Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. JUNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLl BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lífeyrí sóað í byggðagildru Kaup staðbundinna lífeyrissjóða á hlutafé í fallvöltum fyrirtækjum staðarins er enn einn hnykkurinn á skrúf- gangi vítahrings byggðagildrunnar. Nú er röðin komin að árás byggðastefnunnar á lífeyrissparnað þeirra, sem eru svo óheppnir að búa í halloka sjávarplássum. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hefur fjárfest í Vinnslu- stöðinni, sem stendur höllum fæti. Lífeyrissjóður Vest- flarða hefur flárfest í Básafelli, sem stendur höllum fæti. Ef þessi fyrirtæki falla, rýrna tekjur margra sjóðfélaga um leið og verðgildi ævisparnaðar þeirra rýrnar. Það er skylda lífeyrissjóða að taka litla áhættu og dreifa þeirri áhættu, sem þeir taka. Staðbundnir lífeyris- sjóðir eiga sízt af öllu að fjárfesta í heimafyrirtækjum, því að sveiflur í atvinnulífi staðarins fara saman við sveiflur í efnahag staðarfólks, sem á lífeyrinn. Lífeyrissjóður, sem fjárfestir sérstaklega í heima- byggð, setur of mörg egg í veikbyggða körfu. Hann van- rækir lífeyrishagsmuni sjóðfélaga í þágu byggðapóli- tískra hagsmuna, sem ekki eru á verksviði lífeyrissjóða. Slíkur sjóður misnotar ævisparnað almennings. Byggðastefnan ræðst með fjölbreyttum hætti að hags- munum íbúa sjávarplássa, sem eru á undanhaldi. Sveit- arfélög nota útsvarstekjur til að fjárfesta í fallvöltum fyr- irtækjum í björgunarskyni í stað þess að nota þær til að bæta þjónustu við fólk og gera líf þess þægilegra. Sagan sýnir, að slíkar fjárfestingar hafa tilhneigingu til að gufa upp og verða að engu. íbúarnir hafa jafnframt farið á mis við þægindi, sem fallið hafa í skaut íbúum sveitarfélaga, sem ekki hafa tekið þátt í vonlitlum að- gerðum til björgunar fallvöltum fyrirtækjum. Staðarfólk er jafnframt hvatt til að leggja sjálft fram hlutafé til þessara sömu, fallvöltu fyrirtækja. Víða um land hefur verið skorin upp herör til stuðnings fyrirtækj- um, sem talin eru hornsteinar atvinnulífsins. Þetta hlutafé getur fólk ekki notað fyrir sjálft sig. Með áróðri fyrir bjartsýnisórum eru íbúar þessara sveitarfélaga hvattir til að festa fé sitt í vönduðum og dýrum íbúðarhúsum, sem síðan rýrna að verðgildi og verða að lokum verðlaus með öllu, af því að fólksflótti hefur framkallað offramboð af lausu íbúðarhúsnæði. Ekki skiptir máli, hvað var til á undan, eggið eða hæn- an. Aðalatriðið er, að allir þessir þættir snúast á sömu sveif við að herða skrúfganginn í vítahring byggða- gildrunnar. Samanlagt magna þeir óhagræði fólks af því að búa á stöðum, þar sem byggðastefna ríkir. Peningar fólks brenna í óseljanlegum íbúðarhúsum, í verðlausu hlutafé þess í hallærisfyrirtækjum, í út- svarspeningum, sem hverfa í þessum sömu fyrirtækjum og nú síðast einnig í lífeyrissjóðum, sem sóa fé til að kaupa hlutafé í fyrirtækjum, sem verða verðlaus. Dæmi af hinum endanum er Reykjavík, þar sem eng- um dettur lengur í hug að halda uppi Bæjarútgerð og menn yppta bara öxlum, ef fyrirtæki eða fólk flytst til sveitarfélaganna í nágrenninu eða út á land. Peningum Reykvíkinga er ekki brennt á altari byggðastefnu. Kostnaðarsöm verndun fyrirtækja og byggða, sem standa höllum fæti, gleypir alla peninga, sem í hana er kastað. Hún er fen, sem magnar vandann, sem átti að milda. Hún dregur úr getu fólks til að bjarga sér undan á flótta. Hún er byggðagildra, sem lokar fólk inni. Með því að misnota staðbundna lífeyrissjóði til að soga sparifé staðarfólks inn í vítahring byggðagildrunnar, er stigið stærsta skrefið til siðleysis í byggðastefnu. Jónas Kristjánsson „Þaö munu hafa verið Þjóðverjar sem tóku upp þann sið, snemma á þessari öld, að búa mönnum starfslok og miða þá við aldur í árum eða 65 ár,“ segir m.a. í grein Árna. - Mannlíf í Freiburg í Þýskalandi. Sveigjanlegur eftirlaunaaldur Á nýafstöðnu lands- þingi Landssambands eldri borgara hér í Reykjavík bar nokkuð margt á góma. Hæst bar þó kjaramálin og ríkti hófleg bjartsýni um betri tíð undir end- urlífgaðri ríkisstjórn Sjálfstæðis-og Fram- sóknarflokks. Eitt af þeim málum sem bar á góma en hlaut næsta litla umBöllun var sveigjanlegur eftirlaun- aldur. Að vísu var sam- þykkt ályktunartillaga um málið en hún sagði svo sem ekki mjög mik- ið annað en það að eldri borgarar væru hlynntir sveigjanlegum aldri. Kjallarinn Arni Björnsson læknir eftirlauna- hvað við meinum? Ann- ars er hætt við að úr umræðunni verði þvæla sem hver étur skilningsvana eftir öðr- um, en það er algengt í almennri umræðu i bananaþjóðfélaginu okkar. Við hvað á að miða? Hvenær er eðfilegt að hætta að vinna? Á að miða við aldur í árum, starfsaldur, starfsgetu eða starfsvilja? Það er nefnilega alls ekki víst að þetta fari saman. Það munu hafa verið Þjóð- tóku upp þann sið, verjar sem snemma á þessari öld, að búa mönn- „Þegar þau eftirlaunakerfi, sem við búum við nú, voru í mótun hafa menn áreiðanlega ekki gert sér grein fyrir þeirri lengingu á meðalaldri og almennt bættu heilsufari sem orðið hefur á síð- ari hluta þessarar aldar.“ Hvað meinum við? En hvað er sveigj- anlegur eftirlauna- aldur? Fyrrverandi fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, ræddi um fyrirbærið í vetur á ftmdi með öldruðum læknum og muni ég rétt ræddi hann líka um þetta á fundi með eldri borgurum. Hann var líka hlynntur sveigjanleg- um eftirlaunaaldri en mér fannst hann tala út frá stöðu sinni sem fjár- málaráðherra og sá í málinu hugsan- legan spamað fyrir rikissjóð. Fyrrverandi landlæknir, sem nú er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, hefur einnig gert málið að sínu og er það vel. En er ekki ástæða til að staldra við og reyna að gera okkur grein fyrir því um starfslok og miða þá við aldur í árum eða 65 ár. Hvers vegna þeir tóku upp þessa viðmiðun er ekki ljóst en hún hlýtur að hafa verið tengd þjóðfélagsaðstæðum. Sennilegast er að á þennan hátt hafl verið talið að spoma mætti við atvinnuleysi meðal hinna yngri. Með- alaldur var mun lægri en nú og kröf- ur til lífsgæða minni. Því hafa menn ekki reiknað með miklu álagi á þjóð- félagið vegna eftirlauna. Önnur Evrópuriki, svo sem Norður- löndin og Bretland, sem byggðu á sós- íaldemókratísku velferðarkerfi, fóru að dæmi Þjóðverja. Bandaríki N-Am- eríku hafa byggt sitt eftirlaunakerfi á einstaklingsbundinni ftársöfnun til elliáranna og því hafa þeir sem þar em í vellaunuðum störfum getað sest í helgan stein snemma á ævinni, 50-55 ára. Þegar þau eftirlaunakerfi, sem við búum við nú, vom í mótun hafa menn áreiðanlega ekki gert sér grein fyrir þeirri lengingu á meðalaldri og al- mennt bættu heilsufari sem orðið hef- ur á síðari hluta þessarar aldar. Komnir í strand Og nú era menn komnir í strand. Þeim sem eiga rétt á ellilaunum ftölg- ar stöðugt og hagkerfin standa ekki undir útgjaldaaukanum þrátt fyrir nokkuð jafnan hagvöxt. Hvar stönd- um við þegar úr honum dregur? Hann er alls ekki gulltryggður því auðlindir jarðarinnar, ekki einu sinni hugmyndaauðurinn, em ekki ótæmandi. Á móti þessu kemur að vísu fækkun fæðinga en tæknin sem ræður því að höndunum við störfm fækkar eyðir þeim áhrifum, a.m.k. að hluta til. Hvemig sem litið er á málin er ljóst að við erum í sjálfheldu sem við losnum ekki úr nema með því að skoða allar hliðar málsins og leita úr- ræða fordómalaust. Eftirlaunaþegar hafa á síðari ámm vaknað til meðvit- undar um rétt sinn til sömu lífskjara og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þeir munu ekki sætta sig við að vera settir til hhðar og þiggja leyfarnar þegar þjóð- félagskökunni er skipt. Þeir era líka reiðubúnir tO að taka á sig skyldur sem því fylgja að vera virkir þegnar meðan heilsa og kraftar endast. En þeir em vaxnir upp úr því að láta ráðskast með sig og vilja vera með í ráðum, bæði í leit að orsökum vand- ans og svo í leit að leiðum til að leysa hann. Ámi Bjömsson Skoðanir annarra Metnaður til ráðherradóms „Þau rök sem forsætisráðherra færir fyrir fjölgun ráðherra eru ekki sérlega sannfærandi. Vissulega getur verið erfitt fyrir ráðherra að fara með fleiri en eitt ráðuneyti en fjölgun ráðherra felur í sér undanslátt gagnvart því verkefni að einfalda stjórnkerfið og fækka ráðuneytum...Úr því sem komið er mun reynast erfltt að fækka ráðherrum á ný. Við blasir að metnaður þing- manna til ráðherradóms hefur ráðið mestu um þessa framvindu sem er neikvætt og ótrúverðugt upphaf á þeirri auknu skilvirkni og aðhaldi í ríkisrekstrinum sem ný ríkisstjórn þarf að leiða.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 9. júní. Sparnaður - hugarfarsbreyting „Það er brýn þörf á því að auka sparnað almennings í landinu. Enn virðist landlægt að eyða um efni fram. Sparnaður þarf að vera aðlaðandi, ekki síst lífeyris- sparnaður, en sennilega er hugarfarsbreyting það sem þarf fyrst og fremst að koma til. Það er lenska hérlend- is að skamma ríkið og sveitarfélögin ef þensluástand myndast og Vinnuveitendasambandið er í forustu í því að senda slíkar fóðurlegar áminningar...Hins vegar mættu einnig fylgja orðsendingar til einstaklinga og forráðamanna fyrirtækja að vanda sín skref í ráðstöfun peninga og auka sinn skerf í þjóðfélagslegum sparn- aði.“ Jón Kristjánsson í Degi 8. júní. Verktakaiðnaður á íslandi „Sögulega séð hafa erlend fyrirtæki alltaf verið sterk í íslenskum verktakaiðnaði. Þannig byggðu erlend fyrir- tæki Reykjavíkurhöfn, Straumsvíkurhöin, allar helstu virkjanir íslendinga í upphafl og svo mætti lengi telja...Ég gæti vel séð fyrir mér talsveil annað ástand í ís- lenskum verktakaiðnaði, ef hann hefði um árabil haft sérstakt ráðuneyti og ráðherra eins og sjávarátvegur- inn...Það er mín skoðun án þess að lítið sé gert úr mikil- vægi fiskiðnaðarins í landinu að okkur myndi til lengd- ar farnast betur ef við létum meira jafmæði rikja um miklvægi atvinnugreina og höguðum okkur samkvæmt því.“ Ármann Öm Ármannsson í Mbl. 9. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.