Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 L>V 30 rotai Ingólfur Mar- geirsson rithöf- undur átti kvöldstund með breska stórleikaranum Sir Alec Guinness í Cheltenham í Englandi, fræddist um líf hans og leiklist og hlustaði á þennan hæverska og djúphyggna mann lesa úr dagbók- um sínum og segja sögur af sjálf- um sér og öðrum. Alec Guinness, eöa Sir Alec eins og hann er jafnan kallað- ur eftir að hann var aðlaður fyrir leiklistarstörf sín árið 1959, er kominn til borgarinnar Cheltenham í Miðlöndum í Englandi til að segja frá og lesa upp úr bók sinni „A Positiviely Final Appearance" (Ör- ugglega hinsta sviðsframkoma). Bókin hefur að geyma dagbókarbrot leikarans frá árunum 1996 til 1998 í líkum stíl og fyrri bók hans „My Name Escapes Me“ (Nafn mitt er liðið úr minni mínu) sem hafði að geyma dagbókarskrif leikarans frá ársbyrjun 1995 til júnímánuðar 1996. Þegar ég hringdi í blaðafulltrúa Penguin-bókaforlagsins í London og falaðist eftir viðtali við stórleikar- ann tjáði hin ákveðna kona mér að Sir Alec væri löngu hættur að veita viðtöl. „Hann er orðinn svo gamall," sagði hún einfaldlega, „og hann er hættur að veita viðtöl fyrir löngu.“ Svo sannarlega getur Alec Guinness státað af aldri; hann er orðinn 85 ára gamall. En þrátt fyrir háan aldur er hann búinn að vera á sviðinu í klukkutíma þetta kvöld (réttara sagt sitja í góðum leður- stól), segja sögur af sjálfum sér og hershöfðingi í „Doctor Zhivago" (1965) og Godbole prófessor í „Passa- ge to India“ (1984). Auk þess hefur Sir Alec leikið í íjölmörgum öðrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eða alls 64 talsins. Meðal þekktari hlutverka hans er Ben (Obi-Wan) Kenobi í „Star Wars“ en Stjörnu- striðsmyndirnar á áttunda áratugn- um og endumýjun þeirra fyrir nokkmm ámm hefur sennilega gert Sir Alec heimsfrægari en saman- lagður leikferill hans í kvikmynd- um eða leikritum. Önnur þekkt hlutverk eru hvorki meira né minna en átta hlutverk í myndinni „Kind Hearts and Coronets" (1949), William Dorrit i sjónvarpsleikritinu „Little Dorrit" eftir sögu Dickens og hinn aldraði breski leyniþjónustu- maður, George Smiley, í BBC sjón- varpsþáttunum „Smiley's People“ og „Tinker, Tailor, Soldier, Spy“ (1980 og 1982) eftir handriti höfund- arins John le Carré, sem reyndar er einkavinur Sir Alecs. Leiklistin æskudraumur Þrátt fyrir glæstan leiklistarferill er Sir Alec fullur af efasemdum um ágæti sitt sem leikari. Hann segir að hann verði aldrei settur á bekk með hinum stóm bresku leikurum á þessari öld, mönnum eins og Laurence Olivier, Ralph Richards- son og John Gielgud. (Fáir myndu taka undir þessa staðhæfingu og jafnvel setja hann þar fremstan meðal jafningja.) í inngangi að sjálfsævisögu sinni segist Sir Alec berjast sífellt við óþolinmæði, áhyggjur, óróa, sært stolt, hégóma, leti, hvatvísi, ótta við framtíðina og dómgreindarskort. Um sjálfan sig sem leikara segir í gervi Ben Obi-Wan Kanobi í Stjörnustríðsmyndunm á áttunda áratugnum: Er búinn að fá sig fullsaddan af Stjörnustríðsæðinu, vill ekki ræða myndirnar og hendir öllum Ijósmyndum úr þeim sem honum eru sendar til áritunar. Alec Guinness sem Hamlet á bresku leiksviði árið 1938. Fullsaddur af Stjörnustríði Þetta umrædda kvöld í Chelten- ham tekur kynnirinn fram í upp- hafl að Sir Alec muni svara öllum spurningum nema fyrirspurnum um Star Wars. Tilkynninginn vekur almennan hlátur: Bretar skilja vel að maður, sem hefur staðið nær alla ævi á sviði og leikið persónur Shakespeares og aðrar ódauðlegar persónur, auk þess að túlka fjöl- breyttustu menn á hvíta tjaldinu, sé búinn að fá sig fullsaddan af amer- íska Stjömustríðsæðinu sem dunið hefur yfir hann í tvígang. Sjálfur segir Sir Alec eftirfarandi sögu um Star Wars: „Fyrir tuttugu árum, þegar kvikmyndin var fyrst sýnd, bjó hún yfir ákveðnum fersk- leika, góðum móral og skemmtun. Svo fór ég að verða uggandi yflr áhrifum myndarinnar. Fyrsta við- vörunin kom í San Francisco þegar andlitsfríður, tólf ára drengur tjáði mér stoltur að hann hefði séð Star Wars eitt hundrað sinnum. Hin glæsilega móðir hans kinkaði ánægð kolli. Þegar ég horfði í augu drengsins fannst mér ég eygja litlar stjörnusprengjur brjálsemis sem teknar vora að myndast og ég gat mér þess til, að einn góðan veður- dag myndu þær springa. „Ég ætla að biðja þig um eitt,“ sagði ég við drenginn. „Hvað sem er, hvað sem er!“ hrópaði drengurinn. „Þér mun ekki líka það sem ég ætla að biðja þig um,“ svaraði ég. „Hvað sem er, herra, hvað sem er!“ „Jæja þá,“ sagði ég, „ég ætla að biðja þig um að sjá aldrei aftur Stjörnustríð." Hann brast í grát. Móðir hans blés sig út. „Hvernig geturðu sagt svona lagað meistarakokkur að sögn kunnugra), fylgist með heimsfréttum og heldur dagbók, vani sem hann hefur haldið til streitu frá því hann var tæplega fimmtugur. Hann skreppur öðru hverju til London, aðallega til að snæða með gömlum vinum eða skoða listsýningar en Sir Alec er mikill áhugamaður um myndlist og hefði sennilega getað endað sem myndlistarmaður ef leiklistin hefði ekki átt hug hans allan frá barns- aldri. Hann hefur alltaf teiknað sjálfur um ævina og er glettilega fundvís á kjama viðfangsefnisins eins og sjálfsmyndir hans sanna. Þegar hann les úr bók sinni á sviðinu í gamla ráðhúsinu í Chel- tenham, afsakar hann að hvítur pappír hylji alla bókarkápuna. „Ég get ekki hugsað mér að sitja hér upp á sviði og lesa úr bók eftir sjálfan mig, um sjálfan mig, með mynd af sjálfum mér blasandi við öllum salnum," segir hann afsakandi og einlægri röddu, grafalvarlegur á svip meðan áheyrendur svara með samfelldum hlátri. Sjálfur er ég viss um að Sir Alec er ekki hlátur í hug. Þessi orð hans koma beint frá hjart- anu. Hann er afar hæverskur, auð- mjúkur og lokaður maður en einnig afar næmur og djúpt þenkjandi. Erfiðog stormasöm æska * Sir Alec Guinness hefur alla ævi leitað að kjarna í lífinu, sannleika og skilningi á sjálfúm sér og um- hverfi sínu. Kannski er það rót- laus uppvöxtur sem hefur kallað á þessa leit. Víst er, að þörf Sir Al- ecs fyrir aga, stundvísi og skipu- lögð vinnubrögð megi rekja til veiti ekki „Ertu virkilega frá Islandi?" segir breski stórleikarinn Rödd hans er yfirveguð en skotin vingjarnlegum i er opið og elskulegt, grátt hárið myndar virðulegan un eru lifandi undir rammgerðum, dökkum gleraug mín og ég vorum í fríi á íslandi fyrir rúmum tuttugu „Við kunnum vel við okkur á íslandi og eigum það; öðrum, lesa valda kafla úr bók sinni, svara spumingum úr sal og skemmta áhorfendum eins og hraustur maður á miðjum aldri enda þéttur á velli og líkaminn fyll- ir vel út í blá jakkafötin og ístran þrýstir sterklega á vestið. Og nú sit- ur hann að lokinni skemmtun og áritar skilmerkilega bók sina með- an röð óteljandi manna og kvenna hlykkjast löturhægt að borði hans. Ég hef sýnt slægð og tekið með mér allar bækur hans þrjár (Sir Alec rit- aði einnig ævisögu sína „Blessings in Disguise“ árið 1985) til að eiga smástund með honum meðan hann áritar bækurnar af gaumgæfni og varfæmi með yfirvegaðri skrift og grænu pennableki. Glæstur leikferill Leikari með jafnglæsilegan feril að baki og Sir Alec Guinness getur hallað sér aftur á bak í ellinni og ornað sér við minningamar og við- urkenningarnar. Hann kom fyrst fram á sviði árið 1934 og hóf að starfa hjá Old Vic leikhúsinu í London 1936 og sérhæfði sig í helstu persónum Shakespeares. Sir Alec gekk í sjóherinn sem venjulegur sjóliði í upphafi síðari heimsstyrj- aldar en var fljótlega hækkaður í tign og gerður að liðsforingja. Að loknu striði tók hann aftur til við leiklistina og hóf að leika jafnt í kvikmyndum sem á sviði. Hið ævi- langa samstarf hans við breska kvikmyndaleikstjórann David Lean færði honum fljótlega heimsfrægð. Nægir að nefna hlutverk eins og Herhert Pocket í „Great Expecta- tions“ (1946) og Fagin í „Oliver Twist“ (1948) (báðar kvikmyndaðar eftir bókum Dickens), Nicholson lið- þjálfa í „Brúnni yflr Kwai-fljótið" (1957) (hlutverk sem færði honum Óskarinn fyrir besta karlhlutverk- iö), Feisal prins í „Lawrence of Arabia" (1962), Yevgraf Zhivago hann óhikað: „Það var æskudraum- ur minn að gerast leikari og það hef- ur verið lifibrauð mitt í sextiu ár. En ég veit að leikari er venjulega aðeins brotahaugur sem vart getur myndað heila manneskju. Leikari er túlkandi orða annarra manna, oft sál sem þráir að afhjúpa sjálfa sig gagnvart umheiminum en þorir ekki, handverksmaður, handfylli töfrabragða, hégómakútur, kaldur áhorfandi að mannlífi, bam, og þeg- ar honum tekst best upp; prestur sviptur kjóli sem getur í klukku- stund eða tvær kallað yflr sig himnaríki eða helvíti til að heltaka hóp saklausra." Það er greinilegt að Sir Alec leið- ist afskaplega að þurfa að standa í bókakynningu af þessu tagi. Hann var í upphafi óöruggur á sviðinu eins og hann væri að afsaka tilvist sína en hinn hlýi andblær salarins styrkti hann fljótlega. Lestur dag- bóka hans styrkir myndina af leik- aranum sem fyllist öryggisleysi þeg- ar hann stendur á sviðinu fyrir framan áhorfendur án þess að hafa hlutverk til að leita skjóls bak við; persónu að flýja í. Hinn mikli per- sónutúlkandi án gervis og handrits, aðeins hann sjálfur gegn fullum sal. Hann segist kvíða óskaplega fyrir svona uppákomum en það sé einnig bundið viö sviðsframkomu almennt, ekki síst upptöku á kvikmyndum og sjónvarpsleikritinum. Og með ámn- um verði hann æ hræddari við að gleyma setningum. Nú sé hann ein- faldlega bara hættur að leika eins og titill siðustu bókar hans gefur svo sorglega til kynna: „Það er óvið- eigandi að hokra í leiklist á níræð- isaldri og vona að tregafullir áhorf- endur sýni manni samúð, vitandi að minnið er orðið götótt og allur krafturinn uppurinn áður en tjaldið er dregið frá eða upptökuvélin fer í gang,“ segir hann. í hlutverki hins þrákelkna Nichol- sons liðþjálfa í Brúnni yfir Kwai- fljótiö (1955). Túlkun Sir Alecs færði honum óskarsverðlaunin fyrir besta leik í karlhlutverki. Sem Feisal prins í stórmynd Davids Leans, „Lawrence of Arabia" (1962). við barn!“ gelti hún og dró barnið í burtu. Kannski hafði hún rétt fyrir sér en ég vona að drengurinn, sem nú er á fertugsaldri, lifí ekki í ímynduðum heimi notaðrar og barnalegrar lágkúru." Og Sir Alec bætir við að hann sé löngu hættur að árita og endur- senda allar þær ljósmyndir sem honum berist af sjálfum sér í gervi Ben Obi-Wan Kenobi frá börnum víða um heim en aðallega frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hann fleygi þeim einfaldlega öllum í raslið. Hæverskur og auðmjúkur maður Þrátt fyrir heimsfrægðina (eða kannski vegna hennar) er Sir Alec Guinness ákaflega prívat maður. Hann þolir ekki að vera ljósmynd- aður og bannar allar vélar í kring- um sig á sinn milda hátt. Honum leiðist allt tilstand í kringum per- sónu sína og vill helst dvelja í friði á heimili sínu í sveitinni rétt fyrir utan bæinn Petersfield í Hamp- shire-héraði í Suður-Englandi. Þar unir hann sér best ásamt eiginkonu sinni, listakonunni Merula, hund- um og köttum. Sir Alec les, hlustar á sígilda tónlist, eldar mat (mikill stormasamrar æsku. Hann fæddist í London 1914, einkasonur einstæðrar, fátækrar móður, Agn- esar de Cuffe að nafni. Æska hans einkenndist af sífelldum flutningi þar sem móðirin hljóp stöðugt frá húsaleigu og hótelreikningum. Þegar Alec var fimm ára giftist móðir hans liðþjálfa sem drengur- inn hataði og óttaðist. Þau skildu eftir nokkur ár. Það var fyrst þeg- ar Alec var orðinn unglingur að hann komst að því að faðir hans hafði heitið Guinness. Föðurleysið og óöryggi tíðra búferlaflutninga gerði það að verkum, að Alec fagn- aði því þegar hann var sendur í heimavistarskóla. Hinn næmi og greindi piltur flúði einnig bitran veruleika með því að búa sér til ímyndaðan heim og eftir að hann hafði farið á fjölleikahúsasýningu sem barn, var honum ljóst að heimur leikhússins væri sú veröld sem hann vildi lifa í. Þegar hann er spurður að því hvað hann hefði orðið ef hann hefði ekki valið leik- listina svarar hann aðeins: „Ég hef verið heppinn. Ég ætlaði mér ung- ur að verða leikari og aldrei neitt annað. Og sú ákvörðun gekk upp hjá mér. Jú, ég hefði kannski get- að orðið myndlistarmaður, ég teiknaði mikið sem barn.“ En rit- höfundur? Nú ertu búinn að skrifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.