og svo beint í háttinn. Það er ekki tími fyrir neitt annað nema einstaka sinnum á fostudags- og laugardagskvöldum." Það hefur aldrei hvarflað að þér að hætta út af álagi? „Það kemur fyrir þegar ég missi af stórviðburðum í skól- anum eins og til dæmis árshá- tíðum að ég hugsa um að hætta. Þá er ekki gaman að vera að æfa svona stíft. Ég hef þó ekki íhugað það alvarlega og daginn eftir er þessi hugsun yfirleitt horfm.“ Ertu bindindis- maður? „Ég hef hvorki drukkið né reykt og stefni að því að halda því áfram sem lengst. Bekkjarbróðir minn er líka reglumaður og það er mjög gott. Við höfum stuðning hvor af öðrum þeg- ar við förum út á kvöldin." Er ekki allt vaðandi i stelpum í fímleikunum? „Jú, jú,“ segir Dýri, „en þegar maður er kominn á þennan aldur fer þeim að fækka. Það er samt nóg af þeim og þær eru mun fleiri en strákamir." Afreksfólk I fimleikum er bundið við ákveðinn aldur. „Stelpumar hætta flestar i kring- um tvítugt. Strákamir ná sínum toppi ekki fyrr en 23-24 ára þannig að þeir endast mun betur.“ Hvað ætlarðu að gera þegar þú verður kominn yfir „toppinn"? „Ég veit það ekki. Ég ætla að fara í háskóla og reyna að læra eitthvað, en vandamálið er bara hvað ég á að læra.“ Dýra var stundum strítt þegar hann var yngri. „Þá var alitaf verið að segja að þetta væri stelpu- íþrótt en það er öf- ugt núna, þegar maður er orðinn eldri. Fólk er hætt að ... í prófíl Sverrir í spurningaliði MR Fullt nafn: Sverrir Guð- mundsson. Fæðingardagur og -ár: 25. apríl 1979. Maki: Enginn. Börn: Engin. Starf: Er í Eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík. Skemmtilegast: Að gleðjast í góðra vina hópi. Leiðinlegast: Að smyrja hjól- ið. Uppáhaldsmatur: Allur, þeg- ar maður er glorsoltinn. Uppáhaldsdrykkur: Vatnið úr baðherbergiskrananum heima. Fallegasta manneskjan (fyr- ir utan maka): Ólöf Rún Skúladóttir. Fallegasta röddin: Dietrich Fischer Dieskau. Uppáhaldslíkamshluti: Höf- uðið. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkistjórninni: Andvígur. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú viija eyða nótt: Tomma. Uppáhaldsleikari: Eggert Þorleifsson. Uppáhaldstónlistarmaður: Marteinn H. Friðriksson. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Enginn ákveðinn í huga. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Gettu betur og Mósaík. Ann- ars horfi ég afar lítið á sjón- varp. Leiðinlegasta auglýsingin: Select-auglýsingin. Leiðinlegasta Armageddon. Sætasti sjónvarpsmaður inn: Ólöf Rún Skúladóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: j Kanslarinn á Hellu. Besta „pikköpp“línan: Hvarl fékkstu þessar bækur, ljúfan!? | Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú verður stór: Vonandi verð ég einhvern tima stór. Eitthvað að lokum: Eitthvað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.