Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Page 11
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 11 ' . m Vísbendingar kannana Tilfinningaþrungin spenna Þá er komið að hinni stóru stund. Kosningabaráttan er að baki og stjórnmálamennirnir verða að taka örlögum sínum. Valdið er kjósenda, þennan eina dag að minnsta kosti. Kosningar og kosningabarátta eru skemmti- legt og um leið fróðlegt fyrirbrigði en flestir eru þó fegnir þegar atið er afstaðið. Það á við um almenn- ing sem veröur býsna þreyttur á sömu andlitunvun dag eftir dag í öllum fjölmiðlunum, þrasi um kvóta og framsal, félagslega að- stoð við hina og þessa, bætta fiár- hagsstöðu, lægri skatta, styttri vinnutíma og meiri samveru fjöl- skyldunnar. Léttirinn hlýtur þó að vera mestur meðal stjómmála- mannanna. Segja má að próftöm sé lokið hjá þeim. Þeir bíða bara einkunnarinnar. Hún getur verið hefur vakið athygli á mínu heim- ili að obbinn af öllum áróðrinum er stílaður á yngsta kjósandann á heimilinu, kjósanda sem gengur í fyrsta skipti að kjörborðinu í dag. Flokkarnir, gott ef ekki allir, viija hafa sín áhrif á þá yngstu. Ná í þá strax og eflaust í þeirri von að það samband endist fyrir lífstíð. Kynningarplöggin snúa eðlilega að helstu áhugamáium unga fólks- ins og um leið er bent á hverjum sé helst að treysta fyrir fjöregg- inu. Það er líkt með þessa bæk- linga og aðrar auglýsingar. Það er erfitt að segja til um áhrifín. Margt fer eflaust ólesið i tunnuna en vera kann að sumt síist inn. Sá er að minnsta kosti tilgangurinn. flokks vilji halda forsætinu era dæmi þess að aðrir sem vonast eftir ráöherratign vilji fremur gefa það eftir gegn fleiri ráðherra- sætum. Þegar að valinu kemur telja margir sig eiga rétt, oft tals- vert fleiri en komast að. Fyrsti þingmaður kjördæmis þykir hafa sterka stöðu. Sá er óumdeildur foringi í héraði. Varaformaður flokks sperrir stél og þingflokks- formaður þenur brjóst. Þeir vilja að allur heimur heyri hve þeir syngja listavel. Þá krefjast konur bættrar stöðu að vonum. í tveim- ur síðustu ríkisstjómum hefur aðeins ein kona verið meðal ráðherranna. Líklegt má telja að konum fjölgi í þeirri næstu. Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðarritstjórí há eða lág eftir atvikum og að vonum kætast þeir sem ná en hin- ir sem falla sleikja sár sín og telja sér trú um að betur gangi næst. Þegar úrslit liggja fyrir í nótt taka spekingamir við, skýra og skilgreina og leggja línur fyrir umræðu næsta dags og næstu daga. Það er svipað með pólitík- ina og sportið. Þeir sem halda með sigurliðinu lýsa glæstri frammistöðu einstaklinga, góðum málefnum og skipulagi sem gekk upp. Hinir tína eitthvað til, skella í versta falli skuldinni á dómar- ann, þ.e sjálft kosningakerfið. Smælað framan í kjósendur Auglýsingar hafa birst okkur í löngum bunum á síðum dagblað- anna, sem og í auglýsingatímum ljósvakamiðlanna. Deilt er um áhrif þeirra en menn verða að taka þátt hvort sem þeim líkar betur eða verr. Svo vitnað sé óbeint í Megas verða framhjóð- endur að smæla framan í kjósend- ur í þeirri von að þeir smæli á móti. Kosningabaráttan kostar peninga. Hjá því verður ekki kom- ist í lýðræðisríki. Annað kynningarform eru bæk- lingarnir sem detta inn um bréfa- lúgur háttvirtra kjósenda. Enga tölu er hægt að leggja á þá. Nær væri að vigta þann pappír sem berst daglega fá öllum flokkum, fylkingum og flokksbrotum. End- urvinnslan fær nóg hráefni. Það Unga fólkið gerir upp sinn hug líkt og þeir sem eldri era. Hvort flokkunum verður að ósk sinni um langtímasamband er önnur saga. Kannanir benda til þess að fyrri flokkshollusta kjósenda sé ekki lengur fyrir hendi. Stór hluti fólks fer á milli flokka. Tryggð við þá er minni en áður var þótt hver flokkur búi að sjálfsögðu að hörðum kjama stuðningsmanna sem hvikar hvergi. Þingkosningarnar nú eru óvenjulegar fyrir þær sakir að þrír fyrri flokkar bjóða nú fram sameiginlega þótt formlega hafi ekki verið gengið frá sameiningu þeirra í einn flokk. Því verður niðurstaðan fróðleg þótt skoðana- kannanir undanfarinna daga gefi okkur sterkar vísbendingar um fylgi framboðanna. Sumir segja að skoðanakannan- imar, sem reynslan kennir okkur að segi vel fyrir um úrslit innan eðlilegra skekkjumarka, hafi dregið úr spenningi fýrir talningu á kosninganótt. Einkum mun eldra fólk á þeirri skoðun, fólk sem man meiri óvissu um kosn- ingaúrslit. Eflaust er þetta rétt en við því er lítið að gera. Skoðana- kannanir eru hér, líkt og í öðrum löndum, fastur og nauðsynlegur liður í kosningabaráttu og stjórn- málalífi almennt. Tekist á i seinni hálfleik En það er ekki nóg að kjósa. Þegar úrslitin liggja fyrir má segja að aðeins sé hálfleikur. Þá á eftir að mynda ríkis- stjórn. Sá kafli er eiginlega skemmtilegri en kosn- ingabaráttan. Þá er barist í návígi. Fyrsta skrefið er flokkasam- starfið og s í ð a n val á ráðherrunum. Þá hefst taugaveiklun þingmanna fyrir alvöra enda marg- ir kallaðir en ekki allfr útvaldir. Það er nefnilega æðsti draumur hvers þingmanns að verða ráðherra og síðar að halda emb- ættinu hafi draum- urinn ræst. Hafi flokks- f o r m e n n náð sam- an um stjórn- a r - sam- starf gefum við okkur það að þeir eigi sjálf- krafa rétt á setu í ríkis- stjórninni. Þá er um að gera að ná sem flest- um ráðherrum til sín. Þótt for- maður Kjördagur er hátíðisdag- ur. Hugur þjóðarinnar er bundinn einu og sama málinu. Allt snýst um framkvæmd kosning- anna yfir daginn og úr- slitin um kvöldið og nótt- ina. Sjónvarpsstöðvamar hafa mikinn viðbúnað sem og útvarpið. Nýir miðlar, netmiðlarnir, njóta sín einnig við þessar aðstæður með beinum tíðindum frá talningu sem og öðr- um fréttum beint frá samkomum flokkanna og við- brögðum fram- bjóðenda, gleði og sorg. Þeir gjör- bylta til dæmis möguleikum landa okkar erlendis að fylgjast með talningu og tíðindum á kosninganótt. DV greinir síðan fyrst dagblaða á mánudaginn frá heildarúrslitum kosn- inganna, viðbrögðum og útleggingum. Lýðræðið fær því að hafa sinn gang. Hver og einn tekur sína ákvörðim í kjör- klefanum og hefur með því sín áhrif á landstjómina næsta kjörtímabil. Sam- kvæmt íslenskri hefð hafa kjósendur minni áhrif á það hvaða flokkar vinna saman í ríkisstjórn eftir kosningar. Flokkamir hafa þann hátt- inn á að ganga óbundnir til kosninganna. Menn vilja sem sagt halda öllum leiðum opnum þótt sumar leiðir virð- ist að sönnu greiðfærari en aðrar. Kosningamar blða okkar í dag og það er siðferðileg skylda okkar að taka þátt og nýta rétt okkar til áhrifa og stuðla þannig að framgangi lýðræöis- ins. Að leikslokum fagna sumir en aðrir ekki eins og gengur. Hvað sem úrslitum líður njóta flestir uppgjörsins. Fæstir vilja sleppa þeirri talnahríð sem fæst á kosninganótt, uppskera, spennu og miklum tilfinningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.