Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1999 17 Hækkun bílatrygginga kom illa við Snorra Þór Eysteinsson: Tilboð sparar honum 77.000 krónur á ári „Bréfiö frá Tryggingamiðstöðinni um 30-40% hækkun iðgjalda bíla- trygginga varð til þess að ég ákvað að leita tilboða. Ég sá að ég hefði einfaldlega ekki efni á að tryggja bílana áfram eftir hækkunina. Ég fór til FÍB-tryggingar og þar var gert mér tilboð í þá fjóra bila sem við rekum. Tilboð þeirra þýðir að við spörum um 77 þúsund krónur á bílatryggingunum einum og um 115.000 krónur á öllum trygginga- pakka fjölskyklunnar. Það munar um minna, ekki síst þegar maður er að borga af íbúð. Hefði ég ekki leit- að tilboða hefði ég þurft að bæta við mig fjögurra tíma vinnu á dag fimm daga vikunnar til að eiga fyrir þessu öllu,“ segir Snorri Þór Ey- steinsson leigubílstjóri við DV. Hækkun iðgjalda bílatrygginga um 30-40% kemur illa við pyngjuna hjá Snorra og eiginkonu hans, eins og mörgum öðrum bíleigendum. En þar sem Snorri og eiginkona hans eiga og reka fjóra bíla er um tals- vert hærri upphæðir að ræða en gengur og gerist. í leigubilakstrin- um ekur Snorri á Nissan Primera, árgerð 1998. Að auki hefur hann notað gamla Toyotu Cressida, ár- gerð 1986. Þá eiga þau hjón Toyota Corolla, árgerð 1987, og Toyota Hilux jeppa, árgerð 1991. Haldi hann áfram að skipta við sama tryggingafélag verða heildar- iðgjöld vegna bílanna 286.571. Þá hefur verið reiknaður afsláttur þar sem fjölskyldan kaupir allar aðrar tryggingar hjá sama félagi. En taki hann tilboði FÍB-trygginga lækka iðgjöldin vegna bíl- anna í 209.614 krónur. Það þýðir lækk- . un upp á ' 76.957 krón- „ ur. FÍB hef- ur boðað 10% trygginga en Snorra tekur hækkunin fyrst gildi á næsta ári ári. Sé hækk- unin reiknuð með verður sparnaðurinn vegna bílatrygg- inganna tæpar 56 þúsund krónur. Það skal tekið fram að Snorri er eingöngu með kaskó- trygggingu á Nissan-bílnum en kaskótryggingar hækka ekki ein- um sé um 100 þúsund krónur. Þar af er tryggingakostnaður bílsins um 55 þúsund krónur fyrir hækkun en verður um 72.500 krónur eftir hækkun. Hækkun bílatrygg- inganna segir því fljótt til sín í heild- artrygg- ingaútgjöld- um Qöl- skyldunn- ar. tryggöin við sama félagið geti verið dýr. göngu lögboðnar ábyrgðartrygging- ar. Reyndar hækkar bónusinn á öll- um bílunum úr 70% í 75% en hækk- un iðgjaldanna er engu að síður veruleg. FÍB-trygging býður 75% bónus á báða atvinnubílana en 70% á hina. Stór hluti Bílatryggingar eru yfirleitt stærstur hluti tryggingaútgjalda Snorri Þór Eysteinsson leigubílstjóri við Niss- an Primera, bíl sem hann ekur daglega. DV-mynd GVA heimil- i s i n s Þannig dæmi um að heildartrygging fjölskyldu með millistóranbíl ^ðrnadur hækkun bíla- í tilboðinu til Tryggingar miöstööin FÍB Trygglng Sparnaður Toyota Corolla '87 34.920 23.659 11.261 Toyota Hilux '91 39.979 28.161 11.818 Toyota Cressida '86 105.836 59.515 46.321 Nissan Primera '98 105.836 98.279 7.557 Samtals: 286.571 * 10% hækkun FÍB á næsta ári í kaskó og 50% bónus, lögboðna brunatryggingu húseigna og heimil- istryggingapakka með afsláttarkjör- 209.614 230.575* 76.957 55.996* Aldrei lent í tjóni Snorri segist hafa verið mjög sáttur við sitt tryggingafélag þar sem það hafi ver- ið einna lægst í tryggingum leigu- bíla. Hins vegar hafi verið erfltt að fá félagið til að lækka iðgjöldin þar sem leigubílstjórar væru sagðir þreyttir við akstur og þeir væru mun meira í umferðinni en aðrir. „Ég hef aldrei valdið tjóni og leigubíistjórar valda afar sjaldan í tjóni. En aðrir hafa ekið á mig. Ég hef ekki kostað tryggingafélagið krónu í bótum en fæ ekkert í stað- inn nema stórfellda hækkun ið- gjalda. Tryggingafélögin benda á slæma afkomu bílatrygginga en eiga að öðru leyti mjög gilda sjóði og sýna mikinn hagnað. Það er eitt- hvað skrýtið við þetta reiknings- dæmi.“ Hann segir að þarna sé ekki um neitt heilagt ástarsamband að ræða, Hann hvet- ur fólk til að líta í kr ingum sig og leita í tryggingar, _ dæmi hans sýni svart á r hvítu að hægt sé að spara umtalsverða fjármuni. Þegar hækkun bílatrygging- anna verður þetta mikil neyðist maður til að kíkja í kringum sig og leita hagstæðustu tilboðanna. Þetta eru hreinir viðskiptasamningar sem snúast einfaldlega um krónur og aura, fjárhagsstöðu ljölskyldunn- ar,“ segir Snorri. -hlh :cjðL* fallegog sterk Le,y samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22 - sími 544 5990, Hækkun einstakra geira frá áramótum Verðhækkanir einstakra geira á hlutabréfamarkaði: Mjög misjafn- ar hækkanir r * s y 4- # Urvalsvísitala hlutabréfamarkað- arins hér á landi hefur hækkað um 5,47 prósent frá áramótum. Hins veg- ar er mjög misjafnt hvernig einstak- ir flokkar bréfa hafa hækkað. Hækk- anir sem hér koma fram endurspegla vel stöðu og horfur einstakra greina á íslenskum markaði. Það sem vekur einna mesta athygli er að nánast enginn vöxtur er i sjávarútvegi. Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi hafa skilað slæmri afkomu auk þess sem mikið verðfall á ýmsum sjávarafurð- um hefur valdið lækkun gengis hjá mörgum þeirra. Af þessum tölum er líka ljóst að tölvu- og tæknifyrirtæki hafa hækkað mest og mestar vonir eru bundnar við. Fjármálafyrirtæki hafa einnig hækkað mikið þó svo að töluvert bakslag hafi komið i hækk- un í þeim geira. Það náði hæst 16. apríl en hefur lækkað að meðaltali um 6,1 prósent síðan þá. Búnaðar- banki, íslandsbanki og Landsbanki hafa allir lækkað um 8,6-7 prósent en Fjárfestingabanki atvinnulifsins hefur haldið sínu verði. Aðrir geirar virðast sigla lygnan sjó en almennt virðast sérfræðingar á fjármálamarkaðinum hér heima ekki gera ráð fyrir miklum hækkun- um á næstunni. Vissulega geta ein- stök fyrirtæki hækkað mikið en á sama hátt er hægt að búast við mikl- um lækkunum. Almennt má búast við að hækkun á seinni hluta þessa árs verði svipuð og á fyrrihlutanum eða 5-6 prósent. -BMG SKEIFUNNI17 • 108 REYKJAVIK SÍMI 581-4515 • FftX 581-4510

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.