Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 27 ■ una sem er aö finna ígörðunum þeirra. Þarfinna þau ró sem svo margir leita að. „Það er eitthvað sem kallar á mann þegar vorar og þegar allt fer að vakna til lífsins. Það er svo skrítið." Hér er Ólaf- ur og eiginkona hans, Elín Maríusdóttir. DV-mynd Teitur Kallar á hann slaug Pétursdóttir og Jón Haukur Jóelsson hafa búið í sama húsinu í tæp fjörutiu ár og hafa verið iðin við garðrækt- ina. „Áhuginn á garðinum kom smátt og smátt,“ segir Áslaug. „Áhuginn á garðinum varð svo með tímanum smátt og smátt aðaláhuga- mál okkar.“ Þau viðuðu að sér fræjum og plöntum frá útlöndum með það í huga að athuga hvað þyldi veðrátt- una á íslandi. „Ég er í Dalíuklúbbn- um og þar var m.a. verið að kaupa inn dalíuhnýði frá útlöndum og sí- græna runna.“ Daliurnar hafa alltaf verið í upp- áhaldi hjá Áslaugu. „Þær gefa svo mikið. Þær eru stórar, mjög fallegar og til í mörgum afbrigðum og lit- um.“ Fyrir utan að fá meiri vit- neskju um dalíur í klúbbnum er þar félagsskap að fá. „Við erum með reit í Heiðmörk þar sem við gróður- setjum tré. Við skoðum garða hjá öðru fólki og sníkjum stundum af- leggjara. Klúbburinn hefur líka far- ið til útlanda að skoða garða." Áslaug segir að garðyrkjan gefi sér heilmikið. „Ég á minn reit, ég hef gaman af að sjá plönturnar koma upp á vorin og sjá hvort þær lifa. Það fylgir þessu friður og ró.“ Þegar Áslaug er á keyrslu skoðar hún frekar garða en hús. „Ég at- huga hvort ég sjái áhugaverða plöntu eða skemmtileg tré og hvern- ig þetta er útfært. Maður sér alltaf eitthvað spennandi." -SJ lafur B. Guðmundsson lyfjafræðingur hefur haft áhuga á blómum frá þvi hann man eftir sér. „Ég var sem krakki alltaf á kafi í blómum og þekkti öll útiblóm." Hann byggði hús í Smáíbúðahverf- inu á sjötta áratugnum. „Það tók sinn tíma að byggja húsið því hér var ekkert nema stórgrýti. Það sá ekki til moldar.“ Lóðin sem húsið stendur á er um 500 fermetrar og í gegnum árin hefur Ólafur ræktað þar blóm sem sjaldgæf eru hér á landi. í garðinum stendur gróðurhús sem á sumrin er fullt af blómstrandi blómum. „Þegar ég byrjaði að búa var ekki hægt að kaupa eins mikið af blómum og núna. Það voru ekki eins margar gróðrarstöðvar og ég hafði heldur ekki efni á því. En maður gekk á milli kunningja og ættingja og sníkti blóm úr görð- um. Mikið ól maður upp en ég hef alltaf verið mikið í því að ala upp úr fræjum. Þegar ég gekk í Garð- yrkjufélagið náði ég ýmsum sam- böndum við erlenda klúbba. Ég fæ ennþá fræsendingar árlega en ég er að prófa ýmsar plöntur sem ég ímynda mér að gætu vaxið hér. Ég hef hins vegar ekkert verið í kyn- bótum." Kona Ólafs, Elín Maríus- dóttir, hefur verið hans önnur hönd í garðinum. Nú stendur í blóma í garði Ólafs planta sem venjulega vex í fjöllum Japan. „Þetta er stór og myndarleg planta með lavanderbláum blóm- um. Hún er kölluð bláskjár." Ólafur segir að dellukallar eins og hann breyti stundum um áherslur í ræktuninni. „Ég var fyrst voðalega mikið í rósum og dalíum. Einu sinni var ég með 20-30 rósategundir. Svo hætti ég með rósir og dalíur af því að þetta þarf svo mikið pláss.“ Þá fór Ólaf- ur að sérhæfa sig í fjallaplöntum. „Þetta er afskaplega róandi." Hann gæti ekki hugsað sér lífið án blóma. „Það er eitthvað sem kallar á mann þegar vorar og þeg- ar allt fer að vakna til lífsins. Það er svo skrítið." -SJ Þegar Áslaug er á keyrslu skoðar hún frekar garða en hús. „Ég athuga hvort ég sjái áhugaverða plöntu eða skemmti- leg tré og hvernig þetta er útfært. Maður sér alltaf eitthvað spennandi.“ Það er ákaflega þýðingarmik- ið að hafa eitthvað sem hægt er að ganga að sem er algjörlega óskylt störfum manns,“ segir Róbert Arnfmnsson leikari. „Það hjálpar okkur og fleytir okk- ur svo mikið yflr ýmsa erfiðleika í lífinu sem maður myndi kannski allt of mikið sökkva sér niður í og hafa andlega og líkamlega vont af. Þetta er ákaflega afslappandi og sálarbætandi. Þessi nánd við nátt- úruna og gróðurinn er andleg nær- ing. Fyrir hvern þann sem hefur aðstöðu til og getur sinnt þessum málum myndi ég segja að garð- vinna væri númer eitt, tvö og þrjú. næring Þetta er það þýðingarmikið starf fyrir sálarlífið." Róbert hefur í áratugi sökkt sér niður í garðvinnu á sumrin. Kona hans, Stella Guðmundsdóttir, hefur mest verið í blómaræktinni en hann hefur safnað í haug. Hann segir hana hafa miklu meiri vit á blóm- um en að hann sé henni til halds og trausts. „Það er meira en blóm sem þurfa að vera í lagi og ég hef verið nokkurs konar handverksmaður." Hjónin keyptu húsið sitt fyrir um 35 árum. „Ég fór fljótlega í moldar- gerð eða bjó mér til safnhaug eins og það er kallað. Ég tíni saman allt lifrænt efni sem fellur til úr garðin- um auk lífræns efnis úr eldhúsinu eins og telauf, grænmetisafganga og ávaxtahýði. Þetta fer allt í einn haug. Eftir hæfilegan langan tíma brotnar þetta niður og úr verður fyrsta flokks gróðurmold og áburður. Mér er sagt að ég hafi verið með þeim fyrstu hér á landi sem tóku þetta upp.“ Róbert segist ekki vita hvers vegna hann hefur meiri áhuga á moldarhaug en blómum. „Þetta hefur einhvern veg- inn æxlast svona. Það getur vel verið að áhugi minn á haugnum og því starfi hafi kviknað hjá kunningjum okk- ar sem búa í Hamborg og eru með svona horn í garðinum sínum." -SJ „Þetta er ákaflega afslappandi og sálarbætandi. Þessi nánd við náttúruna og gróðurinn er andleg næring." DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.