Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 Neytendur JOV Misjöfn gæði og verð Verðkönnun á Qallahjólum: Fjallahjól ódýrasta hjólið í hverri verslun Pasta í eftirrétt Hjólreiðar verða sífellt vinsælli ferðamáti hérlendis, hvort sem er innanbæjar eða utan. Fjallahjól með breiðum dekkjum og mörgum gírum eru orðin svo tU allsráðandi á mark- aðnum enda úrvalið mikið og verð- flokkarnir margir. Neytendasíðan kannaði verð á ódýrustu gerð af fjahahjólum i átta verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Gengið var út frá þeirri forsendu að hjólið væri fyrir karlmann sem væri byrjandi í faginu. Verslanimar sem kannaðar vora eru: Bónus í Holtagörðum, Hvellur, Hagkaup í Skeifunni, Markið, BYKO, Fálkinn, Örninn og Fjallahjólabúðin. Skýrt skal tekið fram að hér er ein- ungis um verðkönnun að ræða og því ekkert tiUit tekið tU mismunandi gæða hjólanna eða þeirrar þjónustu sem verslanimar veita. Taívönsk hjól Flest hjólin I könnuninni eru fram- leidd í Taívan undir merkjum vest- rænna fyrirtækja. Gírar hjólanna eru hins vegar í flestum tilvikum frá jap- anska fyrirtækinu Shimano sem framleiðir gíra í mörgum gæðaflokk- um. Ódýrasta hjólið í könnunninni var 18 gíra fjallahjól í Bónusi sem kostar 8900 krónur. Hjólið heitir Pro Style og er 21“ að stærð, með venju- legum rofum fyrir gíraskiptinguna og Shimano-gírum. Næst í verðröðinni kom reiðhjóla- verslunin HveUur með 26“ hjól sem heitir Shamp Mizuro á 13.930 krónur. Shamp-Mizuro hjólið er með 18 Shimano-gírum, álgjörðum, stálsteUi og ókeypis þjófavörn sem nefnist Crime on-line. Hvellur mun vera eina reiðhjólaverslunin sem býður slíka þjófavöm. í góðum gír Þar á eftir kemur Hagkaup með dýrari útgáfu af Pro Style hjóli sem Pastaréttir eru ekki bara góðir í aðalrétti. Auðveldlega má búa tU girnUega eftirrétti úr pastanu. Uppskrift 100 g soðið pasta, að eigin vali 100 g sykur safi úr einni appelsínu hýði af einni appelsínu, skorið í ræmur 150 ml cider 1 kanUstöng tveir epla, -peru- eða ferskjubátar 450 g steinlausar plómur, skornar í tvennt 450 g brómber eða bláber. Aðferð 1) Blandið sykrinum, appelsinu- hýðinu og safanum, cidemum, kanilstönginni og ávaxtabátunum saman á stórri pönnu. 2) Hitið við vægan hita þar tU sykurinn hefur bráðnað. 3) Látið þetta malla í um 15 mín- útur eða þar til sykurinn er orðinn eins og karameUa. 4) Bætið plómunum þá út í og hrærið í öUu saman i um þijár mín- útur. 5) Bætið þá berjunum saman við og leyfið öUu að maUa í um tvær minútur. Pastaréttir eru ekki bara góðir í að- alrétti. Auðveldlega má búa til girni- lega eftirrétti úr pastanu. 6) HeUið blöndunni síðan yfir soð- ið pastað og berið strax fram. -GLM heitir Pro Style rider. Það hjól kost- ar 13.995 krónur og er með 21 Shimano-gir og venjulegum rofum fyrir gíraskiptingar. Markið býður 18 gíra Bronco- track hjól á 15.960 krónur. Bronco- track hjólið er með Shimano-skipt- ingum, standara, brúsahaldara, gírahlif og venjulegum rofum fyrir gíraskiptingum. Hjólið fæst í þrem- ur steUstærðum. BYKO býður síðan 18 gíra banda- rískt Huffy-hjól með vatnsbrúsa og svoköUuð hvUdarhandfangi ofan á stýrinu þar sem hjólreiðamaðurinn getur haUað sér fram og kastað mæðinni eftir erfiða hjólreiðaferð. Huffy-hjólið kostar 22.900 krónur. Gæðastál Fálkinn býður hjól á sama verði og BYKO eða á 22.900 krónur. Hjól- ið í Fálkanum heitir Wheeler 600 og er úr High-tech stáli með 21 Shima- no-gír, breiðum hnakki og svoköU- uðum greiparskiptum gíraskipting- um en þá er skipt um gir með því að snúa handföngunum á stýrinu. Örninn býður síðan bandarískt Trail 800 hjól á 23.731 krónur með 21 Shimano-gír og venjulegum rofum fyrir gíraskiptingar. Lestina rekur síðan Fjallahjóla- búðin með bandarískt Mongoose hjól á 25.935 krónur. Hjólið fæst í mörgum mismunandi stærðum og hefur 21 Shimano-gír og svokaUaðar V-bremsur. -GLM Bætiefni við ýmsum kvillum Ef líkami þinn þarfnast bæti- efna er líklegt að þú veröir var/vör við það fyrr eða síðar. Þar eð heilsan er okkur öUum dýrmæt gæti verið besta og ódýrasta líftryggingin að hlusta eftir vamarkerfi líkamans. Hér á eftir eru talin upp nokkur algeng einkenni sem bent geta tU ein- hvers konar bætiefnaskorts. Lystarleysi Ef þú þjáist af lystarleysi er hugsanlegt að þig vanti hvítuefni. Borðar þú nóg af kjöti, flski, eggjum, mjólk- urafurðum, sojabaunum og hnetum? Ef ekki ættir þú að taka eina 50 mg B- kombíntöflu með hverri máltíð. Lystarleysi getur einnig stafað af A-vítamínskorti í fæðunni ef þú borðar lítið eða ekkert af flski, lifur, eggjarauðum, smjöri, rjóma og grænu og gulu grænmeti. Þá er ráð að taka eina B12-töflu með morgunmat og eina fjölsteinefna- töflu. Andremma Andremma getur stafað af ýmsu, t.d. háls- bólgu, en ein orsökin er skortur á ní- asíni. Ef þú borðar lítið af lifur, kjöti, fiski, heilkomi og belgjurtum er ráð að taka 1-3 acidophilus-hylki þrisvar sinnum á dag, 1-3 50 mg sinktöflur þrisvar sinnum á dag og 1-2 meltingarensímtöflur 1-3 sinnum á dag. Svitalykt Viðvarandi svitalykt getur stafað af skorti á B12-vítamíni hjá þeim sem borða ekki ölger, lifur, nautakjöt, egg og nýru. Gott er að taka sömu bæti- efni og við andremmu, gegn svita- lykt. Marblettir Ef þú ferð gjarnan marbletti gæti þig vantað C-vítamín eða bí- oflavoníð. Þá er gott að borða nóg af sítrusávöxtum, tómötum, hvit- káli og grænni papriku. Bætiefni við þessum kvilla eru: Ein 1000 mg C-vítamín tvisvar á dag. Viltu öruggan spamað sem er eignaskattsfrjáls? Sjóður 5 er sérsniðinn fyrir þá sem vilja spara til lengri tíma á öruggan, þægilegan og hagkvæman hátt. Hann fjárfestir einungis í ríkisskuldabréfum og er því eignaskattsfrjáls. Hann er alltaf innleys- anlegur og nafnávöxtun undanfarin 2 ár hefur verið 9,3% að meðaltali. Hægt er að kaupa í honum í áskrift eða fyrir hvaða upphæð sem er. Kostir Sjóðs 5 eru fjölmörgum fjárfestum kunnir enda er hann næststærsti verðbréfasjóður landsins með 7.270 milljónir kr. (VÍB Sjóður 7 er stærstur). VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • 155 Reykjavík Sími: 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.