Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 DV eo 0&iðivon Veiðifélag Árnesinga: Þetta var hörkufundur - segir Hreggviður í Langholti „Fundurinn var meira en fjörug- ur á köflum og menn tókust á, enda þarf aö hafa þessi mál alveg á hreinu,“ sagði Hreggviður Her- mannsson í Langholti í gærkvöld en aðalfundur Veiðiféiags Ámesinga var haldinn fyrir skömmu og þótti hann fjörlegur á köflum. Árnar sem eru meðal annars á þessum svæði eru Ölfusá, Sogið, Stóra-Laxá, Litla- Laxá, Iðan og Brúará. Um þetta svæði fara þúsundir af löxum á hverju ári. „Það verður að fá þessa hluti á hreint í eitt skipti fyrir öll og menn verða að fara að lögum, sérstaklega ef þeir eru formenn. í lögum stend- ur aö net skuli vera fast við land eða fyrirstöðu er út ffá landi liggur. Þetta er borðleggjandi og þetta eiga allir að vita. Samt brjóta menn þess- ar reglur trekk í trekk. Það á að Veiðivon Gunnar Bender banna vélbátana. Ég kom með um- boð 60 jarða á fundinn og vildi fá þetta á hreint." - Þú hefur verið einn á móti þeim öllum eða hvað? „Já, það má eiginlega segja það. Það stóðu ekki margir meö mér á fundinum. Fundarmenn voru um 40 og sumir voru með nokkur umboð. Niðri á Hrauni eru seld veiðileyfi og síðan eru lögð net út á flóðinu. Þetta sér hver heilvita maður að gengur alls ekki, samt er þetta stundað ár eftir ár. Netin eiga að vera fóst við land eða fyrirstöðu er út ffá landi liggur. Það er líka búið að færa veiðitímann ffam imi viku og það þýðir að netin eru lögð þegar fyrstu stórlaxagöngumar koma. Ég vildi láta breyta þessa og færa þetta í gamla horfið. Stjóminni var falið að athuga málið fyrir næsta fund árið 2000.“ - Þú hefúr veriö mikið einn í þessari baráttu eða hvað? „Nei, en menn sjá að mér full al- vara með þessu, að berjast fyrir því að farið sé að lögum. Það er allt í lagi að stunda netaveiði ef lög era virt,“ sagði Hreggviður enn fremur. Sjóbirtingsveiðin: 12 punda í Geirlandsá Halldór Kristinsson og Kristinn Halldórsson við Laxá í Aðaldal. Vorveiðin á sjóbirtingi hefur staðið yfir í næstum þrjár vikur og em líklega komnir á land á um 400 fiskar, flestir veiddir í Þorleifslækn- um, Vatnamótunum, Geirlandsá og Eldvatni. Stærsti flskurinn er 12 pund og veiddist í Geirlandsá en þar hafa veiðst vænir fiskar þetta árið. Vorveiðin er umdeildur veiði- skapur og flestir fiskamir sem hafa veiöst hafa verið drepnir, kannski ekki beint heppileg staða á þessum ffiðartímum. „Eins og staðan er núna er hvasst og kalt en hann spá- ir hlýnandi eftir helgi og þá gæti allt farið á fleygiferð aftur. Fiskur- inn er fyrir hendi, bara að fá hann til að taka agnið,“ sagði Gunnar J. Óskarsson, formaðm- Stangaveiðifé- lags Keflavíkur, í gærkvöld, er við spurðum um stöðuna í sjóbirtingn- um. En kuldar síðustu daga hafa stoppað veiðiskapinn í bili en fyrir austan hafa menn orðið varir við mikið af fiski. „Það hefur verið kalt og hvasst fyrir austan núna og lítiö hægt að veiða. Við vorum í Vatnamótunum í síðustu viku, rétt i þann mund sem kólnaði, og við fengum 12 fiska. Það var orðið 6 stiga frost þegar við „HEITIR POTTAR" "u"%, Acrylpottur írauðviðargrind. Innbyggthitunar- og hreinsikerfi. Vatnsnudd og loftnudd. Engar leiðslur nemarafmagn, 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv.hitastillir. Stærð: 160x210 cm, verð 370 þús. Stærð: 200x200 cm, verð 450 þús. Vestan ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, s. 554 6171, fars. 898 4154. upplý5ing'■•• á vid bædi um menn og dýr. yUMFERÐAR \ RÁÐ hættum. Stærsti fiskurinn hjá okk- ur var 9,5 pund. Ámefndin opnaði á undan okkar og veiddi 37 fiska, sá stærsti var 6 pund. Við urðum var- ir við mikið af fiski. Það veiðist ekki í Geirlandsánni núna vegna kulda en þar era komnir um 80 fisk- ar á land. Fyrsta hollið veiddi 27 fiska, það næsta 27 Ðska líka, þriðja hollið veiddi 16 fiska, síðan veiddust 7 fiskar og síðasti hópurinn veiddi 2 fiska. Þeir fiskar veiddust í gegnum vök á Ármótahylnum og var annar fiskurinn 11 pund. Þessir fiskar tóku báðir fluguna. í Geirlandsá hafa fiskamir verið vænir þetta árið en það er kominn einn 12 punda, tveir 11 pimda og nokkrir 9 og 10 punda. Það er stopp núna en þetta byrjar aftur þegar hlýnar,“ sagði Gunnar. Erfitt er að gera upp stöðuna í Þorleifslæknum en veiði- menn hafa verið að fá fiska en ekki mikið. Það era fiskar í læknum en þeir hafa verið misgráðugir að taka agn veiðimanna. Nútímabridge - ný bridgebók eftir Guðmund Pál Arnarson Nýlega kom út bridgebók eftir fyrrverandi heimsmeistara, Guð- mund Pál Amarson, sem nefnist Nútímabridge. í formála kemur m.a. fram að það velti nokkuð á kunnáttu lesandans hvemig hann hagnýtir sér bókina. Nýliðar hafa hér í höndunum mikið efhi, sem langan tima tekur að innbyrða og skiljá, en reyndari spilarar munu kjósa að fara hratt yfir sögu og hlaupa á milli kafla og kaflahluta í leit að ákveðnum svörum. Uppsetn- ingin gerir það að verkum að auð- velt er að fletta upp einstökum at- riðum, til dæmis hvað varðar sagn- venjur og vamarreglur. Skoöum eitt æfingaspil úr bók- inni. „Þú ert í vestur í vöm gegn 4 spöðum eftir þessar sagnir: Suður Vestur Norður Austur 1 Gr pass 4 pass 4 * pass pass pass 1 grand = 15-17 HP 4 hjörtu = Yfirfærsla i spaða 4 spaðar= Eins og til er ætlast pass = „Ætlaði bara í geim“ 4 «* ♦ * * ♦ * 4 63 * 8732 * AKG8 * AG10 Þú leggur niður tígulás í byrjun og makker setur níuna í slaginn. Hvað þýðir nía makkers? Hvem- ig ætlarðu að hnekkja geiminu? Lausn: Þú spilar út tígulás og makker lætur níuna í slaginn. Það E*-... Ij NÚTÍMA BRIDGE & GUÐMUNDUR PÁU ARNARSON Umsjón Stefán Guðjohnsen þarf ekki að hafa um það mörg orð - makker er aö kalla í hjarta. En kall er ekki endilega skipun heldur oft aðeins álit eða miðlun upplýs- inga. Það mætti orða það svo að makker sé að upplýsa þig um að styrkur sinn liggi í hjarta en ekki laufi. Hann er ekki að segja þér að hætta að hugsa sjálfstætt. Og nú er rétti tíminn til þess að hugsa. Einhvers staðar þarf að fá fjóra slagi. Suður opnaði á einu grandi og á því 15-17 HP. Ef hann á fimmtán getur makker mest verið með fióra. Þetta er einfalt reiknings- dæmi. Þú ert með 13 HP, blindur 8 HP og ef þú reiknar með 15 HP í suður þá ertu kominn í 36 HP. Það er rúm fyrir einn ás hjá makker og þú vonar að hann eigi hjartaásinn frekar en kónginn. Ef þú gerir ráð fyrir hjartaás hjá makker þá sérðu þrjá slagi, einn á tígulás, einn á hjartaás og einn á laufás. Fjórði slagurinn verður að koma á lauf, sem er reyndar býsna líklegt þar sem þú liggur með AG10 á eftir hjónum suðurs. En það væri óráðlegt að bíða eftir laufslögunum því sú hætta er fyrir hendi að sagnhafi geti losað sig við lauf niður í hjarta. Og það gerir hann ef þú spilar einhverju öðra en laufgosa eða tíu í öðram slag! Þegar makker kemst síðan inn á hjarta- ás spilar hann laufi í gegnum gaffal suðurs og þú tekur tvo slagi. Þessi vöm ætti ekki aö vefiast fyrir makker, hvort sem þú spil- ar laufgosa eða tíu, en margir spila tíunni frá slíkum lit - þriðja hæsta frá brotinni röð - en um þá útspils- reglu er lauslega fiallað í viðauka 1. Allt spilið var þannig: 4 AG10854 4P DG5 ♦ 6 * 843 4 7 V A1094 ♦ 9752 * 7652 4 KD92 * K6 * D1043 * KD9 Bókin er 142 bls. í A5 og kostar um tvö þúsund kall. Þetta er fiórða bók Guðmundar Páls og ástæða til þess að hvetja þá sem vilja bæta kunnáttu sína í spilinu að kaupa hana. 4 63 * 8732 * AKG8 * AG10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.