Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 Sóldögg leikur á Bárunni. Sóldögg á Bárunni Hljómsveitin Sóldögg hyggst spila fyrir gesti og gangandi á Bárunni á Akranesi annað kvöld. Hljómsveitin hefur verið önnum kafin i hljóðveri að und- anfórnu og er þessa dagana að leggja lokahönd á tvö frumsam- in lög sem koma út á safndiski frá Skífunni innan skamms. Ekki er ólíklegt að gestir fái smjörþefinn af nýja efninu frá hljómsveitinni á laugardags- kvöldið. Tónleikar Blues Express á Punktinum Hljómsveitin Blues Express spilar á kránni Punktinum um helgina, áður Blúsbarnum. Hljómsveitin er skipuð Matthí- asi Stefánssyni, gítarista, Ingva R. Ingvasyni, trommara og söngvara, Atla Frey Ólafssyni, hassaleikara, og Gunnari Eiríks- syni, söngvara og munnhörpu- leikara. Sigur Rós spilar í íslensku óper- unni. Útgáfutónleikar Sigur Rósar Rokkhljómsveitin Sigur Rós er nú að gefa út sína þriðju plötu. í tilefni af því heldur hljómsveitin útgáfutónleika á laugardag í íslensku óperunni. Nýja platan heitir „Ágætis byrj- un“ en með Sigur Rós í Óper- unni kemur fram strengjaflokk- ur og aðstandendur heita góðri skemmtun. Sumardjass á Jóm- frúnni Sumardjass er heitið á tón- leikaröð sem haldin er á laugar- dögum í sumar á vegum Jóm- frúarinnar við Lækjargötu en hún heldur áfram á laugardag á milli 16-18. Þá kemur fram tríó, skipað Óskari Guðjónssyni saxó- fónleikara, Þórði Högnasyni bassaleikara og trommuleikar- anum Einari Scheving. Þessir tónleikar fara fram utandyra á Jómfrúartörginu ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. Að- gangur er ókeypis. Barn dagsins 1 dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbömum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef bamið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- ^end^r .^f.óskap fr.. Góð skemmtun á Grand Rokki: Fræbbblarnir fá góðar viðtökur í kvöld og annað kvöld kemur hljómsveitin Fræbbblarnir fram á tónleikum á Grand Rokki við Smiðjustíg. Þar mun hljómsveitin spila nýtt efni og athuga hvernig það fellur í kramið hjá gestum Grand Rokks. Valgarður Guðjóns- son, tónlistarmaður í Fræbbblun- um, segir að þetta hafl haft sinn að- draganda. „Við í Fræbbblunum höf- um verið að spila saman í um tiu ár en lengst af undir nafninu Glottt þó við höfum hætt með Fræbbblana á sínum tíma 1983. Við vorum líka flestir í hljómsveitinni „Mamma var Rússi“ en við gáfum út safndisk fyrir þremur árum með brot af bestu tónlistinni sem við spiluðum Skemmtanir á Fræbbblaárunum. í framhaldi af því byrjuðum við aftur að spila saman undir nafninu Fræbbblarnir. Það er samt ekki alveg sama hljóm- sveitin því nú höfum við fengið liðs- styrk, þrjár söngkonur, sem gefa sveitinni óneitanlegra mýkri áferð.“ Fræbblamir hafa verið duglegir að semja undanfarin þrjú ár, þótt þeir hafi litið á spilamennskuna meira sem tómstundagaman en Fræbbblarnir hafa fengið liðsstyrk. vinnu. Þrátt fyrir það er afrakstur- inn um þrjátíu lög sem Fræbbblarn- ir ætla m.a. að spila í kvöld og ann- að kvöld á Grand Rokki. „Við ætl- um okkur að spila svolítið í sumar, allavega fram í júlí og svo sjáum við til.“ Áhorfendur hafa tekið hljóm- sveitinni vel í þau skipti sem hún hefur troðið upp. „Já, þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Við sjáum nokkur gömul andlit sem eru alltaf á tónleikum hjá okkur en svo er líka fullt af nýju fólki þannig að áhorfendahópurinn er breiður." Valgarður segir að lokum að hljóm- sveitin sé full eftirvæntingar fyrir helgina og ánægð með viðtökur áheyrenda, sem hafi verið alveg frá- bærar. Veðrið í dag Suðlægar áttir áfram í dag er búist við allhvössum vindi, eða meira en 15 metrum á sekúndu, á Vestfjarða- og Austíjarðamiðum. Um 300 km austsuðaustur af Hvarfi er 1000 mb. lægð sem hreyfist allhratt norður á bóginn. 1033 mb. hæð er yfir Færeyjum. í dag verður suðlæg átt ríkjandi, 10-15 metrar á sekúndu, fram eftir degi en síðan lægir aðeins og vind- styrkurinn verður 8-13 metrar á sek- úndu vestan og austan til á landinu. Súld verður víða sunnan og vestan til á landinu, rigning á Vesturlandi en súld sunnan til í nótt. Á Norðurlandi verður skýjað að mestu en úrkomulít- ið. Á höfuðborgarsvæðinu lítur út fyr- ir fremur hvassa suðaustanátt, 10-15 metra á sekúndu. Sólarupprás í Reykjavík:3:02 Sólsetur í Reykjavík:23:54 Árdegisflóð:3:57 Síðdegisflóð:16:28 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjaö 15 Bergsstaöir skýjað 15 Bolungarvík skýjaó 15 Egilsstaöir 14 Kirkjubœjarkl. rigning og súld 9 Keflavíkurflv. súld 9 Raufarhöfn skýjaö 17 Reykjavík úrkoma í grennd 11 Stórhöföi rigning og súld 8 Kaupmhöfn skýjaó 14 Ósló skýjaó 13 Stokkhólmur 16 Þórshöfn alskýjaö 7 Þrándheimur skýjaó 12 Algarve léttskýjað 20 Amsterdam rigning 11 Barcelona léttskýjað 18 Berlín rigning 14 Chicago alskýjaö 21 Dublin skýjaó 10 Halifax léttskýjaó 9 Frankfurt skýjaö 15 Hamborg skúr 12 Jan Mayen skýjaö 9 London skýjaó 13 Lúxemborg þokumóóa 10 Mallorca heiöskírt 17 Montreal léttskýjaö 18 Narssarssuaq léttskýjaö 10 New York heiöskírt 16 Orlando alskýjaó 23 París skýjaö 18 Róm skýjaó 22 Vín skýjaö 18 Washington alskýjaö 17 Winnipeg 13 Öxulþungi hefur verið lækkaður Yfirleitt er góð færð á öllum aðalleiðum á land- inu. Vegir á hálendi íslands era lokaðir vegna snjó- komu og aurbleytu. Aurbleyta hefur einnig gert það Færð á vegum að verkum að öxulþungi hefur verið lækkaður og er það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Vegavinnuflokkar eru að störfum víða á landinu, meðal annars á suðvesturhominu og Suðurlandi. 4*- Skafrenningur 03 Steinkast E3 Hálka Qd Ófært E Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært (£) Fært fjallabílum Kristín og Börkur eignast son Þann áttunda júní, kl. 04.46, leit þessi litli dreng- ur dagsins ljós í fyrsta sinn á kvennadeild Land- spítalans. Hann var þá Barn dagsins 3735 g og 53 sm á hæð. Hann er værðarlegur á myndinni, enda jafnast fátt á við lítinn fegurðar- blund. Foreldrar hans heita Kristín Ágústsdóttir og Börkur Ámason. Vinirnir veðja. Ekki öll þar sem hún er séð v- She’s all that eða Ekki öll þar sem hún er séð er rómantísk gam- anmynd sem gerist í hinum ný- tískulega Los Angeles High School. Parið Zack og Taylor, sem allir nemendumir í skólanum héldu að yrði saman þar til yfir lyki, hætti saman um sumarið öll- um að óvörum. Taylor skipti Zack út fyrir nýjan kærasta, Brock Hudson. Þetta fer fyrir brjóstið á Zack en hann er bekkjarformað- ur, heiðursstúdent og stýrir fót- '/////, Kvikmyndir boltaliði skólans. Hann veðjar við besta vin sinn, Dean, um að hvaða stúlka sem er sem greiði sér og farði rétt geti orðið skóladrottningin. Dean á að velja stúlkuna en Zack á að hefja hana til þessara metorða innan skólans. Dean velur einfarann Laney Boggs sem veltir lítið fyrir sér hlutum á borð við förðun, strákum og slúðri eins og margar skólasystur hennar. Hún hefur áhyggjur af stríðinu á Balkanskaga og sneiðir hjá óholl- um mat. Hún lítur eftir fóður sín- um og skrítnum bróður sínum, vinnur á skyndibitastað og hefm- ekki í hyggju að láta neinn slá sig út af laginu, sístan af öllum Zack. Aðalhlutverk leika Jodie Lyn O’Keefe, Freddie Prince jr., Paul Walker, Rachel Leigh Cook og Us- her Raymond en leikstjóri er Ro- bert Iscove. / Ijrval A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA [ ÁSKRIFT í SIMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,570 73,950 74,600 Pund 118,510 119,120 119,680 Kan. dollar 50,400 50,710 50,560 Dönsk kr. 10,4060 10,4640 10,5400 Norsk kr 9,4200 9,4720 9,5030 Sænsk kr. 8,6800 8,7280 8,7080 Fi. mark 13,0036 13,0817 13,1796 Fra. franki 11,7867 11,8575 11,9463 Belg. franki 1,9166 1,9281 1,9425 Sviss. franki 48,4000 48,6700 49,1600 Holl. gyllini 35,0843 35,2951 35,5593 Þýskt mark 39,5309 39,7684 40,0661 it. líra 0,039930 0,040170 0,040480 Aust. sch. 5,6187 5,6525 5,6948 Port. escudo 0,3856 0,3880 0,3909 Spá. peseti 0,4647 0,4675 0,4710 Jap. yen 0,620200 0,623900 0,617300 írskt pund 98,170 98,760 99,499 SDR 99,320000 99,920000 100,380000 ECU 77,3200 77,7800 78,3600 Simsvari vegna gengisskláningar 5623270 !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.