Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 JLlV heygarðshornið Við erum í stríði Það var mynd í Mogganum í gær af fólki í loftvarnabyrgi i Belgrad. Allir halda á einhverju. Það er eins og allir hafi þrifið eitt- hvað með sér á Isiðinni ofan í byrgið, eitthvað kært, eitthvað til að hafa með sér úr húsinu verði það sprengt. Fremst er amman með skýluna á hausnum og þessar vinnuhendur í kjöltunni svo mað- ur sér hana róa fram í gráðið. Augnaráðið er tortryggið, óttasleg- ið, æðrulaust: hún veit hvað er að gerast, hún veit allt, hefur reynt allt. Við hliðina á henni er strákur með baseball-húfu og í Nike-skóm og víðum buxum: brettastrákur í sínum brettastrákaheimi. Serbi? Nei brettastrákur. Fyrir miðri mynd er annar strákur, soldið yngri, líka í Nike-skóm, hann er þarna með mömmu sinni og virð- ist ekki gera sér grein fyrir því að hann og mamma hans og allir hin- ir eru skotmörk, geta dáið; svipur- inn er opinn og reiðubúinn að upp- lifa eitthvað og mamma hans er að segja eitthvað við hann, mamma hans sem er svona kona sem mað- ur sér stundum í Bónus. Hvar er pabbi hans? Hvar er pabbi bretta- stráksins? Hvar er sonur ömmunn- ar? Hvar er pabbi stelpunnar í bakgrunninum sem er í grænu dúnúlpunni og er svona stelpa sem maður sér stundum í strætó? Hvar eru karlmennirnir? Þeir eru í striöinu, að berjast fyrir þjóð sína, þeir eru að láta lífið fyrir heila- spuna. Þetta er fólk. Við eigum í stríði við þetta fólk. ****** Blöð og sjónvarp hafa verið iðin við að segja okkur frá því hversu mikilsvert framlag íslendinga hef- ur verið í hemaðinum á hendur Serbum. Það kom bréf. Það kom persónulegt bréf frá sjáifum Clint- on Bandaríkjciforseta. Mitt í önn- um sínum og áhyggjum af því að stýra herjunum gaf hann sér tíma til að rita Davíð Oddssyni bréf þar sem hann þakkar honum persónu- lega, eins og segir í fréttum, stuðn- inginn við ákvörðun NATO. Mað- ur sér Bandaríkjaforsetann fyrir sér á herráösfundi í Pentagon þar sem menn standa í hring og dást að nýju B-2 sprengjuflugvélunum sem loksins er hægt að sjá hvemig virka í raunverulegu stríði - og allt i einu kemur fjarrænn svipur á forsetann, hann hrukkar ennið hugsi og það eru ekki vindlar og villtar meyjar sem leita á hugann, nei: hann gefur hvassa skipun um að láta færa sér blaö og penna og sest niður til þess að skrifa Davíð Oddssyni persónulegt þakkabréf fyrir hans mikilsverða framlag til þess að gera vesturveldunum það kleift að halda uppi lögum og reglu á Balkanskaga. ****** Við eigum í stríði við þetta fólk. Við sem NATO-þjóð stöndum formlega í hernaði. Það er skrýtin tilhugsun. Það er erfitt að sætta sig við þá tilhugsun, ekki síst vegna þess að erfitt er að mynda sér skoðun á þessum hemaði, til þess er opinber umræða í fjölmiðl- um hér of óburðug. Ríkissjónvarp- ið býður okkur upp á eldhúsdags- umræður Tómasar Inga Olrich og Steingríms J. Sigfússonar, eins og öllum sé ekki sama um hvað þeim finnst, í stað þess að kveðja til menn eins og Dag Þorleifsson eða Jón Orm Halldórsson eða aðra stjórnmálaskýrendur sem kynnt hafa sér flókin stjórnmál þessarar púðurtunnu Evrópu. Allir frétta- flutningur er kominn úr sömu áróðurssmiðju Bandarikjamanna og laug okkur full í Flóabardaga - og í rauninni veit maður ekkert. En setjum svo að þessi hemaður sé á einhvern máta réttlætanlegur: að þarna séu Vesturveldin að bæta fyrir endalaust aðgeröaleysi sitt í Bosníu þegar Serbar óðu þar fram með morðum, nauðgunum og þjóð- emishreinsunum og öðrum níð- ingsskap sem tilheyrir hemaði; og að ekki hafi verið hægt að nota vettvang SÞ til ákvarðana að þessu sinni vegna þess að serbnesk stjórnvöld hafi til þessa fengið að fara sínu fram óáreitt í skjóli rúss- nesks neitunarvalds - setjum svo að þessi hemaður sé óhjákvæmi- legur í ljósi þess að NATO geti ekki lengur látið sitja við að hóta serbneskum stjómvöldum öhu illu ef þau hætti ekki yfirgangi sínum: það er samt sem áður einkennileg tilhugsun að við íslendingar skul- um vera aðilar að þessum hemaði. Það er eitthvað fáránlegt við það. Einhver óheilindi í því - hvað sem líður hinum skoplega fréttaflutn- ingi af meintu persónulegu bréfl Clintons. ****** Halldór Laxness lagði Bjarti í Sumarhúsum í munn klassíska ís- lenska afstöðu til hernaðar og óskapa heimsins: „Spurt hef ég tíu miljón manns/ séu myrtir í gamni utanlands/ sannlega mega þeir súpa hel/ ég syrgi þá ekki, fari þeir vel.“ Þetta kemur mér ekki við, er af- staðan. Þetta er ekki göfug afstaða, Guðmundur Andri Thorsson ekki stórmannleg og jafnvel sið- ferðilega röng - en skiljanleg: við erum ekki með, við getum ekkert verið með. Við emm ekki einu sinni áhorfendur að hildarleikn- um. Þetta er eitthvað sem við höf- um óljósar spurnir af. Óneitanlega þætti manni það miklu heiðar- legra ef íslendingar, sökum sér- stöðu sinnar, smæðar, vopnleysis og þekkingarleysis á hernaði, færu úr NATO. Eða: ef ætlunin er að vera í NATO - kæmu sér upp eig- in her. Það er auðmýkjandi að vera dinglandi þarna einhvem veginn eins og lítið og ábyrgðar- laust barn, án þess að vera með. Rökrétt skref yrði að bandaríski herinn færi burt og ísland hætti að vera hersetið land. Þá geta íslend- ingar loksins borið höfuðið hátt sem vopnlaust fólk - það er nefni- lega nokkuð til að vera stoltur af. Öryggi landsins má svo tryggja með vem í ESB þar sem bretta- strákar fá að vera brettastrákar en þurfa ekki að láta liflð fyrir heila- spunann „þjóð“. dagur í lífi r Dagur í lífi ræðumanns Islands: Ég vaknaði klukkan 10 við há- vaðann í vekjaraklukkunni. Ég var hálfþreytt eftir erfiða drauma um hlutleysi, þar sem ég þuldi upp með- og mótrök. Ég var nokkra stund að átta mig á því að eftir nokkrar klukkustundir yrði ég að í pontunni í Háskólabíói, og lá og þuldi ræðumar mínar aftur og aft- ur. Klukkan 11 var ég komin á lappir og kom mér vel fyrir í eld- húsinu, þar sem ég hélt áfram að þylja ræðurnar en þó á lægri nót- unum til að vekja ekki Kjartan stuðningsmann. Allt liðið hafði vakað langt fram á morgun við að læra ræðurnar en ég hafði farið fyrr heim, þar sem ég hafði verið hálf slöpp, með hita og hálsbólgu. Upp úr hádeginu voru allir komnir á fætur, liðið hittist og ræddi saman um daginn sem í vændum var, allir voru hinir ró- legustu og tilbúnir í slaginn. Klukkan 13:30 náði Gísli Mart- einn, þjálfarinn okkar í okkur og stefnan var tekin á litla matvöru- verslun í Þingholtunum, ég keypti mér Magic að drekka en öðruvísi var ómögulegt að takast á við þennan annars skemmtilega dag. Ég fór ásamt Kjartani í Kringluna, þar sem stefnan var tekin á Heilsuhúsið, ég birgði mig upp af sólhatti í töflu- og vökvaformi og hvítlauk sem ég át stíft fram að keppni. Þegar verslunarleið- angrinum var lokið, fórum við í Hadda Hreiðarsdóttir, ræðumaður Islands, segir frá deginum þegar hún vann þann eftirsótta titil. DV-mynd Hari Verslunarskólann en verslingar voru svo almennilegir að lána okk- ur skólann sinn til að „utanbæjar- liðið" gæti æft sig fyrir keppnina. Takk fyrir það! Ég var nánast sam- fellt til hálf átta um kvöldið, inni- lokuð í kennslustofu þar sem ég var orðin heilaþvegin af ræðunum mínum, æfði þær fram og aftur ásamt tilheyrandi leikmunum sem ég notaðist við, til að sannfæra dómarana. Rétt um áttaleytið hélt liðiö svo saman í Háskólabíó til að kanna aðstæður. Ég var miklu rólegri eft- ir að hafa séð salinn og prófað pontuna og hlakkaði til að taka MH-ingana í bakaríið eftir klukku- stund. En nú varð að hraða sér úr drullugallanum í einhver skárri fót. Á 20 mínútum skiptum við um fót og gerðum okkur sæt, korter fyrir níu vorum við svo sest inn í lítið herbergi í Háskólabíói þar sem við biðum stundarinnar miklu. Jú það kom að því að við vorum kölluð á svið og baráttan hófst. Eftir átökin leið mér eins og ég hefði hlaupið heilt maraþon úr- vinda af þreytu og hungri, enda einungis snætt hvítlauk og Magic um daginn, þegar úslitin voru kynnt hefði þó enn eitt maraþon ekki vafist fyrir mér. Þetta var í fyrsta skipti sem MA vinnur MORFÍS keppni framhaldsskól- anna og það að hljóta titilinn ræðumaður íslands skemmdi ekki fyrir, allir trylltir af gleði og stolti. Eftir kepnnina kom ég bikurun- um fyrir á náttstað mínum á Ljós- vallagötunni. Auðvitað varð mað- ur að líta á næturlif borgarinnar, þar sem staðurinn Sólon íslansdus varð fyrir valinu en þar hittist lið- ið og aðstandendur þess fognuðu vel. Það er óhætt að segja að ræðu- maður íslands hafi sofnað með bros á vör eftir langan og viðburð- arríkan dag einhvem tíma langt undir morgun. Borðaði bara hvítlauk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.