Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 10
10 enning FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 UV Brot Yfirlit - besta hönnun 20stu aldar heitir lítil sýning sem sett hefur verið upp öðrum megin í víðáttumiklu húsnæði verslunar- innar Epal í Skeifunni. Er hún samvinnu- verkefni Eyjólfs Pálssonar, hönnuðar og ráð- gjafa vegna listhönnunarverðlauna DV til margra ára, og tveggja „stílista", Báru og Hrafnhildar Þorgeirsdætra. Stórt orð Hákot, en ef litið er til þess afmarkaða sviðs sem þarna er til vísað til - sýningin einskorðast að mestu við stóla- og borðhönnun - er ljóst að hér er ekki tekið ýkja djúpt í árinni. Hvort sem hér er um að ræða allra bestu stóla eða borð sem hönnuð hafa verið eður ei hafa flestöll húsgögnin á sýningunni markað djúp spor í nútíma hönnunarsögu. Einna fyrirferðarmest á sýningunni eru húsgögn og lampar eftir Arne Jacobsen og ekki að ástæðulausu. Jacobsen er ekki ein- asta einn áhrifamesti hönnuður sem uppi hefur verið á Norðurlöndum heldur eru hús- gögn hans aftur komin i tísku meðal ungu kynslóðarinnar. Það var til dæmis ekki lang- ur vegur milli þeirrar lífrænu naumhyggju sem birtist á sýningu ungra breskra hönn- uða að Kjarvalsstöðum fyrir skömmu og þeirrar formgerðar - og áferðar - sem Jacob- sen er þekktastur fyrir. Það er einnig vel til fundið af aðstandend- um að benda sýningargestum á söfnunar- gildi húsgagna Jacobsens með áþreifanleg- um hætti, þó ekki væri nema til að árétta að fleira sé „klassík" en rókókóstólar og Biedermeier-borð. Á sýningunni er að finna nettan tveggja manna leðurklæddan sófa eft- ir Jacobsen sem fannst á fomgripasölu í Reykjavík um daginn þar sem hann kostaði 25.000 krónur. í framhaldinu mat danskt uppboðsfyrirtæki sófann á 550.000 íslenskar krónur. En besti mælikvarðinn á „varanleika“ þeirrar hönnunar sem Jacobsen innleiddi er auðvitað sú staðreynd að enn í dag falla hús- gögn hans fullkomlega eðlilega að likama okkar og umhverfi. Stangast á við notagildi Sum húsgögn, og raunar fleiri brúkshlutir verða hins vegar langlíf út á útlit sitt fremur en þægindi. Þetta á við um hluti eins og Macintosh borðstofustólana og legubekk Rietveldts sem sennilega er best að flokka með þrívíddarlistum. Fulltrúi þessa viðhorfs á sýningunni í Epal er þúsundþjalasmiður- inn Philippe Starck sem í húsgögnum sínum af því besta Gullsmíði til Finnlands Tengsl íslenskra og fmnskra gullsmiða hafa lengi verið hin ágætustu. Nokkrir íslenskir gullsmiðir hafa lært og sýnt smíði sína í Finnlandi og enn fleiri finnskh gullsmiðir hafa komið tO íslands til að kenna eða sýna verk sín. Sif Ægisdóttir gullsmiður, sem tilnefnd var til síðustu Menningarverðlauna DV fyrir listhönnun, útskrifaðist einmitt úr gullsmíðadeild Lahti Institute of Design í Finnlandi árið 1996. Nú sýnir hún skartgripi sem gerðir eru í samvinnu við Guðrúnu Marinósdóttur textílhönnuð, í Into Galleriaí Helsinki til 13. júní nk. Gripirnir eru úr sterlingsilfri og ofnu, lituðu ís- lensku hrosshári. Sif fékk styrki úr Finnsk-íslenska menningarsjóðnum og Sleipnissjóðnum til að setja upp þessa sýningu. Eyjólfur Pálsson situr í „Egginu", stól Arne Jacobsens, á sýningunni í Epal. og brúkshlutum leyfir sér útúrdúra sem stangast á við notagildi og jafnvel heilbrigða Listhönnun Aðalsteinn Ingólfsson skynsemi. En Starck, og landi hans, Jean-Paul Gaultier, eru gagn- legir menn í alþjóð- legu hönnunarlands- lagi þar sem þeir árétta gildi hins óhefta hugmynda- flugs í sköpunarferl- inu. Það er skemmtilegt að sjá hvernig fulltrúi íslands á sýningu Epals, Erla Sólveig Óskarsdóttur, fer nettilega bil beggja milli hins praktíska og listræna um leið og hún setur sitt eigið mark á þau húsgögn sem hún hannar. Stólar hennar Jaki og Dreki hafa vakið athygli smekkmanna innan lands og utan, og hafa nú verið teknir til ijöldafram- leiðslu, sjá frétt á menningarsíðu í gær. Fleiri sjónarmið eiga sér fulltrúa á þessari sýningu, Castignioni-bræður sem halda á lofti merki ítalsks ljósa- búnaðar, ísraelsmað- urinn Ron Arad, sem umturnar hugmynd- um okkar um hillukerfi, og eru þá einungis ör- fáir hönnuðir nefndir. Á sýn- ingunni gefst áhugafólki einnig tækifæri til að kynna sér vefsíður helstu hönnuða en til þess þurfa þeir að smella sér ofan í makalausan „tölvustól" finnsku hönn- uðanna Eppo Asikainen og Likka Terho. Hér er á ferðinni mjög svo lofsvert framlag hjá Epal, í senn hollt innlit í hönnunarsög- una og mikilsvert framlag til sjónmenntun- ar. Gunnars sápa Gunnarssonar Nú er komið gott skrið á „sápu“ Gunnars Gunn- arssonar (á mynd), í mörg horn að líta, sem rás 1 hefur sent út á laugardagsmorgnum kl. 10.15, og engin ástæða til að ætla að fjórði þátturinn, sem er á dagskrá í fyrramálið, muni slaka til í kostulegum þjóðlífs- og mannlífslýsing- um. Eins og margir muna var þessi „sápa“ Gunnars tekin af dagskrá útvarpsins á kosningadaginn þar sem raunir helstu sögupersóna, bankastjóra, konu hans og viðhalds, þóttu vera óþægi- legt innlegg í þjóðmálaum- ræðuna akkúrat á þeim afdrifaríka degi. Leikstjóri er sem fyrr Jakob Þór Einarsson en leikendur í þessum þætti eru Jóhann Sigurðarson, Örn Áma- son, Halldór Gylfason og Rósa Guðný Þórsdóttir. Blásið frítt í Ráðhúsinu Blásarakvintett Reykjavíkur (á mynd) hefur not- ið mikillar virðingar innanlands sem utan fyrir tón- leika sína og ekki síður fyrir hljóðritanir. Til dæm- is hafa geislaplötur kvintettsins iðulega fengið gott umtal í erlendum fagblöðum. Á morgun gefst Reyk- víkingum tækifæri tO að hlusta á þessa ágætu tónlistarmenn í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16 þar sem þeir kynna efni sem þeir hafa verið að taka upp á geislaplötur á þessu árí. Tónleikamir, sem em ókeypis, munu standa yfir í u.þ.b. klukkustund. Þeir era síðasta verkefni kvintettsins á þessu starfsári en næsta starfsár hefst í ágúst með tónleikaferð til Ástralíu og Singapúr. Sænskar og margverðlaunaðar Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson Geislaplöturnar þrjár frá Caprice Ég veit ekki hvort leyfilegt er að láta í ljós skoðanir á útliti listamanna sem ekki gera beinlínis út á það sjálfir. Samt get ég ekki látið hjá líða aö minnast á fríð- leika þriggja ungra kvenna sem sænska hlj ómplötufy r irtækið Caprice hefur nú tek- ið upp á arma sína, ekki síst vegna þess að fyrirtækið virðist ekki frábitið því að selja geislaplötur út á hann. Ekki svo að tónlistargáfur þeirra standi ekki undir plötunum. Stúlkurnar þrjár, Karin Dombusch klarínettuleikari (f. 1971), Francisca Skoogh píanóleikari (f. 1973) og Petja Svensson sellóleikari (f. 1972) eru allar margverðlaunaðar fyrir tónlistar- flutning, setja markið hátt i tónlistarvali sínu og það sem auðvitað skiptir mestu máli, sýna af sér snilldartakta. Caprice hefur áður gefið út spennandi geisladisk með leik Karinar Dornbusch. Þá lék hún verk eftir Stravinsky, Berg, Den- isov, Bernstein, Reich og fleiri. í þetta sinn leikui' hún með kammersveitinni Musica Vitae og beinir sjónum sínum í vesturátt, það er að tónsmíðum eftir Copland, Gina- stera og Barber. Mestum tíðindum sætir sennilega upptaka á klarínettukonsert Coplands, sem saminn var fyrir Benny Goodman. Goodman-konsertinn er sosum nógu frægur en þeir eru ekki margir sem hafa haft í sér nægilegt „sving“ til að gera honum góð skil. í leik sínum fer Karin Dornbusch afar skemmtilegan milliveg milli settlegrar klassíkur og innfjálgs jass í leik sínum. Það er líka fengur í þvi að fá öll 12 til- brigði Ginasteras á einn stað; ég veit ekki um aðra aðgengilega upptöku af þeim. Og upptökurnar, vel að merkja. Á þessum þremur geislaplötum eru þær nánast óað- finnanlegar. Fingurbrjótar Francisca Skoogh ræðst ekki heldur á garðinn þar sem hann er lægstur með því að velja tvö mjög ólík og þrælerfið verk til að debútera með, annars vegar valsa eftir Ravel (1911), hins vegar sjöundu sónötu Prokoflevs (1942). Valsar Ravels eru ríkir af fínlegum Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson blæbrigðum, á köflum svo viðkvæmir í sam- setningu að þeir eru við það að rakna í sund- ur, sónata Prokofievs er stykki fyrir styrkar hendur og miklar ástríður. Hvoragt þessara verka vefst fyrir listakonunni ungu. Og eins og til að storka okkur enn frekar leikur hún tvo fingurbrjóta til viðbótar, sónötu eftir Eiginleikar sjávar Háskólaútgáfan gefur út hinar nýtustu bækur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Hafið eftir Unnstein Stefánsson. Skýrir hún á aðgengilegan hátt nýjustu þekkingu okkar á eðli og eiginleikum sjávar og heimshaf- anna. Fjallað er um hafsvæðin umhverfis ísland og þá umhverfis- þætti sem einkum hafa áhrif á frjósemi miðanna og viðgang fiskistofna. Meðal umQöllunar- efna má nefna: Sjávarhita, seltu, ástand sjávar, djúpsjávarmyndun, ,----------.... —rif veðurbreytinga, hafis, lífsskil- yrði í sjónum og margt fleira. Bókin, sem er inn- bundin, kostar 4.900 krónur. Skríabin og magn- aða sónötu Bartóks ( 1926). Hér er á ferðinni pi- anóleikari með framtíðarmús- íkina í sér. Á plötu sinni hefur Petja Svensson (ásamt ágætum píanó- leikara, Bengt-Áke Lundin) sett sam- an aðlaðandi efnis- skrá undir heitinu Norrœn sellóverk.Á henni er sónata eftir Grieg nr. 36 (ekki nr. 35 sem er þekktari), og síðan sónötur eftir Sjögren, Lidholm og Kokkonen, sem að því ég best veit eru hvergi til á geislaplötu. Sellósónötur Griegs hafa fáir leikið betur en þeir Steven Isserlis ( sem lék með SÍ í vetur) og Stephen Hough en þaú Petja Svensson og Lundin gefa þeim tæplega mikið eftir. Leikur hennar sjálfrar er allt í senn kraftmikill, tær og undur blíðlegur. Af hinum sónötunum á plötunni þótti mér mest slátur í verki Kokkonens sem hefur til að bera höfundareinkenni hans, tiltölu- lega einfalda stefjun og afdráttarlausan framsetningarmáta. Francisca Skoogh, píanó verk e. Bartók, Prokofiev, Ravel, Skriabin CAPRICE CAP 21594 Petja Svensson, selló & Bengt-Áke Lundin, píanóverk e. Grieg, Sjögren, Lidholm, Kokkonen CAPRICE CAP 21590 Klarínettutilbrigði um Davíðssálm Einar Jóhannesson blæs víða í klarinettu sína þessa helgi. Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30 leikur hann 60 mínútna verk eftir Atla Heimi Sveinsson (á mynd) á Kirkjulistahá- tíðinni í Hallgrímskirkju. Verkið, sem nefnist Þér hlió, lyftió höfóum yðar, er að sögn tónskáldsins hug- leiðing fyrir einleiksklarinett um 24. Ðavíðssálm. í grein sem Atli Heimir skrifaði þegar verkið var frumflutt sagði hann: „Ég trúi því að tónlist geti -'gert meii-a en að skemmta mönnum. Hún getur líka vakið andlega krafta, sem innra með okkur. Hún getur hugmyndafluginu af stað og verið farkostur tO að ferðast á um víðáttur sálarinnar, til drauma- landsins og vonanna." Karin Dornbusch, klarinett & Musica Vitae, stjórn. Peter Csaba, verk e. Copland, Ginastera, Barber CAPRICE CAP 21491

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.