Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 éttir Kosið til Alþingis íslendinga í dag: Yfir 200.000 á kjörskrá 17.700 nýir kjósendur - 10,1% fækkun á Vestfjörðum Um 202 þúsund íslendingar eru á kjörskrárstofni fyrir alþingiskosn- ingarnar í dag, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem fjöldi á kjörskrá I alþingiskosningum fer yfír 200 þús- und manns. Af þessum 200 þúsund- um eru 17.700 manns nýir kjósendur eða 8,8%. Fjölgun manna á kjörskrá á land- inu öllu nemur 5% ef miðað er við kosningarnar 1995. Fjölgunin er mest í Reykjaneskjördæmi, 12,6%. Munar þar mest um fjölgun kjör- gengra manna í Kópavogi, 26,5%, Kjalarnesi (Reykjavík), 25,6%, Bessastaðahreppi, 22,1%, og Mos- fellsbæ, 17,6%. Um 27% allra kjör- gengra manna á íslandi búa í Reykjaneskjördæmi. í Reykjavík nemur fjölgun á kjör- skrá 6,2% en þar búa tæp 41% kjós- enda. I Reykjavík og Reykjanesi búa samtals um 68% kjósenda landsins. 4558 Kjósendur á bak við hvern þingmann 2409 Myndin á Netið Erótíska tímaritið Bleikt og blátt var, eins og frægt er orðið, stöðvað í prentsmiöju fyrir nokkru þar sem | falsaðar myndir af þjóðþekktum kon- um voru í blaðinu. Forráðamenn I blaðsins töldu ofúrviðkvæmt að setja blaðið í umferð með þessum hætti og var því gripið til þess ráðs að senda þaö rakleiðis á haugana. Nýtt upplag var prentað og er talið að mikill kostnaður hafi hlotist af vegna þessara „mistaka", eins og stjómarfor- maður Fróða, Magnús Hreggviðsson, | orðaði það. Tókst þó ekki að koma í veg fyrir að umrædd mynd birtist | hverjum sem er en hún er löngu orð- in vinsælasta myndin á Netinu og gengur i tölvupósti manna í millum. Fer hins vegar fáum sögum af því hver það var sem kom henni á Netiö... Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðlr Noröurland Noröurland Austurland Suðurland vestra eystra ' " %■_ (“J Breytingar á kjörskrá - tölur í % r*í\ \ \,-r \ ’^C/H J -4,9 y i +22 rí : "\ .X J' -°'2 Fækkun á kjörskrá er langmest á Vestjförðum, 10,1%. Þá hefur íbúum á kjörskrá fækkað um 4,9% í Norðurlands- kjördæmi vestra og 4,2% á Austfjörðum. Fjölgun og fækkun á kjörskrá í kjördæm- um landsins má sjá á meðfylgjandi grafi. Sé miðað við fjölda á kjörskrá og fjölda þingmanna í hverju kjördæmi kemur í Ijós að á bak við hvern þingmann í Reykjavík eru 4.335 manns á kjör- skrá. Á Reykjanesi eru 4.558 manns á kjörskrá á bak við hvern þingmann, 1.957 á Vesturlandi, 1.140 á Vestfjörðum, 1.369 á Norð- urlandi vestra, 3.169 á Norður- landi eystra, 1.730 á Austurlandi og 2.409 á Suðurlandi. Á þessu sést að hver kjörgengur íbúi Vestfjarða vegur fjórum sinn- um meira en íbúar Reykjaness og Reykjavíkur. Kjörfundur er frá kl.09.00 til 22.00. Búast má við fyrstu tölum fljótlega upp úr kl. 22. -hlh Skoðanakönnun Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir við verðlaunabílinn í Vísisleiknum, Daewoo Hurrcane. Kristín Ástríður fékk Vísisbílinn: Vinirnir ólmir að komast á rúntinn „Ég er hæstánægð með bílinn. Ég hef aðeins ekið honum og líst mjög vel á. Vinirnir eru spenntir að koma með mér á rúntinn og ég sé ekki fram á annað en að ég verði að taka mér frí úr vinnu ef ég á að rúnta með þá alla á næstunni," sagði Kristín Ástríður Ásgeirsdótt- ir, 26 ára, sem vann Daewoo Hurricane, kraftmikinn sportbíl, í afmælisleik Vísis.is á dögunum. Kristín var í London þegar bíll- inn var dreginn út, síðasta vetrar- dag, en fékk hann afhentan í fyrra- dag. Lánið lék svo sannarlega við Kristínu, sem er daglegur gestur á Vísi.is, en tugþúsundir skráninga bárust í Vísisleiknum. Kristín á eldri bíl og hyggst selja hann í gegn um smáauglýsingar DV og halda nýja bílnum. „Það fer mjög vel um mig i bíln- um og ég get ekki hugsað mér ann- að en eiga hann.“ -hlh Veðurklúbburinn Dalvík: Sumarið verður gott Styrmis Skoðanakönnun DV komst næst kosningaúrslitum fyrir síðustu alþing- iskosningar. Svo nákvæm var könn- unin að fylgi tveggja stjómmálaflokka mældist nákvæmlega upp á prósentu- stig í könnuninni. Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á þeim sem telja sig gera faglegustu skoðanakannanim- ar því að Morgun- blaðiö birti í gær baksíðufrétt um skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir blaðið. í greininni segir að könnunina framkvæmdi áöumefnd stofnun „fyrir Morgunblaðið í gær“. Annað er hins vegar uppi á teningn- um hjá þeim félögum Matthíasi Jo- hannessen og Styrmi Gunnarssyni, ritstjórum blaðsins, því í leiðara blaðsins segir að Félagsvísindastofn- un hafi gert könnun fyrir Morgun- blaöið „í gær og í fyrradag...“... Hörður í Háskólaráð Hinn heimspekilegi háskólarektor, Páll Skúlason, hefur nú ástæðu tii að horfa björtum augum á aukin tengsl Háskólans við at- vinnulífíð. Skv. heim- ildum sandkorns mun hinn sólbrúni forstjóri Eimskips, Hörður Sigurgests- son, verða fulltrúi Björns Bjarna- sonar mennta- málaráðherra í Háskólaráðinu þegar það verður skipað til tveggja ára skömmu eftir kosningar. Sjá menn fyrir sér aukin völd og áhrif Háskólaráðs og góðæri í hinni háu menntastofnun. Háskóla- menn eru sagðir með dollaramerki í augunum vegna innkomu Harðar... Óvissa um hús Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva fer fram í lok maí. íslendingar hafa ekki alltaf riðið feitum hesti frá keppninni en skástur árangur varð þegar Sigríður Bein- teinsdóttir og Grét- ar Örvarsson sungu lagið Eitt lag enn og höfnuðu í fjórða sæti. Þátttakanda íslands í ár, Selmu Björnsdóttur, er spáð góðu gengi í keppninni. Hins vegar telja menn að hálfgert vand- ræðaástand muni skapast hér á landi ef ísland ber sigur úr býtum þar sem ekkert hús rúmi áhorfendafjölda sem þann sem fylgist með söngvakeppn- inni. Hefur einna helst verið hortl til Sundahafnar í þeim efnum þar sem tónleikamir yrðu undir berum himni og bæði yröi selt í stæði og sæti... DV, Dalvík: FRAMS0KNARFL0KKURINN Vertu með á miðjunni „Það er blessuð blíðan og bæirnir allt í kring,“ Þannig hefst veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir maí- mánuð. „Veðrið í mánuðinum verð- ur í heild gott. Hiti yfir meðallagi, þó svo allir dagar verði ekki hlýir. Sunnanhlýindi á kosningadaginn og vonandi úrslitin eins góð og veðrið. Tvo daga í maí gránar aðeins en hverfur um morguninn. Örlítil slydda kringum hvítasunnuna." -HIÁ Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.