Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 8
 8 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 heldur áframín Léttur, vatnsheldur mefi útöndun ðr Microfiber efni. Lltir: 3 útgifur. stærðir: S.M.L.XL 41 mánud - fimmtud kl. S -18 föstudaga kl. 9-19 laugardaga kl.10-15 FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR ertu buinn aðsenda inn __ mynd? Vfsir.is, Matthildur og DV leita að líkustu feðgum landsins. Kosið verður um 10 líkustu feðgana 15. til 17. júní á visir.is. Úrslitin verða kynnt í helgarblaði DV laugardaginn 19. júnf. V i n n i n g a r : Samvinnuferðir / Landsýn bjóða feðgunum til Lundúna. Spar-Sport, Nóatúni 17, gefur glæsilegan sportpakki troðfullan af sportvörum. Giorgio Armani gefur tösku með snyrtivörum fyrir herra. Utanáskriftin er: Tveir eins Matthildur FM 88.5 Hverfisgötu 46 101 Reykjavík Utlönd Hillary Clinton í kosningaham: Heldur með New York-liði Hillary Rodham Clinton, forseta- frú í Bandaríkjunum, setti upp ein- kennishúfu New York Yankees hafnaboltaliðsins í Hvíta húsinu í gær og lét taka af sér mynd. Það ætti ekki aö spilla fyrir henni, fari svo að hún ákveði að bjóða sig fram til öld- ungadeildar Bandaríkja- þings fyrir New York. Tilefnið var heimsókn hafnaboltaliðsins, sem varð Bandaríkjameistari í fyrra, í Hvíta húsið. Hillary var þá nýkomin heim úr tveggja daga ferð til New York. „Staðreyndin er sú að ég hef alltaf haldið með Yankees," sagði Hillary fyrr um morguninn í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. Hillary ólst upp i Chicago þar sem Chicago Cubs er annað tveggja stórliða. Hill- ary sagði aðspurð að hún hefði líka alltaf haldið með Cubs. Þetta fer ágætlega sam- an þar sem liðin leiða sitt í hvorri deildinni. Forsetafrúin til- kynnti í síðustu viku að hún hefði sett á lagg- irnar nefnd til að kanna möguleika sína á að ná kosningu til öld- ungadeildarinnar á næsta ári. Líklegasti keppinaut- ur forsetafrúarinnar verður repúblikaninn Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, sem hefur meðal annars getið sér gott orð í baráttunni gegn glæpum og sóða- skap. Fiskimaður frá Austur-Tímor slátrar sæskjaldböku sem hann veiddi skammt undan landi við höfuðborgina Dili. Viðstaddir voru ekki seinir á sér að hirða ýmislegt sem til féll af skepnunni, svo sem eggin og hausinn. Díoxínhneykslið í Belgíu: Hefur áhrif á kosningarnar Díoxínhneykslið í Belgíu virðist ætla að hafa áhrif á kosningamar á sunnudaginn. Samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnunum sögðu um 65 prósent aðspurðra að hneykslið hefði dregið úr trausti þeirra á stjóm Jean-Lucs Dehaenes. Stuðn- ingur við flæmska þjóðernissinn- ann Vlaams Blok hefur aukist í 20 prósent. í maí síðastliönum naut Blok stuðnings 15 prósenta kjós- enda. Flokkurinn hlaut 7,8 prósent í kosningunum 1995. Evrópusambandið hefur gagn- rýnt belgísk yfirvöld harðlega vegna díoxínhneykslisins. Fjöldi landa hefur sett innflutningsbann á afurðir frá öllum Evrópusam- bandslöndum. Talið er að efna- hagstjón sambandsins vegna þess sé gífurlegt. Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu. Símamynd Reuter Stuttar fréttir i>v Loftárásir á Hizbollah ísraelskar herflugvélar gerðu í gær loftárásir á meintar búðir Hizbollahskæruliða i suðurhluta Líbanons. Hizbollahskæruliðar drápu ísraelskan liðsforinga og særðu hermann á miðvikudags- kvöld. Þak hrundi á lestarstöö Að minnsta kosti fimm manns létust i Sankti Pétursborg í gær þegar 100 fermetra þak hrundi við inngang neðanjarðarlestarstöðvar Áfram heilagt stríö Sádi-Arabinn Osama bin Laden, sem er eftirlýstur fyrir hryðjuverk, sagði í sjón- varpsviðtali í gær að hann ætlaði að hvetja múslíma til uppreisnar gegn her- setu Bandaríkjanna í Sádi-Arab- íu. Bin Laden er mótfallinn stuðn- ingi Bandaríkjanna við ísrael. Grunuð um mútuþægni Maj Inger Klingvall, trygginga- málaráðhcri'a Svíþjóðar, er enn grunuð um mútuþægni. Trygg- ingafélag útvegaði ráðherranum íbúð í Stokkhólmi. Krabbastríö Fjögur eftirlitsskip frá S-Kóreu sigldu i morgun á eftirlitsskip frá N-Kóreu til að hrekja þau af umdeildu svæði á Gulahafi þar sem mikið er um krabba. Skipin frá N-Kóreu hafa verndað n- kóreska fiskibáta á svæðinu. Flugfreyja handtekin Flugfreyja var handtekin á flug- vellinum í Kalmar í Svíþjóð i gær. Hún er grunuð um að hafa dregið sér um 10 milljónir íslenskra króna af fé sem fékkst fyrir sölu varnings um borð í flugvélum. Ræða boð Öcalans Útlagaþing Kúrda er sagt ætla að koma saman 19. júní í Brussel til að ræða boð PKK- leiðtogans Abdullahs Öcal- ans fyrir rétti um samninga- viðræður við tyrknesk yfirvöld. Hann bauð uppgjöf kúrdneskra skæruliða gegn því að lífi hans yrði þyrmt. Öcalan á yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að skipu- leggja baráttu Kúrda fyrir sjálf- stjóm í suðausturhluta Tyrk- lands. Skutu Scudflaugum Scudflaugum var skotið i gærkvöld á búðir íranskra skæmliða í írak. Skæmliðar saka írönsk yfirvöld um árásina. Hórumamma tekin Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið hórumömmu og ákært hana fyrir að reka vændishring. Sagt er að margt frægra manna sé meðal viðskiptavina hennar. Vill eitt kjörtímabil Martti Aht- isaari Finn- landsforseti lagði til í gær að Finnar ihuguðu að takmarka setu forseta landsins við eitt kjörtimabil og hugsanlega lengja það úr sex áram í sjö. Ahtisaari var kjörinn forseti árið 1994 og í vor lýsti hann því yf- ir að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur á næsta ári. Bíókall reykir í flugvél Bandaríski kvikmyndaframleið- andinn Harvey Weinstein hefur verið sektaður um rúmar tuttugu íúsund krónur fyrir reykja á sal- emi Concorde þotu á leið milli Bandaríkjanna og Bretlands. Hann afsakaði gjörðir sínar með því að hann væri ferðahræddur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.